Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍUPPHAFI síðustu aldar starf-aði í fátækustu hverfum Osló-arborgar íslensk kona, sem afsumum hefur verið nefnd Móðir Teresa norðursins. Nafngiftin er ekki úr lausu lofti gripin, því Ólafía Jóhannsdóttir starfaði árum saman í Noregi meðal drykkju- manna, fátækra og sjúkra. Hún var jafnframt ötull talsmaður kvenrétt- indabaráttu hérlendis og tók virkan þátt í ýmsum samfélags- og stjórn- málastörfum. Norðmenn hafa verið ötulir við að heiðra minningu Ólafíu og er gatan Olafiagangen í Vaterland-hverfinu í Osló, þar sem hún vann mest, nefnd eftir henni. Einnig ber sjúkrahúsið Olafiakliniken þar í borg nafn henn- ar, og í Vaterland-hverfinu hefur henni verið reistur minnisvarði, brjóstmynd af Ólafíu sjálfri þar sem á stöplinum stendur: Vinur hinna ógæfusömu. Minnisvarðinn var gerður árið 1930 af Kristni Péturs- syni. Á laugardag verður minning Ólaf- íu heiðruð hérlendis, þegar afhjúpuð verður afsteypa af minnisvarðanum við Mosfellskirkju í Mosfellsbæ, til minningar um þessa merku konu. Verður þá jafnframt frumsýnd í kirkjunni ný leiksýning Guðrúnar Ásmundsdóttur, sem byggist á ævi Ólafíu. Ólst upp meðal róttækra „Trú, manngöfgi og meðlíðan með þeim sem eiga erfitt er það sem ein- kennir ævi Ólafíu og hún hafði burði til að sýna í verki þessi sjónarmið sín. Henni hefur verið líkt við helga menn kristinnar kirkju, svo sem Frans frá Assisi. Þetta eru nú orð Bjarna Benediktssonar, en ég tel að hún eigi vel heima í þeim hópi. Ólafía sjálf taldi Hallgrím Pétursson vera íslenskan guðspjallamann og taldi að það ætti að halda minningu hans á loft. Það finnst mér einnig að ætti að gera um hennar minningu,“ segir Björg Einarsdóttir rithöfundur, sem hefur kynnt sér ævi Ólafíu og ritaði um hana grein undir heitinu Boðberi kærleikans, sem birtist árið 1984 í ritinu Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. Ólafía Jóhannsdóttir fæddist 22. október árið 1863 á Mosfelli í Mos- fellssveit, dóttir séra Jóhanns Knúts Benediktssonar og Ragnheiðar Sveinsdóttur. Séra Jóhann var sagð- ur vel gefinn en mjög drykkfelldur, og er talið að hann hafi verið fyr- irmyndin að hinum fallna presti í kvæði Einars Benediktssonar, Messan á Mosfelli. Átti ógæfa hans nokkurn þátt í því að Ólafíu var snemma komið í fóstur, fyrst í Viðey hjá Ólafi Stephensen dómsmálarit- ara og Sigríði Þórðardóttur, en síðar hjá móðursystur sinni, Þorbjörgu Sveinsdóttur. Dvölin hjá Þorbjörgu átti eftir að hafa mótandi áhrif á ævi Ólafíu. Þor- björg var ljósmóðir í Reykjavík og var heimili hennar við Skólavörðu- stíg 11 ein helsta miðstöð róttækra þjóðfrelsismanna í Reykjavík. Hún þótti mikill kvenskörungur og lét sér fátt óviðkomandi, hvort sem um var að ræða menntamál, heilbrigðismál, trúmál eða stjórnmál. Ekki síst var Þorbjörg einn af frumkvöðlum þeirrar baráttu sem síðar var kennd við kvenfrelsi, og fyrir áhrif frá henni vann Ólafía sér inn sjálfstæði og kjark sem átti eftir að reynast henni vel í störfum sínum. „Ólafía var óskaplega skemmti- legur og spennandi karakter,“ segir Margrét Guðmundsdóttir sagnfræð- ingur, sem ritaði sögu Hvítabands- ins, Aldarspor, sem kom út árið 1995 og hefur kynnt sér náið ævi og störf Ólafíu. „Hún þekkti auðvitað náið reykvískan aðal, en gaf óskráðum reglum um tilhlýðilega hegðun kvenna langt nef. Einn nánasti vinur og samstarfsmaður Ólafíu í Reykja- vík fullyrti að „henni hefði beinlínis þótt vænt um að geta sýnt í verki að hún mat einskis hleypidóma almenn- ings“. Ekki þótti til dæmis við hæfi að konur gæfu sig að ókunnum drukknum karlmönnum en Ólafía sást oft reisa við ósjálfbjarga drykkjumenn á götum bæjarins, taka þá undir arm sér og fylgja þeim heim. Nánasta vinkona hennar sem hún tók inn á heimili sitt sem vinnu- konu var í munni bæjarbúa nefnd „vatnskerling“. Ólafía vakti oft um- tal í Reykjavík en hún hafði hug- rekki til að bjóða vanburðugum smá- borgaraskap sem dafnaði í skjóli vanmetakenndar birginn.