Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Gunni. Það er bara svo ótrú- legt að þú skulir vera farinn. Farinn frá Arn- björgu þinni, farinn frá Sindra Snæ og fjöl- skyldu þinni, og okkur í vinahóp Arnbjargar. Þú, sem varst alltaf svo hress og glað- ur, sást alltaf fyndnu hliðina á öllu og bara svo opinn fyrir öllum þessum nýju vinum. Það var svo skrítið þegar þið Arn- björg voruð að kynnast, þá vorum við stödd útí Danmörku, besta vinkonan fékk ekki að líta gripinn fyrr en seint og um síðir (!!).. en hann var nú ekki lengi að sannfæra okkur, við fyrstu kynni var strax farið að grínast og stríða eins og þér var einum lagið. Og þú varst svo góður við hana Arn- björgu þína, við tókum eftir því hvað þú varst áhugasamur um allt sem hún tók sér fyrir hendur og svo duglegur við að sýna henni hvað hún var elsk- uð. Þið voruð eins og sköpuð fyrir hvort annað. Síðustu dagana ykkar saman geislaði af ykkur hamingjan, nýflutt inn í litlu krúttlegu íbúðina sem þú hafðir nánast gert frá grunni, og með litla Sindra „Snjó“ í ferðarúminu og undi sér svo vel hjá pabba sínum. Elsku Gunni, það er svo sárt að kveðja þig og erfitt að sætta sig við það, en um leið erum við þakklát fyrir allt það sem þú gafst af þér, og þakk- lát fyrir minningarnar sem við eigum um þig. Við vitum að á þeim góða stað sem þú ert núna ertu miðdepill at- hyglinnar og sérð um að kitla hlát- urtaugarnar og hafa fólk glatt í kring- um þig. Elsku Arnbjörg. Gunni þinn mun lifa áfram í öllum fallegu minningun- um sem þú átt um hann. Megi Guð veita þér og öllum aðstandendum Gunna styrkinn sem þið þurfið svo á að halda í þessari þungu raun. Lovísa og Hafsteinn. Elsku Gunnar Berg. Þú, þessi ungi og glaði. Þessi góði, hrausti og svo ósköp saklausi. Þú sem varst tekinn frá okkur. Lífið byrjaði með litlum dropum af og til. Þegar þú dast, eða varst að bauka við eitthvað. En brátt urðu droparnir fleiri. Stundum rigndi, þeg- ar ekkert virtist ganga þér í hag. Þú þurftir alltaf að gera eitthvað. Laga allt og taka í sundur á víxl. En einn góðan veðurdag… þá hætti að rigna. Allt virtist ganga upp. Þú hafð- ir allt og þér leið yndislega. Þú eign- aðist dreng og áttir góða unnustu. En svo eins og þruma úr heiðskíru GUNNAR BERG JÓHANNSSON ✝ Gunnar Berg Jó-hannsson fæddist 5. ágúst 1980. Hann lést af slysförum hinn 28. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Lang- holtskirkju 6. maí. lofti, þá kom flóð. Og þetta flóð tók þig frá okkur. Þú áttir greini- lega ekki að fá að njóta þessarar hamingju lengur. Minning þín mun ávallt lifa. Lifa í hjört- um og sálum. Lifa allt í kring. Hún verður minning um mann. Karen Ýr. Það voru ekki góðar fréttir sem við vöknuð- um við eftir fyrstu nóttina í nýrri íbúð. Hann Gunnar Berg, besti vinur okkar, hafði látist. Slysin gera ekki boð á undan sér, það er alveg víst. Gunna höfðum við þekkt síðan við vorum lítil en við höfum verið bestu vinir síðan fyrir 7 - 8 árum eða þegar við Jónína fórum að vera saman. Vin- skapurinn byrjaði nú kannski ekki á besta veg þar sem þú taldir mig ekki alveg passa fyrir hana Jónínu þína. En það var fljótt að breytast. Þær eru margar stundirnar sem við höfum átt saman síðan þá, ófáar djammferðirn- ar, bíósýningarnar og löngu samræð- urnar. Hlutirnir sem maður er búinn að bralla með þér síðan þá eru alveg ótrúlegir og ófáar sögurnar sem mað- ur getur sagt honum Sindra Snæ þegar hann verður orðinn eldri, kannski svolítið mikið eldri. Heimili okkar var þér alltaf opið. Það er hægt að