Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KREFST VARÐHALDS Ríkissaksóknari krefst þess að Bandaríkjaher setji varnarliðs- manninn, sem var ákærður fyrir til- raun til manndráps í Reykjavík, í gæsluvarðhald tafarlaust eins og samið var um, ella muni embættið krefjast þess að fanginn verði af- hentur íslenskum yfirvöldum á ný. Hæstiréttur átalinn Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Hæstiréttur Ís- lands hafi brotið gegn ákvæði mann- réttindasáttmála Evrópu um rétt- láta málsmeðferð í máli manns sem var dæmdur fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Vegas árið 1997. Mannréttindadómstóllinn átelur Hæstarétt fyrir að hafa ekki kallað vitni og sakborninginn fyrir réttinn. Ávöxtun sjóðanna neikvæð Hrein raunávöxtun séreign- ardeilda lífeyrissjóðanna var nei- kvæð um 6,3% í fyrra, að því er fram kemur í samantekt Fjármálaeft- irlitsins. Hrein raunávöxtun lífeyr- issjóðanna var mjög misjöfn og að meðaltali var hún neikvæð um 3%. Mikill rekstrarhalli Gert er ráð fyrir því að halli á rekstri Fæðingarorlofssjóðs verði hátt í milljarður króna í ár og að óbreyttu stefnir í að eigið fé sjóðsins verði uppurið innan tveggja ára. Brot á samkeppnislögum Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Flugleiðir hafi brotið gegn ákvæði samkeppnislaga með því að bjóða sértilboð, svokall- aða Vorsmelli og ódýrustu Netsmell- ina á tveimur flugleiðum. Boða stríðsglæpadómstól Framkvæmdaráð Íraks ákvað í gær að stofna sérstakan dómstól sem á að rétta yfir fyrrverandi emb- ættismönnum sem eru grunaðir um stríðsglæpi. Mannréttinda- hreyfingin Human Rights Watch lét í ljósi efasemdir um að dómstóllinn gæti verið hlutlaus. Stjórn Bush spáir methalla Stjórn Bandaríkjanna spáði í gær methalla á bandarísku fjárlögunum í ár, að andvirði 455 milljarða dollara. Tilboð á 100 rása VHF-talstöðvum frá TAIT. Takmarkað magn! FJÖR Á FJÓRHJÓLI SONATA REYNSLUEKIÐ PORSCHE OFURBÍLL MÝRIN TRYGGÐI SIGURINN  FORNIR FÁKAR  MERCURY EÐALVAGN  PORSCHE 911 GT3 FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun Yf ir l i t Í dag Úr verinu 14 Viðhorf 3 Viðskipti 14/15 Minningar 31/36 Erlent 16/17 Bréf 38 Höfuðborgin 18 Dagbók 40/41 Akureyri 18/19 Kirkjustarf 41 Suðurnes 20 Íþróttir 42/45 Landið 21 Fólk 46/49 Listir 22/23 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * VILHJÁLMUR Einarsson, fyrrum ólympíuverðlaunahafi í þrístökki, og Þórólfur Árnason borgarstjóri tóku í gær fyrstu skóflustungurnar að nýrri íþrótta- og sýningarhöll sem rísa á austanmegin við Laug- ardalshöll. Höllin mun tengjast Laugardalshöll með tengibyggingu og samhliða byggingu nýju hall- arinnar verða ýmsar breytingar á Laugardalshöll, byggð verður ný frambygging og hliðarbygging hennar endurbætt. Áætlað er að höllin verði tilbúin í ársbyrjun 2005 en í henni verður bæði aðstaða til frjálsíþróttaiðk- unar og funda- og ráðstefnuhalda en bygging hallarinnar er sam- starfsverkefni Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins. Til að mæta ólíkum kröfum um notkun hússins verður hægt að breyta gólfi hússins eftir því hvernig á að nota það hverju sinni. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar er rúmlega 1,4 millj- arðar króna og mun borgin leggja fram 400 milljónir en hlutafélag sem Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins standa að, Íþrótta- og sýningarhöllin hf., mun leggja fram rúmlega milljarð. Nýja höllin verð- ur um 9.500 fermetrar en Laug- ardalshöllin er um 6.600 fermetrar og mannvirkið í heild sinni verður því yfir 16.000 fermetrar að stærð. Til mikilla bóta fyrir frjálsíþróttafólk Vilhjálmur Einarsson sagðist í samtali við Morgunblaðið vera þakklátur fyrir að fá að taka þátt í athöfninni og taka fyrstu skóflu- stunguna að húsinu. Hann taldi að þessi aðstaða yrði til mikilla bóta fyrir frjálsíþróttafólk og yrði von- andi til þess að frjálsíþróttafólki í landinu fjölgaði. Spurður um æf- ingaaðstöðu á þeim tíma þegar hann keppti sagði Vilhjálmur að æfingar hér hefðu að mestu farið fram í gamla ÍR-húsinu en jafn- framt var æft úti ef veður leyfði. Vilhjálmur tók fram að það hefði hjálpað honum mjög mikið að geta komist út til Bandaríkjanna og æft þar tvo vetur fyrir Ólympíu- leikanna 1956. Við athöfnina kom meðal annars fram hjá Þórólfi Þórlindssyni, varaformanni Frjálsíþrótta- sambands Íslands, að stefnt yrði að því að halda Norðurlandamót í frjálsum íþróttum hér á landi árið 2005 þegar að höllin verður komin í gagnið. Fyrstu skóflustungur að íþrótta- og sýningarhöll Þórólfur Árnason borgarstjóri og Vilhjálmur Einarsson, fyrrum ólympíu- verðlaunahafi í þrístökki, tóku fyrstu skóflustungarnar að nýrri íþrótta- og sýningarhöll í Laugardalnum í gær. UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur- borgar hefur ekki enn skilað af sér umsögn sinni um byggingu bílastæðahúss undir Tjörninni en til- boð sem gerð voru í verkið eru runnin úr gildi þrátt fyrir að þau hafi verið framlengd á sínum tíma. Rúmt ár er síðan tilboð Íslenskra aðalverk- taka í framkvæmd verksins var samþykkt og var þá ráðgert að framkvæmdir gætu hafist með haustinu. Af framkvæmdum hefur þó ekki enn orðið, þótt samgöngunefnd og skipulags- og bygg- ingarnefnd hafi skilað áliti sínu, þar sem málið er enn í umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Sigrún Elsa Smáradóttir, sem á sæti í umhverf- is- og heilbrigðisnefnd, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ástæða þess að málið væri enn hjá nefndinni væri að hún hefði verið að bíða eftir fjór- um skýrslum um áhrif framkvæmdarinnar á lífríki í Tjörninni. Skýrslurnar bárust nefndinni á síðasta fundi hennar fyrir sumarleyfi og mun hún því skila af sér umsögn sinni á fyrsta fundi eftir sumarfrí í ágúst. „Þetta hefur allt tekið sinn tíma enda er þetta mál sem þarf að skoða vel,“ sagði Sigrún og tók fram að málið hefði ekki tafist í nefndinni af pólitískum ástæðum heldur sökum þess að um um- fangsmikið mál væri að ræða sem þyrfti að fara vel yfir. „Í nefndinni munum við koma til með að fara faglega yfir málið á grundvelli þeirra upplýsinga sem við höfum. Ef pólitísk átök verða um málið, sem ég á ekkert frekar von á, munu þau ekki eiga sér stað á vettvangi umhverfis- og heilbrigðis- nefndar,“ sagði Sigrún. Verið að ýta málinu út af borðinu „Það er greinilega bullandi ágreiningur um þetta mál innan R-listans og þetta er enn eitt dæmið um seinaganginn í stjórnsýslunni. Það er ljóst að það er verið að reyna að ýta málinu hægt og bítandi út af borðinu þannig að ekki beri mikið á,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um bíla- geymslumálið. „Þegar R-listinn er klofinn í afstöðu sinni til ein- stakra stærri mála eins og að öllum líkindum til þessa máls bíða þeir gjarnan eftir afstöðu sjálf- stæðismanna. Í þessu máli er R-listinn klofinn þar sem allt bendir til að vinstri grænir vilji ekki þetta bílageymsluhús í Tjörninni. Ef sjálfstæðismenn lýsa því yfir að þeir styðji ekki byggingu þessa bílageymsluhúss og vilji leita annarra lausna mun R-listinn láta þetta mál danka í kerfinu þar til hann lýkur göngu sinni. Afstaða okkar