Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við kölluðum hana oftast Gunnu á Holtinu. Hún var systir hans afa og ég átti þess kost að búa hjá henni og Pétri á Fálkagötunni, þegar ég þurfti að vera í Reykjavík sem barn og einnig síðar í skóla og vinnu. Fyrir það er ég æv- inlega þakklátur. Það voru fleiri frændur á loftinu og vorum við jafn- framt í fæði hjá henni og alltaf graut- ur á eftir. Það var alltaf gott að koma til Gunnu og börn hennar, barnabörn, frændfólk og vinir voru oft í heim- sókn, sem vonlegt var, því það var svo gott að koma til hennar. Hvort sem Pétur var á sjónum eða ekki var sama umferðin í húsinu. Líklega hefur það þótt sjálfsagt að bæta þessum greyj- um utan af land við sig í erli dagsins. Hún hafði þennan sjarma, sem ég get ekki lýst, en sum góð skáld gera. Hægt væri að gera íslenska kvik- mynd um íslenskan veruleika síðustu aldar, með hana sem persónu í blíðu og stríðu, þar sem hún er afgerandi, sterk, gáfuð, ekki endilega í aðalhlut- verkinu, en því hlutverki sem skiptir sköpum. Hún hafði góða lund og hafði einstakt lag á að segja skoðanir sínar við mann, hreinar og beinar. Alltaf já- kvæð og brosandi. Ræddi við mann sem jafningja á hvaða aldri sem mað- ur var. Það er gott að fá að lifa yfir 90 ár. Meðan hausinn er í lagi, þá er ég ánægð, sagði hún. Þegar ég hitti hana síðast var ég með móður minni og Gunna var að segja okkur frá nýjasta aðilanum sem væri að tengjast stór- fjölskyldunni og hún ætlaði að tala yf- ir honum og svo kímdi hún þannig að manni hlýnaði. Guð blessi góða manneskju. Jóhannes Finnur. Það var fyrir 15 árum sem ég fór að venja komu mína á loftið á Fálkagöt- una. Ég man hvað ég flýtti mér alltaf framhjá hurðinni á 2. hæðinni því þar bjuggu amma og afi Einars, sem ég var að heimsækja. Nokkrum mánuð- um seinna fluttum við Einar svo á 2. hæðina á móti ykkur afa, þá hljóp ég ✝ Guðrún DagbjörtSveinbjörnsdótt- ir fæddist í Hellna- felli í Grundarfirði 23. mars 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. júlí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Kirkju Óháða safn- aðarins 14. júlí. ekki framhjá heldur beint yfir til ykkar, því þangað var alltaf gott að koma, fá sér kaffibolla og spjalla. Við amma urðum strax góðar vin- konur og minningarnar margar. Ég man þegar Hafdís Rún dóttir okkar fædd- ist og þú komst yfir með nýbakaðar pönnukökur og rjóma þegar við komum heim. Ég man þegar við fórum í bæinn að stúss- ast og komum alltaf við á Kaffi Mokka og fengum okkur kaffi eða kakó. Ég man göngutúrana um Grím- staðarholtið, Ægisíðuna og gamla Skerjafjörðinn, þú vissir nákvæmlega hver byggði hvaða hús og hvernig þetta var allt saman í gamla daga. Ég man þegar þú komst með Haf- dísi tengdamömmu og heimsóttir okkur til Aberdeen, þú varst 86 ára gömul og lést það ekki aftra þér að skella þér upp í flugvél og fljúga til Skotlands. Það sem þú ákvaðst fram- kvæmdir þú. Ég man svo miklu miklu meira og það geymi ég í hjarta mínu elsku amma. Þú lifðir tímana tvenna og varst svo ótrúlega fróð og minnug, sagðir svo margar skemmtilegar sögur sem lifa áfram. Eitt af síðustu spjöllunum okkar saman var 10. maí sl., á kosningadag- inn. Við möluðum eins og myllur, að- alega töluðum við um tilhugalíf okkar beggja og hvað við hlógu mikið. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir orðið svo heitt, enda búin að skila þínu svo vel. Guð geymi þig elsku amma. Kveðja Rósa G. Elsku langamma. Nú ert þú komin til himna þar sem langafi hefur tekið á móti þér og ég veit að núna líður ykkur vel saman. En hvernig er eiginlega þarna uppi hjá Guði? Ég á margar góðar minningar um þig elsku amma, eins og t.d. dóta- skúffuna á Fálkagötunni, alla hlýju vettlingana og sokkana sem þú prjón- aðir og skemmtilegu prjónadýrin sem þú gafst mér og Bjarka Degi bróður. Eftir að þú fluttir á Hrafnistu var líka gaman að heimsækja þig, þú áttir allt- af Sprite í ísskápnum og nammi