Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 27 Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Fréttablaðinu fimmtudaginn 15. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. 1. flokki 1991 – 46. útdráttur 3. flokki 1991 – 43. útdráttur 1. flokki 1992 – 42. útdráttur 2. flokki 1992 – 41. útdráttur 1. flokki 1993 – 37. útdráttur 3. flokki 1993 – 35. útdráttur 1. flokki 1994 – 34. útdráttur 1. flokki 1995 – 31. útdráttur 1. flokki 1996 – 28. útdráttur 3. flokki 1996 – 28. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 2003. FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 HERRASKÓR - LEÐUR Litir: Svartur og drapplitur Stærðir: 41-46 VERÐ ÁÐUR 6.995 VERÐ NÚ 4.995 NEMENDALEIKHÚSIÐer rekið af nemendum ásíðasta ári leiklistar-deildar LHÍ og frum- sýnir í kvöld Tvö hús, leikgerð sem Kjartan Ragnarsson og Magnús Þór Þorbergsson unnu úr tveimur verk- um spænska 20. aldar skáldsins Lorca. Útskriftarnemarnir Esther Talía Casey, María Heba Þorkels- dóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Ilm- ur Kristjánsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Davíð Guðbrandsson og Björn Thors ræddu námið sem er að baki og leikhúslíf á Íslandi. Í hóp- inn vantaði Þorleif Arnarsson. Að finnast vera tilgangur Færið þið, sem hópur, eitthvað nýtt inn í íslenskt leikhús? Björn: Ég myndi setja spurning- armerki við þennan hóp. Leikarinn er í eðli sínu einstaklingur, leikarinn vinnur einn. María: En um leið er leiklist í eðli sínu mjög mikil hópvinna. Það gerist ekkert nema fólk vinni saman. Og núna eru listform mikið að renna saman, skilin verða sífellt óljósari. Björn: Ég held að hver einasti leikari eða árgangur úr skólanum hafi einhverja hugmynd um að „nú stöndum við á krossgötum“. Ég held þetta sé hálfgerð klisja um leiklist- arnemann sem er að útskrifast, að árið sé núll, við séum að byrja á ein- hverju nýju og nú verði leiklist eitt- hvað annað en hún hefur verið. Bryndís: Ég held þetta sé um leið mjög mikilvægt fyrir nýja leikara, að þeim finnist þeir hafa eitthvað fram að færa, hvort sem sú hug- mynd er blekking eða ekki. Maríanna: Og kannski fyrir ungt fólk almennt, að finnast vera einhver tilgangur með lífinu, að maður geti deilt einhverju. En við erum rosa- lega ólík innan bekkjarins, með ólík- ar ástríður í leiklistinni, þótt við höf- um öll ástríðu fyrir leiklist. Við sjáum okkur ekki sem sameiginlegt afl. Ég er lítið afl, Esther annað afl … Vá! Þetta er leikhús! Er þá nokkuð sem þið vilduð helst sjá breytast í íslensku leikhúsi? Fjölbreyttari flóru! Björn Thors grípur orðið: Fyrsta sýning okkar í vetur, Skýfall, var mjög skemmtileg, hún var svo mikið vítamín. Þetta var þriggja klukkutíma sýning, íslensku samfélagi öllu troðið inn, experí- mental fram í fingurgóma, brjál- æðislegar flugeldasýningar og á hverri einustu sýningu gengu áhorf- endur út – ég hef ekki séð svona sýn- ingu hérna. Maríanna: Við sungum inter- nasjónalinn og sumir neituðu að syngja og fleygðu blöðunum. María: Svo var mynd af World Trade Center-hruninu og … Bryndís: Leikhúsfólk var sérstak- lega reitt. Myndlistarfólk var yfir- leitt ánægt. Björn: Já, tónlistarfólk, myndlist- arfólk og fólk sem fer yfirleitt lítið í leikhús, sem finnst það svo leiðin- legt, sagði: „Þetta er bara flottasta leikhús sem ég hef séð!“ Kom aftur og aftur bara vegna þess að þetta var eitthvað algjörlega nýtt! Rómeó og Júlía er líka dæmi um þetta. Nýr þráður, nýr litur. Eins útlendingarn- ir, Litháarnir sem hafa verið að leik- stýra hérna. Og ferðir til að skoða leikhús í öðrum löndum eru mikil- vægar einmitt vegna þessa, að sjá sýningar þar sem maður hugsar: Vá! Þetta er leikhús! Leikhús er svona! Í leiklistardeild LHÍ hefur skipti- nám ekki verið til siðs eins og í mörgum öðrum deildum og skólum. Þetta ku nú breytast hægt og bít- andi, en útskrifast leikari úr LHÍ nú inn í alþjóðlegt umhverfi? Getið þið starfað í útlöndum? Maríanna: Ekki ennþá en það er að opnast. María: Það er auðveldara fyrir leikhúshópa að fá styrki ef þeir eru í tengslum við leikhúsfólk í öðrum löndum, í samstarfsverkefnum. Björn: Já, það er ekki þannig að þú farir í einhvern pott og segir: Ég er leikari og ég er tilbúinn að vinna á alþjóðlegum vettvangi. Þótt frum- kvæðið sé frá einu landi þarf sameig- inlegan vilja og innlegg frá öllum löndum. Og þetta snýst um heil verkefni, ekki einstaklinga, til að fá fé úr Evrópusjóðum vinnur maður hvert verkefni fyrir