Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frá Tónlistarskólanum á Akureyri Minningarsjóður Þorgerðar Eiríksdóttur auglýsir eftir umsókn um styrki til framhaldsnáms í tónlist. Hlutverk sjóðsins er: Að styrkja nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir framtíðaráformum sínum og framvísa staðfestingu á skólavist skólaárið 2003-2004. Umsóknarfrestur er til 23. maí 2003. Skólastjóri STYRKIR FÓLK sem fermdist frá Akureyrar- kirkju vorið 1953, þ.e. þeir sem fæddir eru árið 1939, ætlar að hitt- ast og minnast þess að 50 ár eru lið- in frá fermingunni. Árgangurinn var óvenju fjölmennur, en þetta vor fermdust um 140 börn frá kirkjunni og hafa menn nú 50 árum síðar sest að víða um heim. Ætlunin er að hópurinn hittist 24. maí nk. kl. 11 við gamla Barna- skóla Akureyrar sem gjarnan var kallaður Barnaskóli Íslands í þá daga. Farið verður í gönguferð um gamalkunnar slóðir og minningar rifjaðar upp, en um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður. Heima- menn geta aðstoðað þá sem lengra koma að að útvega gistingu. Vænta aðstandendur samkomunnar þess að fólk láti vita af henni sín á milli, en þátttöku má tilkynna til Þráins Karlssonar, Heiðu Hrannar Jó- hannsdóttur, Gísla Braga Hjart- arsonar, Jennýar Karlsdóttur, öll á Akureyri eða Láru Ingólfsdóttur og Soffíu Jakobsdóttur í Reykjavík. 50 ára fermingarafmælis minnst JÓNI Arnþórssyni forstöðumanni Iðnaðarsafnsins á Akureyri varð hugsað til þess hvernig yrði með áframhaldandi samstarf vínanda og heilags anda, eftir að hann sá í frétt á baksíðu Morgunblaðsins að framleiðslu messuvíns hefði verið hætt en það var blandað hjá ÁTVR. Iðnaðarsafninu áskotn- aðist forláta miði á sínum tíma, sem á stendur messuvín stórum stöfum en neðst á miðanum stend- ur um innihaldið; 16% vínandi 84% heilagur andi. Jón sagði að þessi miði, sem trúlega hefði ver- ið gerður til gamans, vekti jafnan mikla athygli hjá fólki sem sækti safnið heim. Vínandi og heilagur andi BYGGING fjögurra nýrra íbúða er að hefjast á Grenivík í Grýtu- bakkahreppi, en gert er ráð fyrir að hafist verði handa þegar í næstu viku. Íbúðirnar verða við Lækjavelli og verktaki er Tré- smíðaverkstæði Sveins Heiðars á Akureyri. Byggt verður eitt par- hús sem Grýtubakkahreppur hefur fest kaup á og hyggst nota til að leiga út. Þá er að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur sveitarstjóra ekki búið að ákveða hvort byggt verður annað svipað parhús eða tvö ein- býlishús. Guðný sagði að atvinnuástand væri gott á Grenivík, næg atvinna væri til staðar en húsnæði skorti. Hún sagði að fólk hefði á síðustu árum verið eilítið hrætt við að byggja á staðnum, „en nú með betri tíð og blóm í haga ætti sú hræðsla að heyra fortíðinni til,“ sagði hún. Hún sagði að fólk setti fjarlægðina, tæplega hálftíma akstur, til Akureyrar ekki fyrir sig og þá væri það liðin tíð að fólk þyrfti að selja hús sín á tombólu- verði flytti það úr byggðarlaginu. Guðný sagði að einstaklingar hefðu reist sér hús í hreppnum á síðustu árum og þá hafði hrepp- urinn forgöngu um að reist var hús með 6 íbúðum í kaupleigukerf- inu fyrir um áratug. Nokkur uppbygging hefur verið í hreppnum síðustu ár og fólki fjölgað. Þar er nú 392 íbúar, en þeim fækkaði um 2 milli ára. „Nú spýtum við bara í lófana og höld- um uppbyggingunni áfram. Það er engu að kvíða og sem dæmi má nefna eru um 40 börn á aldrinum 2 til 6 ára á leikskólanum, þannig að það er að vaxa úr grasi hér góður hópur,“ sagði Guðný. Fjórar