Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DRÖG að nýrri náttúruverndaráætl- un til ársins 2008 liggja nú fyrir hjá Umhverfisstofnun og hafa verið send sveitarfélögum og ýmsum fagstofn- unum á sviði nátt- úruvísinda til um- sagnar. Hafa þessir aðilar frest til 10. júní nk. að koma með at- hugasemdir. Alls bárust Náttúru- vernd ríkisins, síðar Umhverfis- stofnun, um 130 tillögur að vernd- arsvæðum en samkvæmt drögunum eru gerðar tillögur um friðlýsingar á 77 svæðum. Langflest hafa verið á náttúruminjaskrá um árabil en átta þessara svæða eru ný. Þá eru tillögur um þrjá nýja þjóðgarða og lagt til að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega sem og þjóðgarðarnir á Þingvöllum og í Jökulsárgljúfrum. Þau átta nýju svæði sem lagt er til að verði friðlýst, en hafa ekki verið á náttúruminjaskrá, eru Rauðimelur í landi Grindavíkur og Reykjanesbæj- ar, Sléttafellshverir á Arnarvatns- heiði í Húnaþingi vestra, birkiskógur í Fögruhlíð í Akrahreppi í Skaga- firði, Háls-, Vagla-, Lunds- og Þórð- arskógur í Þingeyjarsveit, Hofsá í Vopnafjarðarhreppi, Eyjólfsstaða- skógur á A-Héraði, Austurskógar við Hornafjörð og Skeiðarársandur, sem einnig er lagt til að verði þjóð- garður og sameinist Vatnajökuls- þjóðgarði. Tillögur um nýja þjóð- garða, auk Vatnajökuls, ná til Látrabjargs og Rauðasands á sunn- anverðum Vestfjörðum, eldfjallsins Heklu og hraunsins í kring og Kverkfjalla og Krepputungu, norðan Vatnajökuls. Lagt er til að sjö svæði sem liggja að jöklinum verði samein- uð fyrirhuguðum þjóðgarði, þeirra á meðal eru Skeiðarársandur og Kverkfjöll-Krepputunga. Stækkun friðlands Þjórsárvera er samkvæmt tillögu heimamanna og nær friðlandið þá út fyrir fyrirhugað miðlunarlón Norðlingaölduveitu Landsvirkjunar. Miðað er við að allt gróðurlendi niður með bökkum Þjórsár verði friðlýst. Meðal svæða sem áætlunin gerir ráð fyrir að verði friðlýst, en hafa verið á náttúruminjaskrá, eru Eyja- bakkar, Papey, Þórsmörk, Geysir, Sog, Vestmannaeyjar, Grafarvogur, Húsafell, Héðinsfjörður, Drangey, Hrísey, Grímsey og Melrakkaslétta. Viðbúið að ekki verði allir sáttir Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar, segir að í áætl- uninni sé einnig tekið á öllum alþjóð- lega mikilvægum fuglasvæðum á Ís- landi. Þá sé sérstaklega tekið á skóglendi. Áhersla er lögð á verndun nokkurra fuglategunda sem ná al- þjóðlegum verndarviðmiðunum hér á landi. Þetta eru m.a. flórgoði, heiðagæs, grágæs, húsönd, haförn, margæs og rauðbrystingur. „Styrkur þessarar áætlunar er að nú eru sett fram með sterkum hætti líffræðileg rök fyrir tillögunum. Ekki er verið að horfa á aðra hags- muni. Þess vegna má búast við að hvorki landeigendur né fram- kvæmdaaðilar verði allir sáttir. Áætlunin mun fá mjög ítarlega kynningu og umfjöllun og að lokum einhvers konar afgreiðslu frá Al- þingi, sem mun beina því til um- hverfisráðherra að framkvæma viss- ar tillögur í samræmi við áætlanir á öðrum sviðum. Nú eru náttúru- verndarmál að fá þinglega meðferð í fyrsta sinn,“ segir Árni en náttúru- verndaráætlunin er sú fyrsta sem unnin er samkvæmt lögum nr. 44 frá 1999 um náttúruvernd. Samvæmt þeim lögum skal um- hverfisráðherra láta vinna náttúru- verndaráætlun fyrir landið