Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Haukar Íslandsmeistarar og deildarmeistarar 2003 Til hamingju Haukar með glæsilegan sigur KVENRÉTTINDASAMTÖK í löndum arabaheimsins hvetja stjórnir landanna til að brjóta niður gamla bannhelgi á því að rætt sé opinskátt um ofbeldi gegn konum, þar á meðal barsmíðar, nauðganir og svonefnd sæmdar- morð. Um 50 sjálfstæð samtök í mörgum löndum luku á þriðjudag tveggja daga fundi sínum í Kaíró. Í yfirlýsingu fundarins sem birt var í gær sagði að stofna yrði miðstöðvar fyrir lögfræðiaðstoð handa konum sem hefur verið misþyrmt eða mismunað með öðr- um hætti vegna kynferðis, segir í frétt AFP-fréttastofunnar. Sameinuðu þjóðirnar veittu samtökunum stuðning til að halda fundinn. Bent er á að koma þurfi á fót sérstökum deildum hjá lögregluembættum ríkjanna til að takast á við kvennakúgun. Annað sem veldur miklum erf- iðleikum við að rannsaka vand- ann og ráða bót á honum er skortur á upplýsingum. „Nær alger skortur er í flestum arabalöndum á tölulegum upplýs- ingum,“ segir Zoya Ruhana, sem fer fyrir líbanskri stofnun sem berst gegn ofbeldi gegn konum. „Samfélagið og ríkisvaldið við- urkenna ekki að fyrirbærið [kvennakúgun og ofbeldi gegn konum] sé til staðar, sem er for- sendan fyrir því að sameinast um leiðir til að stöðva það og venju- legar konur eru hræddar við að tala um það,“ sagði Ruhana. Þátttakendur ræddu dæmi um að eiginmenn berðu eiginkonur sínar eða aðra í fjölskyldunni, einnig var fjallað um nauðganir, kynferðislega áreitni og sæmd- armorð en þá er átt við að kona er myrt af föður sínum eða bróð- ur fyrir að hafa svívirt heiður fjölskyldunnar. Oft er þá um framhjáhald konunnar að ræða, meint eða raunverulegt, en einn- ig getur dugað að hún hafi tekið upp samband við erlendan mann. Alls voru 23 konur drepnar í sæmdarmorðum í Jórdaníu í fyrra, að sögn dagblaðsins Jord- an Times. Birt var nokkurra ára gömul skýrsla um ástand mála í Egyptalandi á ráðstefnunni og kom þar fram að þriðja hver kona hafði sætt barsmíðum og margar þeirra svo illa að þær þurftu á læknisaðstoð að halda. Einnig sagði í skýrslunni að bannhelgi virtist hvíla yfir því að ræða um kynferðislegt ofbeldi í landinu, einkum þegar eiginmaður nauðg- aði konunni eða karlmaður nauðgaði eða misþyrmdi með öðrum hætti kvenkyns ættingja. Könnun sem gerð var árið 2000 í Jemen gaf til kynna að 46,6% aðspurðra kvenna hefðu verið barin af eiginmönnum eða öðrum körlum í fjölskyldunni. Og sjötíu af hundraði aðspurðra kvenna í Marokkó sögðust sæta ýmist lík- amlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu ættingja. Hlutfallið var mun lægra í Líbanon eða um þriðj- ungur. Heidi Tayeb, félagi í egypskum mannréttindasamtökum, sagði að ákvæði væri í stjórnarskrám arabaríkjanna um að kynin væru jafn rétthá. Hins vegar væru í gildi mörg lagaákvæði af allt öðr- um toga, meðal annars sleppur karlmaður í flestum þeirra við dóm fyrir nauðgun ef hann giftist fórnarlambinu. Kona í Egypta- landi getur hlotið allt að tveggja ára fangelsi fyrir framhjáhald en karl aðeins sex mánuði. Arabakonur andmæla misrétti Reuters Konur í Kaíró velja sér nýjar slæður en ein þeirra virðist staðráðin í að nota vestræn klæði. Víða bannhelgi yfir því að ræða opinskátt um of- beldi gegn konum TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna í Írak skýrðu frá því í gær að níu börn hefðu farist í þorpi í Missan-héraði í suðurhluta landsins á mánudag þegar ósprungin, írösk eldflaugasprengja, sem þau léku sér að, sprakk. „Þessi harmleikur minnir enn á þá hræðilegu hættu sem stafar af ósprungnum skotfærum í öllu land- inu,“ sagði talsmaðurinn, David Wim- hurst. Bretar hafa þegar gert óvirkar 230 af um 350 sprengjum sem þeir hafa fundið í Missan-héraði. Níu börn fórust Basra. AFP. DONALD Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, boðaði í gær að beitt yrði „auknu afli“ í Bagdad til að koma þar á lögum og reglu. Gagnrýni á framgöngu Banda- ríkjamanna í höfuðborg Íraks hefur farið vaxandi þar sem upplausn virð- ist heldur fara vaxandi en hitt. Orð Rumsfelds voru sett í sam- hengi við óstaðfesta fregn bandaríska dagblaðsins The New York Times þess efnis að yfirmenn Bandaríkja- hers hefðu afráðið að veita hermönn- um í Bagdad leyfi til að beita skot- vopnum gegn þjófum og ræningjum. „Heraflinn þar mun beita afli til þess að tryggja að fólk, sem reynir að spilla því sem verið er að gera í borg- inni, verði stöðvað, annaðhvort hand- tekið eða drepið,“ sagði Rumsfeld. Auknu afli verð- ur beitt Washington. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.