Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 17 Hlíðasmári 1-3 Til leigu/sölu Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm. Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér- lega vönduð og fullbúin sameign. Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu. ÖFLUG gassprenging varð í kola- námu í austurhluta Kína á þriðju- dag með þeim afleiðingum að 64 létu lífið og 22 er enn saknað. Sprengingin átti sér stað á tæp- lega 600 metra dýpi en talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni. Haft var eftir starfsmanni nám- unnar að gaslekinn væri enn til staðar og því væri hætta á annarri sprengingu. Sprengingin varð í Luling-kola- námunni skammt frá borginni Hefei klukkan 16.13 á þriðjudag að staðartíma, klukkan 8.13 um morg- uninn að íslenskum tíma. Hefei er um 1.000 km suður af Peking í Anhui-héraði. Alls höfðu 64 lík fundist í námunni í gær og 27 manns hafði verið bjargað, þar af eru 10 á sjúkrahúsi. Talið er að lífslíkur þeirra sem enn eru fastir í námunni séu ekki miklar þrátt fyr- ir að reynt hafi verið að bjarga lífi þeirra með því að dæla lofti inn í námuna. Þó er talið líklegt að þeir geti lifað í þrjá daga frá því að slysið varð hafi þeir nægilegt vatn. Öllum kolanámum í norðurhluta Anhui-héraðs hefur verið lokað í kjölfar slyssins og munu þær ekki verða opnaðar aftur fyrr en op- inberar öryggiskröfur hafa verið uppfylltar. Öflug sprenging í kínverskri kolanámu Peking. AFP. BANDARÍKJASTJÓRN rak á þriðjudag úr landi fjórtán kúb- verska stjórnarerindreka, þ.á m. sjö sem störfuðu fyrir sendinefnd Kúbu hjá Sameinuðu þjóðunum. Er mönnunum gefið að sök að hafa stundað njósnir í Bandaríkjunum. Bandarískir embættismenn segja að ákveðið hafi verið að reka mennina úr landi í kjölfar ítarlegr- ar rannsóknar. Segja þeir að lengi hafi leikið grunur á að mennirnir hefðu eitthvað óhreint í pokahorn- inu. „Við metum það svo að þeir hafi haft sig íframmi með þeim hætti, að það var skaðlegt Banda- ríkjunum og snerti ekki störf þeirra sem [kúbverskir] stjórnar- erindrekar,“ sagði ónafngreindur heimildarmaður AFP-fréttastof- unnar. Sagði hann seinna að sumir Kúbumannanna hefðu reynt að ráða til starfa bandaríska ríkis- borgara, aðrir hefðu haft tengsl við þekkta glæpamenn. Ákvörðun Bandaríkjamanna kemur á sama tíma og aukin spenna hefur hlaupið í samskipti Kúbu og Bandaríkjanna í kjölfar hertra aðgerða Kúbustjórnar gegn andófsmönnum í landinu. Banda- ríkjastjórn hefur tilkynnt að til skoðunar sé að setja hert skilyrði fyrir dvöl kúbverskra stjórnar- erindreka í landinu. Saka fjórtán Kúbu- menn um njósnir Washington. AFP. BJÖRGUNARMENN huga að lest- um sem rákust á í úthverfi Rómar í gærmorgun með þeim afleið- ingum að fjórir farþegar slös- uðust, enginn alvarlega. Árekst- urinn bar til með þeim hætti að önnur lestin, sem var á leið frá München í Þýskalandi til Napólí, fór út af sporinu og lenti á lest sem var á norðurleið til Mílanó. EPA Árekstur í Róm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.