segja að lífið hafi verið bjart framundan. Sindri Snær bráðum að verða eins árs. Við gleym- um aldrei þegar þú sagðir okkur að þú værir að verða pabbi. Það var stór- kostleg stund. Við vissum líka að þú varst mjög ánægður með Arnbjörgu. Hún tók Sindra Snæ einsog sínum eiginn og þú sagðir okkur að hún væri sú sem þú ættir eftir að verða gamall með. Verst þykir okkur að hann Sindri skuli ekki hafa kynnst því hvernig besti pabbi í heimi er. Ég spurði Jónínu hvort þetta yrði alltaf svona sárt. Hún sagði já senni- lega en við lærum að lifa með þessu. Ég skil ekki hvernig það er hægt þeg- ar eitt það stórkostlegasta í lífinu er tekið frá manni, Vinskapurinn. Von- andi vissir þú hve mikils virði þú varst okkur. Við komust aldrei saman í veiðiferð en ég veit að þú átt eftir að vera með mér í þeim öllum. Hafðu ekki áhyggj- ur af honum Sindra en við lítum eftir honum eins og við höfðum lofað. Arnbjörg, Sindri Snær, Gunndís, Hróðvar, Júlli, Stebbi, Harpa, Baddi og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Gunnar, við kveðjum þig með tár- um en gleymum þér aldrei. Ólafur Hlynur og Jónína. Með fáeinum orðum langar okkur að kveðja góðan dreng, sem við vild- um hafa kynnst miklu betur en raun varð á. Fyrir okkur var Gunnar ljúf- ur, næmur, góðviljaður og umfram allt skemmtilegur ungur maður sem kunni svo vel að orða hugsun sína. Hann hafði þann hæfileika að geta dregið upp litríkar myndir af hvers- dagslegum málefnum, sem urðu bráðfyndin þegar hann var búinn að fara um þau nokkrum orðum. En al- vöru lífsins hafði hann einnig kynnst og reynslu sinni og áhugamálum miðlaði hann ávallt á jákvæðan hátt. Þannig munum við minnast Gunnars. Sagt er að þeir deyi ungir sem guð- irnir elska og víst er að Gunnari hefur verið ætlað mikilvægara hlutverk á öðru tilverustigi. Guð leiði þig, hans eilíf ást, sem aldrei góðum manni brást. Gakk, gakk, mitt barn, og forlög fyll, og finnumst þegar Drottinn vill. Guð leiði þig. (Matth. Joch.) Elsku Arnbjörg mín og aðrir að- standendur. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Blessuð sé minnig Gunnars Berg. Ólöf og Þorvaldur. Mánudagurinn 28. apríl byrjaði eins og hver annar mánudagur, en upp úr hádegi hringdi Arnbjörg frænka mín og bauð mér í mat um kvöldið. Hún og Gunni nýbyrjuð að búa og búin að koma sér bærilega fyrir í pínulítilli íbúð í Árbænum. Undir borðum var glatt á hjalla, enda bæði með húmorinn í lagi og ekki frítt við að húmor Gunna væri í ætt við húmor úr frændgarði Arnbjargar sem hún kann vel að meta. Mér varð hugsað til þess hvað það væri nú gott að þau hefðu fundið hvort annað, því maður hafði á tilfinningunni að þau hefðu ekki bara fundið vænlegan maka í hvort öðru, heldur einnig sálu- félaga og gætu staðið saman í gegn- um þykkt og þunnt. Að máltíð lokinni þurfti Gunni að bregða sér aðeins frá og kvaddi Arn- björgu sína ástúðlega. Við Arnbjörg sátum áfram og ætluðum að hinkra með kaffið þar til Gunni kæmi aftur. Það dróst þó, svo við fengum okkur kaffi og síðan þakkaði ég fyrir mig, en Arnbjörg fór að svipast um eftir Gunna með bróður hans. Þá kom í ljós að hörmulegt slys hafði orðið og Gunni var allur. Manni verður orða vant við þessar aðstæður, skynja tveimur tímum fyrr hamingju, gleði og bjarta framtíð, en upplifa síðan hvernig allt hrynur eins og spilaborg í einu vetfangi og hyldýpi sorgarinnar tekur öll völd. Blessuð sé minning um góðan dreng. Ég bið Guð að styrkja Arn- björgu unnustu hans, Sindra Snæ son hans og ættingja og vini á þessari