mun koma fram í borgarráði þegar þar að kemur,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. Tilboð í gerð bílastæðahúss undir Tjörninni í Reykjavík fallin úr gildi Málið enn hjá umhverfis- og heilbrigðisnefnd GREINARGERÐ um stjórnskipu- lag Leikfélags Reykjavíkur og hugs- anlegar breytingar á því var kynnt borgarráði Reykjavíkur á fundi þess í gær í kjölfar fyrirspurna borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Grein- argerðin, sem unnin var að beiðni borgarráðs frá því í október á síðasta ári, barst borgaryfirvöldum í febrúar sl. en fimm mánuðir liðu þar til hún var lögð fram. Framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur samdi greinargerðina og bað um að hún yrði ekki gerð opinber fyrr en hún hefði verið kynnt stjórn Leikfélags Reykjavíkur. Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins á fundinum í gær sagði meðal annars: „Borgarráð óskaði eftir greinar- gerðinni í október 2002 og þess vegna bar að leggja hana fram í borgarráði um leið og hún var lögð fram af framkvæmdastjóra Leik- félags Reykjavíkur. Þessi vinnu- brögð eru afar ámælisverð.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði að þessi vinnubrögð sýndu að stjórnsýslan í borginni væri ekki í lagi og allt tal um að stjórnsýslan hefði verið bætt og lagfærð ætti ekki við rök að styðjast. „Nánast á hverj- um einasta borgarráðsfundi þurfum við að spyrjast fyrir og leita eftir upplýsingum um mál sem við frétt- um um frá fólki úti í bæ sem hefur fengið að heyra að tiltekin mál verði ekki heimiluð en svo er ekki einu sinni búið að taka þessi mál fyrir í borgarráði.“ Horfa verður á málið í samhengi við málefni LR Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði að ástæða þess að greinargerð- in hefði ekki verið kynnt fyrr en nú væri sú að hún snerist um innri mál- efni Leikfélagsins og að fram- kvæmdastjóri félagsins hefði beðið um trúnað eftir að hann kynnti greingargerðina fyrir samstarfs- nefnd borgarinnar og félagsins. Þór- ólfur sagði að borgarráð ætti vissu- lega rétt á því að sjá það sem ráðið bæði um en horfa yrði á málin í því samhengi að þessi innri mál leik- félagsins hefðu verið mjög erfið. Þórólfur sagðist þó ekki hafa skilið sjálfur hvers vegna trúnaður yrði að vera um greinargerðina en að fram- kvæmdastjórinn hefði beðið um það. „Ef til vill var það vangá að hafa ekki innt hann eftir því hvenær hann var búinn að sýna stjórninni greinar- gerðina,“ sagði Þórólfur og tók fram að hann væri ekki ósammála því sem fram kom í bókun sjálfstæðismanna. Greinargerð um LR lögð fram í borgarráði eftir um hálfs árs bið Í VOR byggðu hjónin Gerður Elmarsdóttir og Kristján Ágústsson gróðurhús í garðin- um við hús sitt á Hvolsvelli. Það væri ekki í frásögur færandi ef þrastahjón nokkur hefðu ekki flutt inn í gróðurhúsið áður en byggingu var lokið. Það virðist hafa verið afar skynsamlegt val hjá þröstunum því skömmu eft- ir varpið týndi annar þröstur- inn lífinu og sá sem eftir var þurfti að liggja á og koma upp ungunum einsamall. ,,Kristján átti eftir ýmsan frágang hér inni og þurfti því að fara varlega, en það merki- lega er að þrösturinn sem eftir var hreyfði sig ekki af eggjun- um þó að við værum hér inni. Það var hægt að horfast í augu við hann, hann sat alveg sallarólegur á eggjunum enda ekki gott ef hann hefði fælst í burtu í hvert sinn sem við rák- um hér inn nefið. Nú er hann búinn að koma upp öllum ung- unum.“ Morgunblaðið/Steinunn Ósk Þröstur í gróður- húsinu Hvolsvelli. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.