Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 31 ents, en á m djörf af þurfti að nda stúlk- róf í Lat- ekki leyft Ólafía las . bekkjar a frá skól- um leyfi til ð eftir, en u að tvö ár lafía sætti g hætti við sagði hún gin ávísun n,“ segir Ólafía var sannfærð um að sú menntun sem ungum konum á Ís- landi stæði til boða væri mjög ófull- komin, og hún hafði stór áform um að vinna íslensku þjóðinni gagn, ekki síst kvenþjóðinni. „Þjóðin átti að komast til vegs og gengis fyrir bar- áttu göfugra, starfsamra, íslenskra kvenna, og ég sá í huganum kvenna- skóla, sem áttu að geta unnið að þessu. Skólarnir áttu að veita þeim alla fræðslu, sem konur þarfnast til þess að verða mæður, húsfreyjur, prýði heimilanna, – til þess að verða nýtar þjóð sinni, – og í skólunum átti að veita þá bóklegu kennslu, sem nauðsynleg er til þess að víkka sjón- deildarhringinn,“ skrifaði Ólafía í endurminningum sínum, Frá myrkri til ljóss. Með þetta háleita markmið í far- teskinu sigldi hún í fyrsta sinn til út- landa veturinn 1892 og hóf nám í Askov í Danmörku. Rúmum tveimur árum síðar kom hún aftur til Íslands og lét þá mjög að sér kveða – hún tók virkan þátt í stofnun Hins íslenska kvenfélags, hélt fyrirlestra um nauð- syn þess að stofna háskóla á Íslandi, hafði forgöngu um stofnun Hvíta- bandsdeildar í Reykjavík, starfaði að bindindismálum og skrifaði greinar um kvenréttindamál og þátttöku ís- lenskra kvenna í stjórnmálum. „Þeg- ar Ólafía bjó og starfaði á Íslandi var hún mun róttækari kvenfrelsiskona en Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Fram- lag Ólafíu til kvenfrelsisbaráttu á Ís- landi var lengst af mjög vanmetið,“ segir Margrét. Björg bendir á að Ólafía hafi verið fengin til að tala á Þingvallafundi ár- ið 1895 fyrir hönd Hins íslenska kvenfélags. „Það er afskaplega merkilegt að hún skuli hafa talað þar. Hún var gífurlega sterkur ræðumaður og eftirsótt í þau störf. Hún ferðaðist mikið hérlendis og það kemur víða fram hve margir hafa heillast af málflutningi hennar.“ Á þessum árum hélt Ólafía einnig fyrirlestra um bindindis- og kven- frelsismál í Bandaríkjunum, Kan- ada, Englandi, Skotlandi og Noregi. „Hún var ráðin sem erindreki Al- þjóðasambands Hvítabandsins, og í þeim störfum undirstrikaði hún jafn- an beint og óbeint þjóðerni sitt. Því mætti kalla hana einn fyrsta íslenska sendiherrann,“ segir Margrét. Árið 1897 var haldin mikil hátíð á Rauðarártúni og var þar í fyrsta sinn birtur íslenski bláhvíti fáninn, eða bláfáninn. Ólafía saumaði hann eftir fyrirsögn Einars frænda síns. „Hún er með fingurinn á slagæð þessara hluta á meðan hún er hér á Íslandi,“ segir Björg. Köllun að sinna sjúkum Eftir lát Þorbjargar Sveinsdóttur fóstru sinnar árið 1903 hélt Ólafía til Noregs. Þar helgaði hún sig vinnu meðal olnbogabarna samfélagsins í fátækrahverfinu Vaterland, drykkjufólks, fanga, fátækra og sjúkra – einkum kvenna. Um sama leyti öðlaðist Ólafía mikla trúarsann- færingu og telja sumir að það hafi leitt til starfa hennar með hinum sjúku. „Það sem er sterkast við sögu Ólafíu er hve mikla áherslu hún leggur á það, að sú hjálp eða með- líðan sem maður vill sýna sam- bræðrum sínum felist í að rétta fólki höndina beint. Hún taldi að einstak- lingurinn fengi mest út úr því að fá hreina og milliliðalausa aðstoð,“ seg- ir Björg. Margrét segist telja að trúarsann- færing Ólafíu eigi nokkurn þátt í því hve framlag hennar til kvenfrelsis- baráttu hérlendis sé vanmetið. „Það hefur oft gætt fordóma á Íslandi í garð trúaðs fólks. Hún sagðist sjálf hafa frelsast til lifandi trúar, en það gerist 1903 – eftir að hún er komin til Noregs. Fyrir þann tíma, þegar hún er hér heima, er hún mjög framar- lega í frelsisbaráttu kvenna á Íslandi og líka í þjóðfrelsisbaráttunni ásamt Þorbjörgu fóstru sinni.