Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöf: Goðafoss og Selfoss koma og fara í dag. Saturnus, Skeiðfaxi, Almak og Mánafoss koma í dag. Árni Frið- riksson, Richmond Park, Puente Sabaris, Júpiter og Þerney fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Mánaberg kom og fór í gær. Rán og Sissimut komu í gær. Almac kemur í dag. Siku fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Mið- vikud. 28. maí kl. 9.30 verður farið í Stykk- ishólm, sigling um Breiðafjörð og fugla- lífið skoðað, fyrir þá sem ekki fara í sigl- inguna verður keyrt um nesið. Í hádeginu verður farið á Hótel Stykkishólm og boðið upp á súpu, brauð og kaffi. Fólk er beðið um að hafa með sér nesti fyrir eftirmiðdaginn. Skráning á skrifstof- unni fyrir 23. maí, s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13 bók- band, kl. 14–15 dans. Leikfimi og qigong. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað og op- in handavinnustofa, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Flata- hrauni 3. „Opið hús“ í boði Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar í Hraunseli í dag kl. 14. Glerlist kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Brids kl. 13. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 10.30 helgi- stund, frá hádegi spila- salur og vinnustofur opnar, m.a. glermálun. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30, klippimyndir, kl. 13 gler- og postu- línsmálun, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Ávaxta- og grænmetisdagur verð- ur í Gjábakka í dag fimmtudaginn 15. maí. Dagskráin byrjar kl. 14. meðals efnis verð- ur: Stórsöngvari syng- ur nokkur lög við und- irleik Jónasar Ingimundarsonar. Anna Sigríður hjá Manneldisráði flytur erindi í léttum dúr: „þú ert það sem þú étur“. Inga Gísladóttir flytur vorljóð. Í kaffihléi verður ávaxta- og grænmetishlaðborð. Allir velkomnir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, kl. 13 brids. Kl. 15. 15 Gleði- gjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 9.05 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl.13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing og mósaik. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9. 30 gler- skurður og morg- unstund, kl 10 boccia æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur, vitn- isburður. Heitt á könn- unni frá kl. 16. Gullsmárabrids. Brids að Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13. Í dag er fimmtudagur 15. maí, 135. dagur ársins 2003. Hallvarðsmessa. Orð dagsins: Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar. (Post. 3, 19.)     Pistlahöfundar póli-tísku vefritanna liggja ekki á skoðunum sínum á kosningaúrslit- unum. Sameiginleg nið- urstaða virðist þó hvergi í augsýn.     ÁMaddömuna, vefungra framsókn- armanna, skrifar Björg- mundur Örn Guðmunds- son: „Samkvæmt þeim kosningaúrslitum sem nú liggja fyrir eru skilaboðin skýr. Framsóknarflokk- urinn á að vera áfram í ríkisstjórn og Sjálfstæð- isflokkurinn á að fara úr ríkisstjórn og Samfylk- ingin inn. Samkvæmt niðurstöð- unum á Halldór Ásgríms- son að leiða ríkisstjórn Framsóknar og Samfylk- ingar.“ Björgmundur segir Samfylkinguna standa nær Framsókn í mennta- málum, ríkisfjármálum og velferðarmálum. „Nú er uppi einstakt tækifæri í Íslandssög- unni. Hægt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Vissulega verður það erf- itt að leiða ríkisstjórn með eins manns meiri- hluta en munum að flug- dreki fer aðeins á loft á móti vindi en ekki með vindi,“ segir Björg- mundur.     