Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.05.2003, Qupperneq 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Haukar Íslandsmeistarar og deildarmeistarar 2003 Til hamingju Haukar með glæsilegan sigur KVENRÉTTINDASAMTÖK í löndum arabaheimsins hvetja stjórnir landanna til að brjóta niður gamla bannhelgi á því að rætt sé opinskátt um ofbeldi gegn konum, þar á meðal barsmíðar, nauðganir og svonefnd sæmdar- morð. Um 50 sjálfstæð samtök í mörgum löndum luku á þriðjudag tveggja daga fundi sínum í Kaíró. Í yfirlýsingu fundarins sem birt var í gær sagði að stofna yrði miðstöðvar fyrir lögfræðiaðstoð handa konum sem hefur verið misþyrmt eða mismunað með öðr- um hætti vegna kynferðis, segir í frétt AFP-fréttastofunnar. Sameinuðu þjóðirnar veittu samtökunum stuðning til að halda fundinn. Bent er á að koma þurfi á fót sérstökum deildum hjá lögregluembættum ríkjanna til að takast á við kvennakúgun. Annað sem veldur miklum erf- iðleikum við að rannsaka vand- ann og ráða bót á honum er skortur á upplýsingum. „Nær alger skortur er í flestum arabalöndum á tölulegum upplýs- ingum,“ segir Zoya Ruhana, sem fer fyrir líbanskri stofnun sem berst gegn ofbeldi gegn konum. „Samfélagið og ríkisvaldið við- urkenna ekki að fyrirbærið [kvennakúgun og ofbeldi gegn konum] sé til staðar, sem er for- sendan fyrir því að sameinast um leiðir til að stöðva það og venju- legar konur eru hræddar við að tala um það,“ sagði Ruhana. Þátttakendur ræddu dæmi um að eiginmenn berðu eiginkonur sínar eða aðra í fjölskyldunni, einnig var fjallað um nauðganir, kynferðislega áreitni og sæmd- armorð en þá er átt við að kona er myrt af föður sínum eða bróð- ur fyrir að hafa svívirt heiður fjölskyldunnar. Oft er þá um framhjáhald konunnar að ræða, meint eða raunverulegt, en einn- ig getur dugað að hún hafi tekið upp samband við erlendan mann. Alls voru 23 konur drepnar í sæmdarmorðum í Jórdaníu í fyrra, að sögn dagblaðsins Jord- an Times. Birt var nokkurra ára gömul skýrsla um ástand mála í Egyptalandi á ráðstefnunni og kom þar fram að þriðja hver kona hafði sætt barsmíðum og margar þeirra svo illa að þær þurftu á læknisaðstoð að halda. Einnig sagði í skýrslunni að bannhelgi virtist hvíla yfir því að ræða um kynferðislegt ofbeldi í landinu, einkum þegar eiginmaður nauðg- aði konunni eða karlmaður nauðgaði eða misþyrmdi með öðrum hætti kvenkyns ættingja. Könnun sem gerð var árið 2000 í Jemen gaf til kynna að 46,6% aðspurðra kvenna hefðu verið barin af eiginmönnum eða öðrum körlum í fjölskyldunni. Og sjötíu af hundraði aðspurðra kvenna í Marokkó sögðust sæta ýmist lík- amlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu ættingja. Hlutfallið var mun lægra í Líbanon eða um þriðj- ungur. Heidi Tayeb, félagi í egypskum mannréttindasamtökum, sagði að ákvæði væri í stjórnarskrám arabaríkjanna um að kynin væru jafn rétthá. Hins vegar væru í gildi mörg lagaákvæði af allt öðr- um toga, meðal annars sleppur karlmaður í flestum þeirra við dóm fyrir nauðgun ef hann giftist fórnarlambinu. Kona í Egypta- landi getur hlotið allt að tveggja ára fangelsi fyrir framhjáhald en karl aðeins sex mánuði. Arabakonur andmæla misrétti Reuters Konur í Kaíró velja sér nýjar slæður en ein þeirra virðist staðráðin í að nota vestræn klæði. Víða bannhelgi yfir því að ræða opinskátt um of- beldi gegn konum TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna í Írak skýrðu frá því í gær að níu börn hefðu farist í þorpi í Missan-héraði í suðurhluta landsins á mánudag þegar ósprungin, írösk eldflaugasprengja, sem þau léku sér að, sprakk. „Þessi harmleikur minnir enn á þá hræðilegu hættu sem stafar af ósprungnum skotfærum í öllu land- inu,“ sagði talsmaðurinn, David Wim- hurst. Bretar hafa þegar gert óvirkar 230 af um 350 sprengjum sem þeir hafa fundið í Missan-héraði. Níu börn fórust Basra. AFP. DONALD Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, boðaði í gær að beitt yrði „auknu afli“ í Bagdad til að koma þar á lögum og reglu. Gagnrýni á framgöngu Banda- ríkjamanna í höfuðborg Íraks hefur farið vaxandi þar sem upplausn virð- ist heldur fara vaxandi en hitt. Orð Rumsfelds voru sett í sam- hengi við óstaðfesta fregn bandaríska dagblaðsins The New York Times þess efnis að yfirmenn Bandaríkja- hers hefðu afráðið að veita hermönn- um í Bagdad leyfi til að beita skot- vopnum gegn þjófum og ræningjum. „Heraflinn þar mun beita afli til þess að tryggja að fólk, sem reynir að spilla því sem verið er að gera í borg- inni, verði stöðvað, annaðhvort hand- tekið eða drepið,“ sagði Rumsfeld. Auknu afli verð- ur beitt Washington. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.