Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 39
ekki hvíldar og því fannst manni að hann myndi sigrast á öllum þrautum. Við systkinin eigum margar og góðar minningar um Hadda frænda. Þeir bræður, Haddi og pabbi, byggðu húsið í Álfheimum 25, þar sem við ólumst upp og því átti hann stóran þátt í uppeldi okkar. Við börn- in höfðum mikið fyrir stafni, fram- kvæmdagleðin var mikil og oft þurft- um við á verklagni og útsjónarsemi Hadda að halda til að leysa flókin verkefni. Hann hafði þroska góðs verkmanns sem ungviðin áttu eftir að temja sér. Stundum kom okkur ekki saman um hvernig átti að gera hlut- ina, einn sá þetta í hendi sér og vildi drífa í hlutunum, annar vildi hugsa málið og gaumgæfa öll smáatriði áður en verkið hæfist. Þannig kom upprun- inn fram í okkur frændsystkinum eins og feðrum okkar. Það voru ríkar hefðir í Álfheimum, sérstaklega þegar færi gafst til að gleðjast. Þannig voru jóla- og ára- mótaboðin mikil hátíð og margar sög- ur sagðar sem við börnin hlustuðum á af athygli. Litríkar frásagnir Hadda af æskuárum sínum og systkina hans eru okkur ógleymanlegar og naut hann sín vel í næsta ótrúlegum sögum af uppátækjum þeirra. Það voru líka stundirnar í sum- arbústað ömmu Alexíu á Þingvöllum sem við minnumst. Annaðhvort var verið að sinna bústaðnum eða veiða í soðið. Þarna var Haddi á heimavelli því stangveiðin var honum mjög hug- leikin. Við börnin tókum ríkan þátt í veiðiskapnum og drukkum í okkur allar góðar veiðisögur um stóran urr- iða á vatninu. Það var ætíð glatt á hjalla þegar göngurnar komu á vorin og vel veiddist. Þannig tengjast góðar minningar góðum manni sem Haddi var og mun- um við geyma þær með okkur. Elsku Stella, Lúðvík, Eiríkur, Elsa, Haraldur Valur og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur. Þorgeir, Hildur og Reynir. Valmennið Haraldur Lúðvíksson er látinn. Horfinn er indæll eiginmað- ur og fjölskyldufaðir sem öllum vildi gott gera. Samúð mín er ómæld með nánasta fólkinu hans sem verðskuld- að elskuðu hann og dáðu. Dauðinn er þáttur í keðju lífsins, hann er óhjákvæmilegur okkur öllum. En stundum er eins og hann komi of fljótt. Það á við núna. Árið er 1938 og ung hjón koma með þrjár dætur til Reykjavíkur húsnæð- isleysis. Elsta dóttirin var Valborg Eiríksdóttir, Stella, þá sjö ára. Hjónin bjuggu með systur konunnar og fjöl- skyldu hennar, manni og nýfæddum syni, mér, í lítilli leiguíbúð. Þær syst- ur þrjár urðu líka systur mínar. Þeg- ar faðir þeirra, skipstjóri á litlum bát, fórst á hafinu í óveðri, árið 1941, styrktist sambandið enn frekar. Árið er 1947. Stella er sextán ára og kynnist sautján ára pilti, fögrum og glæsilegum. Síðan voru þau óað- skiljanleg uns miskunnarlaus sjúk- dómur krabbameinsins hreif Hadda, Harald Lúðvíksson, frá öllum ástvin- um hans. Ekki umgekkst ég Harald mikið. Hann og Stella lifðu í hópi barna og vaxandi hópi barnabarna og barna- barnabarna. Það var nýr ættbálkur. En í þau fáu skipti sem ég hitti Har- ald Lúðvíksson leið mér alltaf vel. Hann var hnittinn án meinsemdar, sanngjarn og viðræðugóður. Þessi færi eldsmiður var alltaf fljótur að skilja kjarnann frá hisminu. Elsku Stella frænka. Ég hugsa til þín núna en ég á ekki orð til að lýsa því sem ég er að hugsa. Ég veit að aldrei mun nokkuð koma í staðinn fyrir hann Hadda þinn. En megi minningin um hann ylja. Öllum af- komendum ykkar sendi ég líka sam- úðarkveðjur. Gísli Gunnarsson. Okkur langar að minnast nokkrum orðum vinar okkar og ferðafélaga Haraldar Lúðvíkssonar (Hadda). Við kynntumst þeim hjónum Hadda og Stellu fyrir