Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Kristinn Arnar Freyr og Sveinn Aron þurfa að fara yfir Hallsveginn til að komast á íþróttasvæðið í Foldahverfi. FORELDRAR í Rimahverfi óttast um umferðaröryggi barna sinna þeg- ar þau ganga yfir Hallsveg til að kom- ast á íþróttasvæði í Foldahverfi. Verkfræðistofa borgarinnar vinnur nú að úrbótum á gönguleið barnanna sem vonast er til að verði fram- kvæmdar á þessu ári. Helga Laufdal býr í Rimahverfi en hún á son sem sækir íþróttir í Folda- hverfi. „Hann þarf að fara yfir Halls- veg til að sækja fótbolta og sund og það sama gildir um félaga hans sem búa hér í Rimunum.“ Hún segir göngustíg að veginum en hins vegar engin úrræði til að tryggja öryggi barnanna á leið sinni yfir göt- una. Því óttist foreldrar mjög um ör- yggi barna sinna, ekki síst þar sem töluvert sé um hraðakstur á umrædd- um vegakafla. „Við viljum ekki bíða eftir því að slys verði heldur vonumst til að eitt- hvað verði gert áður en það gerist,“ segir hún. Hugmyndir um að setja miðeyju á veginn Að sögn Stefáns Finnssonar, yfir- verkfræðings hjá Verkfræðistofu um- hverfis- og tæknisviðs borgarinnar, er gönguleiðin í skoðun. Vitað er að úrbóta er þörf á leiðinni eftir að komið er að Hallsveginum frá orminum langa svokallaða, gönguleiðinni sem liggur samsíða Langarimanum. Sömuleiðis vantar úrræði við Fjall- konuveg því börnin þurfa einnig að fara yfir hann áður en komið er að íþróttasvæðinu. „Við erum með hugmyndir um að setja miðeyju í Hallsveginn á um- ræddum stað þannig að það verði ekki eins erfitt að fara yfir götuna og ætlum að gera eitthvað svipað við Fjallkonuveginn. Þetta er í vinnslu og verður væntanlega tekið fyrir í sam- göngunefnd á næstunni. Við stefnum að því að framkvæma þetta í ár.“ Hann bendir á að beðið sé eftir framkvæmdum við lengingu Halls- vegar þar sem hann á að tengjast Vík- urveginum. „Væntanlega eykst um- ferð við það en þá verða gerð undirgöng undir Hallsveg, austan við Fjallkonuveginn, og þá verður þessi leið miklu greiðfærari fyrir krakka úr Rimahverfi. Þarna verður þó alltaf einhver gönguleið áfram þannig að það er full ástæða til þess að gera eitt- hvað í málunum.“ Úrbóta að vænta á gönguleið yfir Hallsveg Foreldrar í Rimahverfi óttast um öryggi barna sinna Grafarvogur HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 19 LÓÐARHAFI í Vatnsenda hefur krafið Kópavogsbæ um skaðabætur vegna afturköllun- ar byggingarleyfis á lóðinni. Telur lóðarhafinn tjón sitt nema a.m.k. 10,5 milljónum króna. Að sögn Gísla Norðdal, byggingarfulltrúa í Kópa- vogsbæ, var umrætt bygging- arleyfi samþykkt í janúar sl. en þegar betur var að gáð hafi það ekki verið í samræmi við deiliskipulag. „Þarna er sam- þykkt skipulag fyrir svokallaða heimagistingu, sem er ákveðin skilgreining í reglugerð og þar er tiltekinn ákveðinn fjöldi herbergja og gesta sem miðar við aðstæður í heimahúsum. Þetta reyndist hins vegar vera langt umfram það þannig að aðstaðan flokkaðist undir gisti- heimili sem hefur allt aðra skil- greiningu.