“ Ólafía starfaði í Noregi í 17 ár og kom miklu til leiðar á árum sínum þar – tók þátt í stofnun Hvítabands- deildar og skrifaði bókina Aumastir allra, þar sem hún fjallar um störf sín í þágu hinna sjúku og útskúfuðu. Bókin lýsir bæði mannlegri eymd og niðurlægingu í sinni ljótustu mynd, jafnhliða vitnisburði um æðruleysi, fórnfýsi og trúarsannfæringu. „Þessi titill segir okkur meira en margt annað hvað það var sem hún var að snúa sér að,“ segir Björg. Margrét bendir á að bókin standist vel tímans tönn. „Margar hugmynd- ir sem hún setur þar fram, meðal annars um framkomu í garð þeirra kvenna sem hún starfaði fyrir, eru enn í fullu gildi. Bók Ólafíu er ágæt handbók fyrir félagsráðgjafa og ýmsar hugmyndir hennar eiga fullt erindi til þeirra sem sinna sálgæslu á Íslandi í dag.“ Árið 1921 ákvað Ólafía að snúa aftur til Íslands. Hún var sannfærð um að „hvergi um víða veröld er hið upprunalega, hreina eðli mannsins jafngróið hinni svipmiklu náttúru og á Íslandi“ eins og hún ritaði í end- urminningum sínum. Hún varð hins vegar fyrir nokkrum vonbrigðum þegar heim kom, enda hafði Reykja- vík breyst mikið á þeim tæpu 20 ár- um sem hún hafði verið fjarverandi. „Hún hafði töluverð áhrif á Íslandi alveg þar til hún fluttist til Noregs, en naut lítillar virðingar þegar hún kom aftur. Þá gerðu menntaskóla- strákar grín að henni á fundum og það er greinilegt að henni hefur sárnað, því hún flutti út aftur. Í aug- um strákanna var hún gömul kona í peysufötum sem þeir höfðu ekki áhuga á að hlusta á. Eflaust hefur kynferði hennar, aldur og trúar- sannfæring mótað þessi viðbrögð,“ segir Margrét. Ólafía lifði ekki lengi eftir að til Noregs var komið, hún sigldi út í janúar 1924 og lést 21. júní sama ár. Lík hennar var flutt til Íslands og var Ólafía jarðsett við hliðina á Þor- björgu fóstru sinni í gamla kirkju- garðinum við Suðurgötu í Reykja- vík, eins og hún hafði sjálf óskað eftir. „Það er til afskaplega falleg frásögn af því hvernig fangarnir í Osló brugðust við þegar þeir fréttu af láti hennar. Þeir fóru út í fangels- isgarðinn og sópuðu þar saman dá- litlu moldarbeði og settu í það blóm, til minningar um hana. Þessi gjörð segir meira en margt annað um líf og afrek Ólafíu,“ segir Björg. „Á leiði þeirra Þorbjargar hér heima er steinn, sem á er letruð tilvitnun úr Opinberunarbókinni sem endar á þessa leið: Þeir skulu fá hvíld frá erf- iði sínu, því verk þeirra fylgja þeim.“ kven- meg- ða og dóttir i við ars- nar. Þjóðminjasafn/Sigfús Einarsson Ólafía Jóhannsdóttir ásamt fóstru sinni og móðursystur, Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður, sem var mikill áhrifavaldur í lífi hennar. anns- erland- gerði 930 og afhjúpuð gina. ingamaria@mbl.is ævi Ólaf- hafi. ð hugsa nn svona ngum og m á göt- kyldu lingar – ennar, kaði, Ein- thygl- ega ss að láta að kalla ann, því u þann- erður nni hlut- omuhúsi æjar, þar jafn- urunum. skja og guna kið þarf affi, eins pta um og bætir oðar ritun nnig g á að ég fer á söfn. Því er ég ákaflega þakklát þeim sagnfræðingum sem hafa verið mér innan handar, Margréti Guðmundsdóttur sérstaklega og Guðjóni Friðrikssyni. Maður hefði getað haldið að sagnfræðingar bæru ekki virðingu fyrir skrifum leikara um fortíðina, en það er allt annað viðmót sem ég hef fengið.