sig. Og þá er allt til staðar hér eins og annars staðar? Björn: Já, í gegnum EES erum við hluti af menningaráætlun Evr- ópusambandsins. Og það er svo mik- ill jákvæður halli fyrir Íslendinga í þessum áætlunum – gígantískir pen- ingar velta inn í landið á móti til- tölulega litlum íslenskum framlög- um. Tugir milljóna velta á ári bara inn í leikhús- og kvikmyndageirana. En ekki getur hallað svona á einn veg til frambúðar? Dregur ekki sam- an með þessum styrkjum fyrr eða síðar? Bryndís: Ja, landslagið er nátt- úrlega allt öðruvísi núna en þegar við byrjuðum í námi. Björn: En aðrir möguleikar eru um leið komnir inn. Við sjáum ýmsa leikara og dansara spjara sig á er- lendri grundu, Ernu Ómars, Ingvar E. Sigurðsson, Hilmi Snæ, kvik- myndagerðarmenn eins og Baltasar Kormák og Dag Kára. Þessi evr- ópski markaður er að skila sér að einhverju leyti. Shooting stars- áætlunin kemur einhverju til skila, til dæmis því að íslenskir leikarar fá hlutverk úti. Starfsvettvangur okkar er breyttur. Sinnuleysi fyrir leiklist Á hið opinbera erindi á þeim starfsvettvangi? María: Það að hér séu frjálsir leik- hópar byggist á því að fólk starfi við þetta, meðal annars með því að vinna hjá stofnunum. Eins og til- fellið er með Vesturport – þar getur fólk unnið meira og minna af hug- sjón því það hefur starf hjá stóru leikhúsunum. Björn: Já, nákvæmlega. Borgar- stjóri velti þeirri spurningu upp í sjónvarpsviðtali um daginn hvort reka ætti Borgarleikhús og Þjóðleik- hús fyrir svona mikla peninga þegar sjálfstæðu leikhóparnir gengju svona vel eins og Vesturport. Þetta er náttúrulega ákveðið sinnuleysi fyrir stöðu leikara og leiklistar. Og Sigurður Kári hafði það á skrá hjá sér í stúdentapólitíkinni að loka fyrir Þjóðleikhús, Óperuna og fleira, því markaðurinn ætti að sjá um þetta. Maríanna: Formanni Frjálslynda flokksins finnst ekki réttlætanlegt að leggja pening í Borgarleikhúsið – „tómstundastarf“ eins og hann sagði, meðan biðlistar væru í heil- brigðiskerfinu. Björn: Ótrúlegt af ábyrgðarmanni í pólitík að láta þetta út úr sér! Ilmur: Spurningin er náttúrulega hvort við viljum halda uppi menn- ingu – það er ekki íslenskt einsdæmi að menning kosti. Menning kostar peninga! María: Já en hún skilar líka bein- línis peningum! Í nýrri þýskri rann- sókn kom fram að fyrir hverja krónu sem væri lögð í leikhús kæmu 1,8 til baka. Veitingastaðir, kaffihús, bar- ir … allt dæmið umleikis. Björn: Jájá og listafólk þarf bara að vinna til að þroskast. Leikstjórar þurfa að setja upp sýningar. Leikar- ar þurfa að leika. Án starfsgrund- vallar í opinberum leikhúsum hefð- um við ekki þessa frábæru leikara eins og til dæmis Kristbjörgu Kjeld og Gunnar Eyjólfsson, Baltasar Kormák sem er alinn upp í Þjóðleik- húsinu, Hilmi Snæ, Ingvar E. og svo framvegis, þetta er fólk sem elst upp innan stofnananna, dafnar þar og getur í framhaldinu farið að vinna á öðrum vettvangi. Það vinnur enginn í harki ævina á enda, það er svo orkufrekt, brunnurinn tæmist. Listamenn sem þurfa að verja bróð- urpartinum af orku sinni í að fjár- magna verkin sín, þeir bara hætta, þeir nenna þessu ekki. Viðskiptafræði blífur Eruð þið uggandi um stöðu leik- húss og ykkar framtíð? Maríanna: Það er allt farið að snú- ast um að græða peninga – núna! Ekki einu sinni eftir tíu ár heldur núna í dag. Og ef þú átt ekki pening er ekki samþykkt að þér þyki eitt- hvað annað mikilvægt í lífinu heldur ertu „lúser“. Það er óhuggulegt. María: Og þetta gildir alls staðar. Spítalarnir veita annars flokks þjón- ustu vegna álagsins á starfsfólkið. Borgarleikhúsið hefur ekki boðið upp á annars flokks list í vetur, þrátt fyrir að starfsfólkið þar sé beinlínis undið. Ilmur: Og nú var verið að hækka laun forsætisráðherra og félaga … Mann langar ekkert að eyða öllu sínu púðri í að tala um kaup og kjör, en vill eiga í sig og á. Nú blífur við- skiptafræði og lærirðu annað ertu á rangri hillu. Maríanna: Að maður ákveði að annað sé manni mikilvægara í lífinu en peningar á ekki að þýða að maður lifi undir fátæktarmörkum. Maríanna Clara Lúthersdóttir (Adela) og Björn Thors (Pepe Romano). Morgunblaðið/Árni Torfason Þorleifur Arnarsson (Alba). Krossgötur, krossgötur Nemendaleikhúsið við Sölvhólsgötu frum- sýnir í kvöld kl. 20 Tvö hús, sýningu sem unnin er úr tveimur verkum Lorca. Haukur Már Helgason fór og hitti leikarana að máli um námið að baki og leikhúslífið framundan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.