Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 35 ✝ Ingibjörg BirnaJónsdóttir fædd- ist í Kaupmanna- höfn 2. desember 1919. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Þorgrímsdótt- ir, f. á Borgum í Hornafirði 5. desem- ber 1894, d. í Reykjavík 13. febr- úar 1994, og Jón Bjarnason, héraðs- læknir á Kleppjárns- reykjum í Borgarfirði, f. í Stein- nesi í Þingi 7. október 1892, d. í Reykjavík 2. janúar 1929. Hann var sonur Ingibjargar Guðmunds- dóttur og manns hennar, síra Bjarna Pálssonar, prófasts í Stein- nesi. Birna ólst upp í Læknishús- inu í Keflavík hjá foreldrum móð- ur sinnar, hjónunum Jóhönnu Andreu Lúðvigsdóttur Knudsen, f. í Reykjavík 5. júní 1854, d. í Keflavík 30. maí 1932, og Þor- grími Þórðarsyni héraðslækni, f. í Reykjavík 17. desember 1859, d. í Reykjavík 5. júlí 1933. Systkini Birnu eru: Stefán, f. 30. des. 1920, d. 23. ágúst 1971, Jóhanna, f. 2. apríl 1922, Guðrún, f. 22. sept. skjól hjá henni og manni hennar. Birna og Pétur eiga eina dótt- ur, Ragnheiði Ástu, f. 28. maí 1941. Fyrri maður Ragnheiðar Ástu var Gunnar Eyþórsson, f. 23. júní 1940, d. 18. ágúst 2001. Þau skildu. Börn þeirra eru: Pétur, f. 18. mars 1960, kona hans er Anna Margrét Ólafsdóttir, f. 27. júlí 1960, börn þeirra Ragnheiður Ásta, f. 1980, Anna Lísa, f. 1983, og Pétur Axel, f. 1995; Eyþór, f. 9. september 1961, kona hans er Ell- en Kristjánsdóttir, f. 8. maí 1959, börn þeirra eru: Sigríður, f. 1981, í sambúð með Pétri Snorrasyni, sonur þeirra Snorri, f. 2002, Elísa- bet, f. 1986, Elín, f. 1991, og Ey- þór Ingi, f. 1997; og Birna, f. 12. mars 1965, maki Árni Daníel Júl- íusson, f. 31. júlí 1959. Seinni maður Ragnheiðar var Jón Múli Árnason, f. 31. mars 1921, d. 1. apríl 2002. Dóttir þeirra er Sólveig Anna, f. 29. maí 1975, maður hennar er Magnús Sveinn Helgason, f. 19. júlí 1974, börn þeirra Jón Múli Egilsson Prunner, f. 1997, og Guðný Mar- grét, f. 2000. Birna stundaði nám í Verslun- arskólanum í Reykjavík, vann í Verslun Karólínu Benedikts á Laugavegi, og í Lithoprenti, starf- aði á Veðurstofu Íslands, starf- rækti með manni sínum Skrifstofu skemmtikrafta og stundaði versl- unarrekstur. Útför Birnu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1923, d. 25. júlí 1997, Þorgrímur, f. 2. jan. 1926, Bjarni, f. 23. okt. 1927, og Jóna Anna, f. 23. apríl 1929, d. 3. nóv. 1930. Uppeldisbróðir Birnu er Þorgrímur Einars- son (sonur Einars móðurbróður henn- ar), f. 20. júní 1920. Birna fluttist til Reykjavíkur til móður sinnar að afa sínum látnum, en átti jafn- framt heimili í Lækn- ishúsinu í Keflavík hjá Guðrúnu Eiríksdóttur og Sig- ríði Magnúsdóttur, sem höfðu ver- ið þar vinnustúlkur. Birna gekk 8. mars 1941 að eiga Pétur Pétursson þul, f. á Eyrarbakka 16. október 1918, son Elísabetar Jónsdóttur frá Eyvind- armúla í Fljótshlíð, og Péturs Guðmundssonar frá Votamýri á Skeiðum, kennara á Eyrarbakka. Pétur átti 10 alsystkini og 2 hálf- systkini. Fóstra Birnu, Guðrún Ei- ríksdóttir, f. í Hornafirði 2. októ- ber 1878, d. 1. ágúst 1967, átti heimili hjá Birnu og Pétri frá 1941 til dauðadags. Einnig átti Þórður, móðurbróðir Birnu, f. 27. júlí 1887, d. 