Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓTRÚLEGA mikið hefur gengið á í gegnum tíðina í samstarfinu sem gengur undir nafninu Depeche Mode. Allur rokk og ról-pakkinn tekinn og það með stæl; höfuðpaur- inn horfinn þegar hæst lætur, söngvarinn nær dauða en lífi af dóp- neyslu, allir að springa af afbrýði- semi og öfund, gegndarlaust gjálífi og þjakandi þunglyndi. Mesta furða er að sveitin skuli enn vera starfandi eftir góða tvo áratugi í því helvíti sem þetta fordæmda en um leið far- sæla samstarf virðist hafa verið. Á dögunum komu út tvær Depeche Mode-plötur, eða skulum við segja hálf-Depeche Mode plötur því þær eru sólóplötur máttarstólpanna tveggja í bandinu, neistanna sem tendrað hafa þetta eldfima samstarf í gegnum tíðina. Annars vegar er um að ræða aðra sólóskífu aðallagahöfundarins Mart- ins L. Gores sem heitir Counterfeit² og hinsvegar fyrstu sólóskífu söngv- arans Dave Gahans Paper Mon- sters. Ólíkt því sem búast hefði mátt við er það Gahan sem semur allt efni á sinni plötu en Gore tók sér frí frá lagasmíðunum og ákvað að fá að láni lög frá öðrum. Plöturnar bera þó báðar sterk Depeche Mode-ein- kenni. Eru fullar af andstæðum; kaldar en um leið notalegar, fjar- lægar en um leið persónulegar og framúrstefnulegar en um leið kirfi- lega fastar í fortíð nýrómantíkur og hljóðgervlapopps. Vellíðan Gahan hafði aldrei samið lag fyrir Depeche Mode, allavega ekkert sem rataði á plötu – ein hugmynd sem hann átti að lagi rataði næstum því inn á Ultra. Allt frá því segist hann hafa lagt hart að sér að læra að semja lög og einsetti sér að einn góðan veðurdag ætti hann nógu mörg til að geta gefið út sólóplötu. Hann segist fyrst hafa tekið það alvarlega fyrir 3 árum. Eiginkona hans hafði þá verið að hvetja hann til að gera eitthvað við allar þessar hugmyndir sem hann hafði safnað í sarpinn í gegnum tíðina. Þó vildi hann vinna þetta efni með einhverj- um öðrum og leitaði því til kunn- ingja síns, Knox Chandler, sem hjálpaði honum við að fullklára lögin 10 sem enduðu á Paper Monsters. Og Gahan var ákveðinn í því hvaða upptökustjóra hann vildi fá. „Á meðan við vorum að vinna lög- in var það sérstaklega ein plata sem veitti mér mestan innblástur og hvatti mig til að gera betur. Hvert sem ég fór gekk ég með þessa plötu Sigur Rósar á mér, eins og hún væri biblían mín. Þegar ég heyrði fyrst í sveitinni þá kviknaði hjá mér þessi ótrúlega vellíðunartilfinning. Ég hlustaði stöðugt á þessa plötu, alls staðar. Það er bara eitthvað við þessa tónlist sem er algjörlega út úr kortinu. Þess vegna datt mér strax í hug Ken Thomas, upptökustjóri Sigur Rósar. Ég sendi honum nokkur lög, spurði hann síðar álits og hann sagði mér að lögin hefðu vakið upp vellíð- unartilfinningu hjá sér. Nákvæm- lega það sem ég vildi heyra, því ég vildi að plata mín myndi fá fólk til að líða vel,“ segir Gahan. Lög að láni Gore, sem hafði áður sent frá sér Conterfeit EP plötuna árið 1989, segir sína plötu sprottna af aðgerð- arleysi, hann hafi viljað hafa eitt- hvað fyrir stafni á meðan Gahan gerði sína sólóplötu. Það hafði reyndar lengi blundað í honum að gera eitthvað einn síns liðs og plata með lögum annarra var þar ofarlega á lista, að endurtaka leikinn frá því á fyrstu sólóplötunni 1989. „Mér hefur alltaf fundist að á meðan ég er hluti af Depeche Mode og aðallagasmiður sveitarinnar þá geti ég ekki verið að spreða lögum mínum í sólóverkefni. Ég er heldur ekkert sérlega afkastamikill.“ Gore segist alltaf hafa veitt því sérstaka athygli þegar tónlistarmenn eru að taka lög eftir aðra. Þá komi áhrifa- valdarnir svo sterkt í ljós. „Hér áður fyrr hafði ég mjög gaman af plötum Brians Ferrys (söngvari Roxy Music) þar sem hann tók lög eftir aðra og mig lang- aði einfaldlega að gera eina slíka. Ég komst líka að því eftir að vinnan að plötunni var hafin að ég fór að hlusta öðruvísi á tónlist annarra og veita henni meiri athygli. Ég upp- götvað heilmikið af tónlist þegar ég var að velja lög til að hafa á plöt- unni.