“ Íslensk kvenfélög til aðstoðar Olga Bergmann hefur hannað búninga og leiktjöld, og segist Guðrún hafa viljað leggja nokkuð upp úr því að hafa búningana veg- lega. „Auðvitað hafði leikhópurinn ekki efni á mjög dýrum búningum, en kvenfélögin á Íslandi eru að safna og senda mér peninga fyrir þessum búningum. Kvenfélaga- samband Íslands sendi bréf til fé- laga sinna út um allt land og minntist þess að Ólafía Jóhanns- dóttir var einn af stofnendum fyrsta kvenfélagsins og hvatti þau til að styrkja sýninguna.“ Þetta er þriðja leikverkið sem Guðrún Ásmundsdóttir skrifar fyrir flutning í kirkju, en áður hef- ur hún skrifað leikverkin Kaj Munk og Heilagir syndarar. Hún segir það eiga vel við umfjöllun um Ólafíu að hún fari fram að hluta í kirkju. „Hennar afl í öllum afrekum er trúin. Eins og skrifað var í minningargrein um hana er ekki hægt annað en hrífast af sögu hennar, því þar sér maður trúna í verki. Hún var kona sem fékk virð- ingu manna, hvort sem þeir trúðu eða trúðu ekki, af því hún sýndi trú sína í verki.“ r Morgunblaðið/Sverrir Fjórar leikkonur í leikverkinu Ólafía eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, sem frumsýnt verður í Mosfellskirkju á laugardaginn. MAGNÚS Skúlason, yf- irlæknir á Réttargeð- deildinni að Sogni, segir þörf á að fjölga plássum fyrir ósakhæfa og sak- hæfa geðsjúka brota- menn á Sogni, og fjölga stöðugildum til samræm- is við það. Segir hann brýnt að auka við húsa- kost deildarinnar. Lagð- ar hafa verið fram form- legar tillögur til heilbrigðisráðuneytisins um stækkun að Sogni til að unnt sé að veita víð- tækari þjónustu, bæði á staðnum sjálfum og í fangelsinu að Litla- Hrauni. „Þetta er lagt til með það fyrir augum að hægt verði að þróa það starf sem þegar var hafið að Sogni fyrir áratug, svo og þá þjónustu sem veitt er á Litla-Hrauni, þörfin er mikil,“ segir Magnús. Réttargeðdeildin að Sogni var stofnuð haustið 1992, en fram að því var engin slík þjónusta í land- inu. Vandað var til deildarinnar, að sögn Magnúsar, þótt hún hefði mátt vera ögn stærri. Átta sjúk- lingar eru núna að Sogni, þótt deildin hafi upphaflega verið hönnuð fyrir sjö. Hún var upp- haflega ætluð ósakhæfum brota- mönnum, en vegna knýjandi þarf- ar, hefur á undanförnum árum verið vaxandi þróun í þá átt að taka við sakhæfum geðsjúkum af- brotamönnum. Auk yfirlæknis er sálfræðingur í hlutastarfi og tveir hjúkrunarfræðingar á deildinni og 19 starfsmenn. Skipulagðasta heilbrigðis- þjónusta við fanga hingað til Fangelsið að Litla-Hrauni nýt- ur geðlæknisþjónustu frá Sogni í gegnum Heilbrigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi, sem annast hefur heilbrigðisþjónustu fanga í nokkur ár. Að mati Magnúsar er hér um að ræða skipulögðustu heilbrigðisþjónustu við fangelsið á Litla-Hrauni hingað til, bæði hvað varðar almenna læknisþjónustu og geðlæknisþjónustu. „Þetta er í fyrsta sinn sem geð- læknir kemur reglubundið viku- lega í fangelsið,“ segir hann. „Ég tel að það væri mjög slæmt ef sú þjónusta væri ekki fyrir hendi og er þeirrar skoðunar að hana þyrfti að efla enn frekar með því að fá fleira fagfólk á geðsviði til starfa, og auka núverandi stöðu- gildi geðlæknis. Þar sem núver- andi þjónustu eru ákveðin tak- mörk sett, verður að forgangs- raða með því að sinna veikustu föngunum fyrst og síðan öðrum eftir því sem kostur er. Í þjónust- unni felst öll almenn meðferð, eft- ir því sem aðstæður leyfa, viðtöl og stundum geðlyfjameðferð, auk afeitrunarmeðferðar, þegar þörf krefur. Allmarga þyrfti að leggja inn, væri þess kostur.