Morgunblaðið - 05.07.2003, Page 49

Morgunblaðið - 05.07.2003, Page 49
Biðu meðan söngvarinn tók háskólapróf í sagnfræði Flugið er ekki eina prófið sem Bruce hefur tekið um dagana. Hann er líka með háskólapróf í sagnfræði. „Það er orðið langt síðan ég tók það próf,“ segir hann og lætur hugann reika. - Stóð aldrei til að taka upp þann þráð? „Það reyndi aldrei á það. Ég fór í háskóla, eins og svo margir. Taldi nauðsynlegt að næla mér í gráðu af einhverju tagi. Ég hef alltaf haft áhuga á mannkynssögu og því lá sagnfræðin beint við. Þegar ég út- skrifaðist var ég hins vegar kominn á bólakaf í tónlistina. Ég gekk fljótlega til liðs við Iron Maiden og í fimm ár gerðum við ekkert annað en semja og spila tónlist. Það var gríðarleg törn. Eftir það var ekki aftur snúið.“ Skemmtilega sögu um próftökuna er að finna í bók um Iron Maiden, sem Mick nokkur Wall, hefur skráð nokkuð lipurlega. Þegar Bruce var að búa sig undir prófið fór þungarokk- sveitin Samson að bera víurnar í hann. Bráðvantaði nýjan söngvara og hafði heyrt í Bruce. Samson þessi var málsmetandi sveit á sínum tíma og hafði gefið út plötu. Bruce leist ekk- ert illa á þessi áform en bað menn að bíða í nokkrar vikur meðan hann læsi fyrir próf í sagnfræði. Munu þeir Samsynir hafa hrist lubbann yfir þessari undarlegu forgangsröðun. En Bruce gekk til liðs við sveitina – að prófi loknu. Dvöl hans var þó stutt í herbúðum Samson því Iron Maiden knúði fljótt dyra. Textar Iron Maiden eru margir hverjir með sagnfræðilegu ívafi, fjalla meðal annars um Alexander mikla, ofsóknir á hendur indíánum í Am- eríku, loftvarnir Breta í seinna stríði, flug Íkarusar, eins og áður er getið, og þannig mætti lengi telja. Kveikjan að einu lagi er meira að segja ljóð eft- ir 18. aldar skáldið Samuel Taylor Coleridge, Rime of the Ancient Mar- iner. Bruce gerir þó ekki mikið úr þessu. „Auðvitað skila áhugasvið manna sér í textagerð. Það er óhjá- kvæmilegt. Margt af þessu hafa aðrir hljómsveitarmeðlimir hins vegar samið.“ Þar á hann einkum við Steve Harr- is, bassaleikara og stofnanda Iron Maiden, sem er ekki síður sagnfróður maður en Bruce. Ævintýri Boatrace lávarðar Bruce les ekki bara bækur, hann skrifar þær líka. Hefur sent frá sér tvær skáldsögur. Í þeirri fyrri hermir hann af ævintýrum lávarðarins Iffy Boatrace en seinni bókin ber þann ágæta titil Trúboðsstellingin. „Þetta var einhver sköpunarþörf sem ég þurfti að fá útrás fyrir. Meira til gam- ans gert. Ég hef lítið sinnt þessu hin síðari ár.“ Rifja má upp sögu sem Bruce sagði einhverju sinni. Hann var þá staddur í flugvél og handan við ganginn var maður að lesa bók og hló þessi lif- andis ósköp. „Ég fór að velta því fyrir mér hvað maðurinn var að lesa og sá þá að hann var með bókina mína. Það var skrýtin tilfinning – en þægileg.“ Af öðru sem Bruce hefur tekið sér fyrir hendur um dagana má nefna leikstjórn myndbanda og umsjón sjónvarps- og útvarpsþátta. Þá á hann þrjú börn með seinni eiginkonu sinni. Í fyrrnefndri bók Walls er þess sérstaklega getið að þau séu „fjörug“. Kemur ekki á óvart. Ísland er stórbrotinn staður Bruce starfar við flug í sex mánuði á ári. Hann flýgur jöfnum höndum til Lundúna og Kaupmannahafnar á vegum Iceland Express, yfirleitt nokkra daga samfellt, og dvelst þá á Íslandi milli ferða. Það er óhjá- kvæmilegt að spyrja hann um landið. „Iron Maiden hélt tónleika á Ís- landi fyrir margt löngu og ég heill- aðist strax af landinu. Ég átti svo tvo frídaga þar í tengslum við flugið fyrir um þremur mánuðum og keyrði þá talsvert um landið. Ekki dró það úr áhuganum. Við höfum verið að tala um það okkar á milli nokkrir flug- menn hjá Astraeus að það væri gam- an að leigja litla vél og fljúga svolítið um landið. Skoða fjöll og firði. Ísland er stórbrotinn staður.“ Og hann langar að gera fleira á Ís- ára skorar maður ekki lengur þá bestu á hólm. Bestu skylmingamenn heims eru yfirleitt undir þrítugu.“ Bruce virkar eigi að síður í góðu formi, grannur og stæltur. Skýtur það ekki skökku við, eftir rúma tvo áratugi í eldlínu rokksins? Nú segja menn að rokk og ról sé með af- brigðum óhollur lífsstíll. „Þvert á móti. Rokk er allra meina bót. Það er flugið sem er hættulegt heilsunni. Rokkið heldur mér hraust- um!“ Það var og. Það er við hæfi að ljúka spjallinu á þessum nótum. Enda kort- erið mitt á enda – og vel það. Ég kveð Bruce Dickinson með virktum. Þenn- an viðræðugóða og fjölhæfa mann. Og hann flýgur. Sína leið. Eins og örninn. orri@mbl.isBruce á leið til Donington sumarið 1988. „Þetta var frábær dagur.“ landi. „Iron Maiden var á sama hóteli og Björk eftir tónleika í Barcelona nýverið og við eyddum kvöldinu með hljómsveitinni hennar. Þá kom í ljós að einn af meðlimum hennar er fyrr- verandi skylmingameistari Íslands. Það er ljóst að ég verð að koma til Ís- lands með gallann minn og hafa upp á íslenska skylmingaliðinu.“ Allra meina bót Skylmingar eru sum sé eitt af helstu áhugamálum Bruce. Hann skylmdist meira að segja á mótum á sínum tíma með góðum árangri. „Skylmingar áttu vel við mig og mér vegnaði ágætlega,“ segir hann eilítið feiminni röddu. Er greinilega lítið fyrir að ræða um vegtyllur. „Ég geri minna af þessu í seinni tíð. Það er alltaf gaman að skylmast þegar tími gefst til en þegar maður er orðinn 44 FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 49 KÓPAL STEINTEX Hörkutilboð 10 lítrar aðeins 5.990 kr. KÓPAL STEINTEX er frábær málning til notkunar á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols. KÓPAL STEINTEX er fáanleg í þúsundum lita. Hentar einkar vel til endurmálunar 4 litir, hvítt, marmarahvítt, hrímhvítt og antikhvítt Útimálning fyrir íslenskar aðstæður Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.