Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Valur Komnar: Guðbjörg Gunnarsdóttir (FH), Laufey Ólafsdóttir (ÍBV), Nína Ósk Kristinsdóttir (RKV), Pála Marie Einarsdóttir (Haukum), Rak- el Logadóttir (ÍBV). Farnar: Edda Lára Lúðvígsdóttir (HK/Víkingi), Elísabet G. Björns- dóttir (FH), Rakel Ósk Halldórs- dóttir (FH). KR Komin: Hólmfríður Ósk Sam- úelsdóttir (Breiðabliki). Farnar: Olga Færseth (ÍBV), Pál- ína Bragadóttir (ÍBV). Breiðablik Komnar: Ellen DeClovet (Banda- ríkjunum), Erna Sigurðardóttir (byrjuð aftur), Sigurlaug Kristjáns- dóttir (Fjölni), Silja Þórðardóttir (FH). Farin: Erla Steinunn Arnardóttir (Svíþjóð) ÍBV Komnar: Karen Burke (Doncast- er Belles), Mhairi Gilmour (Kilmarn- ock), Olga Færseth (KR), Pálína Bragadóttir (KR). Farnar: Bryndís Jóhannesdóttir (ÍR), Kristín Sigurðardóttir (FH), Laufey Ólafsdóttir (Val), Rachel Hammil (Skotlands), Rakel Loga- dóttir (Val). FH Komnar: Elísabet G. Björnsdóttir (Val), Kristín Sigurðardóttir (ÍBV), Rakel Ósk Halldórsdóttir (Val). Farnar: Guðbjörg Gunnarsdóttir (Val), Silja Þórðardóttir (Breiða- blik). Þór/KA/KS Komin: Telma Ýr Unnsteinsdóttir (Leikni Fáskrúðsfirði). Farin: Hrafnhildur Guðnadóttir (Tindastól). BREYTINGAR HJÁ LIÐUNUM FYRIRLIÐAR, þjálfarar og forráðamenn efstu deildar kvenna í knattspyrnu (Lands- bankadeild) spá því að Vals- stúlkur verði Íslandsmeistarar í knattspyrnu í sumar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig spáin er: 1. Valur ................................ 176 2. KR..................................... 160 3. Breiðablik........................ 151 4. ÍBV ................................... 129 5. Þór/KA/KS ....................... 86 6. Stjarnan ............................. 83 7. Þróttur/Haukar................ 42 8. FH....................................... 37 Spá Vals- stúlkum sigri KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, síðari leikur: Juventus - Real Madrid ........................... 3:1 David Trezeguet 12., Alessandro Del Piero 43., Pavel Nedved 73. - Zinedine Zidane 89. - 60,253. Juventus: Buffon, Thuram, Tudor, Mont- ero, Birindelli (Pessotto 60), Zambrotta, Tacchinardi, Davids (Conte 89), Nedved, Trezeguet (Camoranesi 77), Del Piero. Real Madrid: Casillas, Salgado, Carlos, Hierro, Helguera, Zidane, Figo, Flavio (Ronaldo 52), Raul, Guti, Cambiasso (McManaman 77).  Juventus sigraði samanlagt, 4:3, og mæt- ir AC Milan í úrslitaleik á Old Trafford. England Undanúrslit um sæti í úrvalsdeild, síðari leikur: Reading - Wolves...................................... 0:1  Wolves sigraði samanlagt, 3:1, og mætir Sheffield United eða Nottingham Forest í úrslitaleik. Undanúrslit um sæti í 1. deild, síðari leikur: QPR - Oldham ...........................................1:0  QPR sigraði samanlagt, 2:1, og mætir Cardiff í úrslitaleik. Undanúrslit um sæti í 2. deild, síðari leikur: Scunthorpe - Lincoln ............................... 0:1  Lincoln sigraði samanlagt, 6:3, og mætir Bournemouth í úrslitaleik. Skotland Celtic - Dundee ......................................... 6:2 Staða efstu liða: Celtic 37 30 4 3 95:26 94 Rangers 36 29 4 3 93:27 91 Hearts 36 17 9 10 56:49 60 Kilmarnock 36 16 8 12 45:50 56 Hibernian 36 14 6 16 52:60 48 Dunfermline 36 13 6 17 51:63 45 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland HSV Hamburg - Lemgo ...................... 27:33  Lemgo varð þýskur meistari. Staða efstu liða: Lemgo 31 29 0 2 1056:854 58 Flensburg 31 25 1 5 979:812 51 Magdeburg 31 24 1 6 999:858 49 Essen 31 21 3 7 888:819 45 Nordhorn 31 19 1 11 931:882 39 Gummersb. 31 16 3 12 921:878 35 Kiel 31 15 4 12 888:839 34 Hamburg 31 13 4 14 817:828 30 Wallau 31 11 6 14 896:912 28 Wetzlar 31 11 4 16 770:834 26 Großwallst. 31 9 7 15 788:823 25 Göppingen 31 9 5 17 795:841 23 ÚRSLIT Rósu Júlíu Steinþórsdóttur, fyr-irliða Vals, kom spáin ekki óvart. „Við erum mjög ánægðar með að vera efstar í svona spá, það setur líklega einhverja pressu á okkur en ég held að Valur þoli það alveg núna, við höfum ekki tap- að leik í vetur en þetta er alveg nýtt mót. Við ætlum ekki að láta þessa spá slá okkur út af laginu. Okkur hefur helst vantað stöðugleika á gengi okkar því við höfum undanfar- in ár tapað leikjum, sem við eigum alls ekki að tapa. Ég held að við séum komnar yfir það,“ sagði fyr- irliðinn, sem leitt hefur Val til sigurs í deildarbikarkeppninni og á Reykjavíkurmótinu. „Svo höfum við unnið Íslandsmótið á pappírunum,“ sagði Rósa Júlía hress í bragði. „Ég er bjartsýn. Helena Ólafs- dóttir þjálfari okkar hefur náð að koma sigurgleði