Morgunblaðið - 15.05.2003, Síða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 17
Hlíðasmári 1-3
Til leigu/sölu
Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í
Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm.
Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér-
lega vönduð og fullbúin sameign.
Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu.
ÖFLUG gassprenging varð í kola-
námu í austurhluta Kína á þriðju-
dag með þeim afleiðingum að 64
létu lífið og 22 er enn saknað.
Sprengingin átti sér stað á tæp-
lega 600 metra dýpi en talið er að
gasleki hafi valdið sprengingunni.
Haft var eftir starfsmanni nám-
unnar að gaslekinn væri enn til
staðar og því væri hætta á annarri
sprengingu.
Sprengingin varð í Luling-kola-
námunni skammt frá borginni
Hefei klukkan 16.13 á þriðjudag að
staðartíma, klukkan 8.13 um morg-
uninn að íslenskum tíma. Hefei er
um 1.000 km suður af Peking í
Anhui-héraði. Alls höfðu 64 lík
fundist í námunni í gær og 27
manns hafði verið bjargað, þar af
eru 10 á sjúkrahúsi. Talið er að
lífslíkur þeirra sem enn eru fastir í
námunni séu ekki miklar þrátt fyr-
ir að reynt hafi verið að bjarga lífi
þeirra með því að dæla lofti inn í
námuna. Þó er talið líklegt að þeir
geti lifað í þrjá daga frá því að
slysið varð hafi þeir nægilegt vatn.
Öllum kolanámum í norðurhluta
Anhui-héraðs hefur verið lokað í
kjölfar slyssins og munu þær ekki
verða opnaðar aftur fyrr en op-
inberar öryggiskröfur hafa verið
uppfylltar.
Öflug sprenging í
kínverskri kolanámu
Peking. AFP.
BANDARÍKJASTJÓRN rak á
þriðjudag úr landi fjórtán kúb-
verska stjórnarerindreka, þ.á m.
sjö sem störfuðu fyrir sendinefnd
Kúbu hjá Sameinuðu þjóðunum.
Er mönnunum gefið að sök að hafa
stundað njósnir í Bandaríkjunum.
Bandarískir embættismenn
segja að ákveðið hafi verið að reka
mennina úr landi í kjölfar ítarlegr-
ar rannsóknar. Segja þeir að lengi
hafi leikið grunur á að mennirnir
hefðu eitthvað óhreint í pokahorn-
inu. „Við metum það svo að þeir
hafi haft sig íframmi með þeim
hætti, að það var skaðlegt Banda-
ríkjunum og snerti ekki störf
þeirra sem [kúbverskir] stjórnar-
erindrekar,“ sagði ónafngreindur
heimildarmaður AFP-fréttastof-
unnar.
Sagði hann seinna að sumir
Kúbumannanna hefðu reynt að
ráða til starfa bandaríska ríkis-
borgara, aðrir hefðu haft tengsl
við þekkta glæpamenn.
Ákvörðun Bandaríkjamanna
kemur á sama tíma og aukin
spenna hefur hlaupið í samskipti
Kúbu og Bandaríkjanna í kjölfar
hertra aðgerða Kúbustjórnar gegn
andófsmönnum í landinu. Banda-
ríkjastjórn hefur tilkynnt að til
skoðunar sé að setja hert skilyrði
fyrir dvöl kúbverskra stjórnar-
erindreka í landinu.
Saka fjórtán Kúbu-
menn um njósnir
Washington. AFP.
BJÖRGUNARMENN huga að lest-
um sem rákust á í úthverfi Rómar
í gærmorgun með þeim afleið-
ingum að fjórir farþegar slös-
uðust, enginn alvarlega. Árekst-
urinn bar til með þeim hætti að
önnur lestin, sem var á leið frá
München í Þýskalandi til Napólí,
fór út af sporinu og lenti á lest
sem var á norðurleið til Mílanó.
EPA
Árekstur í Róm