“ Magnús segir að það færist stöðugt í vöxt að Réttargeðdeildin að Sogni sé beðin um að taka við föngum, þótt þeir hafi á sínum tíma verið úr- skurðaðir sakhæfir og til afplán- unar í fangelsi en ekki til vistunar á geðdeild fyrir ósakhæfa. „Í sumum tilvikum er um að ræða einstaklinga sem eru svo illa haldnir að þeir þarfnast nauðsyn- lega innlagnar á geðdeild. Okkur, sem störfum að þessum málum, þykir alveg afleitt að geta ekki boðið upp á alla þá þjónustu sem þörf er á og ber í raun að veita sjúku fólki, en bindum vonir við að það standi til bóta í náinni framtíð. Langeðlilegast er að fyrsta skrefið verði aukning á húsakosti að Sogni en þegar ligg- ur fyrir góð teikning að viðbygg- ingu sem reisa má án mjög mikils kostnaðar. Þannig ætti að vera unnt að tvöfalda plássafjöldann að Sogni, búa til aðra deildareiningu og auka jafnframt pláss fyrir iðju- og starfsþjálfun og aðra starfsemi sem þar fer fram. Mun meiri stækkun strax væri þó auðvitað æskileg og kærkomin ef fjárveit- ingavaldið getur aukið framlög sín.“ Sogn verði öflug og fjölþætt réttargeðdeild „Sjálfsagt er að stefna að því að gera Sogn að öflugri og fjölþættri réttargeðdeild sem hefði með höndum geðrannsóknir, auk ann- arrar nauðsynlegrar rannsóknar- vinnu og kennslu í tengslum við menntakerfið og dómskerfið. Þar með væri loks orðin til hér á landi verðug miðstöð þessa mikilvæga þáttar heilbrigðismála.“ Magnús bendir á að það hafi ekki hent í rúmlega 10 ára sögu Sogns, að sjúklingar úrskurðaðir ósakhæfir og innlagðir á deildina hafi brotið af sér á ný eftir útskrift. Að hans mati þarf nú alvarlega að íhuga möguleika á því að end- urskoða lög og reglur um sakhæfi og ósakhæfi sakborninga í opin- berum málum með því meðal ann- ars að setja reglur sem kvæðu á um millistig sem heimilaði með- ferðardóma svo að sakhæfir sjúk- lingar gætu notið meðferðar og aðhlynningar á svipuðum forsend- um og ósakhæfir fá. „Í núverandi lagaumhverfi myndu ósakhæfisdómar til handa fleirum geðtrufluðum sakborning- um gera kleift að veita þeim þá endurhæfingu og meðferð sem þeim ber. Fyrir utan sjúklingana sjálfa kæmi slíkt samfélaginu öllu vel, þar sem líkur á endurteknum af- brotum myndu stórminnka. En miðað við ríkjandi hefð í geðrann- sóknum og dómum, þá þyrftu að vera mun víðari skilmerki til með- ferðardóma heldur en nú er hvað ósakhæfi varðar. Eins og staðan er nú er úrskurður um sakhæfi í raun úrskurður um að sakborn- ingur sé hæfur til að þola refs- ingu í venjulegu fangelsi og „að refsing komi að gagni“ eins og segir í lögunum. En það þarf ekki alltaf að fara saman að vera sak- hæfur og refsihæfur,“ segir Magnús. „Þetta er flókið úrlausn- arefni sem mjög þarf að vanda til. Það er lykilatriði að mannlegi þátturinn sé í fyrirrúmi og að komið sé fram við sakborninga og fanga af sömu virðingu og alla aðra.“ Magnús Skúlason yfirlæknir á Réttargeðdeildinni að Sogni „Miðað við ríkjandi hefð í geðrannsóknum og dómum, þá þyrftu að vera mun víðari skilmerki til meðferðardóma heldur en nú er hvað ósakhæfi varðar,“ segir Magnús Skúla- son, yfirlæknir á Réttargeðdeildinni. Þörf á að fjölga plássum fyrir geð- sjúka afbrotamenn Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.