Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 28
ÞAÐ vakti furðu mína að heyra frétt í hádegisútvarpinu í gær þar sem ungur maður var að ræða það, að Össur Skarp- héðinsson ætti að víkja sem formað- ur Samfylking- arinnar fyrir Ingi- björgu Sólrúnu. Ég átta mig ekki á því hvað fólkið er að fara með þessu. Össur hefur satt að segja vakinn og sofinn unnið alveg einstakt og ómetanlegt starf fyrir Samfylk- inguna. Við erum ekki flokkur per- sónudýrkunar, sem gekk auðvitað alltof, alltof langt í kosningabarátt- unni hjá okkur. En með Össur sem fremstan meðal jafningja unnum við það kraftaverk að ná Samfylk- ingunni upp úr þeim dimma dal, sem hún var óneitanlega í, þegar hann varð formaður. Hann, með okkur og grasrótinni í flokknum, reif flokkinn upp svo mánuðum saman var hann ýmist við eða yfir 32% fylgi í könnunum Gallup, eða meira en við fengum svo í kosning- unum. Gleymum því ekki. Frábær árangur Í kosningabaráttunni 1999 þurft- um við að berjast fyrir því að halda lífi. Við komum úr ýmsum ólíkum áttum. Við áttum eftir að slípa okk- ur saman og samræma ólíkt tungu- tak sem tjáði þó í veigamestu mál- unum hina sömu hugsun. Kosningarnar þá skiluðu okkur 17 þingmönnunm og við gátum haldið verkinu áfram. Össur tók að sér að verða formaður á stofnþingi okkar, að þrábeiðni okkar margra, sem töldum að kraftar hans nýttust flokknum best. Sem formanns beið Össurar erfitt hlutverk, bæði vegna ýmissa deilumála sem eftst voru á baugi í samfélaginu og einnig kom það í hans hlut að vinna áfram að því að við samfylkingarmenn tækj- um betur tillit hver til annars. Að við gætum upplifað það í rauninni að við værum í alvörunni einn stór jafnaðarmannaflokkur en ekki hlut- ar lítilla flokksbrota. Öll höfum við lagt mikið á okkur á þessari leið en flokksmenn vita það allir, að enginn hefur lagt á sig jafn mikið og óeig- ingjarnt starf og Össur. Það er ekki síst Össuri að þakka að vel hefur til tekist því hann hefur frá stofnun flokksins í Borgarleikhúsinu verið á útopnuðu um allt land að vinna að málefnum Samfylkingarinnar. Á ferð um landið Eitt af því sem hefur einkennt Össur sem formann er hversu mikla rækt hann lagði við að byggja upp félögin um allt land, og hvað hann þekkir persónulega orð- ið mikinn fjölda flokksmanna. Hann hefur með gífurlega mikilli vinnu unnið af heilindum að eflingu Sam- fylkingarinnar. Ég vil í því sam- bandi vitna um það að alltaf var hann boðinn og búinn að koma í kjördæmið mitt vestur á fjörðum þegar ég leitaði eftir því við hann. Okkur fannst þá að fylgið væri að síga frá okkur og kölluðum eftir lið- veislu. Formaðurinn henti öllu frá sér syðra, kom vestur á firði í einn og hálfan sólarhring, hélt eina fimm fundi, og átti varla stund til hvíldar. Mér er ógleymanlegur glæsilegur fundur sem Samfylk- ingin hélt á Ísafirði hinn 1. maí síð- astliðinn þar sem hann var að- alræðumaður. Svo stór fundur hafði ekki verið haldinn hjá Sam- fylkingunni, ekki heldur þegar þau komu tvö fyrr um haustið, Össur og Ingibjörg. Mér fannst sá fundur snúa umræðunni okkur í vil, og fylgið tók aftur að koma til okkar. Svo stór fundur hefur ekki verið haldinn þar á vegum Samfylking- arinnar. Pólitískt örlæti Meistarastykkið á ferli Össurar var auðvitað þegar hann fékk Ingi- björgu Sólrúnu til að taka að sér að verða forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar. Þannig leysti hann snilldarlega úr stöðunni sem kom upp eftir sérkennilega atburðarás í Ráðhúsinu þegar viss kreppa var þar komin upp, og Ingibjörg var hrakin burtu. Fáir aðrir hefðu stig- ið til hliðar og látið einhvern annan taka stöðu forsætisráðherraefnis stórs flokks, sem átti raunverulega möguleika á því á hreppa slíkt hnoss. Þar með kom hann Ingi- björgu í fremstu röð, við aðstæður þar sem fylgið var í toppi. Tvíeykið sem þá varð til var frábært. Verka- skiptingin var frábær, en eins og Ingibjörg lýsti henni þá yrði hún forsætisráðherraefni og við sama tækifæri, á blaðamannafundi á Borginni, lýsti hún stuðningi við að Össur yrði formaður áfram. Þannig á það auðvitað að vera áfram. Öss- ur verður formaður, og heldur áfram að byggja upp flokkinn. Um það þarf ekki að deila. Ingibjörgu verður fundinn viðeigandi stallur, sem hæfir í senn henni og flokkn- um. Hennar tími kemur örugglega aftur. Það viljum við öll. Össur hef- ur sýnt henni meira pólitískt örlæti en nokkur stjórnmálamaður annar hefur sýnt, og um leið byggt upp flokkinn í nýja stærð. Á að launa honum það með því að ráðast á hann dag eftir dag fyrir það eitt að hafa staðið sig ótrúlega vel, og bet- ur en nokkur þorði að vona? Varla eru það laun heimsins að mati þeirra, sem nú ganga fram og gætu