Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 45

Morgunblaðið - 15.05.2003, Side 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 45 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur und- ir stjórn Kára Þormar, organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri borgara starf. Á morgun kl. 13.30 samvera í Setrinu (brids-aðstoð). Landspítali – háskólasjúkrahús, Arnarholt: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Langholtskirkja. Kl. 10–12 foreldra- og ungbarnamorgunn. Guðrún Bjarnadóttir verður með fræðslu um málþroska barna og samskipti við þau fyrstu árin. Kaffisopi. Söngstund. Allir foreldrar velkomnir. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 í há- degi. Orgeltónlist, hugvekja, altarisganga og bænastund. Léttur málsverður í safn- aðarheimili að samveru lokinni. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Nedó-unglingaklúbbur Nes- og Dómkirkju kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 17. maí kl. 13. Athugið breyttan tíma. Farið verður í stutta ferð í lok laugardagsstarfs- ins. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Kirkjustarf aldraðra: Vorferð verður austur að Geysi í Haukadal. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 11 í dag. Heimferð áætluð um kl. 17. Á Geysi verður hádegisverður og safnaskoðun. Verð 3.000 kr. Upplýsingar hjá kirkjuverði í síma 554 1620. Bæna- stund Kl 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl 17–19 (sjá nánar www.digraneskirkja.is). Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar samveru- stundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borg- um. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samveru- stund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Allir krakkar á aldr- inum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn er með fundi fimmtu- daga kl. 17. Góður hópur fyrir ungt fólk í 8.– 10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Fast- ir viðtalstímar presta Landakirkju eru þriðju- daga til föstudaga kl. 11–12. Símar prest- anna eru 488 1501 (sr. Kristján) og 488 1502 (sr. Þorvaldur). Kletturinn. Kl. 19 alfa-námskeið. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan, Fíladelfía. Eldur unga fólksins kl. 21. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Farið verður í vorferð að Grund í Eyjafirði. Sr. Hannes Örn Blandon tekur á móti hópnum og segir sögu staðarins. Þórhildur Örvarsdóttir og Sigrún Arna Arngrímsdóttir syngja við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar. Almennur söngur. Ingvi Rafn Jóhannsson leikur á harmonikku. Kaffiveitingar í Freyvangi. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Í DAG, fimmtudaginn 15. maí, er dagskrá foreldramorguns Háteigs- kirkju óhefðbundin en ætlunin er að fara og gefa öndunum á Reykja- víkurtjörn brauð áður en haldið er á Ömmukaffi þar sem allir gæða sér á vöfflum og kakói. Lagt verður af stað gangandi frá safnaðarheim- ili Háteigskirkju klukkan tíu. Hefðbundnir foreldramorgnar í Háteigskirkju halda svo áfram fimmtudaginn 22. maí og verða í allt sumar. Allir velkomnir. Ömmukaffi og andabrauð Safnaðarstarf Í ÞEIRRI umræðu um skort á tón- leikahúsum á Íslandi gleymist stundum að ástandið er ekki bara bágt í henni Reykjavík. Akureyr- ingar þurfa til dæmis að vista kons- ertflygil sinn frammi í Eyjafjarð- arsveit. Á Akureyri hafa orðið ýmis tónævintýri í íþróttahúsum, meðal annars flutti Passíukórinn ásamt smærri og stærri hljómsveitum mörg stórvirki kórbókmenntanna í Íþróttaskemmunni, sem upphaf- lega var byggð sem geymsla fyrir jarðýtur og veghefla en er nú járn- smiðja. Margir aðrir gerðu sér að góðu blessaða skemmuna. Um síðustu helgi voru stórkost- legir stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri og um þá hefur margt gott verið skráð á þessi blöð. Marg- oft hefur maður farið á tónleika í Höllinni og komið út grátandi yfir þeirri skelfingu að hafa ekki fengið að njóta tónlistarinnar vegna þess að húsið er ekki hannað til að miðla hljóði heldur deyfa það. Í þetta sinn hefur hins vegar svo tekist til að hljóðmeistarar unnu verk sitt af þvílíkri natni og fagmennsku að iðulega ef maður hallaði aftur aug- unum hríslaðist um mann sú til- finning að maður væri ekki í íþróttahúsi heldur tónleikahúsi. Ég veit að mörgum þykir ganga guð- lasti næst að spila í hljóðkerfi eða hlusta á tónlist þannig, og okkur er mikil nauðsyn á að eignast tónlist- arhús á Akureyri, eins og sjá má á því að húsfyllir var á þessum stór- tónleikum. Í þetta sinn verður þó að viðurkenna að tæknimönnum ljósa og hljóðs tókst að gera tón- leikana ótrúlega góða og miklu bet- ur en ég hef áður orðið vitni að. Hafi þeir þökk fyrir það. SVERRIR PÁLL ERLENDS- SON menntaskólakennari, Ásvegi 29, Akureyri. Tónleikar í ótón- leikahúsi Frá Sverri Páli Erlendssyni BRÉF Alltaf á þriðjudögum www.fotur.net Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 HELGARTILBOÐ fimmtudag - föstudag - laugardag 1.000 króna afsláttur af eftirfarandi tegundum Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. 3.990 4.990 Drappaðir st. 36-41 2.990 3.990 Hvítir st. 36-41 3.990 4.990 Grænir m/dröppuðu st. 36-41 3.990 4.990 Drappaðir/Bláir/Bleikir st. 36-41 3.490 4.490 Drappaðir m/hvítu Hvítir m/bláu st. 36-41 3.990 4.990 Drappaðir st. 36-41 Kjólar.....10% afsláttur Brúðarmeyjar SLÁTTUTRAKTORAR 12,5 hp - 17 hp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.