í skál. Þú kenndir mér að að spila Olsen Olsen og líka að leggja kapal. Þú kenndir mér Faðirvorið og bænina“ „Vertu yfir og allt um kring“ sem hangir svo fallega útsaumuð yfir rúm- inu mínu, núna er ég og mamma að kenna Bjarka Degi bróður Faðirvorið og bænina, svo ætla ég að kenna hon- um að spila Olsen Olsen þegar hann verður aðeins stærri. Elsku langamma, Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja Hafdís Rún og Bjarki Dagur. Við hjónin vorum í sumarfríi í út- löndum, þegar við fréttum andlát Guðrúnar Sveinbjörnsdóttur. Guð- rúnu kynntumst við fyrir tæplega 18 árum, þegar undirritaður var ráðinn safnaðarprestur Óháða safnaðarins. Guðrún og Pétur tóku vel á móti nýja prestinum og við Elsa fundum strax, að þar voru á ferð mikil ágætishjón, sem alla tíð sýndu safnaðarstarfinu mikla ræktarsemi. Guðrún var glæsileg kona, hún geislaði af hlýju og góðlátlegri kímni og bros hennar endurspeglaði hrein- leika hugarfarsins. Óháði söfnuðurinn átti marga góða og trygga stofnend- ur, Guðrún Sveinbjörnsdóttir var einn þeirra. Þátttaka hennar í guðs- þjónustuhaldi og félagslegu starfi safnaðarins var með þeim hætti að ekki verður betur gert í þeim efnum. Ég bið aðstandendum blessunar Guðs á útfarardegi hennar og við hjónin minnumst góðrar og göfugrar konu meðan lifum. Þórsteinn og Elsa. Óháði söfnuðurinn var stofnaður 17. febrúar 1950. Stuttu seinna var Kvenfélag Óháða safnaðarins stofnað og var tilgangurinn að efla safnaðar- starfið og vinna með öllum ráðum að byggingu safnaðarkirkju. Á daginn kom að Kvenfélagið átti ríkari þátt í að gera kirkjubygginguna að veru- leika en nokkur annar aðili. Konurnar í Kvenfélagi Óháða safnaðarins hafa frá stofnun félagsins verið einn af burðarásum safnaðarstarfsins. Þær hafa unnið af brennandi áhuga, dugn- aði og óeigingirni fyrir kirkjuna, jafn- framt því sem þær hafa lagt þeim lið sem orðið hafa undir í lífsbaráttunni. Sá mikli samhugur og gleði sem ein- kennt hefur öll þeirra störf lýsir óbil- andi trú þeirra og vilja til að gera veg safnaðarins sem mestan. Ófáar eru terturnar og kökurnar sem þær hafa borið fram á Kirkjudaginn, í Bjarg- arkaffinu og við mörg önnur tækifæri. Kátar og glaðar hafa þær lagt á sig mikla vinnu til að safna peningum til kirkjunnar, eða annarra hluta sem hefur þurft að kaupa. Mörg handtök- in hafa verið unnin, sem seint verða metin til fjár. Guðrún Sveinbjarnardóttir var ein þessara kvenna sem af dugnaði og óeigingirni lagði sitt af mörkum til safnaðarins. Guðrún og eiginmaður hennar, Pétur Stefánsson skipstjóri, sem látinn er fyrir nokkrum árum, voru meðal stofnenda Óháða safnað- arins og tóku alla tíð virkan þátt í starfi hans. Guðrún lét mikið að sér kveða og sat lengi í stjórn kvenfélags- ins og einnig um tíma í stjórn safn- aðarins. Ljúft og létt skap hennar og dugnaður hreif aðra með til góðra verka. Í mörg ár sá hún ásamt öðrum um þrif á kirkjunni og safnaðarheim- ilinu Kirkjubæ og þáði aldrei laun fyr- ir. Þau hjónin létu sér bæði mjög annt um söfnuðinn og sýndu það margoft í verki. Við kveðjustund vill stjórn Óháða safnaðarins þakka Guðrúnu ánægju- lega samfylgd og fyrir hennar góðu störf í þágu safnaðarins. Í hugann kemur ljóð eftir Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Brautarholti: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. Stjórn Óháða safnaðarins sendir börnum Guðrúnar og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur og biður Drottin að varðveita þau og blessa minningu Guðrúnar. Jóhann Árnason, formaður safnaðarstjórnar. GUÐRÚN DAGBJÖRT SVEINBJÖRNS- DÓTTIR FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Ber- ist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina Dagskrá Hóla Fimmtudaginn 17. júlí kl. 17.00 er boðið upp á forn- leifarölt. Föstudaginn 18. júlí kl. 13–17 verður bleikjuveiðikeppni. Verðlaun eru í boði fyrir merktan fisk. Kl. 18.30 verður boðið upp á bleikjuhlaðborð að hætti