Morgunblaðið - 12.06.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.06.2003, Qupperneq 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 19 IBM gagnageymslulausnir FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Dömusandalar Leður Litir: Svart og dökkblátt Stærðir: 35-42 VERÐ ÁÐUR 5.995 VERÐ NÚ 2.995 UM nokkurra ára skeið hefur verið siður á Leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði að útskrifa vænt- anlega grunnskólanemendur með viðhöfn. Þar hefur einnig tíðkast að fara í baðstrandarferð út í Sandvík- urfjöru við Krossnes einhvern sól- ardaginn fyrir útskrift. Fyrir skömmu fór útskrift 21 leikskóla- nema fram með viðhöfn í Sam- komuhúsinu í Grundarfirði. Eftir að leikskólastjórinn Sigríður Páls- dóttir hafði ávarpað útskriftarhóp- inn og þau sungið nokkur lög fékk hver og einn afhenta möppu með vinnu sinni undanfarin ár og síðan var útskriftarhúfan sett upp. Sal- urinn var þétt setinn af foreldrum og systkinum. Síðan var haldið í skrúðgöngu út á veitingastaðinn Kaffi 59 þar sem snæddar voru kræsingar við hæfi barna. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Skrúðganga með leikskólakennurum og foreldrum í átt að Kaffi 59. Útskrift á Sólvöllum Grundarfjörður HEIÐURSHJÓNIN Guðmundur Sigurðsson og Hildur Þorsteinsdóttir láta af störfum í Grunnskólanum í Borgarnesi nú í sumar. Þau hófu störf við skólann árið 1958 og hafa samtals kennt Borgfirðingum og Mýramönn- um meira en fimmtíu þúsund kennslustundir. Hildur hefur að mestu helgað sig sérkennslu en Guð- mundur kenndi stærðfræði uns hann varð skólastjóri árið 1978. Því starfi gegndi hann til ársins 1998 en hefur síðan verið stundakennari. Þau flytja suður í Garðabæ og hætta kennslu- störfum. Á skólaslitum í liðinni viku þakkaði Bæjarstjórn Borgarbyggðar og fræðslunefnd þeim hjónum fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og heiðraði þau með blómum og bóka- gjöf. Kennarar og starfsfólk grunn- skólans færði þeim að skilnaði borg- firskar lopapeysur og listaverk að gjöf. Guðmundur sagði við það tæki- færi að sér hefði líkað sérdeilis vel að búa og starfa í Borgarnesi. Hann lét þess og getið að sér fyndist börn vera alin upp í góðum siðum og alltaf hefði hann mætt hlýju viðmóti hér. Morgunblaðið/Guðrún Vala Guðmundur Sigurðsson og Hildur Þorsteinsdóttir með lopapeysurnar. Listaverkin á bakvið þau eru eftir Guðmund. Hafa kennt meira en 50 þúsund kennslustundir Borgarnes OPNUÐ hefur verið sýning á myndum eftir listakonuna Brynju Dís Björnsdóttur í Halldórskaffi í Vík í Mýrdal. Sýninguna kallar hún Strengi og eru myndirnar all- ar hugsaðar út frá tónlist, eins og nöfn verkanna bera með sér, en þau eru t.d. allegró, stef, dúett og fleira. Myndirnar eru allar unnar með akrýl á striga. Brynja Dís lærði í Kennarahá- skóla Íslands og fór síðan í mynd- listardeild hans og að því loknu í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands í málaradeild. Hún starfar auk þess að mála sem myndlistar- kennari við Hjallaskóla í Kópa- vogi. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en áður hefur hún verið með í samsýningu í Portinu í Hafnarfirði og vinnustofusýningu. Sýningin stendur til 28. júní og eru myndirnar allar til sölu. Brynja Dís Björnsdóttir við mál- verkið, Blá sinfónía. Brynja Dís sýnir á Hall- dórskaffi í Vík Fagridalur Ljósmynd/ Jónas Erlendsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.