17. desember 1966, Elsku langamma. Okkur langar að kveðja þig og um leið þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt með þér. Allt sem þú kenndir okkur og allar skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir okkur. Þú varst án efa ein allra glæsilegasta kona sem við höf- um þekkt og svo góðhjörtuð og fal- leg. Þú átt alltaf stað í hjarta okkar, við gleymum þér aldrei. Guð geymi þig. Þínar dóttursonardætur Sigríður, Elísabet og Elín. Þegar við systkinin minnumst hennar Birnu frænku okkar sjáum við svo vel hversu margt og mikið við eigum henni að þakka. Við átt- um eiginlega annað heimili hjá þeim Pétri í Meðalholtinu og í Eski- hlíðinni og okkur fannst hún Ragn- heiður Ásta alltaf vera stóra systir okkar. Heima hjá þeim Birnu og Pétri var alltaf líf og fjör og það var svo ótalmargt sem við krakkarnir upplifðum í fyrsta skipti með þeim og Ragnheiði Ástu: Sváfum annars staðar en heima og m.a.s. í rúmi sem var miklu mýkra en öll önnur rúm, fórum í bíltúr til Keflavíkur að skoða gamla læknishúsið og gera svolítið at í hermönnunum í hliðinu á vellinum, skutum upp flugeldum á gamlárskvöld og svona gætum við lengi talið. Það var svo sem ekki að furða að við skyldum sækjast eftir að vera í návist Birnu frænku því að hún var svo hlý og hláturmild og afar fund- vís á það skemmtilega og skoplega í tilverunni. Og það var ekki nóg með það því hún var líka allra kvenna fegurst og það fór ekki fram hjá ungum og ástföngnum sjóurum í Keflavík sem komust ekki í blóma- búð og hengdu því lúðu á hliðið hjá Þorgrími lækni, afa hennar. En Birna frænka var ekki bara falleg sjálf, heldur sá hún ævinlega það góða og fallega í öllum og öllu. Keflavík er t.a.m. ekki endilega tal- in óskaplega fallegur staður en Birna leit hana öðrum augum. Þeg- ar hún var barn í læknishúsinu í Keflavík heyrði hún einhvern halda því fram að fegursti staðurinn í ver- öldinni væri við vestanvert Viktor- íuvatnið og hún undraðist þetta mjög því að hún var viss um að það gæti hvergi í heiminum verið fal- legra en í Keflavík. Og Birna sá líka bara það góða og fallega í mann- fólkinu. Umhyggja hennar og um- burðarlyndi áttu sér engin takmörk og þeir sem lítils máttu sín, menn og málleysingjar, áttu alltaf víst skjól hjá þeim Pétri. Alla tíð voru einhver dýr á heimili þeirra, tík- urnar Limmý og Topsý, kisurnar, fiskarnir og fuglarnir, öll dálítið spillt af eftirlæti en góðir félagar og veittu heimilisfólkinu ómælda gleði. Ást og væntumþykja þeirra systranna Birnu, Diddu og mömmu var einstök og órjúfanleg. Þær voru trúnaðarvinir og töluðust við á hverjum degi og þótt við krakk- arnir vissum ekki alltaf hvað um var rætt var augljóst að þessi systrasamtöl voru þeim öllum al- gjörlega ómissandi. Hversu oft heyrðum við ekki mömmu segja: „Guð minn góður, ég verð að hringja í hana Birnu systur!