allt á fimm ára fresti og leggja hana fyrir Alþingi. Í áætluninni eiga að vera sem gleggstar upplýsingar um nátt- úruminjar, þ.e. náttúruverndar- svæði og lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi sem ástæða þykir til að friðlýsa. „Með áætluninni er verið að gera menn meðvitaðri um þau náttúrufyr- irbæri sem í náttúruminjaskrá eru, þannig að hægt sé að taka tillit til þess við framkvæmdir og áætlana- gerð. Þetta á að geta verið gott skref til að ná sæmilegri sátt milli ólíkra sjónarmiða. Þarna er verið að draga fram þau svæði sem verðmætust eru, út frá líffræðilegu sjónarmiði,“ segir Árni. Í drögum að náttúruverndaráætl- un kemur fram að engin svæði séu nú friðlýst sem ósnortin víðerni. Mjög stórar framkvæmdir séu hafnar á hálendinu og talið ljóst að frekari framkvæmdir á næstu árum geti takmarkað mjög möguleika á að taka frá stór, lítt snortin svæði fyrir kom- andi kynslóðir. Aðspurður um þetta segir Árni að héðan í frá sé líklegra að ósnortin svæði minnki frekar en hitt. Hægt sé að skila einhverju til baka með því t.d. að afmá vegi eða fjarlægja mannvirki. Til Alþingis í nóvember Fyrsta friðlýsingin hér á landi leit dagsins ljós árið 1913 þegar haförn- inn var friðlýstur. Fyrsta landsvæð- ið, Þingvellir, var svo friðlýst árið 1928. Heildarfjöldi friðlýstra svæða í dag er 91 og þekja þau 10% af land- inu. Á náttúruminjaskrá eru 328 svæði á um 17 þúsund ferkílómetr- um, eða 17% af flatarmáli Íslands. Ný náttúruminjaskrá átti að koma út árið 2001 en ákveðið var að fresta út- gáfu hennar þar til lokið væri við gerð náttúruverndaráætlunar, þeirr- ar fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Um mitt sumar, eftir að umsagn- araðilar hafa skilað sínum athuga- semdum, er stefnt að því að áætlunin fari til umhverfisráðuneytisins. Ráðuneytið mun fara yfir tillögurn- ar, meta þær og leita eftir áliti eftir því sem við á. Áætlunin verður svo kynnt á umhverfisþingi sem fram fer um miðjan október og loks lögð fram til umræðu á Alþingi í byrjun nóv- ember. Drög að náttúruverndaráætlun fyrir árin 2003–2008 eru nú komin til umsagnaraðila Tillögur um 77 friðlýst svæði og þar af 8 ný Einnig lagt til að stofna þrjá nýja þjóð- garða og stækka friðland Þjórsárvera Árni Bragason $     %    &  %'   !   % ( )  #  ( (    ( )  '   #   %     *#         # +   )   ,     #  +& #  # -    ! '        .  "  #  #  / ! ,  012 , )032 '      ' !   4        $   45   6 *7/)$(7 )  0  )& 4   &  #    8 # 9  . )         +& % # 7      +                              !"#     $     "#$%$&'(& )*+ !$  #%  &  #% & ''   ( #    % ( (     : 2   (  )  * *# #     / ' -  1 - ,',--+',$'"' "##.$+ -$" NEMENDUR í Háskólanum í Reykjavík eru þessa vikuna að kynna viðskiptaáætlanir og hafa hátt í fjörutíu athyglisverð fyr- irtæki litið dagsins ljós. Þar má nefna einangrunarstöð fyrir gælu- dýr, þjónustumiðstöð iðnaðar- mannsins og heilsuhótel fyrir streituþjáða. Að sögn Höllu Tóm- asdóttur, lektors við viðskiptadeild skólans, eru verkefnin afrakstur þverfaglegs námskeiðs sem fyrsta árs nemendur úr viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði sækja. Halla segir verkefnin viðamikil, nemendur vinni í hópum að því að gera markaðsrannsókn og koma með