mörgum árum gegnum sameiginlega vini. Þau kynni urðu ekki meiri þá, en við vissum þó alltaf hvert af öðru. Fyrir nokkrum árum hittumst við af tilviljun í flugvél til Kanaríeyja og dvöldum á sama hóteli og þau og end- urnýjuðum kunningsskapinn. Síðan höfum við verið samtímis þeim í nokkrum ferðum erlendis og notið samvistanna við þau. Haddi var einstaklega glæsilegur og ljúfur maður. Hann hafði mjög góða frásagnarhæfileika og voru þar veiðisögurnar efstar á blaði. Í janúar síðastliðnum vorum við samtímis á Kanarí í heilan mánuð og var Haddi duglegur í hraðgöngunum sínum og þau hjónin hrókar alls fagn- aðar sem fyrr. Nú er Haddi horfinn sjónum okkar um stundarsakir og biðjum við hon- um Guðs blessunar. Elsku Stella og fjölskylda. Úr fjar- lægð sendum við ykkur innilegar samúðarkveðjur. Erla og Stefán. Elsku bróðir minn, hvað allt getur verið fallvalt í þessum heimi. Þú þessi fallegi hái hraustlegi maður verður á svo skömmum tíma fárveikur. Stríð þitt var stutt en erfitt. Eftir standa minningarnar, þær getur enginn tek- ið frá okkur, og höfum við þær nú til að ylja okkur við. Við systkinin áttum góða æsku hjá foreldrum okkar. Fað- ir okkar féll frá allt of ungur en mamma kom okkur til menntunar og manns. Sumarbústaður fjölskyldunn- ar var við Þingvallavatn og þar var oft glatt á hjalla, allar veiðiferðirnar út á vatn og fallegu kvöldin í sumarblíð- unni. Þar fékk Haddi veiðibakteríuna og fylgdi hún honum alla tíð. Unun var að horfa á hann kasta flugu fyrir fisk og oftast fiskur á og fékk maður oft að njóta þess að smakka góðan fisk. Gott var í æsku að eiga svo góðan stóra bróður sem bar umhyggju fyrir yngri systkinum sínum og lagði þeim gott lið. Síðan þegar við uxum úr grasi hitti Haddi minn hana Stellu sína, það var hans gæfa. Alla tíð unnu þau vel saman sem einn maður, eignuðust fal- legt heimili og falleg og góð börn sem hafa staðið saman sem einn alla tíð. Hadda varð að ósk sinni að stofna vél- smiðju nú fyrir nokkrum árum og vann hann við hana af ánægju og gleði. Alla tíð hafa fjölskyldur okkar haft mikið samband, við fórum með börnin í ferðalög þegar þau voru yngri og seinni árin hittumst við oft yfir góðum mat með vinum okkar og fjölskyldum. Minningarnar eru marg- ar og góðar. Við Hemmi biðjum góðan Guð að hjálpa Stellu okkar og þeirra stóru fjölskyldu um ókomna framtíð. Guðlaug og Hermann. Kynni okkar Haraldar hófust 1984 og 1985 er við gerðumst starfsmenn hjá Alpan hf., sem þá var nýstofnað á Eyrarbakka. Haraldur hafði verið ráðinn verksmiðjustjóri og bar ábyrgð á uppbyggingu vélasamstæð- unnar, sem steypti álpönnur og potta, sem síðan voru húðaðar með viðloð- unarfríum efnum. Áður en verksmiðj- an var byggð á Eyrarbakka dvaldi Haraldur í Danmörku til að kynna sér vélbúnað verksmiðjunnar þar og rekstur hennar. Alpan hafði þá eign- ast þá verksmiðju og var hún að hluta fyrimynd skipulags á Eyrarbakka og byggði á steypuaðferð, sem notuð var í Danmörku, en ekki annars staðar. Haraldur var vanur vélamaður og engin vél eða búnaður var svo flókinn eða bilaður að Haraldur réði ekki við að koma hlutunum af stað aftur. Þetta orð hafði lengi farið af honum og var reyndar forsenda þess að hann var ráðinn til Alpan. Önundur Ásgeirs- son, fyrrverandi forstjóri OLÍS, þar sem Haraldur starfaði um árabil, fékk Harald til starfa hjá Alpan, en Önund- ur var meðal frumkvöðla í þessu óvenjulega iðnaðarverkefni, sem sett var af stað fyrst og fremst með út- flutning í huga. Starf verksmiðju- stjóra snerist ekki bara um vélar og vöruframleiðslu. Mikil ábyrgð hvíldi einnig