“ Allir sem þekktu Birnu frænku hafa misst mikið en enginn þó eins og Pétur. Samband þeirra var sérstaklega innilegt og þeir sem fengu að njóta hinnar ríku frásagnargáfu þeirra hjóna vita að oft tókst þeim best upp þegar þau rifjuðu upp eitthvað gamalt og fyndið saman. Nú kveðjum við þessa góðu frænku okkar með miklum söknuði og þökkum fyrir alla umhyggjuna og skemmtilegheitin. Krakkarnir hennar Gunnu systur. Orð þessi eru rituð á sjálfan mæðradaginn til þess að minnast mikilhæfrar konu sem nú er látin. Allt frá því ég leit Bingu frænku augum fyrsta sinni, sem yngsta barn fjölmennrar stórfjölskyldu, minnist ég hennar sem einstaklega góðrar móður og eiginkonu. Að hún sé fallin frá fyllir mig djúpri hryggð, en um leið einlægu þakk- læti fyrir allar ljúfu minningarnar, sem hún skilur eftir sig sem fjár- sjóð í hjarta mínu. Mesta gæfa sem sérhverju barni getur hlotnast er að eiga milda, sterka, glaðlynda og réttsýna móð- ur. Enda er það móðurhlutverkið í fjölskyldunni sem reynir hvað mest á þegar samheldni, réttlæti, ham- ingja og velferð fjölskyldu er ann- ars vegar: Móðirin er bæði sólin og hjartað í hinu daglega lífi fyrir mann sinn og börn. Bingu fórst móðurverkið svo vel úr hendi, að ég komst að þeirri niðurstöðu strax sem telpuhnokki, að Lilla, einka- dóttir hennar og Péturs, væri mest elskaða barn í heiminum! En mörg önnur börn fengu líka að eiga hlut- deild í þessari paradís; ég naut þeirra sérstöku forréttinda að vera eitt þeirra. Það var því stór barna- skarinn sem forðum daga heilsaði upp á hjónakornin, sem þá ráku söluturninn í Hreyfilshúsinu við Arnarhól á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Eftirvæntingin skein úr barns- andlitunum við afgreiðsluborðið, og óhætt að segja, að öll fóru þau glöð í bragði af þeim fundi með fangið fullt af góðgæti, sem gefið var og bannað að borga! Þannig reyndist Birna bæði einkadóttur sinni – sem og öllum öðrum börnum er urðu á vegi hennar – móðirin blíða, glettna, hlýja, skilningsríka og milda. Birna bjó nefnilega yfir þeirri visku að geta séð, að öll erum við mennirnir hluti af stærri heild og þess vegna öll jafnmikilvæg í sköpunarverki almættisins. Hún treysti á elsku og gjafir Guðs, og veitti af allsnægtum hans, eins og sá einn gerir er fundið hefur leið ljóssins. Í endurminningunni er Binga frænka jafnframt konan, sem ekk- ert aumt mátti sjá meðal samferða- fólks síns; konan sem elskaði fólkið sitt af mikilli rausn og umbar af mikilli manngæsku og göfuglyndi sterkan og á tíðum ráðríkan per- sónuleika tengdamóður sinnar; glæsilega heimskonan er endalaust gaf af sjálfri sér og sínu andlega ríkidæmi; eiginkonan er ævinlega stóð traust og trygg og óendanlega vitur við hlið móðurbróður míns sem hún ung að árum gaf hug sinn og hjarta, gleði og fegurð. Það er trú mín að einmitt þannig verði hún nú sjálf elskuð og vernduð á himn- um – og áfram muni kærleikssólin hennar skína í hjörtum okkar. Ég bið alla engla veraldar að syngja Birnu okkar kveðjusöng, og færa henni þakkir fyrir þá gjöf sem líf hennar hér á jörðu var okkur öll- um, sem fengu notið sólargeislanna hennar fram að hinsta degi. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til Pét- urs frænda og Ragnheiðar Ástu frænku, einnig til allrar stórfjöl- skyldunnar og systkina Birnu, maka þeirra og barna. Blessun og líkn Guðs fylgi öllum ættingjum og vinum sem í dag beygja höfuð í sorg. Áslaug Þormóðsdóttir. Birna mín. Það var gaman að koma heim til þín, þetta var fallegt heimili, hlýtt og gott. Margar skemmtilegar stundir áttum við öll saman. Blessuð sé minning þín, elsku Birna. Við vottum öllum ættingjum inni- lega samúð. Aldís og Stefán. BIRNA JÓNSDÓTTIR ✝ Konráð SigurjónMagnússon fæddist í Reykjavík 30. september 1932. Hann lést í Uppsöl- um íSvíþjóð hinn 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Konráðsson verkfræðingur og kona hans Eyþóra Sigurjónsdóttir. Eiginkona Kon- ráðs, 23. sept. 1965, var Kristina Maria handavinnukennari, dóttir Folke Ander- son, söngvara og söngkennara í Eskilstuna, og konu hans Edit Elisabet. Dóttir Konráðs og Kristina er Hanna Edith, f. 23. ágúst 1966. Þau slitu samvistum. Konráð ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá máladeild MR 1952. Lauk læknis- fræðinámi frá Há- skóla Íslands vorið 1961. Lauk sér- fræðinámi í geisla- greiningu í Svíþjóð 1971 og starfaði í Svíþjóð allan sinn starfsferil að undan- skildum 6 mánuðum er hann starfaði sem aðstoðaryfirlæknir í Blöndu- óshéraði. Útför Konráðs var gerð 13. maí, í kyrrþey. Einn æskuvina okkar hefur nú lokið lífsgöngu sinni og er horfinn af jarðnesku sjónarsviði. Konráð Magnússon, læknir í Svíþjóð, andað- ist á páskadag síðastliðinn á sjötug- asta og fyrsta aldursári eftir að hafa átt við heilsuleysi að stríða síðustu æviárin. Með honum er genginn drengur góður sem eftirsjá er að. Kynni okkar Konráðs, eða „Konna“ eins og við í fjölskyldunni kölluðum hann iðulega, hófust er við vorum báðir í bernsku. Þá kom hann á áttunda aldursári norður í Steinnes í Austur-Húnavatnssýslu til sumar- dvalar. Á síðustu öld, einkum framan af, var algengt, að börn úr Reykjavík og öðrum bæjum færu í sveitina til sum- ardvalar og þótti það þroskavænlegt fyrir börnin að kynnast sveitalífinu og störfum þess og umgangast dýr- in. Nú hagaði svo til, að feður okkar Konna höfðu kynnst í skóla hér í Reykjavík. Báðir voru þeir félitlir námsmenn, er hraða þurftu því för gegnum menntaskóla á leið til æðra náms. Lásu þeir því saman utan- skóla ásamt þriðja námspiltinum fimmta og sjötta bekk á einum vetri til stúdentsprófs við Menntaskólann í Reykjavík. Með þeim tókust því góð kynni og vinátta, er leiddi til þess, að Konna var komið í sumardvöl hjá okkur í Steinnesi. Sumrin hans þar áttu síðan eftir að verða sjö, því að hann kom árlega norður á vorin og stóð svo fram yfir fermingu. Konni kynnti sig strax vel heima, enda ljúfur drengur og prúður og varð hann hvers manns hugljúfi. Þá reyndist hann, þótt ungur væri, lið- tækur við sveitastörfin, enda viljug- ur til allra verka og ósérhlífinn. Við áttum því mikið og gott samfélag og stundin leið bæði við störf og leik. Konni féll því einkar vel inn í sam- félag heimilisfólksins og við fjöl- skyldan litum á hann sem einn af okkur. Hélt hann ævinlega mikilli tryggð við Steinnesfjölskylduna, enda mikill artarmaður. Breytti þar engu um þótt hann starfaði lengst af erlendis, sem lækn- ir í Uppsölum í Svíþjóð og stór vík væri þannig milli vina. Og það gladdi okkur öll, er hann kom hingað til landsins í heimsóknir og við fengum að endurnýja við