Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AMIGOS: Gunni og aparnir
fimmtudag kl. 20 til 23.
ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson
föstudag og laugardag.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleik-
ur, Caprí-tríó leikur fyrir dansi
sunnudag kl. 20 til 24.
BÁSINN, Ölfusi: Harmónikuball
laugardag.
BILLABAR, Seyðisfirði: DJ
Skuggabaldur föstudag.
BORGARLEIKHÚSIÐ: Hljóm-
sveitin Napoli 23 með útgáfutónleika
fimmtudag kl. 21.
BÆJARBARINN, Ólafsvík: Gilitr-
utt laugardag.
CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveit-
in Fjandakornið rokkar föstudag og
laugardag.
CAFÉ AROMA, Verslunarmið-
stöðinni Firði: Ingi Valur heldur uppi
stemmningu föstudag og laugardag.
Blústónleikar, Halldór Bragason og
Guðmundur Pétursson sunnudag kl.
21.
CATALINA, Hamraborg 11,
Kópavogi: Hermann Ingi föstudag,
laugardag og mánudag.
DÚSSA-BAR, Borgarnesi: Ingimar
spilar á harmoniku föstudag.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Lúdó
og Stefán föstudag og laugardag.
FÉLAGSHEIMILIÐ LEIKSKÁL-
AR, Vík: Hljómsveitin Papar laugar-
dag.
FÍH-SALURINN, Rauðagerði:
Trommarinn Rod Morgenstein held-
ur sólótónleika laugardag kl. 16.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Gosp-
elkór Reykjavíkur fimmtudag kl. 20.
GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin
Sniglabandið föstudag.
GLAUMBAR: Atli fimmtudag. DJ
Steini föstudag. Þór Bæring laugar-
dag.
GRANDHÓTEL, Reykjavík: Gunn-
ar Páll leikurr fyrir matargesti föstu-
dag og laugardag.
GRANDROKK: Vínyll fimmtudag
kl. 22. Bob, Noise o.fl. föstudag kl.
22.30. Maus laugardag kl. 23.
GRÆNI HATTURINN, Akureyri:
Hljómsveitin Karma föstudag og
laugardag.
GULLÖLDIN: Svensen og Hall-
funkel föstudag og laugardag til kl. 3.
HERÐUBREIÐ, Seyðisfirði: Dans-
leikur með Geirfuglunum laugardag
kl. 23. 18 ára aldurstakmark.
HÓTEL VALASKJÁLF, Egilsstöð-
um: Stuðmenn mánudagskvöld.
HVERFISBARINN: Bítlarnir
fimmtudag. Atli föstudag og laugar-
dag.
HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Land
og synir laugardag.
JÓMFRÚIN, Lækjargötu: Stór-
sveit Reykjavíkur leikur laugardag
kl. 16 til 18.
KAFFI-LÆKUR: Njalli í Holti sér
um tónlistina föstudag og laugardag.
KAFFI-STRÆTÓ, Mjódd: Glyms-
arnir föstudag og laugardag.
KLIF, Ólafsvík: Írafár mánudag.
KRÁIN, Laugavegi 73: Danni
föstudag og laugardag. Árni Ísleifs
leikur djass sunnudag. Ingvar Val-
geirsson mánudag.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin
Úlfarnir föstudag og laugardag.
LAUGAVEGUR 11: NI föstudag
og mánudagskvöld.
LAUGAVEGUR 22: Rallý-Cross
föstudag. Bobby K laugardag. Diab-
olocals mánudag.
LEIKHÚSKJALLARINN: 80’s
partý með Johnny dee föstudag. Gull-
foss og Geysir laugardag. Hljómsveit-
in Jagúar mánudag.
MEKKA SPORT, Dugguvogi 6:
Hljómsveitin Spútnik föstudag.
NASA VIÐ AUSTURVÖLL:
Sveitaball á mölinni: Stuðmenn leika
fyrir dansi föstudag. Forsala miða
hefst á miðvikudag kl. 14 á Nasa.
ODD-VITINN, Akureyri: Karaoke
kvöld föstudag. Hljómsveitin Bylting
leikur fyrir dansi laugardag. Karaoke
kvöld sunnudag og mánudag.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Í svörtum fötum föstudag.
Hljómsveitin Spútnik laugardag.
RÁIN, Reykjanesbæ: Hljómsveitin
Sín föstudag og laugardag.
SALKA, Húsavík: Hljómsveitin
The Hefners verður með dansleik
laugardag.
SPOTLIGHT: DJ Sesar í kjallaran-
um föstudag, laugardag og mánu-
dagskvöld.
SÚLNASALUR, Hótel Sögu: Millj-
ónamæringarnir Bjarni Ara, Páll
Óskar og Raggi Bjarna mánudag kl.