á verksmiðjustjóranum í stjórnun á starfsmönnum, ekki síst að kenna þeim réttu handbrögðin við vélarnar og tryggja að vöruvöndum væri alltaf í hávegum höfð. Ljúf- mennska Haraldar við allt sitt starfs- fólk var mikils virði. Hann gerði kröf- ur, en var sanngjarn og allir starfsmenn hans fengu á honum mikl- ar mætur vegna mannkosta hans og fórnfýsi í starfi. Enginn lagði sig meira fram en Haraldur. Á vinnu- staðnum myndaðist fjölskyldustemn- ing, sem var einstök. Tarnirnar við út- skipun og að klára einstaka gáma líktust stundum vinnunni í fiskinum á Eyrarbakka, þegar mikið aflaðist og allir lögðust á eitt að klára og há- marka afrakstur aflans. Hér nutu eig- inleikar Haraldar sín vel. Haraldur var góður húsbóndi. Með þessum línum viljum við og vinir og fyrrum starfsfélagar hjá Alp- an kveðja og þakka Haraldi samstarf í um áratug. Við sendum Valborgu, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörn- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi björt minning hans búa með ykkur öllum. Andrés B. Sigurðsson, Þór Hagalín. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 39 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, STEFÁN JÓHANN ÞORBJÖRNSSON skipstjóri, áður Vitastíg 4, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 10. maí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Pálmi Stefánsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Kristján Stefánsson, Soffía Arinbjarnar, Ingibjörg Stefánsdóttir, Massimo Scagliotti, Þorbjörn Stefánsson, Inga Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, AÐALSTEINN INGÓLFUR EIRÍKSSON, Heiðarvegi 13, Reyðarfirði, sem lést föstudaginn 9. maí, verður jarðsung- inn frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Þroskahjálp á Austurlandi, sími 474 1121. Pálína María Guðmundsdóttir, Þorvaldur Aðalsteinsson, Birna Guðmundsdóttir, Sigurður Eiríkur Aðalsteinsson, Erna Arnþórsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Hugrún Aðalsteinsdóttir, Árni Guðmundsson, Árdís Guðborg Aðalsteinsdóttir, Karl Bóasson, Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir, Kristján Bóasson, barnabörn og langafabörn, Valdimar Helgi Eiríksson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SÓLEY SVEINSDÓTTIR frá Þykkvabæjarklaustri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð mið- vikudaginn 7. maí, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju föstudaginn 16. maí kl. 13.30. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Viðar Karlsson, Adda Ingvarsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Ómar Guðmundsson, Guðmundur Karlsson, Sigrún K. Sigurjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær frændi okkar, GEIR EINARSSON frá Suður-Fossi í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Reyniskirkju laugar- daginn 17. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Hjallatún í Vík. Fyrir hönd ættingja, Finnbogi Gunnarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BALDVIN ÁRNASON, Miklubraut 68, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Katrín Árnason, Maida Berglind Baldvinsdóttir, Richard Quilop, Eric Baldvinsson, Árni Alexander Baldvinsson, Ryan Ivar Michael. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BJARNI DAGSSON, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 17. maí kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Selfosskirkju. Guðmundur Bjarnason, Þórlaug Bjarnadóttir, Karl Þórir Jónasson, Bjarni Dagur og Valgerður Ósk, Dagur Dagsson. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.