raunastund. Bragi Leifur Hauksson. Í blóma lífsins kvaddi Gunnar Berg þennan heim, svo ungur með allt lífið framundan. Gunnar Berg var nemandi í Grunnskólanum í Þorláks- höfn og útskrifaðist þaðan vorið 1996. Gunnar var afskaplega ljúfur dreng- ur allan sinn grunnskólaferil, hægur en ákveðinn ef því var að skipta. Hann var duglegur og samviskusam- ur, kraftmikill í íþróttum, naut sín vel í handboltanum og lét sitt ekki eftir liggja í þeirri baráttu sem liðið hans var í hverju sinni. Hann var einnig með afbrigðum handlaginn og lista- smiður. Eftir að hann lauk grunn- skólaprófi hitti hann okkur starfs- menn skólans bæði á förnum vegi og eins kom hann í heimsókn. Alltaf var hann hress og brosandi, eins og hann væri að hitta sína bestu vini. Það er sárt til þess að vita að svo ungur mað- ur sem Gunnar Berg var er hann lést muni ekki taka þátt í lífsbaráttunni hér meðal okkar í þessum heimi, en ég er þess fullviss að hans hefur beðið verðugt verkefni, verkefni sem kallar á duglegan, sanngjarnan og heiðar- legan mann. Ég vil fyrir hönd starfsmanna grunnskólans votta fjölskyldu Gunn- ars Bergs innilega samúð og bið þess að þau fái styrk í mikilli sorg. Guð geymi minningu um góðan dreng. Halldór Sigurðsson skólastjóri. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞÓRÐUR ÁGÚSTSSON, Starengi 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Hrafnhildur Ásbjörnsdóttir, Ásbjörn Ólafsson, Sigurður Helgi Ólafsson, Ágúst Stefán Ólafsson, Guðrún J. Reynisdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Ingibjörg Rósa Ólafsdóttir, Kristján G. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir og amma, HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR læknaritari, Fífuhvammi 39, Kópavogi, sem lést mánudaginn 12. maí, verður jarð- sungin frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudag- inn 16. maí kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Ingólfur Arnarson, Pálína Kjartansdóttir, Ína Hrund Ísdal, Brynjar Ingi Ísdal. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HAFSTEINS TÓMASSONAR, Löngufit 10, Garðabæ. Stefán Ágúst Hafsteinsson, Fjóla Karen Hafsteinsdóttir, Tómas Ármann Hafsteinsson, Sóley Margrét Ármannsdóttir, Bjarnfríður Símonardóttir, Tómas Karlsson og systkini hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, dóttur, systur og mág- konu, HRAFNHILDAR KJARTANSDÓTTUR sjómanns/bryta. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, ennfremur heima- hlynningar Karitasar fyrir mjög góða hjúkrun og umönnun. Ellen Ó. Jóhannsdóttir, Ármann G. Hrólfsson, Rannveig Oddsdóttir, Jónína G. Kjartansdóttir, Finnur S. Kjartansson, Emilía S. Sveinsdóttir, Ágúst O. Kjartansson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ragna S. Kjartansdóttir, Friðgeir Jóhannsson, Þórir Kjartansson, Arna Magnúsdóttir, Helga Kjartansdóttir, Aðalsteinn Jörgensen. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengdamóðir, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Laugarásvegi 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 16. maí kl. 10.30. Emil Hjartarson, Kristján Guðmundsson, Hildur Hermannsdóttir, Kolfinna Guðmundsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, María Guðmundsdóttir, Jón Heiðar Guðjónsson, Haraldur Guðmundsson, Sigríður Böðvarsdóttir, Sigríður Emilsdóttir, Ragnar Harðarson, Erla Emilsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Bryndís Emilsdóttir, Hjalti Ástbjartsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.