“ Hann segir andmæli ná- granna hafa vakið athygli á þessu eftir að búið var að sam- þykkja leyfið og lóðarhafinn byrjaður á framkvæmdum. „Þetta var kannað mjög ítar- lega og það var ekki um annað að ræða en að afturkalla leyfið þar sem það voru ágallar á því,“ segir hann. Í bréfi lögmanns lóðarhafans kemur fram að byggingar- framkvæmdir hafi verið hafnar þegar eftir útgáfu byggingar- leyfisins og útlagður kostnaður vegna þeirra nemi a.m.k. 10,5 milljónum króna. Reyndar telji lóðarhafinn tjón sitt vera mun hærra og áskilur hann sér rétt til að gera nánar grein fyrir því á síðari stigum málsins. Ljóst sé að bærinn sé skaða- bótaskyldur vegna þessa og er óskað eftir viðræðum í því skyni að ná samkomulagi um málið. Að sögn Gísla er skaðabóta- krafa lóðarhafans í skoðun hjá bæjaryfirvöldum en ekki ligg- ur fyrir hver afstaða þeirra í málinu sé. Byggingarleyfi gisti- heimilis afturkallað Vill skaða- bætur frá bænum Vatnsendi samþykktarinnar sú, að hún á sér ekki stoð í lögum. Ekki sé hægt að banna lausagöngu búfjár á Kjalarnesi vegna þess að nesið liggur að Kjós þar sem lausa- ganga búfjár er heimiluð. Á með- an ekki sé girt á milli sé ekki hægt að banna lausagöngu á Kjal- arnesi. Þannig virðist málið bíta í skottið á sjálfu sér – búfjár- samþykktin fæst ekki samþykkt þar sem girðingin er ekki fyrir hendi og ekki er hægt að setja girðinguna upp þar sem ekki er búið að samþykkja búfjár- samþykktina. Afstaða Vegagerðarinnar samkvæmt lögum Að sögn Jónasar Snæbjörns- sonar, umdæmisstjóra Vegagerð- arinnar á Reykjanesi, hefur Vega- gerðin verið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málið. „Það hefur verið okkar viðmið að forsendan fyrir því að Vegagerðin taki þátt í þessum kostnaði sé að fyrir liggi ákvörð- ÁSTÆÐA þess, að Bændasamtök Íslands leggjast gegn staðfestingu búfjársamþykktar fyrir Reykjavík sem bannar lausagöngu búfjár á Kjalarnesinu er sú að ekki er komin girðing milli Kjalarness og Kjósar, þar sem lausaganga er heimiluð. Girðingin hefur hins vegar ekki verið sett upp þar sem búfjársamþykktin er óstaðfest. Í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram að ekki hefur verið girt á milli Kjalarness og Kjósar þar sem Vegagerðin hefur sett það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í framkvæmdunum að fyrir liggi búfjársamþykkt sem banni lausa- göngu á Kjalarnesinu. Reykjavík- urborg hefur samþykkt slíka bú- fjársamþykkt en landbúnaðar- ráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta hana vegna ítrekaðra athugasemda frá Bændasamtök- unum. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar, ráðunautar hjá Bændasamtök- unum, er ástæða þess að samtökin leggjast gegn samþykkt búfjár- un hjá sveitarfélögunum um bann við lausagöngu.“ Hann segir ástæðu þessarar afstöðu einfald- lega þá að lög heimili ekki annað. „Ég hélt reyndar að þessar ákvarðanir væru alfarið í höndum sveitarfélaganna en nú heyri ég að landbúnaðarráðuneytið þarf að samþykkja þær,“ segir Jónas. „Annars höfum við gert samninga við sveitarfélögin með fyrirvara um að ef þetta bregðist endur- greiði sveitarfélagið það sem Vegagerðin hefur lagt fram.“ Hann segir liggja ljóst fyrir að slíkt samkomulag verði að gera til þess að leysa málið og býst við að það gangi eftir. „Það er ábyggi- lega í sjónmáli að ná samkomu- lagi um þetta,“ segir hann. Girðingarmál í sjálfheldu Menn koma sér ekki saman um hvort eigi að koma fyrst, girðingin eða bú- fjársamþykktin. Á meðan nýtur sauðféð á Kjalarnesinu frelsisins. Kjalarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.