Hóla. Kl. 22.00 um kvöldið verður fjallað um Galdra-Loft, laugardaginn 19. júlí kl. 10–12 verða hestar teymdir undir þeim sem vilja komast á hestbak. Um kl. 13–15 verða leikir í lauginni og kl. 15.00 verður aftur fornleifarölt. Sunnudaginn 20. júlí kl. 11.00 verður guðsþjónusta í Hóladómkirkju, séra Jóhanna I. Sigmarsdóttir messar. Organisti er Anna María Guðmundsdóttir og forsöngvari er Jóhann Már Jó- hannsson. Á NÆSTUNNI Appap Papii spilar Í dag, mið- vikudag, kl. 15.00 mun grænlenska trumbusveitin Appap Papii - (Stél- fjaðrir svartfugls) spila þjóðlega grænlenska tónlist í og við Upp- lýsingamiðstöð Ferðamála í Ing- ólfsnaust, Aðalstræti 2. Hljóm- sveitin sló í gegn á grænlenskum dögum á Flateyri um sl. helgi en þeir félagar í Appap Papii eru einkar lagnir við að blanda saman gömlum hefðum og nýjum sem og afrískum töktum í trumbuslætti og söng. Þeir fremja sinn tónlistarseið í búningum og leggja mikið upp úr líflegri framkomu. Kvennasamkoma á Hótel Cabin Í kvöld verður Debra Pollack með fræðslu og uppörvun á kvenna- samkomu á Hótel Cabin, Borg- artúni 32, Reykjavík. Á undan verður lofgjörð, og hefst stundin kl. 20. Annað kvöld, fimmtudag, verður hún gestaprédikari á samkomu hjá Hvítasunnukirkjunni Veginum, Hafnargötu 84, Keflavík. Debra hefur kennt úr Guðsorðinu, bæði í heimalandi sínu, Bandaríkj- unum og í Evrópu og Mexíkó, jafnt í kirkjum sem og í bibl- íuskólum og á ráðstefnum. Allir eru velkomnir. Aðgangseyrir er enginn. Athugið að í kvöld er fræðslan þó eingöngu fyrir konur, en opin öllum í Keflavík á morgun. Í DAG TVENN systkini úr Mosfells- bænum, Guðmunda Íris Gylfadótt- ir, 7 ára, Þorsteinn Alex Gylfason, 5 ára, og Halldóra Ragnarsdóttir, 7 ára, ásamt systur hennar Helgu Önnu Ragnarsdóttur, 7 ára, færðu Regnbogabörnum nýlega um 6.300 kr sem þau höfðu safnað með því að halda tombólu í heimabæ sín- um. Forsvarsmenn Regnbogabarna þökkuðu börnunum hjartanlega fyrir stuðninginn og þann góða hug sem lá að baki honum. Söfnuðu til styrktar Regnbogabörnum UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir skráningar í verkefni sem felur í sér þróun á íslenskum talgreini. Undirtektir hafa verið góðar og þeg- ar hafa í kringum 1.000 manns veitt verkefninu lið og upptökur eru hafn- ar. Íslenskur talgreinir verður sett- ur á markað í haust en nú standa yf- ir upptökur af framburði fólks sem notaðar verða við þróun á honum. Verkefnið þarf á liðsinni Íslendinga að halda til að lesa texta sem inni- heldur öll hljóð í íslensku. Það þarf að vera dæmigert safn af þjóðinni, fólk sem er orðið 14 ára og eldra, jafnt kynjahlutfall og fólk úr öllum landshlutum. Liðsinni tvö þúsund Íslendinga er þörf við þróun íslenska talgreinisins en safna þarf upplýsingum fyrir vél- ræna greiningu á íslensku talmáli. Þannig þarf verkefnið á 1.000 sjálf- boðaliðum í viðbót að halda, sér- staklega úr aldurshópnum 18–25 ára. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til þess að hringja auk fólks af landsbyggðinni. Gríðarleg fram- tíð er í tungutækni, ef mögulegt er að tala við tækin og losna við lykla- borð, er hægt að minnka tækin enn meira. Ef svo dæmi séu tekin er hægt að tala við tæki í bíl, þá aukast við það þægindi og öryggi. Tungu- tæknin mun í framtíðinni koma alls staðar inn þar sem tæknibúnaður er notaður. Sú greining er síðan for- senda fyrir því að hægt sé að búa til lausnir til notkunar í síma- og tölvu- kerfum. Verkefnið, sem nefnist Hjal, er samstarfsverkefni Símans, Nýherja, Háskóla Íslands, Grunns gagna- lausna og Hex hugbúnaðar, auk þess sem Scansoft, þekkt erlent tungu- tæknifyrirtæki, kemur að verkefn- inu. Menntamálaráðuneytið styrkir verkefnið. Íslendingar hvar sem þeir eru staddir á landinu eru hvattir til þess að taka þátt í framsýnu verk- efni. Áhugasamir geta skráð sig á www.tungutaekni.is Vantar 1.000 manns til þróunar á íslenskum talgreini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.