Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldinn fimmtudaginn 22. maí 2003 kl. 18.15 í Sunnusal Hótel Sögu. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Fundarboð Stjórn Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands SAUTJÁN af 32 evrópskum ferða- mönnum, sem hurfu í Sahara-eyði- mörkinni í Alsír í febrúar sl. og óttast var um, hafa verið frelsaðir úr haldi mannræningja. Hópur bókstafstrúaðra múslíma sem sagður er tengjast al-Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens, handsamaði ferðamennina á ferð þeirra um eyðimörkina fyrir þremur mánuðum að því er fram kom í yfirlýsingu frá alsírska hernum í gær. Ferðamennirnir eru nú komnir til Algeirsborgar og eru að sögn sendimanna í landinu við góða heilsu. Um er að ræða sex Þjóðverja, 10 Austurríkismenn og einn Svía. Í yfirlýsingu hersins kemur fram að hersveitir hafi að morgni sl. þriðjudags fundið staðinn þar sem gíslunum var haldið. „Gísl- arnir 17 voru frelsaðir, heilir á húfi, í stuttri árás á hryðjuverka- mennina,“ segir enn fremur í yf- irlýsingunni. Þar er hins vegar ekkert minnst á hina gíslana 15 sem fjölmiðlar í Alsír segja enn í haldi fyrrnefnds bókstafstrúar- hóps í fjallendi nálægt landamær- um Líbýu. Þýsk yfirvöld hvöttu í gær ein- dregið til þess að fyllstu varfærni yrði gætt við leit að þeim gíslum sem enn eru í haldi mannræningj- anna. „Ríkisstjórninni er mjög um- hugað um örlög þeirra gísla sem enn eru í haldi. Við ætlumst til þess að allt verði gert til að koma í veg fyrir að lífi þeirra verði stofn- að í hættu,“ tjáði talsmaður þýsku stjórnarinnar fréttamanni AFP- fréttastofunnar í gær. 17 gíslar lausir í Alsír Algeirsborg. AFP. NEÐRI deild rússneska þingsins staðfesti í gær nýjasta afvopnunar- samning Rússa og Bandaríkja- manna en samkvæmt honum verður langdrægum kjarnorkuvopnum beggja þjóða fækkað um sem svar- ar tveimur þriðju. Atkvæðagreiðsl- an fór fram fyrir luktum dyrum en þar greiddu 294 atkvæði með stað- festingu sáttmálans en 134 voru andvígir. Öldungadeild Bandaríkja- þings hefur þegar staðfest samn- inginn. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, hafði frestað því að fjalla um samninginn vegna stríðsins í Írak. Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, hvatti í gær þingmenn til að staðfesta samninginn og sagði hann vera mikilvægt innlegg til að tryggja stöðugleika í öryggismál- um. Samkvæmt samningnum munu Rússar og Bandaríkjamenn fækka í kjarnorkuvopnabúrum sínum þann- ig að hvor þjóð eigi 1.700–2.200 kjarnaodda í langdrægum vopnum árið 2012. Efri deild rússneska þingsins á eftir að leggja blessun sína yfir sáttmálann en sú samþykkt er að- eins talin formsatriði. Sáttmálinn sem oftast er nefndur „Moskvu- samningurinn“ var undirritaður þar í borg í maí í fyrra. Hann tekur til langdrægra árásarvopna og er skammstafaður SORT. Samningur- inn yfirtekur að mestu leyti START II-samninginn svonefnda um fækk- un langdrægra gereyðingarvopna frá árinu 1993. SORT-samningurinn kveður þó ekki á um upprætingu þessara vopnakerfa; samkvæmt honum þarf einungis að taka þau úr notkun. Rússar staðfesta afvopnun- arsamning Moskvu. AFP. ♦ ♦ ♦ HUNDRUÐ Íraka fylgdust í gær og fyrradag með gröfu, sem notuð var til að grafa upp beinagrindur úr fjöldagröf nálægt borginni Hilla, og leituðu að líkamsleifum ættingja sinna sem voru drepnir eftir upp- reisn sjíta í Suður-Írak árið 1991. Líkamsleifar allt að 3.000 fórnar- lamba aftökusveita Saddams Huss- eins hafa fundist í gröfinni síðustu fjóra daga og hermt er að þetta sé stærsta fjöldagröf sem fundist hef- ur í Írak til þessa. Allt að níu beinagrindur voru grafnar upp í einu og fólkið reyndi að koma í veg fyrir að þær brotn- uðu þegar skófla gröfunnar var tæmd. Beinagrindurnar voru lagðar á moldina við hlið hundraða ann- arra líkamsleifa. Síðan var leitað að skilríkjum, leifum af úrum eða öðr- um hlutum til að bera kennsl á hina látnu. Mörg fórnarlambanna höfðu ver- ið grafin með persónuskilríki í vös- unum. Á nokkrum höfuðkúpnanna voru enn borðar sem notaðir voru til að binda fyrir augun og úlnlið- irnir voru bundnir saman. Einn Írakanna, Nama Khalef Jara, gekk á milli líkamsleifanna og leitaði að bróður sínum, Tahar. Þegar hann fann persónuskilríki hans ofan á einni beinahrúgunni hneig Jara niður og tók bróður sinn í faðminn. „Þetta er ég, Jara,“ hrópaði hann. „Ég er hérna.