22 til 4. Á bransaballi, uppskeruhátíð
leiklistarinnar. Miðsasala hófst 2.
júní.
VALHÖLL, Eskifirði: DJ Skugga-
baldur laugardag.
VÍDALÍN: Bob, Isidor og Coral
fimmtudag kl. 21. Hljómsveitin Buff
föstudag og laugardag. Blús leikinn
sunnudag kl. 20. DJ Atli mánudag.
VÍK, Höfn í Hornafirði: Sixties-ball
laugardag.
VÍKURRÖST, Dalvík: Hljómsveit-
in Papar mánudag.
Vinyll leikur á Grandrokk í kvöld.
Millarnir leika á uppskeruhátíð leiklistargeirans á Hótel Sögu 16. júní.
FráAtilÖ
ADAM Sandler, vinur vors og
blóma og allmargra ungmenna er
mættur til leiks á ný. Þótt hann sé
kannski aðeins þroskaðri í Reiði-
stjórnun en í mörgum undangengn-
um myndum sínum, þá er þessi mynd
einmitt það sem aðdáendur hans hafa
lengi verið að bíða eftir.
Hér leikur hann Dave nokkurn
Buznik sem er hógvær, lítillátur og
feiminn maður sem lætur hrokafullan
yfirmann sinn troða á sér. Fyrir mis-
skilning lendir hann í meðferð fyrir
reiðisjúklinga, þar sem hinn klikkaði
dr. Buddy Rydell þykist ætla koma
fyrir hann vitinu. Og þá byrjar fjörið.
Doktorinn leikur stórleikarinn
Jack Nicholson, sem er ekki hægt að
segja um að sé á jafn miklum heima-
velli og Sandler. Aðdáendur Jacks
sem ætla á myndina hans vegna, geta
ekki búist við að sjá sinn gamla, góða
leikara þar. Það er gaman að sjá hina
sætu og fínu leikkonu Marisu Tomei í
hlutverki hinnar hjartagóðu kærustu
sem Sandler-týpan á – eða eignast
undir lokin – í hverri mynd. Eiginlega
hefði hún mátt sjást mun meira. Það
er nú varla að það sé pláss fyrir hana,
því Adam Sandler virðist vera orðinn
þvílíkur gæðastimpill að myndin er
yfirfull af frægum stjörnum í agnar-
litlum hlutverkum. Þeirra á meðal var
einkar ánægjulegt að endurnýja
kynnin við Woody „Long Time No
See“ Harrelson í hlutverki klæðskipt-
ings og vallarvarðar.
Myndin hefði þó mátt vera betri.
Hugmyndin er góð, því þegar öllu er á
botninn hvolft, þá hefðu áreiðanlega
margir af okkur, bældu Íslendingun-
um, gott af því að fara í álíka meðferð.
Sannleikskorn reynist því í þessu öllu
saman og margar persónanna eru
guðdómlegar. Hins vegar höktir
myndin frekar, bæði þegar kemur að
framvindu handrits og leikstjórn, og
hefðu fastari tök getað gert hér gæfu-
muninn.
Mörg atriðanna eru fín, en því mið-
ur dettur myndin oft niður, atriði
verða of löng og sömu hugmyndirnar
eru notaðar aftur og aftur. Ég hafði
annars mjög gaman af dónabröndur-
unum og gat yfirleitt lifað mig mjög
sterkt inn í vanlíðan aumingja Daves.
Hér er sem sagt engin stórmynd á
ferð, heldur ágætasta dægrastytting
með skemmtilegum uppákomum.
Þrátt fyrir að ég sé hlynnt „happy
endings“ að hætti Sandlers, þá er
þessi nú einum of og ekki einu sinni
frumlegur – hjálp!
Hinn sanni Sandler á ný
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Laug-
arásbíó, Borgarbíó Akureyri
REIÐISTJÓRNUN/ANGER MANAGEMENT
Leikstjórn: Peter Segal. Handrit: David
Dorfman. Kvikmyndataka: Donald
McAlpine. Aðalhlutverk: Adam Sandler,
Jack Nicholson, Marisa Tomei, Luis
Guzmán, Jonathan Loughran, Kurt Fuller,
Krista Allen, January Jones og John Turt-
urro. 106 mín. USA. Columbia Tristar
2003.
Þrír góðir á góðri stund – Sandler, Harrelson og Nicholson.
Hildur Loftsdóttir
FYRIR tveimur áratugum lágu
leiðir þeirra Charlies Carbones
(Jerry O’Connell) og Louis Bookers
(Anthony Anderson) saman á bað-
ströndinni er Louis bjargaði Charlie
frá drukknun. Síðan hefur seinheppni
hlunkurinn hann Louis gert Charlie,
sem orðinn er besti vinur hans, hvern
óleikinn á fætur öðrum.