“ Barðist fyrir réttindum kvenna Þorbjörg og Ragnheiður móðir Ólafíu voru systur Benedikts Sveins- sonar alþingismanns og föður Ein- ars Benediktssonar skálds. Einar og Ólafía voru því systkinabörn, og var Einar búsettur um skeið í húsi Þor- bjargar við Skólavörðustíg. Telja sumir að þau Ólafía hafi fellt hugi saman um skeið, og var það einkum fyrir tilstilli Einars að Ólafía ákvað hálfþrítug að læra til stúde þeim tíma þóttu slík áform ungri konu. Til dæmis þ sækja um sérstakt leyfi han um til að gangast undir pr ínuskólanum, og þeim var að sækja kennslustundir. því utanskóla, og lauk 4. prófi fyrst íslenskra kvenna anum árið 1890. Hún sótti u að taka burtfararpróf árið var synjað á þeirri forsendu yrðu að líða milli prófa. „Ól sig ekki við svo langa bið og að taka stúdentspróf, enda sjálf að skólanám væri eng á raunverulega menntun Margrét. Móðir Teresa norðursins Í ár eru 140 ár liðin frá fæðingu Ólafíu Jóhannsdóttur, k réttindakonu og baráttukonu í málefnum hinna minna m andi, og verður hennar minnst með afhjúpun minnisvarð leiksýningu í Mosfellsbæ um helgina. Inga María Leifsd kynnti sér ævi og störf þessarar merku konu, og ræddi Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing og Björgu Ein dóttur rithöfund, sem þekkja sérstaklega til sögu henn Brjóstmynd af Ólafíu Jóha dóttur, sem stendur í Vate hverfinu í Osló. Myndina g Kristinn Pétursson árið 19 verður afsteypa af henni a við Mosfellskirkju um helg GUÐRÚN Ásmundsdóttir leikkona hefur síðustu átta ár unnið að gerð leikverks um líf Ólafíu Jóhanns- dóttur sem verður frumsýnt næst- komandi laugardag í Mosfells- kirkju, en Ólafía var einmitt fædd á Mosfelli. „Þetta hefur verið spennandi ganga. Mín helstu vand- ræði voru að þjappa viðburðaríkri ævi þessarar konu niður í eina leiksýningu, því ég finn að ég get ekki sagt frá nema broti af því sem hún afrekaði og gerði,“ segir Guð- rún. Leikverkið ber heitið Ólafía og koma tíu leikarar auk tónlist- arfólks fram í sýningunni. Það eru Edda Björgvinsdóttir, sem fer með hlutverk Ólafíu, Þröstur Leó Gunnarsson, María Ellingsen, Ey- vindur Erlendsson, Margrét Áka- dóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Rakel Mjöll Leifsdóttir, Kormákur Örn Axelsson og Snæbjörn Áki Friðriksson. „Ég hef fengið bestu leikara sem ég hefði getað fengið til liðs við mig,“ segir Guðrún. Fyrsti félagsráðgjafinn Frásögn leikritsins hefst í Nor- egi, þar sem sagt er frá sam- skiptum Ólafíu og vændiskonu nokkurrar, sem leitaði oft í skjól hjá henni. Síðan er rakin æ íu Jóhannsdóttur frá upph „Það er dálítið sérstakt að til þessarar konu, sem van mikið með drykkjusjúklin fólki sem átti í erfiðleikum unni, að alls staðar í fjölsk hennar voru drykkjusjúkl afar hennar báðir, faðir he og maðurinn sem hún elsk ar Benediktsson. Það er at isvert, hvernig hún hreinl ræðst á drekann, í stað þe buga sig. Margir hafa vilja hana fyrsta félagsráðgjafa hennar starfsaðferðir voru ig,“ segir Guðrún. Fyrri hluti leikritsins ve fluttur í kirkjunni, en sein inn verður fluttur í samko Kívanísklúbbs Mosfellsbæ sem kaffiveitingar verða j framt bornar fram af leiku „Ég er vön leikhúsmannes veit að