ÁKreml birtist pistillBirgis Hermannsson- ar, þar sem kveður við annan tón. „Samfylkingin hefur ekki áttað sig á því að grundvallaratriðið í því að stokka hér upp flokkakerfið er að breyta sögulegu hlutverki Fram- sóknarflokksins,“ skrifar Birgir. „Að Framsókn- arflokkurinn fari með forystu í ríkisstjórnum sem Sjálfstæðisflokk- urinn á ekki aðild að var áður sjálfsagt, en heyrir nú sögunni til. Samfylk- ingin þarf einnig að koma sér í þá stöðu að geta refsað Framsókn- arflokknum fyrir að vinna með Sjálfstæð- isflokknum. Í næstu kosn- ingum þarf að sækja hart að framsóknarmönnum. Eftir tólf ára valdasetu með Sjálfstæðisflokknum verður hann vart á vetur setjandi hvort eð er. Geti stjórnarandstaðan ekki myndað ríkisstjórn að fjórum árum liðnum ber að semja beint við Sjálf- stæðisflokkinn. Samfylkingunni er hollt að minnast þess að Sjálfstæðisflokkurinn beið sögulegt afhroð í þessum kosningum. Ólík- legt verður að teljast að slíkt gerist aftur. Eina leiðin til að fella rík- isstjórnina var að fella Framsóknarflokkinn. Þetta sjá menn nú í hendi sér. Frá fyrsta degi nýrr- ar ríkisstjórnar ber Sam- fylkingunni því að taka Framsóknarflokkinn fyr- ir og veita flokknum harða stjórnarandstöðu. Verði það gert af festu og fullri hörku – en ekki upphlaupum – mun Framsóknarflokkurinn fara illa út úr þeirri við- ureign.“ STAKSTEINAR Samfylking með eða á móti Framsókn? Víkverji skrifar... LÍKLEGA hefur það hent Víkverjatvisvar sinnum á ævinni að taka frá tíma í að horfa leik í enska bolt- anum. Fyrra skiptið var árið 1995 þegar Liverpool og Leeds kepptu einn laugardag og nú síðast þegar Bolton og Middlesborough kepptu. Bolton vann 2:1 og Guðni Bergsson lauk ferli sínum hjá Bolton aldeilis með sóma. Þótt Víkverji hefði tekið frá tíma til að horfa á leikinn, stein- gleymdi hann honum þegar til kom, en það skiptir engu máli. Hugurinn var hjá Guðna og strákunum. Vík- verji er semsagt ekki mikill fótbolta- áhugamaður, en þarna gaus áhuginn upp nokkrum dögum fyrir leikinn, ekki síst þegar Víkverja var ljóst mikilvægi hans, enda Bolton víst í fallbaráttu. Og Guðni á leið heim í lögfræðina. x x x VÍKVERJI fylgist svona meirameð fjallasporti og var auðvitað gjörsamlega sleginn út af laginu þegar fréttir bárust af Bandaríkja- manninum unga sem skar af sér höndina til að losa sig undan bjargi sem fallið hafði á hann. Þótt klifr- arinn hafi sýnt þarna ótrúlega sjálfs- bjargarviðleitni og kjark, eftir fimm daga fastur undir steini, án þess að nokkur vissi um hann, verður hinu ekki neitað að hann klikkaði al- gjörlega á grundvallarreglu fjall- göngumannsins: „Láttu vita af ferð- um þínum.“ Í fyrsta lagi eiga menn ekki að vera einir á ferð, en ef þess þarf endilega, er þá ekki betra að láta einhvern fá miða með upplýs- ingum um hvenær maður sé vænt- anlegur til baka og skili maður sér ekki á tilsettum tíma eigi að gera ráðstafanir? Klifrarinn bandaríski á alla samúð Víkverja, enda reynsla hans óhugnanleg í meira lagi, en vonandi lærir fólk bara af þessu. x x x ÚR því talið berst að fjöllum þáhafa íslenskir fjallamenn og -konur sýnt fína takta að undanförnu innanlands sem utan. Önnu Svav- arsdóttur hefur gengið vel að glíma við Cho Oyu í Himalajafjöllum í vik- unni og svo var ein hrikalegasta alpaleið á Íslandi farin um daginn á Þverártindsegg. Einar Rúnar Sig- urðsson og Ívar F. Finnbogason voru þar á ferð. Fer ekki fjallaklifur bráðum að verða grein innan ÍSÍ? Víkverji velti því annars upp fyrir nokkru hvort nokkur Íslendingur væri að pæla í K2, einum hættuleg- asta tindi í veröldinni. Ganga á K2 er svo áhættusöm að það er óvíst að nokkur setji stefnuna þangað í bráð. Skarðsheiðin hefur sýnt á sér mjög dramatískar hliðar að und- anförnu. Þessu hefur valdið ákveðið skýjafar og birta svo unun er að horfa á hamraða fjallsveggina í sól- argeislum sem stingast í gegnum skýjaþykknið eins og rýtingar. Enn er talsverður snjór í fjallinu og ef það væri eins og 7.000 metrum hærra... Víkverji gleymir sér bara stund- um ef fjallasýn er flott. Morgunblaðið/Kristján Þessir prílarar klikka ekki á grund- vallaratriðunum. ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu fyrir stór- kostlega tónleika sem mér var boðið á laugardaginn 10. maí. Þetta voru tón- leikar fluttir af kór Árnes- inga. Var þetta alveg frá- bær skemmtun. Afburða flutningur og lagaval alveg óvenjulega margbreyti- legt. Kórinn var mjög gott hljóðfæri í höndum snjalls kórstjóra. Margbreytni óvenjuleg, pínaóundirleik- ur, fiðla, selló og fallegur einsöngur. Líf og leikur kórfélaga. Hjartans þakk- læti fyrir frábæra skemmt- un. Eldri borgari, kona. Verð á lyfjum ÉG las athyglisverða grein í Morgunblaðinu 6. maí sl. um stríð á lyfja- markaði þar sem þeir stóru þ.e. Lyf og heilsa og Lyfja eru með alvarlegar hótanir við hina minni sjálfstæðu lyfsala. Þar sem veldi hinna stóru er svo afgerandi, vil ég spyrja, hvers vegna geta þeir ekki veitt lægra verð t.d. til eldri borgara? Ég hef verslað sl. ár við Lyf og heilsu en er hættur því vegna óhagkvæms verðs lyfja. Sl. vetur þurfti ég á tölu- verðum lyfjum að halda sem nam tugum þúsunda króna vegna veikinda minna. Mér fannst ástæða til að kanna verð hjá öðrum en L+H og hringdi í 5 lyfja- verslanir og spurðist fyrir um verð á þeim lyfjum sem ég var með á lyfseðlum heima fyrir. Það merkilega kom í ljós að verð var tölu- vert lægra hjá Apótekinu í Skeifunni og Apótekaran- um Nóatúni en hjá L+H þar sem ég hef verslað lengi. Sem ellilífeyrisþegi munar mikið um að fá lyf svo og annað á sem lægsta verði. Ég kanna þess vegna verð, áður en keypt er. Ég er félagi í Félagi eldri borgara í Reykjavík. Fé- lagið gefur út félagsblað sem heitir Listin að lifa, sem sent er út til fé- lagsmanna. Í þessu blaði hafa birst heilsíðuauglýs- ingar frá Lyfju og Lyfjum og heilsu. Af minni reynslu hafa þessi fyrirtæki ekki sýnt það eða sannað að að þau komi betur til móts við eldri borgara en hin minni. Ég beini þessu til eldri borgara og þeirra sem minna mega sín og þurfa á lyfjum að halda. Hringið og kannið verð áður en farið er með lyfseðil til kaupa á lyfjum, það margborgar sig. Aðeins eitt lítið dæmi: 28 tfl. af NEXIUM (1pk.) reyndist 570 kr. dýrari hjá L+H en hjá Apótekinu í Skeifunni. Virðingarfyllst, Eldri borgari í Reykjavík. Tapað/fundið Bíllyklar töpuðust BÍLLYKLAR, tveir á kippu, töpuðust á Seltjarn- arnesi um síðastliðna helgi. Upplýsingar í síma 897- 1964. Dýrahald Kisan okkar er týnd LITLA kisan okkar hvarf föstudagskvöldið 9. maí sl. frá Hvassaleiti. Hennar er sárt saknað. Hún er hvít með gráan haus og rófu og gráan blett á bakinu. Hún er ómerkt. Hún gæti leynst í Hlíðunum, en hún bjó þar. Þeir sem verða hennar var- ir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 588-5082 eða 867-5813. Kisi er týndur GRÁBRÖNDÓTTUR köttur, Kasper, oft kallað- ur Kisi, hvarf að heiman, Skeiðarvogi 101, á sunnu- daginn var. Kisi er grann- ur, tæplega eins árs, hefur hvítar lappir, var með rauða hálsól og bjöllu og er merktur á vinstra eyra með númerinu 874. Þeir sem upplýsingar geta gefið eru beðnir um að hringja í síma 581-1114 eða hafa samband við Kattholt. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Stórkostlegir tónleikar Morgunblaðið/Ómar Glæsileg svanasveifla á Tjörninni. LÁRÉTT 1 skelfilegt, 8 veittir eft- irför, 9 refsa, 10 ferskur, 11 versna, 13 nabbinn, 15 vinnings, 18 karldýr, 21 gruna, 22 tréborð, 23 girðing, 24 handíð kvenna. LÓÐRÉTT 2 rakar, 3 ker, 4 skrifa, 5 vel gefið, 6 starf, 7 fornafn, 12 nægilegt, 14 sefa, 15 trufla, 16 vera ólatur við, 17 hnötturinn, 18 handlaginn, 19 við- burðarás, 20 vond. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 drómi, 4 ræman, 7 angan, 8 skrín, 9 ask, 11 geng, 13 baka, 14 óþjál, 15 værð, 17 árás, 20 orm, 22 magur, 23 umbun, 24 rengi, 25 dragi. Lóðrétt: 1 drang, 2 ólgan, 3 inna, 4 rösk, 5 murta, 6 nunna, 10 skjár, 12 góð, 13 blá, 15 vomur, 16 regin, 18 rabba, 19 sýndi, 20 orki, 21 mund. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.