Morgunblaðið - 12.06.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.06.2003, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ARP hrossagauksins í Flatey á Breiðafirði er eitt það þéttasta sem þekkt er í heimi að sögn Ævars Petersen fuglafræðings, sem nú dvelur við rannsóknastörf í Flatey. Ríflega 60 hreiður eru í eynni, sem er ekki nema hálfur ferkílómetri að flat- armáli, og segir Ævar fjöldann hafa verið svipaðan undanfarin ár. Undanfarin 30 ár hefur Ævar rannsakað fuglalífið í Flatey. Fyrstu dagarnir fóru í talningu á hrossagaukshreiðrum en Sverrir Thorsteinsen, fuglafræðingur við Háskólann á Akureyri, stendur að þeim rannsóknum og segist Ævar aðeins hafa byrjað verkið í ár ásamt konu Sverris, Þóreyju Ket- ilsdóttur kennara. Varp þéttast á vesturhlutanum Ævar segir tilgang rannsókn- anna hafa verið að fá svar við þeirri spurningu af hverju varptími hrossagauks sé svo langur, þ.e. frá viku af maí og þar til um 20. ágúst. Með því að kortleggja hreiður- stæðin, merkja fugla og fylgjast með ungum verður reynt að fá svar við þessari spurningu. Talið er hugsanlegt að fugl sem verpir síð- sumars geri það ef varp um vorið hefur misfarist. Ævar segir fugla sem verpa vestarlega á eynni, þar sem þeir eru í sambýli við mann- inn, vera fyrr á ferðinni en á aust- urhlutanum þar sem er friðland. Varptími hrossagauka sem verpa á miðri eynni er þar mitt á milli. Varpið segir hann einnig þéttast á vesturhluta eyjarinnar. Alls verpa um 20 fuglategundir í Flatey og að meðtöldu varpi á öðr- um Breiðafjarðareyjum séu þær um 40. Íslenskir varpfuglar eru um 75. Ævar segir að meðal breytinga sem hann hafi merkt á fuglalífi í og eyjum er að kanna eiturefn um sem hann vinnur ásam ínu Ólafsdóttur, eiturefnaf við Háskóla Íslands. Segir að svo virðist sem ýmis eit byggist upp í sjófuglum á n árum og nái síðan eins kon marki og aukist ekki eftir Beinast rannsóknirnar að kanna hvernig fuglinn losa slík efni og verður sjónum beint að teistu í þessu sam Hefðbundinn sumarsvip að færast yfir Flatey um h sunnu, bændur að ljúka vi flutning út í nálægar eyjar hlunninda sinna í dúni og e Þá dreif að fjölda þeirra se hús í Þorpinu á eynni, sem kallað, fastagestina sem ko ári og dvelja við leik og stö Einnig ferðamenn sem for uðust um menn og dýr á þ við Flatey síðustu árin sé mikil fækkun á teistu. Eftir að teistan nam þar land eftir 1966 voru varp- pör orðin 530 á árunum 1986 til 1987. Í dag segir Ævar þau ekki miklu fleiri en 200. Skýringar segir hann ekki einhlítar, breyting á fæðu sé ein skýring og önnur sé sú að eitthvað drepist í grásleppu- netum. Ævar segir að með aukinni þorskgengd á Breiðafirði síðustu fimm árin sé líklegt að þorskurinn hafi tekið fæðu frá sjófuglum. Hann segir þessa fækkun að nokkru leyti einnig eiga við ritu, toppskarf og hvítmáf. Þá segir Ævar að svo virðist sem varp sé al- mennt seinna á ferð í Flatey að þessu sinni og eigi það reyndar við um varp við Breiðafjörð og víðar á Vestfjörðum. Af öðrum rannsóknum sem Æv- ar vinnur að í Flatey og nálægum Margir íbúanna sem dvöl farafélagi plássins, tóku t Skýringa leitað á löngum varptíma hrossagauks Fuglalíf í Flatey á Breiðafirði er fjölbreytt á vorin og mannlífið ekki síður þegar sum- arið er komið. Íbúum fjölgar yfir sumarið og ferðamenn hafa þar viðkomu dagpart eða lengur. Jóhannes Tómasson komst að því að þar er margt forvitnilegt. Flateyjarbændur flytja mestallt fé sitt út í nálægar eyjar yfir sumarið og ferjan Baldur heldur uppi reg Ævar Petersen fuglafræðingur fylgist grannt með fuglalífinu. VAKNING UM LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Leikfélag Reykjavíkur er ánnokkurs efa eitt sögufrægastamenningarfélag okkar Íslend- inga. Félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1897 og er því 106 ára gamalt. Það eru ekki margar menningar- stofnanir á Íslandi, sem eiga sér svo langa sögu. Þó eru þær til. Í sögu Leikfélags Reykjavíkur hafa skipzt á skin og skúrir eins og gengur og ekki við öðru að búast. Þegar Þjóðleikhúsið var opnað fyr- ir rúmlega hálfri öld var það trú margra að starfsemi Leikfélags Reykjavíkur mundi líða undir lok. Sú varð ekki raunin. Ný kynslóð ungra leikara þess tíma tók Leikfélagið upp á sína arma og hélt áfram sýningum í Iðnó með glæsibrag. Borgarleikhúsið var byggt yfir starfsemi Leikfélags Reykjavíkur. Um það verður ekki deilt. Borgar- leikhúsið var byggt fyrir almannafé að mestu. Framlagi Leikfélags Reykjavíkur má þó ekki gleyma enda lögðu leikararnir á sig ærna vinnu til að afla fjár í leikhúsbygginguna ár- um saman. Þá vinnu á ekki bara að meta til fjár. Meiru skipti