Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 29 N Ý J A R V Ö R U R Kringlunni - Smáralind Laugavegi 97 - Kringlunni - Smáralind NÝJAR VÖRUR FULLAR BÚÐIR AF NÝJUM VÖRUM NÝTT KORTATÍMABIL Nemendur frá Spartan-skólanum athugið Spartan-flugskólinn býður nú BS.-gráðu í flugtækni- stjórnun (Aviation Technology Management)! Bættu samkeppnisstöðu þína og tekjumöguleika með fullu námi. Í náminu er lögð áhersla á viðskiptastjórnun Tulsa, OK - U.S.A. Licenced by: OBPVS Hafið samb. við Damon Bowling með tölvupósti: dbowling@mail.spartan.edu eða í fax +1-918 831 5234 eða í síma +1 918 836 6886. Hverafold 1-3 • Torgið - Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: 11-18 mánudaga-föstudaga 11-18 og 20-22 fimmtudaga • 12-16 laugardaga Mikið úrval af glæsilegum drögtum í stærðum 38-52 Opið öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-22 SMS FRÉTTIR mbl.is FRIÐRIK Arngrímsson ræðst að mér persónulega í grein í Morg- unblaðinu undir heitinu „Hvað varð af hinni vönduðu og fordómalausu um- ræðu?“ Greinaskrif Friðriks má rekja til þess að ég brást jákvætt við beiðni Fréttablaðsins að skrifa hugleiðingar um málefni líðandi stundar í pistlaröðinni „Um daginn og veginn“. Hugleiðingar mínar um fyrningartillögur Samfylkingarinnar voru af þessum toga og komu viku eftir að fjallað var um tillögur þeirra í fréttum. Það eitt að ég nýtti rétt minn til að taka þátt í þjóðmála- umræðu um þetta mál virðist hafa farið fyrir brjóstið á Friðriki því að hann hefur nú tvívegis birt at- hugasemdir við þennan pistil minn og útskýringu á efni hans. Seinni grein Friðriks birtist á kjördag. Það er ekkert við það að at- huga að hann viðri skoðanir sínar á þessum málum. Hitt er verra að hann notar tækifærið til að blanda í einn graut og mistúlka það sem ég hef skrifað, hvað Samtök iðnaðarins hafa ályktað og það sem Samfylk- ingin hefur sett frá sér. Slíkan efni- við notar hann til að vega að starfs- heiðri mínum með því að saka mig um „þekkingarleysi, blekkingar, dylgjur og rangfærslur“. Viðleitnin er augljóslega að gera málflutning minn ótrúverðugan. Þótt mér sé það þvert um geð að taka þátt í svona umræðu, verð ég að svara Friðriki. Ég mun þó hér eftir sem áður halda mig við málefnaleg rök, enda varðar þessi umræða hagsmuni Íslendinga almennt. Í pistli mínum, sem bar yfirskrift- ina „Aðgát skal höfð í nærveru sjáv- ar“, rifjaði ég stuttlega upp sögu kvótakerfisins og hvernig það teng- ist umræðunni um ESB-aðild. Sú knappa lýsing var inngangur að megininntaki pistilsins, að vekja at- hygli á hugmynd hagfræðingsins Hernandos de Soto um samband veðhæfni eigna og hagvaxtar. Reynsla hagsögunnar bendir til að óbætt fyrning fiskveiðiheimilda muni skapa óstöðugleika í sjávarútvegi og draga úr hagvexti. Forsætisráðherra varpaði sömu röksemdafærslu fram nokkru síðar á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins. Staðhæfing Friðriks að ég hafi tekið undir fyrningarleið Samfylkingarinnar eins og hún er sett fram er því alröng. Einnig lagði ég til að sjávarútvegi yrði bættur skaðinn ef slík leið yrði farin og áréttaði það grundvallaratriði í svar- grein minni „Hagsmunir sjávar- útvegs og iðnaðar“. Þá gagnrýnir Friðrik mig harka- lega fyrir að halda því fram að núver- andi kvótakerfi sé ásteytingarsteinn ESB-aðildar. Í stuttu máli er ástæð- an sú að borgarar ESB-ríkja njóta frelsis til fjárfestinga í öllum at- vinnugreinum innan aðildarlanda sambandsins. Ef Íslendingar ganga í ESB á komandi árum er líklegt að