nýjar íbúðir byggðar á Grenivík GÚMMÍVINNSLAN hefur þróað framleiðslu á svonefndum „hoppara- lengjum“ sem um skeið hafa verið reyndar um borð í Kaldbak EA með góðum árangri. Verkefnið er þróun- arverkefni GV, Ísnets á Akureyri og Sveins Hjálmarssonar skipstjóra á Kaldbak. Það fékk styrk frá Rannís og vann Steinar Magnússon ráðgjafi að verkefninu ásamt þeim sem áður eru taldir. Þórarinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri GV sagði að um stórt umhverfismál væri að ræða því um 30 kíló af gúmmíúrgangi væru notuð í hverja skífu. „Þessi framleiðsla ætti með tímanum að draga gríðarlega úr innflutningi á gúmmíi,“ sagði Þórar- inn, en um 5-700 tonn af svonefndum „rockhopper“ skífum eru flutt inn árlega. „Ég tel að við ættum að geta minnkað innflutning um helming á einu til tveimur árum,“ sagði Þór- arinn, en hann sagði framleiðslu GV endingarbetri en þær skífur sem fyr- ir eru á markaðnum. Skífurnar eru notaðar við veiðar í troll og eru til þyngingar á neðri hluta opsins á trollinu. Þær renna eftir botninum og er ætlað að tryggja það að pokinn haldist opinn. Um síðustu áramót var umhverf- isgjald lagt á innflutta hjólbarða, eða rúmar 36 krónur á hvert kíló dekkja. Stjórnvöld hafa því stigið það skref að safna dekkjum af landinu saman til að endurvinna þau og sagði Þór- arinn að framleiðsla GV væri góður kostur til að leysa úr umhverfis- vandamálum auk þess að passa ágætlega við Kyótó-bókunina sem stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að fara eftir. Þórarinn sagði að íslenska fram- leiðslan væri eitthvað dýrari en sú innflutta en á móti kæmi að menn losnuðu við að kaupa ýmsan auka- búnað sem notaður er til að þyngja veiðarfærin. „Þetta sýnir að margt er hægt að gera þegar fólk, fyrirtæki og stofnanir taka höndum saman,“ sagði Þórarinn. Búnaðurinn verður prófaður áfram að sögn Þórarins, en ætti að vera tilbúinn á markað eftir um hálft ár. Hann sagði ánægjulegt fyrir GV að bjóða nýja vöru nú á 20. afmælis- ári fyrirtækisins. „Við teljum þetta nokkur tímamót,“ sagði Þórarinn. Fyrirtækið hefur framleitt milli- bobbinga úr gúmmíi frá árinu 1987 og eru „hopparalengjurnar“ viðbót við þá framleiðslu. Framleiðsla á nýjum „hopparalengjum“ hjá GV 30 kíló af gúmmí- úrgangi í hverja skífu Morgunblaðið/Kristján Þorvaldur Sigurðsson og Kristján Pétursson, starfsmenn Ísnets á Ak- ureyri, hafa unnið við að setja hopparalengjurnar saman. LÆÐAN Freyja, sem særðist mjög illa er hún var skotin með loftbyssu eða loftriffli inni í miðju íbúðarhverfi á Akureyri á dögunum, er á batavegi og komin heim til fjölskyldu sinnar í Múlasíðu. Læðan var kettlingafull er hún varð fyrir árásinni, en hún missti kettlingana, auk þess sem Elfa Ágústsdóttir dýralæknir gerði á henni umfangsmikla aðgerð. Að sögn Elfu virðist Freyja ætla að ná sér að fullu en tvísýnt var um líf hennar á tímabili. Fjarlægja þurfti legið og annað nýrað sem var sundurskotið, þrjú göt voru görnum og blæðing á lifur en kúlan fannst í kviðarholi kattarins. Elfa sagði að mikil gleði hefði ríkt á heimili Freyju þegar hún kom af dýraspítalanum. Það skyggir þó á gleðina að læðan mun ekki geta eignast kettlinga en margir biðu spenntir eftir kettling- unum sem hún gekk með þegar hún varð fyrir skotárásinni. Atvikið, sem varð um miðjan dag í íbúðarhverfi þar sem jafnan eru fjölmörg börn að leik, er litið mjög alvarlegum augum og var það kært til lögreglu. Læðan Freyja á batavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.