að hún endurspeglaði metnað til stórra verka og ást á þessu merkilega félagi og sögu þess. Borgarleikhúsið var byggt annars vegar í virðingarskyni við þetta gamla og merka félag, sem óumdeil- anlega lagði grundvöll að menningar- lífi höfuðborgarinnar og þar með landsins alls undir lok 19. aldarinnar og á fyrstu áratugum þeirrar tutt- ugustu. Hins vegar til þess að skapa umgjörð við hæfi í kringum þá merku leiklistarstarfsemi, sem fram hefur farið á vegum Leikfélags Reykjavík- ur síðustu áratugi. Davíð Oddsson lét það verða sitt fyrsta verk eftir að hann var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík árið 1982 að tryggja að Borgarleikhúsið risi og gerði það með eftirminnilegum hætti. Borgar- leikhúsið er að dómi þeirra sem bezt til þekkja frábært leikhús. Nú stendur Leikfélag Reykjavíkur á ákveðnum vegamótum og ekki í fyrsta sinn í sögu sinni. Svo virðist sem erfiðleikar þess við að halda rekstri Borgarleikhússins gangandi með þeim fjármunum, sem Reykja- víkurborg leggur félaginu til, séu að verða yfirþyrmandi. Það má ekki verða. Að vandamálum fyrri tíðar vék Sigurður heitinn Grímsson, leik- gagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil, í grein á 50 ára afmæli félags- ins hinn 11. janúar 1947, sem birtist þá hér í blaðinu og vitnað var til í for- ystugrein Morgunblaðsins á 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur hinn 11. janúar 1997. Sigurður Grímsson sagði: „Leikfélag Reykjavíkur hefur oft átt við mikla örðugleika að etja á þessu hálfrar aldar skeiði, sem það hefur nú runnið. Fjárhagurinn hefur oft verið æði þröngur, húsakostur þess verið lítt hæfur fyrir leiksýn- ingar síðustu áratugi, sem geta má nærri þar eð félagið er enn í sömu húsakynnum og það hóf í starfsemi sína en bærinn hefur tífaldazt að íbúatölu á tímabilinu og ýmis önnur vandamál hafa steðjað að því. Hefur því stundum verið all róstusamt inn- an félagsins og stjórnarskipti all tíð eins og vera ber, þar sem hið ágæta lýðræði er í algleymingi. Engu að síð- ur hefur félaginu tekizt að standa af sér alla storma og fárviðri til þessa og er það vafalaust því að þakka að jafnan þegar í óefni hefur verið kom- ið hafa dugandi og aðsópsmiklir menn tekið forystuna og leitt félagið giftusamlega yfir torfærurnar.“ Það er algert grundvallaratriði að starfsemi Leikfélags Reykjavíkur haldi áfram og að þetta merka félag verði áfram þungamiðjan í starf- rækslu Borgarleikhússins, sem var byggt yfir starfsemi Leikfélagsins. Það er fásinna að tala á þann veg, að Leikfélag Reykjavíkur sé einungis eitt af fleiri leikfélögum, sem starf- rækt eru á höfuðborgarsvæðinu. Leikfélag Reykjavíkur nýtur sögu sinnar vegna algerrar sérstöðu og á að gera það. Allar hugmyndir um að leggja eigi Leikfélag Reykjavíkur niður eftir 106 ára starf eru fárán- legar. Hins vegar þarf Leikfélag Reykja- víkur á öflugum stuðningi að halda og þann stuðning getur félagið fengið vilji það taka við honum. Stjórn Leikfélagsins hefur lagt fram breytingar við lög félagsins, sem gera ráð fyrir, að félagið verði opnað fyrir öllum áhugamönnum um leiklist og leikhúsrekstur Leikfélags Reykjavíkur. Nú er aðgangur að fé- laginu mjög takmarkaður. Félagsmenn Leikfélags Reykja- víkur, sem eru nokkrir tugir talsins, eiga að taka þessum tillögum fagn- andi og galopna félagið. Verði það gert mun sterkur hópur fólks, sem hefur engra annarra hagsmuna að gæta en að efla þetta gamla menn- ingarfélag á ný, streyma inn í félagið. Þetta fólk mun ganga til liðs við fé- lagið vegna áhuga á leiklist og vegna áhuga á sögu félagsins. Þetta fólk getur í samstarfi við leikara og aðra starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur lyft Grettistaki í málefnum félagsins. Leikfélag Reykjavíkur á að láta þúsund blóm blómstra og kalla til liðs við sig allan þann mikla fjölda Reyk- víkinga og annarra landsmanna, sem vilja því vel og vilja veita því raun- verulegan stuðning. Nú rúmri öld eftir að frumherjarn- ir lögðu grundvöll að starfsemi Leik- félagsins er tími til nýrrar vakningar í málefnum þess. Sú vakning getur hafizt og mun hefjast um leið og Leikfélagsmenn opna dyr sínar fyrir „öllum áhuga- mönnum um leiklist og leikhúsrekst- ur Leikfélags Reykjavíkur í Borgar- leikhúsinu“. Verði þessi vakning að veruleika verður það öflugur hópur nýrra liðs- manna, sem knýr dyra í Ráðhúsi Reykjavíkur og annars staðar til þess að leggja nýjan og sterkari grundvöll að starfsemi Leikfélagsins og þar með efla menningarlífið í höf- uðborginni, sem hefur alltaf verið meginmarkmið Leikfélags Reykja- víkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.