Sá nýjasti er að flækja Charlie í elt-
ingaleik á bíl með stolið góss sem fer
allt í vaskinn og það sem verra er; eig-
andi þess er mafíuforinginn Sal
(Christopher Walken), stjúpi Charl-
ies. Sal lofar hrakfallabálkunum fyr-
irgefningu ef þeir fari með dularfullt
bréf til Ástralíu og komi því í hendur
manns sem bíður þeirra úti í óbyggð-
unum. Allt gengur vel uns bláeygir
bjálfarnir eru nánast komnir á
áfangastað. Þá aka þeir á kengúru,
hún rotast, Louis hyggst mynda hana
í jakkanum sínum, pokadýrirð raknar
úr rotinu og hverfur út í buskann.
Það þarf ekki að segja meira, menn
geta auðveldlega séð framhaldið fyrir
sér. Til að byrja með ruglar það
áhorfandann í ríminu að framleiðandi
Kengúru-kobba er sjálfur Jerry
Bruckheimer, sem staðið hefur fyrir
gerð nokkurra svæsnustu og hröð-
ustu afþreyingarmynda síðustu ára-
tuga. Eitthvað hefur karli fatast flug-
ið eftir að hann fór að reyna við aðrar
myndgreinar, líkt og mistökin Pearl
Harbor. Nú er hann kominn inn á
barna- og fjölskyldumyndamarkað-
inn og í þeim geira getur þessi ofur al-
vitlausa en ekki beint leiðinlega mynd
plumað sig bærilega.
Farið því ekki á Kengúru-Kobba
undir þeim formerkjum að sjá hefð-
bundna Bruckheimer-mynd í anda
Armageddon, Con Air og The Rock,
heldur dæmigerða Disney-mynd í
slakari kantinum. Og takið smáfólkið
með, það kann helst að meta farsa-
kenndan aulaganginn. Menn eru ekki
að reyna að afreka neitt hér, myndin
seiglast áfram á meðalmennskunni
einni saman og maður hefur á tilfinn-
ingunni að Bruckheimer væri hollast
að snúa sér aftur að hasarnum.
Kjánaprik og kengúrur
KVIKMYNDIR
Sambíóin
KENGÚRU-KOBBI (KANGAROO JACK) Leikstjóri: David McNally. Handrit: Steve
Bing og Scott Rosenberg, byggt á sögu
e. Bing og Barry O’Brien. Kvikmynda-
tökustjóri: Peter Menzies Jr. Tónlist:
Trevor Rabin. Aðalhlutverk: Jerry
O’Connell (Charlie Carbone), Anthony
Anderson (Louis Booker), Estella Warren
(Jessie), Michael Shannon (Frankie
Lombardo), Bill Hunter (Blue), Christ-
opher Walken (Sal Maggio), Marton
Csokas. 88 mínútur. Warner Brothers.
Bandaríkin 2003.
„Farsakennd mynd helst ætluð
smáfólkinu,” segir í umsögn.
Sæbjörn Valdimarsson
HARMUR PATREKS
eftir Auði Haralds
3. sýn. fös. 13. júní kl. 20
4. sýn. lau. 14. júní kl. 20
Dansleikhús með ekka frumsýnir
LÍNEIK OG LAUFEY
lau. 14. júní kl. 14
lau. 14. júní kl. 16
sun. 15. júní kl. 14
Miðaverð kr. 500
sun 15. júní kl. 21, Hótel Borgarnes
fim 19. júní kl. 21, Félagsh. Valhöll Eskifirði
lau 21. júní kl. 21, Félagsh. Herðubreið Seyðisf.
Forsala í Borgarnesi í versl. Fínu fólki, Borgarbraut
Forsala á Eskifirði í síma: 8977424
Forsala á Seyðisfirði í síma: 8617789
www.sellofon.is
Stóra svið
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga.
Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is
Miðasala 568 8000
Nýja svið
NAPÓLÍ 23 - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson,
Matthias Hemstock, Eyvind Kang
Í kvöld kl. 20
15:15 TÓNLEIKAR - FERÐALÖG
Bergmál Finnlands: Poulenc hópurinn
Lau 14/6 kl. 15:15
Litla svið
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Lau 21/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT
Sun 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING
ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Fö 13/6 kl. 20
SÍÐASTA SÝNING Í VOR
DON GIOVANNI EFTIR W. A. MOZART
ÓPERUSTÚDÍÓ AUSTURLANDS
Su 15/6 kl. 17
Má 16/6 kl. 20
GREASE ÍSLENSKA LEIKHÚSGRUPPAN
Fi 26/6 FRUMSÝNING ALLIR Í LEIKHÚSIÐ -
ENGINN HEIMA!
Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús:
Börn, 12 ára og yngri, fá frítt
í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum.
Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