ég get ekki sagt sö samfleytt í kirkjunni. Fólk að standa upp og fá sér ka og það gerir í hléi, og skip umhverfi,“ segir Guðrún o við, að hún hafi notið aðsto margra góðra manna við r leikritsins. „Ég er ekki þa menntuð að ég viti hvar ég leita að heimildum þegar é Ekki hægt annað en hrífast af sögu hennar TILRÆÐI Í RIYADH Sprengjutilræðin í Sádí-Arabíu ámánudagskvöld sýndu greinilegaað stríðinu gegn hryðjuverkum er ekki lokið. Staðfest hefur verið að í það minnsta 34 létust þegar þrjár sprengjur sprungu við afgirtar húsasamstæður í höfuðborginni Riyadh í hverfi þar sem að- allega búa erlendir ríkisborgarar. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka frek- ar á næstu dögum. Hryðjuverkamenn hafa víðar látið til sín taka í vikunni. Á þriðjudag féllu 59 í sprengjutilræði í Tétsníu og í gærkvöldi bárust fregnir af því að fjórtán hefðu farist í enn einni sjálfsmorðsárás þar í landi. Rússnesk yf- irvöld hafa haldið því fram að samtök tengd al-Qaeda beri ábyrgð á tilræðunum. Enn hefur ekki verið staðfest að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda tengist þessum tilræðum með einhverjum hætti. Margt bendir hins vegar til að þau eða einstaklingar tengd þeim hafi átt hlut að verki, að minnsta kosti í tilræðunum í Riyadh. Hver svo sem niðurstaðan verður í þeim efnum er ljóst að enn einu sinni hef- ur mannslífum verið fórnað í tilgangs- lausu níðingsverki. Engin samtök hafa enn sem komið er lýst verknaðinum á hendur sér. Eini til- gangur þessara tilræða virðist hafa verið að myrða sem flesta og valda ótta meðal vestrænna ríkisborgara í Sádí-Arabíu. Hugsanlegt er að með þessu sé al-Qaeda að reyna að vekja athygli á samtökunum og reyna að afla sér nýrra stuðnings- manna í Sádí-Arabíu. Tilræðin beina hins vegar einnig kast- ljósi að ráðamönnum Sádí-Arabíu. Stjórn- völd þar hafa verið sökuð um að styðja óbeint og í sumum tilvikum beint starf- semi múslimskra öfgahópa víða um heim. Stuðningurinn er oftast í formi fjárfram- laga. Virðist tilgangurinn fyrst og fremst vera sá að stuðla að því að reiði samtaka á borð við al-Qaeda beinist gegn Vestur- löndum en ekki sádí-arabísku valdastétt- inni. Af þeim nítján tilræðismönnum er stóðu að árásinni á tvíburaturnana í New York í september 2001 voru fimmtán frá Sádí-Arabíu. Í gær staðfesti utanríkisráð- herra Sádí-Arabíu að fimmtán Sádar hefðu borið ábyrgð á sjálfsmorðstilræð- unum í Riyadh á mánudag. Viðbrögð stjórnvalda í Riyadh við tilræðunum benda til að þau hafi í hyggju að taka á þessu máli af meiri festu en áður. Sádar hafa sætt vaxandi gagnrýni vegna stefnu sinnar gagnvart hryðjverkahópum og til dæmis hafa stjórnvöld í Washington gagnrýnt þá fyrir að hafa ekki staðið nægilega vel að rannsókn á sprengjutil- ræðum gegn bandarískum hermönnum á síðasta áratug. Í kjölfar ellefta september hétu Sádar því að þeir myndu leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Fréttir af því að ekki hafi verið hlust- að á beiðni bandarískra stjórnvalda um að efla öryggisgæslu í hverfum Vesturlanda- búa dagana fyrir tilræðið, þrátt fyrir að sterkar vísbendingar væru uppi um að til- ræði væri í aðsigi, eiga ekki eftir að auka tiltrú í garð Sáda. Ef takast á að uppræta starfsemi al- þjóðlegra hryðjuverkahópa verður að koma í veg fyrir að slíkir hópar geti leitað skjóls í einstaka ríkjum eða þá að fjár- streymi tengt hryðjuverkasamtökum sé látið óáreitt. Með stjórnarskiptum í Afg- anistan og Írak hefur hryðjuverkahópum verið reitt þungt högg. Sú staðreynd að al-Qaeda hefur ekki tekist að láta til sín taka á