fullbúna viðskiptaáætlun. Krókódílar til sýnis Gunnar Berg Gunnarsson við- skiptafræðinemi er einn þeirra sem standa að viðskiptaáætlun um krókódílabúgarð í Hveragerði. Hann segir starfsemi búgarðsins tvíþætta. „Annars vegar á að reyna fá ferðamenn til þess að skoða krókódílasýningargarð og svo er annað rými þar sem fer fram rækt- un og slátrun til þess að vinna kjöt og skinn,“ segir Gunnar. Að sögn hans kom hugmyndin að búgarð- inum upphaflega frá bæjarstjór- anum í Húsavík. Gunnar segir eng- an vafa leika á því að fyrirtæki sem þetta yrði arðbært ef leyfi fengist fyrir innflutningi krókódíla. Ungbarnaleikskóli Fyrirtækið Barnaútgerðin ehf. sem rekur ungbarnaleikskólann Bakkabrú í þjónustusamningi við Garðabæ er viðskiptahugmynd sem Anna Þóra Gylfadóttir viðskipta- fræðinemi vann að ásamt fimm öðr- um. Hún segir að hópurinn hafi vilj- að koma til móts við foreldra sem þurfa að vinna frá ungum börnum sínum en leikskólinn myndi meðal annars bjóða upp á sveigjanleika í vistunartíma auk nýstárlegrar þjónustu fyrir börn og foreldra. Þar nefnir hún sem dæmi að for- eldrar geti sent innkaupalista inn á heimasíðu leikskólans. „Þegar börnin eru sótt standa inn- kaupapokarnir tilbúnir og þar með sleppa foreldrar við að þurfa að þvælast með börnin í verslunarleið- angra á þessum dýrmæta tíma milli klukkan fimm og átta sem for- eldrar og börn ættu að fá að eyða saman,“ segir Anna. Vefmynda- vélaþjónusta er önnur nýjung sem leikskólinn myndi bjóða upp á. „Foreldrar geta farið inn á heima- síðu leikskólans og fylgst með barninu í skipulegri dagskrá, til dæmis gætu foreldrar fengið að fylgjast með söngstund hjá börn- unum af heimasíðu skólans,“ segir Anna Þóra. Gúmmírör í nef fyrir nikótín- fíkla og ofnæmissjúklinga Fyrirtækið Undur ehf. er af- rakstur vinnu nemendahóps sem lét ekki staðar numið við að gera við- skiptaáætlun heldur gerði einnig bráðsnjalla uppfinningu. Um er að ræða eins konar hjálpartæki úr gúmmíslöngum sem settar eru upp í nef og gefa frá sér efni við inn- öndun. „Við erum með þrjár út- gáfur af þessu. Fyrsta hugmyndin er Ilmundur en þá er dauft ilmefni í rörunum þannig að notandinn er alltaf í góðri lykt. Önnur hugmynd er að setja nikótín í rörin og þá virka þau svipað og nikótínsogrör. Svo er það þriðja hugmyndin, Ofur- undur, en hún er að setja ofnæm- islyf í rörin,“ segir Björn Berg, einn af uppfinningafólkinu. Tækið er út- færsla á hugmyndum dr. Svein- björns Gissurarsonar sem hefur verið að þróa ofnæmisnefúða og er hópurinn sammála um að tækið ætti að vera einfalt í framleiðslu og ódýrt. „Við vorum í mjög góðu sam- bandi við Guðjón Kárason hjá Öss- uri. Hann sagði að ekkert mál væri að búa þetta til og þetta ætti hvorki að vera ofnæmisvaldandi né óþægi- legt. Spurningin er bara hvort fólki finnist þetta hallærislegt,“ segja þau en benda jafnframt á að rörin séu ekki fyrirferðarmeiri en lítill hringur í nefi og auk þess glær. Krókódílabú og nútíma leikskóli Morgunblaðið/Arnaldur Rannveig Gústafsdóttir, Vera Sveinbjörnsdóttir, Björn Berg Gunnarsson, Jóhann Vignir Gunnarsson, Elín Svafa Thoroddsen og Brynja Sif Kaaber hafa unnið að viðskiptahugmynd um nefúðatæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.