Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 37 ✝ Jónas ÓskarMagnússon fæddist á Efri-Sýr- læk í Flóa 7. júní 1926. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 5. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigur- jóna Magnúsdóttir og Magnús Jónas- son. Jónas átti fjórar systur, þær eru: Inga, f. 6. mars 1916, d. 1. sept. 1997, Ragn- hildur, f. 16. ágúst 1920, Sæunn, f. 7. janúar 1934, og Herdís, f. 7. janúar 1934, d. 2. maí 1991. Jónas kvæntist 16. desember Magnúsar Ó. Garðarssonar, f. 8. mars 1946, d. 31. maí 1994, eru Jónas Óskar, f. 1983, Ingvar Örn, f. 1987, Alda Júlía, f. 1987, og Oddrún, f. 1990. Jónas fluttist til Reykjavíkur ellefu ára gamall. Hann lauk meistaraprófi í húsasmíði 1950 og rak eigið trésmíðaverkstæði mestan part starfsævinnar. Hann var yfirsmiður leikmyndaverk- stæðis Þjóðleikhússins í áratug. Eftir það starfaði hann sem hús- vörður hjá Ríkisútvarpinu þar til hann lét af störfum aldurs vegna. Jónas var mikill söng- maður og söng með fjölda kóra. Þar með taldir voru Alþýðukór- inn, Karlakórinn Fóstbræður, Dómkórinn og Kirkjukór Kópa- vogskirkju. Lengst var hann í Þjóðleikhúskórnum, frá 1966 og þar til kórinn var lagður niður á tíunda áratugnum, og tók þar þátt í fjölda uppfærslna. Útför Jónasar var gerð frá Kópavogskirkju 13. maí. 1950 Öldu Guðmunds- dóttur hárgreiðslu- meistara, f. í Reykja- vík 24. júní 1928. Börn þeirra eru: 1) Sigrún J. Brunhede, f. 17. janúar 1951, maki Niels Brunhede, f. 1. nóvember 1953, þau eiga tvö börn, Hildu B. Jahn, f. 1977, maki John Jahn, f. 1974, dóttir þeirra er Julia Marie, f. 25. mars 2003, og Jónas Brun- hede, f. 1980. 2) Odd- rún Jónasdóttir, f. 3. júlí 1952. 3) Guðrún Jónasdóttir, f. 30. júlí 1959, sambýlismaður Rúnar B. Sigurðsson, f. 17. nóv- ember 1957. Börn hennar og Það er alltaf sárt að missa vin og það veit maður þegar á reynir en kannski gleymist oft hve góður vinurinn er í raun, meðan hann er meðal okkar. Þegar hann svo kveð- ur stendur maður eftir og hugleiðir hvort maður sjálfur hafi reynst honum vinur í raun. Jónas var einn af þessum aldurs- lausu mönnum. Mér finnst hann alltaf hafa verið jafngamall, frá því ég man fyrst eftir honum. Blístr- andi, syngjandi, hálfhlaupandi og síkátur allan daginn. Honum fannst gaman að stússa í garðinum sínum og reyndar fannst okkur strákunum í götunni hann dálítið skrítinn að vera í svoleiðis „kvennaverkum“ enda man ég ekki eftir að margir karlmenn væru að sinna görðunum sínum á þeim ár- um. Mér þótti strax ákaflega vænt um Jónas, meira segja svo mjög að ég lagðist svo lágt að hjálpa til við runnarækt í Skólagerðinu með því að rífa upp allar litlu „dauðu“ hrísl- urnar sem hann var nýbúinn að setja niður. Þegar ég, krakkinn, kom svo með fangið fullt af „dauðu“ hríslunum til hans, svona til að sýna honum hve duglegur ég hefði nú verið, varð hann ekki ýkja kátur; kannski svolítið pirraður, en reiður varð hann ekki. Hann var ötull stuðningsmaður okkar Guð- rúnar dóttur sinnar, þegar við lék- um hvert leikritið af öðru fyrir framan trésmíðaverkstæði hans, og öll voru þau vitaskuld frumsamin. Í minningunni var hann fasta- gestur á öllum okkar uppákomum og þegar ég hugsa til baka og minnist þess hve virkan þátt hann tók í leik okkar krakkanna skil ég ekki hvernig hann fór að því að skila fullum vinnudegi. Það var líka gott til þess að vita að ungur maður ætti sverðsmið innan handar þegar á þurfti að halda og Jónas var ónískur að gefa mér allskonar prik sem hann fann í skúrnum sínum. Reyndar var aðdáunarvert að sjá hve mikil regla var á óreiðunni á verkstæð- inu hans. Það var ósjaldan sem hann bað mig að ná í eitthvert verkfærið sem lægi undir einhverri spýtunni á bak við einhverja vélina og alltaf voru leiðbeiningarnar hár- réttar. Þegar ég kom svo heim frá út- löndum, fyrst til sumardvalar og síðar alfluttur, var ég ávallt meira en velkominn á heimili þeirra hjóna Jónasar og Öldu. Það var mjög gott og notalegt að sækja þau heim í Skólagerðið; eins og að koma heim. Þegar þau hjónin ákváðu að byggja sér sumarbústað í Hvalfirð- inum var vitanlega mikið upp úr því lagt að byrja strax að rækta og búa til skjól áður en bústaðurinn yrði reistur. Það voru ófáar ferð- irnar sem við fórum að planta runnum, og ávallt rifjaði Jónas upp þegar ég reif upp runnana í Skóla- gerðinu sem hann var nýbúinn að setja niður og þá var mikið hlegið. Ein minnisstæðasta ferðin sem við fórum var á gamla Willys-jepp- anum, í þvílíkri hellirigningu að vinnukonurnar höfðu ekki undan en á leiðarenda fórum við. Í annað skipti var farið til að reisa grind að litlu gróðurhúsi. Farið var með járnbita í Hvalfjörðinn til að húsið yrði traust og gott. Nokkrum dög- um seinna hvessti hressilega