snúið sigri í ósigur. Gleymum því ekki að við ætlum Samfylkingunni langt og gott líf, sem byggist á samheldni flokksfélaganna en ekki ofursterkum leiðtogum. Sérkennileg og vitlítil umræða Eftir Karl Valgarð Matthíasson Höfundur er prestur. UMRÆÐAN 28 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ N Ý J A R V Ö R U R Kringlunni - Smáralind Smáralind SUMARFÖTIN SEM KRAKKARNIR VILJA NÝJAR VÖRUR VIKULEGA BOLUR 1.790 PILS 3.690 FYRSTA virkan dag eftir alþing- iskosningar 1999 var tilkynnt um 30% hækkun þingfararkaups. Æðstu mönnum framkvæmdavalds og dómsvalds var úthlutað sömu hýrgun. Það var sem sé gefið á garðann svo um munaði. Undirritaður var einn þeirra sem hlaut þessa að- réttu. Hann hefir oft orðið undr- andi, sem að líkum lætur, og á stundum steinhissa. En aldrei jafn þrumu lostinn sem þá. Ekki fyrst og fremst vegna hinnar ríflegu kauphækkunar, sem þó gekk langt úr hófi fram miðað við þá sem miklu minna báru úr býtum, heldur sér í lagi vegna tímasetningar ákvörðunarinnar. Tímasetningin ein og sér snerti vitund almennings eins og þjófar að nóttu væru að verki. Það er auðvitað lífsspursmál, að ákvörðunin um launahækkun hafi verið rétt og sanngjörn. En ef svo var, hvervegna í ósköpunum var þá valið að kunngera rausnina daginn eftir kosningar? Á því er aðeins ein skýring: Ráðamenn hafa óttast dóm kjós- enda. Þar með vöktu þeir grun- semdir um að ekki hafi allt verið með felldu, að hér væri verið að vinna í skjóli nætur, gerandi ráð fyrir að skammtímaminni kjósenda mætti treysta, enda langt í næstu kosningar. Hvernig sem á málið er litið var aðferðin niðurlægjandi aum- ingjaskapur þeirra sem ábyrgð báru. En sjaldan er ein báran stök. Reynslan frá 1999 virðist hafa sannfært ráðamenn um að aðferðin væri góð og gild og heiðvirðum kjarkmönnum sæmandi. Fyrir því er brugðið á sama ráð og 1999: Daginn eftir kosningar 2003 er til- kynnt ákvörðun um stórfelldar kauphækkanir til handa sömu að- ilum og þá! Sem sagt: Handa oss sjálfum! Gerið svo vel og verið veskú stórhöfðingjar og sterti- menni! Í dag erum vér glaðir, göngum í sjóðinn og sækjum oss hnefa. Launþegar rétt ráða því hvort þeir sækja fram með óbil- gjarnar kröfur, sem myndu eyði- leggja stöðugleikann ef fram næðu að ganga. Stöðugleikann, sem kjós- endur lýstu yfir stuðningi við í kosningunum og völdu oss til að gæta! Ráðstjórn til uppörvunar skal hér minnt á, að kjörtímabil eru á sumum löndum styttri en hér- lendis, t.d. þrjú ár í Svíþjóð. Hvernig væri að taka upp slíka skipan mála og stytta þannig tím- ann milli sanngjarnra búdrýginda um heilt ár? Mikið mega þeir ráðamenn prísa sig sæla, sem trúa því að engin fá- tækt fyrirfinnist á Fróni. A.m.k. hlýtur samvizka þeirra nú að vera þeim mun betri. Þeir eru einnig sannfærðir um að eldri borgarar kjósi flokkinn sinn á hverju sem gengur. Ekki þurfi að gera sér rellu út af þeim þótt mikilvægustu þegnum þjóðfélagsins sé umbunað bærilega á fjögurra ára fresti eða svo. Enda verða einhverjir að mæta afgangi þar sem ótakmark- aðir fjármunir eru ekki til. T.d. er eftir að afgreiða tuttugu þúsund milljóna króna fúlgu til handa deCode og í enn fleiri horn að líta fyrir hagsmunafé stjórnarflokk- anna. Veskú! Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. Eftir Sverri Hermannsson Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ÍSLENDINGAR hreykja sér stundum af því að vera í hópi fyrstu lýðræðisþjóða veraldar, gott ef ekki sjálf vagga lýðræð- isins. Til að rísa undir því nafni þarf að losa okkur undan þeim flækjufót- arhætti sem ein- kennir það kosn- ingafyrirkomulag sem við búum við í dag. Augljóst misræmi og tilviljanakenndar breytur rugla niðurstöður losninga hér, þannig að fráleitt er að tala um eðlilegt jafnræði íslenskra kjósenda eða kjördæma. Hinar flóknu leik- reglur er varða jöfnunarsæti eru of- vaxnar skilningi flestra venjulegra kjósenda og eru í reynd afleitt og úr sér gengið fyrirkomulag. Að Frjálslyndi flokkurinn hefði með 13 atkvæðum til viðbótar sínum 13.523 getað minnkað meirihluta rík- isstjórnarflokkanna úr 5 mönnum í 3 segir allt sem segja þarf. Meira að segja höfuðsmiðir núgildandi kerfis viðurkenna að hér sé á ferð- inni tímaskekkja sem beri að leið- rétta. Lausnin er einföld og felst í að gera Ísland að einu kjördæmi og þarmeð vægi allra kjósenda á land- inu jafnt. Núverandi kerfi viðheldur illa sköpuðum þríhyrningi atkvæð- isréttar, valds og fjárveitinga sem er engan veginn sæmandi hinu framsækna og nútímalega íslenska lýðveldi, sjálfri vöggu lýðræðisins í heiminum. Alþingismenn í átthagafjötrum Eftir Jakob Frímann Magnússon Höfundur er tónlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.