Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 26
ÓSKAR Einarsson tónlistarstjóri Fíladelfíusafnaðarins og stjórnandi Gospelkórs Reykjavíkur hefur að undanförnu ferðast um landið og haldið námskeið fyrir kirkjukóra og kennt þeim galdur gospelsöngs. „Ég kenni kórunum létta sveiflu og gospelsöng og það hefur gengið alveg ótrúlega vel, mun betur en ég þorði að vona. Ég byrjaði með gosp- elkór á Kántríhátíðinni á Skaga- strönd fyrir þremur árum og við er- um búin að fara á tólf, þrettán staði um allt land síðan þá.“ Óskar segir ekki erfitt fyrir þá sem vanir eru hefðbundnum kirkju- söng að syngja gospel. „Þessi tónlist stendur miklu nær okkur en fólk heldur. Þetta er alþýðutónlist, sem fólk heyrir í útvarpi og víðar, tónlist sem fólk heyrir á hverjum degi, en með kristilegum textum.“ Óskar hefur farið víða með gosp- elnámskeið sitt; á Skagaströnd, Sauðárkrók, Bolungarvík, í Ólafs- vík, Stykkishólm, Skálholt, Fjarða- byggð og Eyjafjörð. Oftar en ekki lýkur námskeiðunum með gosp- eltónleikum. Hann segir suma kirkjukórana mjög tilbúna til að nýta sér gospelsönginn við messu- hald. „Já, þeir gera það sumir, og í Bolungarvík var meira að segja stofnaður sérstakur gospelkór, óháður kirkjunni, Gospelkór Vest- fjarða.“ Óskar segir að organistar kirkj- anna sem eru jafnframt tónlistar- stjórar þeirra taki gospelsöngnum yfirleitt vel, þótt sumum stafi svolítil ógn af honum þar sem þeir telji sig ekki þekkja hann nógu vel. „Í heild- ina sjá þeir þó að þetta er jákvætt, og gott fyrir kórana að hafa til- breytingu í söngnum.“ Óskar var í Stykkishólmi í vik- unni og verður þar aftur í júní. „Annars er ég nýkominn frá Eski- firði, þar sem þrír kirkjukórar , frá Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði voru saman á námskeiði. Því nám- skeiði lauk með messu og tón- leikum, þar sem við sungum meðal annars O, Happy Day, þar sem presturinn söng með kórnum, að viðstöddum menntamálaráðherra og frú, sem dilluðu sér í takt við músíkina eins og aðrir. Þetta var mjög gaman, og það er búið að panta þar annað námskeið að ári, og þá æfum við upp hljómsveit líka.“ Kirkjukór- ar læra gospelsöng Óskar Einarsson og kirkjukórarnir í Fjarðabyggð á gospeltónleikum á Eskifirði í síðustu viku. LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Símaefni VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Hjá okkur færðu efni til símalagna w w w .d es ig n. is © 20 03 ÞEGAR naumhyggjan kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratug síð- ustu aldar, listamenn færðu högg- myndir sínar af stöplunum og niður á gólfið, beint inn í rýmið, gerðist það um leið að sýningarrýmið sjálft eins og lifnaði við. Það sem hafði ver- ið hlutlaus bakgrunnur varð oft á tíðum hluti af verkinu, listamenn fóru að vinna verk sín með tilliti til rýmisins. Í dag hugsa flestir lista- menn um sýningarrýmið að ein- hverju leyti, sumir nota það hrein- lega sem efnivið, aðrir láta sér nægja að taka tillit til þess. Sýningin sem nú er í Galleríi Skugga er unnin beint í rýmið, þau Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Pétur Magnússon nota og virkja rýmið sjálft í verkum sínum. Töfrum líkast Guðrún grípur inn í fremra sýn- ingarrými gallerísins á afar einfald- an og áhrifaríkan hátt. Hún hefur fest stóris fyrir stóru gluggana og dyrnar sem snúa að götunni. Dyrnar eru lokaðar og gengið er inn baka til í galleríinu meðan á sýningunni stendur. Einnig hefur hún málað neðri hluta veggjanna með ljósum og glansandi lit. Stórisinn og málningin virðast hvít en þó sýndist mér á þeim bleik slikja sem eykur á stemn- inguna í verkinu. Innsetning Guð- rúnar skapar alveg nýja tilfinningu fyrir rýminu, hún dregur fram sér- kenni þess og skúlptúrleg einkenni innviðanna á afar einfaldan hátt. Um leið er hún í fullkomnu samræmi við verk þau sem Guðrún hefur sýnt áð- ur þar sem hún hefur oft á tíðum notað sér þætti úr innréttingum heimila, skápa, veggfóður, glugga- tjöld o.s.frv. Margir þættir eru til staðar í þess- ari innsetningu, andrúm heimilis eða skrifstofu er kallað fram á afar ein- faldan hátt, stórisið býr líka yfir skírskotunum til einhvers sem er hulið, utan frá sést ekki inn í gall- eríið eins og venjan er. Guðrún vinn- ur á yfirborðinu greinilega innan hefða naumhyggjunnar en verk hennar búa yfir ríkari samfélagsleg- um tilvísunum en verk naumhygg- julistamanna. Innsetningin er afar tær og vel heppnuð og gengur full- komlega upp, ekkert er óljóst og engu ofaukið. Það er töfrum líkast hvernig henni tekst að birta og um- breyta rými gallerísins með þessum einföldu verkum. Guðrún Hrönn hef- ur skapað sér ákveðna sérstöðu inn- an íslenskrar myndlistar með verk- um sínum og gaman væri að sjá sýningu á verkum hennar eins og þau hafa þróast í dag í einhverjum stærri safnanna hér. Sjónblekkingar Pétur