Vesturlöndum frá ellefta septem- ber 2001 sýnir að árangurinn í baráttunni gegn hryðjuverkum er raunverulegur. Margir óttuðust að samtökin myndu láta til sín taka í tengslum við hernaðarað- gerðir í Írak. Ítrekað hefur hættuástandi verið lýst yfir í Bandaríkjunum og ríkjum í Evrópu. Tilræði í Túnis, Pakistan, Bali og nú í Riyadh eru tákn um að enn er oft snemmt að afskrifa al-Qaeda. Það er ljóst að án virkari aðgerða sádí- arabískra stjórnvalda verður erfitt að vinna sigur í þessari baráttu. Það verður að ráðast að rót vandans þó svo að það kunni að raska högum einhverra í kon- ungsfjölskyldu Sádí-Arabíu. ÓHJÁKVÆMILEG ÚRELDING Nefnd á vegum landbúnaðarráðherrahefur lagt til að greiddar verði 220 milljónir króna í úreldingarstyrki á þessu og næsta ári, í því skyni að fækka sauð- fjársláturhúsum. Nefndin telur skynsam- legt að fækka sláturhúsunum úr sautján í sex, þannig að þau ellefu sem ekki hafa leyfi til útflutnings á markað í Evrópu- sambandinu verði lögð niður. Þó telur hún ekki raunhæft að ætla að öll húsin kjósi úreldingu. Jafnframt leggur nefndin til að landbúnaðarráðherra verji 30 milljónum króna til uppbyggingar háþróaðra kjöt- vinnslustöðva á Hvolsvelli, Sauðárkróki og Húsavík og pökkunarstöðva í tengsl- um við önnur útflutningssláturhús. Flestir neytendur og skattgreiðendur hafa fengið nóg af fjáraustri í landbún- aðarkerfið, sem virðist oft ekki bera ann- an árangur en þann að Íslendingar þurfa að borga eitthvert hæsta verð í heimi fyr- ir landbúnaðarvörur. Hins vegar getur verið réttlætanlegt að borga peninga tímabundið til að auka hagkvæmni í greininni til lengri tíma og binda enda á þá óráðsíu, sem þar viðgengst í raun. Mönnum hefur lengi verið ljóst að slát- urhúsin eru alltof mörg. Rekstur þeirra flestra hefur gengið illa. Þetta er ein und- irrót vandans í landbúnaði; vegna óhag- kvæms rekstrar afurðastöðvanna hefur minna en ella af því verði, sem neytendur greiða fyrir landbúnaðarvörur, komið í hlut bænda. Sömuleiðis blasir við að með bættum samgöngum er ekkert vandamál að hafa fá en stór sláturhús, sem yrðu um- talsvert hagkvæmari í rekstri. Nefnd landbúnaðarráðherra bendir þannig á að ef ellefu sláturhús yrðu lögð niður en sex störfuðu áfram, mætti lækka kostnað sauðfjárræktarinnar um 225 milljónir króna. Á móti kæmu aðeins 15 milljónir króna í auknum flutningskostnaði. Ávinn- ingurinn er augljós. Það er eðlilegt að miða við að aðeins sláturhús með ESB-leyfi starfi áfram. Þetta eru þau hús, sem mest hefur verið fjárfest í og eru bezt búin. Burtséð frá þörfinni á að uppfylla kröfur erlendra markaða, er auðvitað eðlilegt að íslenzkir neytendur fái vöru, sem framleidd er und- ir sama gæðaeftirliti og við sambærilegar aðstæður og nágrannaríki okkar gera kröfu um. Þegar lagt er til að leggja niður slát- urhús í einstökum byggðarlögum, rísa heimamenn gjarnan upp og mótmæla. Það er skammsýn afstaða. Auðvitað hverfa einhver störf með því að sláturhús er lagt niður. En það er liðin tíð að hægt sé að fleyta vonlausum rekstri áfram með „reddingum“. Byggðarlög, sem byggja afkomu sína á landbúnaði, eiga auðvitað mest undir því að grundvöllurinn sé traustur, að búin beri sig og afkoma bænda sé tryggð. Með núverandi kerfi, þar sem sláturhúsin eru alltof mörg og hagkvæmni í rekstri þeirra lítil, er verið að kasta peningum á glæ og stuðla að því að bændur fái minna í sinn hlut. Fækkun sláturhúsa er þáttur í þeirri óhjákvæmi- legu aðlögun að markaðsaðstæðum, sem landbúnaðurinn verður að ganga í gegn- um á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.