hann forn kynni æskuáranna. Konráð var Reykvíkingur. Hann fæddist hinn 30. september 1932, sonur Magnúsar Konráðssonar, verkfræðings við Vita- og hafnar- málaskrifstofuna, og konu hans, Ey- þóru Sigurjónsdóttur. Magnús var albróðir sr. Helga Konráðssonar á Sauðárkróki og Konráð og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður voru systkinasynir. Eyþóra var ættuð frá Siglufirði, hin mesta myndarkona. Þau hjónin eignuðust auk Konráðs tvær dætur. Konráð ólst upp á Framnesvegin- um og í Drápuhlíðinni á myndarlegu menningarheimili foreldra sinna í faðmi samhentrar fjölskyldu og átti þar sín glöðu og góðu bernsku- og æskuár. Hann var góðum gáfum gæddur og frá upphafi var það fyrirhugað, að hann legði fyrir sig langskólanám. Á unglingsárunum var hann virk- ur félagi í KFUM og sá félagsskapur mótaði mjög andlegt líf hans, en Konráð var alla tíð mjög trúaður maður er óhikað játaði Jesú sem frelsara sinn og Drottinn. Að stúdentsprófi loknu hóf hann nám í læknisfræði við Háskóla Ís- lands og hélt að kandidatsprófi loknu í sérnám í röntgenlækningum í Sví- þjóð. Þar ílentist hann síðan og starf- aði um áratugaskeið sem röntgen- læknir í Eskilstuna og í Uppsölum í Svíþjóð og síðustu árin sem yfir- læknir þar. Vel var hann virtur og metinn sem starfsmaður enda samviskusemi hans og skyldurækni viðbrugðið. Hann kvæntist sænskri konu, Kristina að nafni og eignuðust þau saman eina dóttur, Hönnu Edith. Þau hjón slitu síðan samvistir, en dóttirin var ljós og yndi föður síns, sannur sólargeisli í lífi hans.Og ekki hvað síst varð hún og fjölskylda hennar honum dýrmæt, þegar árin færðust yfir og heilsu Konráðs tók að hraka. Fyrir samverustundir þeirra var Konráð ævinlega þakklát- ur og minntist þeirra með mikilli gleði. Þá hafa systur hans, búsettar hér í borg, og fjölskyldur þeirra reynst bróður sínum ágæta vel og stutt hann og styrkt eftir föngum. Lífið fór ekki alltaf mildum hönd- um um Konráð og hætta varð hann störfum fyrir aldur fram sökum heilsubrests en það breytti engu um, að ávallt var hann samur við sig, sami góði drengurinn og félaginn, drenglyndur, heiðarlegur og heill, frændrækinn og vinafastur, einlæg- ur maður og tilfinningaríkur með hlýtt og viðkvæmt hjarta, sem sló fyrir aðra. Á mótdrægum stundum átti Kon- ráð styrk í trúnni, er lýsti upp tilveru hans. Og því var það táknrænt, að hann skyldi leystur þrautunum frá á páskadegi, mesta fagnaðardegi kristinna manna, þegar birta upp- risu og páskasigurs Krists baðar allt jarðneskt himnesku ljósi. Á þeim lífsins sigurdegi var hann kvaddur til fundar við frelsara sinn, er sagði orðin sístæðu og eilífu: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Með vetur að baki og vorið í fang, bíði Konráðs Magnússonar nú birta og blessun. Þökk sé honum fyrir samvistir og samfylgd liðinna ára, allar góðu stundirnar, er við áttum saman á yngri árum. Blessuð og heiðruð sé minning hans. Vandamönnum hans og vinum er hér vottuð dýpsta hluttekning og samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurlaug, Guðmundur og Gísli frá Steinnesi. KONRÁÐ S. MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.