“ Allt að 15.000 manns tekin af lífi Gröfin fannst nálægt þorpinu Mahawil, um 60 km sunnan við Bagdad, og íbúar þess segjast lengi hafa vitað að nokkrar fjöldagrafir væru á svæðinu. Nokkrir þeirra segja að þar kunni að vera líkams- leifar allt að 15.000 manna sem teknir hafi verið af lífi þegar stjórn Saddams Husseins bældi niður uppreisn sjíta eftir Persaflóastríðið árið 1991. Jabar Sattar grét og hélt á plast- poka sem innihélt líkamsleifar bróður hans, Faris. Hann sagði að Faris hefði verið hermaður og ný- kominn heim frá Kúveit þegar ör- yggissveit handtók hann á heimili hans, um það bil þrjá km frá gröf- inni. „Ég leitaði í tólf ár,“ hrópaði Sattar og horfði á beinagrindina í plastpokanum. „Ég sagði við sjálfan mig á hverjum degi að þú værir á lífi og kæmir aftur. Hvað á ég núna að segja föður okkar?“ Varð vitni að aftökunum Bóndinn Jabar Arjawi vísaði íbú- um nálægs þorps á fjöldagröfina í vikunni sem leið. Hann segir að þetta sé gröf karlmanna, kvenna, barna, bæði sjíta og súnníta, sem voru tekin af lífi frá byrjun mars til miðs apríl árið 1991. Arjawi var einn af örfáum Írök- um sem urðu vitni að aftökunum sem fóru fram nálægt akri hans en þagði yfir leyndarmálinu, af ótta við að verða sjálfur drepinn, þar til af- tökusveitirnar flúðu eftir innrás bandamanna í mars. Arjawi segist hafa fylgst með af- tökunum þegar hann var að erja akurinn eða með kíki frá heimili sínu, um kílómetra frá fjöldagröf- inni. Hann segir að aftökurnar hafi oftast farið fram tvisvar eða þrisvar á dag og 100 til 150 manns hafi ver- ið teknir af lífi í einu. Fólkið hafi verið bundið á höndum og stundum fótum, með bundið fyrir augun, og því hafi verið ýtt ofan í þriggja metra djúpar gryfjur. Síðan hafi verið hleypt af byssum ofan í gryfj- urnar, oft í nokkrar mínútur. Arj- awi segir að ýtur hafi rutt mold yfir líkin og stundum yfir fólk sem hafi lifað af skothríðina og reynt að klifra upp úr gröfinni. Arjawi telur að nær 6.000 manns hafi verið tekin af lífi við akurinn hans og talið er að tvær aðrar fjöldagrafir séu í grennd við þorpið. Frásögn Arjawis hefur ekki enn verið staðfest en þorpsbúarnir segja að allt sem hann hafi sagt þeim til þessa – meðal annars um hvar þeir ættu að grafa og hvað þeir myndu finna – hafi reynst rétt. „Þeir urðu ríkir“ Þorpsbúarnir segja að öryggis- sveitirnar, sem handtóku fólkið, hafi verið skipaðar mönnum úr nokkrum fjölskyldum á svæðinu. Þær hafi fengið andvirði 70-150 króna fyrir hvern mann sem þær handtóku. Langflestir þeirra sem voru handteknir sáust aldrei á lífi aftur. Nokkrir þorpsbúanna segja að samkeppni milli fjölskyldnanna hafi orðið til þess að verðið lækkaði og þær hafi handtekið fólk sem þær vissu að tóku ekki þátt í uppreisn sjíta. Í gröfinni hafa fundist líkams- leifar súnníta, barna og fólks frá Egyptalandi, Jemen og fleiri lönd- um. „Saddam vildi að tala látinna yrði svo há að fólkið yrði skelkað og fjöl- skyldurnar uppfylltu óskir hans,“ sagði einn þorpsbúanna. „Þetta var keppni á milli þessara manna um hylli Saddams, sem myndi segja: Þú stendur þig vel, þú ert betri böð- ull en hann. Þeir þénuðu allir mikla peninga og keyptu góða bíla og landbúnaðartæki. Þeir urðu ríkir.“ Þúsundir fórnarlamba aftökusveita grafnar upp Los Angeles Times/Carolyn Cole Líkamsleifar allt að 3.000 manna hafa fundist í fjöldagröf nálægt borginni Hilla í Írak síðustu daga. Los Angeles Times/Carolyn Cole Nama Khalef Jara grætur og heldur á líkamsleifum bróður síns, Tahars. Stærsta fjöldagröfin sem fundist hefur í Írak til þessa ’ Hvað á ég núna aðsegja föður okkar? ‘ Hilla. Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.