“ Meðal listamanna sem Gore fær lög að láni frá á plötunni eru Nick Cave („Loverman“), Velvet Un- derground („Candy Says“) John Lennon („Oh My Love“), David Essex („Stardust“). Gore segist velja lög út frá tilfinn- ingunni. Skiptir þá engu hvaðan þau koma. Hann segist laðast sérstak- lega að einangrun og einveru. Lögin koma úr öllum áttum og spanna vítt tímaskeið, allt frá 4. áratug síðustu aldar til hins 10. Gore segir það einnig hvetjandi fyrir sig sem laga- smið að taka lög annarra, nú sé and- inn kominn yfir hann. Báðir ætla þeir Gahan og Gore að fara í stutta tónleikaferð til að fylgja eftir plötum sínum en eru sammála um að þeir geti ekki beðið eftir því að byrja að vinna saman aftur og spennandi verður að sjá hvort sóló- verkefnin komi til með að breyta áherslum eitthvað og hvort Sigur Rósar-aðdáandinn Gahan muni láta til sín taka áfram sem lagasmiður. Sigur Rósar-plata reyndist sem biblía Fölsun² er önnur sólóplata hins fjöl- hæfa Martins L. Gores. Pappírsskrímslið er fyrsta sóló- plata söngvarans Daves Gahans. Pólarnir tveir sem myndað hafa orku- sambandið Depeche Mode eru búnir að gefa út sína plötuna hvor. Skarphéðinn Guð- mundsson fjallar um einlífi þeirra Dave Gah- ans og Martin L. Gore. Counterfeit² og Paper Monsters eru komnar í verslanir. skarpi@mbl.is ROKKARARNIR síungu Rolling Stones héldu tónleika á Parken í Kaupmannahöfn á sunnudaginn var. Eins og við var að búast fjölmenntu íslenskir „stónsarar“ á tónleikana en hátt í 50 þúsund manns voru mættir til að sjá Mick Jagger og félaga „honka“ og „tonka“. Jón Ólafsson tónlistarmaður var þar á meðal. „Ég fór með frúna út og það voru þarna meðlimir Sálarinnar hans Jóns míns og fleiri menn úr poppbransan- um. Ég frétti af því fyrir tilviljun í vet- ur að þeir ætluðu að fara út á Stones og mér fannst þetta ágætis ástæða til að fara í helgarferð,“ segir hann en vill þó ekki meina að einhver lang- þráður draumur hafi þar með ræst. „Ég hef í sjálfu sér aldrei sett upp neinn lista af tónlistarmönnum sem ég verð að sjá áður en ég drepst, en ég sé samt alls ekkert eftir þessari ferð – þetta var mjög gaman.“ Jón hafði ekki séð Stones áður. „Ég hef verið frekar latur í gegnum tíðina – of latur – að fara bæði á fótboltaleiki erlendis og tónleika,“ segir Jón og hlær. „Þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru auðvitað fjörgamlir menn miðað við dægurtónlistargeirann, þótt það þyki ekkert gamalt í dag að vera sex- tugur. En það er óalgengara að sex- tugir menn séu hlaupandi um svið og út um allt eins og Mick Jagger var að gera. Það voru þó þarna nokkrir for- fallnir aðdáendur sem hafa séð þá oft áður og þeir höfðu á orði að það væri að hægjast á þeim smátt og smátt. Þeir stóðu sig samt rosalega vel og spiluðu mikið.“ Jagger tók sér hvíld „Stemmningin í áhorfendastúkunni var ákaflega góð og fólk tjúttaði við lögin. „Þeir tóku lög eins og „Honky Tonk Woman“ og „Jumpin’ Jack Flash“ og öll þessi lög sem við popp- ararnir höfum verið að tralla á sveita- böllunum í gegnum tíðina. Svo fóru þeir aftur í ræturnar og blúsuðu, sem mér fannst skemmtilegt. Rétt fyrir miðbik tónleikanna þurfti Jagger greinilega að fá smáhvíld því hann lét sig hverfa í 10 mínútur á meðan Keith Richards söng nokkur lög. Mér fannst það reyndar rosalega skemmtilegt, að sjá hann syngja. Síð- an kom Jagger aftur inn og í lokin var þetta algjör keyrsla.“ Jón segist þó sjálfur vera meiri Bítla-maður og honum hafi þótt söng- ur Keiths hápunkturinn: „Mér fannst skemmtilegast þegar Keith tók lagið og söng „Slipping Away“, því það var bæði svo fallegt og trist í leiðinni. Það var náttúrulega líka rosaleg stemmn- ing þegar þeir tóku „Honky Tonk Woman“. Þetta lag er nánast orðið eins og „Gamli Nói“, það er búið að vera svo lengi í eyrunum á manni. En þegar maður heyrir Stones spila það, nennir maður alveg að hlusta á þetta lag. Svo tóku þeir gamlan blús sem heitir „Midnight Rambler“. Það var mjög skemmtilegt. Þeir voru alveg kortér-tuttugu mínútur að juða á því með allskonar tempóbreytingum og gaman að fylgjast með Charlie Watts þar.“ Jón kveðst því hæstánægður með tónleikana og ekki skemmdi fyrir að hann sat á besta stað. Íslendingar sóttu Rolling Stones á Parken Stemmning á Stones Fourty Licks – tónleikaferð Roll- ing Stones stendur nú yfir. Um þessar mundir liggur leið hljóm- sveitarinnar um Evrópu og verða næstu tónleikar haldnir í Stokk- hólmi, Hamborg, Prag, Hann- over og Rotterdam. www.rollingstones.com Mick Jagger var að vanda á fleygiferð um sviðið í Parken þótt spekingar segi að hann sé farinn að þeysa nokkuð hægar. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Bi.14. with english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B i. 12 Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 YFIR 42.000 GESTIR!  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÓHT Rás 2 KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Frábær rómantísk gamanmynd. Þegar tveir ólíkir einstaklingar verða strandaglópar á flugvelli, getur allt gerst. X - IÐ DV SG. DV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.