núverandi fiskveiðikerfi verði til vandræða vegna þess að rekstr- arfjármagn sjávarútvegsfyrirtækja og fiskveiðikvóti þeirra eru ekki að- skilin. Gangi Íslendingar í ESB með óbreytt fiskveiðikerfi geta erlendir aðilar keypt íslensk útgerðarfyr- irtæki og öðlast rétt til að fá árlega úthlutað heimildum til fiskveiða á Ís- landsmiðum. Það verður að teljast hæpið að þjóðin samþykki slíka ráð- stöfun á sameigninni. Því þarf að finna viðunandi lausn á þeim vanda sem núverandi fiskveiðikerfi skapar ef þjóðin vill eiga möguleika á ESB- aðild og upptöku evrunnar. Annarri gagnrýni Friðriks má svara á svip- aðan hátt en ég hef hvorki tíma né áhuga á að taka frekari þátt í um- ræðu á því plani. Að lokum má vona að uppbyggileg umræða sé framundan um framtíð sjávarútvegs á Íslandi á tímum hnattvæðingar. Nefnd á vegum sjáv- arútvegsráðherra lagði fram skýrslu í janúar 2003 um „5 ára átak til að auka verðmæti sjávarfangs“. Þar er því spáð að auka megi útflutnings- verðmæti greinarinnar úr 130 í 240 milljarða króna. Tímabært er að skoða hvaða áhrif það hefur á þróun og markaðssetningu þessara útflutn- ingsverðmæta og útrásarmöguleika greinarinnar á meðan við stöndum utan ESB. Uppbyggileg umræða um sjávarútveg Eftir Þorstein Þorgeirsson Höfundur er hagfræðingur SI. Í UMRÆÐUNNI um úrslit kosn- inganna kemur fram hvað sumir fjölmiðlar eru hreinlega staðnaðir í umfjöllun sinni og komast ekki út úr klisjum sem þeir hafa búið sér til. Þarna á ég m.a. við umfjöllun þeirra um Sturlu Böðv- arsson samgöngu- ráðherra og fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis. Þessir fjölmiðlar hafa lengi lagt samgönguráðherra í einelti og ekki síst reynt að kenna honum um ófar- ir þær sem urðu í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Norðvesturkjördæmi fyrir þessar kosningar. Hið sanna er að hann átti engan þátt í þeim óförum enda kemur það glöggt fram í kosningunum núna þar sem hann leiddi Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í Norðvesturkjördæmi. Þessi sigur er merkilegur, því að aðeins í þessu kjördæmi hélt Sjálfstæð- isflokkurinn sama fylgi og í kosn- ingunum 1999 en þá vann flokk- urinn stórsigur undir forystu Sturlu Böðvarssonar sem færði honum ráðherrastól. Þetta er sérstaklega eftirtektarvert, því að sumir for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa látið að því liggja að ósigur flokks- ins eigi meðal annars rætur að rekja til þess að flestir þeir sem kjósa Frjálslynda flokkinn séu sjálf- stæðismenn. En einmitt í Norðvest- urkjördæmi er höfuðvígi Frjáls- lynda flokksins með Vestfirðinginn Guðjón Arnar Kristjánsson í far- arbroddi. Það liggur því í augum uppi, miðað við fylgi flokks Guðjóns í kjördæminu, að Frjálslyndi flokk- urinn hefur tekið fylgi af Sjálfstæð- isflokknum á Vestfjörðum, en þar eru Einar Oddur og Einar Guð- finnsson sterkir. Til þess að ná þessu mikla fylgi sem Sjálfstæð- isflokkurinn fékk í Norðvest- urkjördæmi þurfti því að ná í at- kvæði annars staðar en á Vestfjörðum. Það tókst vegna gíf- urlegs persónufylgis Sturlu Böðv- arssonar og ekki síst vegna verka hans sem samgöngu- og ferða- málaráðherra. Er ekki kominn tími til að þessir fjölmiðlar láti af þráhyggjunni og viðurkenni að Sturla Böðvarsson hefur náð meiri árangri sem sam- göngu- og ferðamálaráðherra en nokkur annar og á skilið viðurkenn- ingu fyrir það. Stundum blöskrar manni Höfundur rekur umhverfisvæna ferðaþjónustu. Eftir Guðlaug Bergmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.