og grindin lagðist saman. Ég varð alveg hundsvekktur, því við höfðum lagt töluverða vinnu í þetta en Jónas hló og sagði að Kára hefði víst ekki litist á bygg- inguna, en þegar hann sá hve svekktur ég var minnti hann mig á að ég byggi a Íslandi þar sem allra veðra væri von. Þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt pantaði ég vitaskuld barna- rúm hjá Jónasi. Ég hafði jú fylgst með, og reyndar hélt ég að ég hefði verið að hjálpa honum, en ég efast um að það hafi verið nokkur hjálp, heldur afsökun fyrir að vera hjá honum þegar hann var að setja saman barnarúmin. Ekki fékk ég að borga honum fyrir rúmið því að hann sagðist alltaf gefa börnunum sínum rúm undir fyrsta barnið, en rúmið ætti að duga fyrir fleiri en eitt barn og það hefur það vissulega gert, enda smíðin gegnheil og vönduð eins og smiðurinn. Vigfús Ingvarsson. JÓNAS ÓSKAR MAGNÚSSON Í dag kveð ég í hinsta sinn ástkæran fósturföður, Paul Oddgeirsson. Aldrei kvartaði hann þó hann væri mjög mikið veik- ur og alltaf gaf hann okkur hjart- næmt bros í gegnum tárin. Ég kom í heimsókn til hans þegar mamma var úti í Ameríku og áttum við þá langt og gott samtal. Hann sagði mér að hann væri mjög stoltur af öllum börnunum sínum, fóstur- börnum og fjölskyldum þeirra. En hann afþakkaði alla hjálp frá mér og það eina sem hann vildi frá mér var að ég sæti hjá honum. Ég er stolt að hafa átt svona góðan fósturpabba. Ég gat alltaf leitað til hans og mömmu enda var pabbi mjög þolinmóður maður þegar hann kenndi okkur ýmislegt í leik og starfi. Svona góðan mann er erfitt að finna sem föður, en hann tók á móti mér og mörgum öðrum ólíkum börnum með opnum örmum. Pabbi PAUL ODDGEIRSSON ✝ Paul Oddgeirs-son fæddist í Reykjavík 22. júní 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 9. maí. hefur gefið mér meira en honum var skyldugt að gefa, því hann gaf mér líka ástúð í ótakmörkuð- um mæli. Elsku mamma, Anna Þóra, Ragnar, Svenni, fóstursystkini og fjölskyldur. Guð gefi okkur styrk til að takast á við missi svo stóran sem þenn- an. Björg Stígsdóttir. Kveðja frá samstarfsmönnum í Iðnskólanum í Reykjavík Paul Oddgeirsson, gullsmíða- meistari og stundakennari við Iðn- skólann í Reykjavík, er látinn. Paul hóf kennslustörf í iðn sinni við skólann á tíunda áratugnum en áður hafði hann tekið nema á námssamning við góðan orðstír. Hann var fagmaður fram í fing- urgóma og völundur á allan málm. Þessir kostir ásamt hlýrri og nota- legri nærveru gerðu hann að ein- stökum kennara sem nemendur og samkennarar minnast með hlýju. Við samstarfsmenn Pauls við IR kveðjum góðan dreng og sendum eftirlifandi eiginkonu hans og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarar- degi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Okkar ástkæri, STEFÁN BRYNGEIR EINARSSON, Keilusíðu 12c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 16. maí kl. 13:30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda M. Jóhannsdóttir, Einar J. Stefánsson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Áslaug Ó. Stefánsdóttir, Oddgeir Sigurjónsson, Ingibjörg H. Stefánsdóttir, Bergur V. Stefánsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Hjartkær móðir mín, amma og langamma, ASTRID VIK SKAFTFELLS, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 45, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 6. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hákon Skaftfells, Ásta Ósk Hákonardóttir, Ari Eyberg Sævarsson, Garðar Georg Nielsen, Hanne Clausen, Natalía Rós, Júlía Ösp og Astrid Eyberg. Elskulegi sonur minn og bróðir, GUÐMUNDUR ÁGÚST GUÐNASON, Ranavaði 1, Egilsstöðum, lést þriðjudaginn 6. maí sl. Jarðsungið verður frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 11.00. Guðni Ingólfur Gestsson, Ásgeir Svan, Elínrós Eyfjörð Eiríksdóttir, Aðalsteinn B. Guðnason, Ingibjörg Þ. Friðgeirsdóttir, Jóhanna Guðnadóttir, Sigurður Elísson, Þórunn Elfa Guðnadóttir, Eiríkur Pétursson, Gestur E. Guðnason, Svanhvít Guðsteinsdóttir, Eybjörg G. Guðnadóttir, Vilhelm Pálsson, Svanberg Hjelm Guðnason, Sigríður Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Júlía Guðnadóttir, Ólafur Reynisson, barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR PÉTUR JÓNSSON, Klausturvegi 3, Kirkjubæjarklaustri, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 12. maí. Fjóla Þorbergsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG RÓSA VILHJÁLMSDÓTTIR, áður til heimilis á Flókagötu 63, Reykjavík, andaðist á Hólabæ, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, miðvikudaginn 14. maí. Útförin auglýst síðar. Hjördís Sigurðardóttir, Ásgeir Hjörleifsson, Þrúður G. Sigurðardóttir, Björn H. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.