Morgunblaðið - 12.06.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 12.06.2003, Síða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 47 Hjólbarðahöllin • Smurhöllin Fellsmúla 24 Opna Hjólbarðahöllin Skráning og nánari upplýsingar eru í Golfskálanum, sími 486 4495 Hið sívinsæla KUMHO punktamót verður að Kiðjabergi í Grímsnesi laugardaginn 14. júní Ræst er út frá kl. 8.00—10.30 og 13.00—15.00. Glæsilegir vinningar fyrir 5 efstu sætin og sérstök verðlaun fyrir fyrsta sæti kvenna. Nándarverðlaun á 3 brautum og fyrir þann sem fer holu í höggi er 100.000 króna vöruúttekt. Við verðlaunaafhendingu verður dregið úr skorkortum 6 viðstaddra keppenda. Þátttökugjald er 3000 kr. Hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.  ENGLENDINGAR áttu í vand- ræðum með lið Slóvakíu í knatt- spyrnu í gær er liðin áttust við á Riv- erside-vellinum þar sem enska liðið skoraði tvö mörk í síðari hálfleik eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.  Slóvakinn, Vladimir Janocko, skoraði beint úr aukaspyrnu langt utan af velli á 31. mínútu. Michael Owen, fyrirliði enska landsliðsins, jafnaði leikinn úr vítaspyrnu eftir að brotið var á honum á 60. mínútu og hann gerði 50. landsleik sinn eftir- minnilegan með því að skora sigur- markið á 73. mínútu þar sem hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi. Steven Gerrard félagið Owens hjá Liverpool átti sendinguna sem rataði beint á kollinn á Owen.  SLÓVAKAR geta nagað sig í handarbökin þar sem þeir fengu tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og hefðu með réttu getað verið 3:0 yfir í fyrri hálfleik. „Við hefðum með réttu átt að skora þrjú eða fjögur mörk í leiknum og ég er ánægður með hvernig liðið lék í lok leiktíðarinnar. Hins vegar hefðum við getað gert betur í fyrri hálfleik og leikið af meiri ákefð,“ sagði Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands.  TYRKIR unnu Makedóníu 3:2 á heimavelli og eru efstir í sjöunda riðli með 15 stig, Englendingar eru með 13 stig og Slóvakía er með 6 stig.  DANIR náðu að hrista af sér lið Lúxemborgar á útivelli, 2:0, í und- ankeppni EM í knattspyrnu í gær og eru Danir með þægilega stöðu með 13 stig í 2. riðli keppninnar. Claus Jensen og Thomas Gravesen skor- uðu mörk Dana.  Á SAMA TÍMA áttust við Norð- menn og Rúmenar á Ullevaal í Ósló og náðu heimamenn að jafna metin úr vítaspyrnu sem Ole Gunnar Sol- skjær skoraði úr. Ioan Ganea kom Rúmenum yfir á 64. mínútu en Sol- skjær jafnaði á 77. mínútu. Norð- menn eru í öðru sæti riðilsins með 11 stig en Rúmenar eru með 10 stig. Norskir fjölmiðlar segja að norska liðið hafi verið stálheppið að ná í stig þar sem vítaspyrnan hafi verið vafa- söm í meira lagi. FÓLK JULIAN Johnsson, færeyski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, sagði í samtali við færeyska dagblaðið Sosial- urin í gær að nú væri frá- gengið að hann kæmi til liðs við Skagamenn síðar í vik- unni. Hann átti eftir að ræða við félag sitt, B36, þegar hann kom til Færeyja eftir leikinn á Laugardalsvell- inum á laugardag en nú er komið grænt ljós þaðan. Julian verður til reynslu hjá ÍA til að byrja með en Skagamenn reikna með að semja við hann til lengri tíma í júlí ef hann stendur undir væntingum. Kristian á Neystabö, for- maður B36 í Færeyjum, sagði við Sosialurin að frétt- irnar af Íslandsferð Julians hefðu komið sér á óvart en ekki yrði reynt að fá annan leikmann í hans stað fyrst um sinn. B36 hefur byrjað illa í færeysku 1. deildinni og er í næstneðsta sæti sem stendur. Það var ansi gaman að fá svonaleik í kveðjugjöf og ekki síður gaman fyrir Rúnar sem var að spila sinn 100. leik. Fyrir mig per- sónulega hefur verið frábært að fá að koma aftur inn í þetta eftir langa fjarveru. Ég er ánægður, stoltur og glaður og ekki síður heppinn nú á vordögum, fyrst með Bolton og síðan landsliðinu. Leik- urinn var frábær af okkar hálfu. Einbeitingin til staðar allan tímann og menn virkilega tilbúnir að gefa sig í leikinn. Við vissum það að við gætum unnið Litháana og eftir því sem á leikinn leið þá spiluðum við betur. Mörkin voru glæsileg og vel að þeim staðið og það var frábært að taka þátt í þessum leik. Liðið sýndi hvað í því býr og nú verður það bara að taka næsta skref og halda áfram að bæta sig. Ég veit og hef skynjað að það býr meira í þessu liði en það hefur sýnt hingað til,“ sagði Guðni en íslensku lands- liðsmennirnir hvöttu hann í rútunni á leið frá vellinum að endurskoða hug sinn. Reuters Lárus Orri Sigurðsson lék mjög vel í vörninni. Hér á hann í höggi við Igoris Morinas. Það var frábært að koma inn í þetta aftur GUÐNI Bergsson gat varla óskað sér betri endi á knattspyrnuferl- inum, en hann var búinn að gefa það út fyrir leikinn í gær, sem var sá 80. í röðinni, að hann væri sá síðasti. Í fagnaðarlátum íslensku leikmannanna var Guðni hvattur til að hætta ekki en hann segist staðráðinn í að leggja skóna á hilluna. Julian kemur til ÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.