Magnússon hefur á síðustu árum sýnt verk af svipuðum toga og hann sýnir hér í bakherbergi Skugga, ýmiss konar veggverk og teikningar sem spila á sjónblekkingu tvívíddar og þrívíddar. Nú hefur hann veggfóðrað einn vegg herberg- isins með blómaveggfóðri. Á veggn- um er eins konar lágmynd, járnfern- ingur sem sýnist vera í þrívídd við fyrstu sýn og síðan hefur Pétur ljós- myndað veggfóðrið og sett myndina á plötu, ljósmyndin af munstrinu fellur yfir það sem myndað var. Saman mynda þessar tvær einingar sjónblekkingu, kassa sem virðist koma út úr veggnum. Veggfóðrið í verki Pétur kallast skemmtilega á við stóris Guðrúnar frammi og geó- metrísk sjónblekkingin einnig við innsetningu hennar í heild, sýning- arnar tvær vinna stórvel saman. Veggfóðrið kallar einnig fram við- teknar hugmyndir um smá- borgaraheimili en ég er ekki viss um hvernig ég á að túlka verkið í heild. Sjónblekkingin getur til að mynda verið tilvitnun í listasöguna og þá staðreynd að list er löngum blekking, eins konar sýndarmynd af raunveruleikanum en alltaf tilbún- ingur. Á einfaldari máta er líka hægt að njóta þeirra andstæðna sem verk- ið býður upp á, veggfóðrið og geómetríuna og kannski velta fyrir sér hvar eitt endar og annað tekur við en það hvernig Pétur virkjar bakgrunninn í verki sínu gefur því aukna vídd. Saman eru sýningarnar tvær ein- faldar en um leið margræðar og von- andi að sem flestir líti inn á þær áður en þeim lýkur. Íslenskt samfélag í hnotskurn? Steingrímur Eyfjörð er fjölhæfur listamaður sem er jafnan beittur í verkum sínum. Svo er einnig farið á sýningu hans í sem nú má sjá í Gall- eríi Hlemmi „of nam hjá fiðurfé og van“. Steingrímur vísar hér til sögu af stúlku sem bjó í hænsnakofa og hélt hún væri fuglakyns frekar en mannkyns. Ýmsar sögur eru til af börnum sem alast upp hjá dýrum, í nútímanum er sagan Skógarlíf lík- lega þekktust þótt hún sé tilbúning- ur, en þar endar frumskógardreng- urinn Móglí með því að velja að búa á meðal manna eftir að hafa lært að læðast eins og úlfur, öskra eins og björn o.s.frv. Að baki sýningu Steingríms liggur meðal annars sú einfalda staðreynd að umhverfið mótar okkur öll hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki. Þessi staðreynd er ekki síst ríkur þáttur í íslensku samfélagi sem er með fádæmum einsleitt á yf- irborðinu. Flestir falla í svipað far hvað varðar viðtekin gildi og vegna þess hvað þau eru útbreidd erum við líklega síður meðvituð um þau. Aðrir möguleikar, annar hugsunarháttur koma varla til greina á meðan tæp- ast örlar á neinu sem er öðru vísi, fjölmenningarsamfélagið sem við búum í er enn svo langt frá því að vera sýnilegt á yfirborðinu. Verk Steingríms eru þó langt frá því að vera eingöngu einfaldur áróð- ur heldur hefur hann skapað heil- steypta, skýra en um leið skemmti- lega óræða sýningu. Miðpunktur sýningarinnar er skúlptúr af ein- hvers konar hænubarni, hér koma líka allar genarannsóknirnar og genabreytingarnar sem vísinda- menn fást við í dag upp í hugann. Skúlptúrinn er kíminn en um leið af- ar óþægilegur áhorfs, minnir líka á eitthvert frík, einhverja hryllilega vansköpun. Önnur verk byggjast einnig frekar á innsæi en rökhugsun, m.a. annar skúlptúr sem ekki er ljóst hvað er. Í fremra rými gallerísins má síðan sjá nokkurs konar útskýr- ingar á sýningunni, m.a. á því hvern- ig hænubarnið er búið til. Steingrím- ur kemur hér til móts við algenga forvitni áhorfandans um það hvernig verk verða til, en á nokkuð írónískan hátt því slíkar upplýsingar koma að engu gagni við skilning á verkinu. Einnig er hér innrammaður texti Megasar sem varð til af þessu tilefni en hann er frábært mótspil við verk- in á sýningunni. Steingrími hefur tekist að spinna listilega saman mismunandi þætti sem byggjast jafnt á rökhugsun sem innsæi og skapa spennandi og húm- oríska sýningu sem þó er grafalvar- leg. Hér gildir hið sama og um sýn- inguna í Skugga, að vonandi skoða sem flestir áður en yfir lýkur. Gallerí Hlemmur og Skuggi sýna hér enn eina ferðina hversu lífsnauð- synlegur þáttur þau eru orðin ís- lenskri myndlist, sýningar þeirra eru fullkomlega jafnokar sýninga í söfnum okkar hvað varðar listrænt gildi. Innsæi og rökhugsun vega salt MYNDLIST Gallerí Skuggi, Hverfisgötu Til 18. maí. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. BLÖNDUÐ TÆKNI, GUÐRÚN HRÖNN RAGNARSDÓTTIR, PÉTUR MAGNÚSSON Ragna Sigurðardóttir Innsetning Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur er tær og vel heppnuð. Dularfull form spretta út úr vegg á sýningu Péturs Magnússonar. Kímni, hryllingur, ádeila og eitthvað órætt í Galleríi Hlemmi. Gallerí Hlemmur Til 25. maí. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI, STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ www.solidea.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.