í liðið ásamt trú á að við getum unnið. Hún er sigur- vegari og kom frá liði sem er vant að vinna titla og hún er búin að kenna okkur hvað er gaman að vinna. Helsta breyting á liðinu er bætt hugarfar en það hafa líka verið mjög stífar æfingar auk þess að við höfum styrkt hópinn. Við fengum mark- vörð úr FH, tvo leikmenn úr Hauk- um og eina unga sókndjarfa úr Sandgerði auk þess að tvær reyndar Valskonur komu heim aftur og eru með hjartað á réttum stað, Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir. Þær tvær munu hafa mikil áhrif á liðið, hungraðar í sigur og ætla sér að vinna. En loksins sér maður deild sem er ekki þannig að ef maður tap- ar einum leik er mótið búið eins og verið hefur síðustu ár. Ég á von á að það verði fjögur lið sem geta unnið hvert annað og vonandi verður mót- ið ekki búið þegar það er hálfnað.“ Spáin kemur Íslands- og bikarmeisturum ekki á óvart Vesturbæingar fengu 16 stigum minna en Valur í spánni og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, fyrirliða KR, kom það ekki á óvart. „Mér kemur þessi spá ekkert á óvart miðað við hvernig mót hafa farið í vetur en hún sýnir líka að deildin verður mjög spennandi í sumar og það er ekki mikill munur milli liða,“ sagði Guðrún Jóna, en hún segir liðin til alls líkleg eftir gott undirbúnings- tímabil. „Við höfum misst leikmenn og aðrir meiðst í vorleikjunum svo að við eigum meira inni. Við erum með margar ungar og efnilegar stelpur eins og reyndar er í mörgum öðrum liðum svo að framtíðin er mjög björt. Liðin koma betur undirbúin. Yf- irbyggðu húsin hafa breytt miklu. Öll æfingaaðstaða miklu betri og fleiri leikir við bestu aðstæður svo að geta liðana kemur betur í ljós – annað en fótbolti í slyddu, snjó og roki. Fyrir vikið hefur undirbún- ingstímabilið verið mjög skemmti- legt. Áður var hlaupið mikið en núna er búið að spila meiri fótbolta, und- irbúningsleikirnir eru fleiri og því betri undirbúningur og ekki verið að prófa sig áfram í fyrstu leikjunum.“ Úrslit ekki ráðin í fyrri umferð Ólafur Þór Guðbjartsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með að menn reiknuðu með að baráttan yrði jafnari en áður. „Ég held að þetta verði jafnara en undanfarin ár og úrslit ekki ráðin í fyrri umferð- inni en ég á von á að spáin gangi að Morgunblaðið/Sverrir Fyrirliðar liðanna í Lands- bankadeild kvenna. Efri röð frá vinstri: Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Val, Guð- rún H. Finnsdóttir, Stjörn- unni, Dúfa Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki, Guðrún Inga Sívertsen, Þrótti/Haukum, og Anna M. Gunnarsdóttir, Þrótti/Haukum. Neðri röð frá vinstri: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Olga Færseth, ÍBV, Ásta Árna- dóttir, Þór/KA/KS, og Val- dís Rögnvaldsdóttir, FH. Hvað segir Rósa Júlía Steinþórsdóttir, fyrirliði Valskvenna? Spáin á ekki að slá okkur út af laginu VALSKONUM er spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna, en meistarabaráttan hefst á laugardaginn í Kópavogi með leik Breiðabliks og sameinaðs liðs Þór/KA/KS. Það var niðurstaðan í spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í deildinni en það munaði ekki mörgum stigum í næstu lið enda má búast við að deild- in í ár verði jafnari og meira spennandi en undanfarin ár. KR er spáð öðru sætinu, Breiðabliki þriðja og Eyjastúlkum fjórða, en botnslag- urinn talinn vera á milli FH og Þróttar/Hauka. Stefán Stefánsson skrifar FRANSKI línumaðurinn Bertrand Gille var kjörinn besti handknatt- leiksmaður heims árið 2002 af les- endum World Handball Magazine, tímariti Alþjóða handknattleiks- sambandsins. Ólafur Stefánsson var einn níu handknattleiksmanna sem komu til greina en hann fékk sárafá atkvæði í kjörinu sem 29.000 manns tóku þátt í samkvæmt frétt á heimasíðu IHF. Gille og Christiansen í sérflokki Gille og danski landsliðsmað- urinn Lars Christiansen hjá Flens- burg þóttu skara framúr að mati þeirra sem tóku þátt í kjörinu. Gille hlaut 46% atkvæðanna, Christian- sen 41% og í þriðja sæti hafnaði þýski landsliðsmaðurinn Daniel Stephan, leikmaður þýsku meist- aranna í Lemgo. Í fyrra varð Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon fyrir valinu en Gille er þriðji Frakkinn sem hlýtur þessa útnefningu frá því fyrst var valið árið 1988. Hinir tveir voru Jackson Richardson, sem kjörinn var árið 1995, og Stéphane Stoeckl- in 1997. Kínverjinn Chao Zhai þótti skara framúr í hópi kvenna. Zhai leikur með Randers HK í Danmörku. Gille handknattleiks- maður ársins 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.