Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BM-VALLÁ hefur keypt öll hluta- bréf í Möl og sandi á Akureyri og er stefnt að því að félögin tvö verði sameinuð í eitt undir nafni BM- Vallár um áramót. Kaupverð er ekki gefið upp. Starfsfólki Malar og sands var tilkynnt um eigenda- skiptin á fundi síðdegis í gær en alls starfa hjá félaginu á bilinu 25– 30 manns. Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi, sagði að kaupin ættu sér um tveggja ára aðdraganda. „Við fór- um að tala saman fyrir um tveimur árum, en síðan fóru hlutirnir að gerast hratt í síðustu viku og við gengum frá málinu nú um helgina,“ sagði Hólmsteinn. Af- komendur Hólmsteins Egilssonar, föður Hólmsteins framkvæmda- stjóra, áttu um 70% hlut í Möl og sandi. Hólmsteinn eldri keypti meirihluta í félaginu ásamt Sverri Ragnars árið 1955. „Ég hef verið viðloðandi þetta fyrirtæki frá 10 ára aldri og þetta er orðið ágætt,“ sagði Hólmsteinn, en hann mun starfa hjá félaginu fyrst um sinn. „Þetta er langur tími og ég hef sagt að ef menn hafa gaman af vinnunni sinni eiga þeir að halda áfram meðan þeir hafa krafta til, en ef áhuginn dvín eiga þeir að hætta.“ Mestu verðmætin fólgin í góðu starfsfólki Möl og sandur er tæplega 60 ára gamalt fyrirtæki, stofnað árið 1946 þegar mikill framfara- og fram- kvæmdahugur var í mönnum eftir góðæri hernámsins, bygginga- framkvæmdir voru í miklum blóma og eftirspurn eftir byggingarefni mikil. „Fyrirtækið stendur vel og hef- ur á að skipa traustum mannskap, en það er ekki síst góðu starfsfólki að þakka að fyrirtækið hefur vaxið og dafnað. Margir hafa haldið tryggð við okkur áratugum saman og það hefur verið okkur dýrmætt, í raun má segja að mestu verð- mæti fyrirtækisins séu fólgin í starfsfólkinu,“ sagði Hólmsteinn. Víglundur Þorsteinsson, formað- ur stjórnar BM-Vallár, sagði að Möl og sandur félli vel að starf- semi fyrirtækisins. „Við höfðum áhuga á þessu fyrirtæki af því það er vel rekið og traust og eins sjáum við mikil sóknarfæri á Eyja- fjarðarsvæðinu og Norðurlandi,“ sagði Víglundur. BM-Vallá er að meirihluta í eigu fjölskyldu hans, en félagið var stofnað árið 1956, þó rekja megi upphaf þess lengra aft- ur eða til áranna í kringum seinna stríð. Fyrirhugað að auka starfsemina nyrðra Víglundur sagði að fyrirhugað væri að samnýta ýmsa framleiðslu- þætti fyrirtækjanna og þannig skapa aukið hagræði. „Við munum flytja okkar vöruframboð norður og auka þannig starfsemina hér á svæðinu, en við gerum ráð fyrir að næsta vor muni allar okkar vörur standa til boða hér norðan heiða sem væntanlega leiðir til aukinnar heildarsölu,“ sagði Víglundur. Hann sagði fyrirtækið hafa mótað sér þá stefnu að starfa á vaxt- arsvæðum landsins og Eyjafjörður væri tvímælalaust slíkt svæði sem og Austurland. Þar hefði fyrirtæk- ið þegar haslað sér völl með því að setja upp starfsstöð á Reyðarfirði þar sem væri steypustöð og önnur framleiðsla. „Nú höfum við opnað starfsstöð á Akureyri og munum á næstu mánuðum koma henni í það horf sem við höfðum sett okkur. Samruni fyrirtækjanna á að ganga í gegn á næstu mánuðum og verða lokið um áramót og næsta vor verða framkvæmdir að fullu komnar fram.“ Víglundur sagði það stefnu fyrirtækisins að auka starfsemina nyðra. „Við greindum starfsfólki frá okkar fyrirætlunum og fórum yfir stöðuna og gerðum því skýra grein fyrir að alls ekki stæði til að draga úr starfseminni hér, en augljóslega hugsar fólk fyrst um sinn hag þegar nýir eig- endur taka við rekstri fyrirtækja sem það vinnur hjá,“ sagði Víg- lundur. Hólmsteinn sagði að mikill upp- gangur hefði verið á Akureyri síð- astliðinn tvö ár og mikið að gera. „Síðasta ári var mjög gott og mér sýnist sem þetta ár verði enn betra, það er mjög mikið verið að byggja um þessar mundir,“ sagði hann og nefndi að það væri ekki síst í kringum framhaldsskólana og háskólann sem aukin umsvif hefðu skapast. Ársvelta hjá Möl og sandi var um 250 milljónir króna á síðasta ári. Hólmsteinn nefndi að samruni fyrirtækja ætti sér stað í öllum greinum atvinnulífsins. „Stærri og öflugri einingar eru betur í stakk búnar til að sinna t.d. þróunar- og markaðsstarfi og koma þannig til móts við kröfur viðskiptavina. Því stærri einingar, þeim mun betur getur fyrirtækið komið til móts við þær kröfur sem gerðar eru,“ sagði Hólmsteinn. „Ég tel að þessi eig- endaskipti nú muni hafa jákvæðar afleiðingar fyrir starfsfólk, fyrir- tækið og bæjarfélagið í heild.“ BM-Vallá hefur keypt öll hlutabréf í fyrirtækinu Möl og sandi á Akureyri Sjáum mikil sóknarfæri á Eyjafjarðar- svæðinu Morgunblaðið/Margrét Þóra Víglundur Þorsteinsson og Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, virða fyrir sér athafnasvæði Malar og sands við Glerá. Morgunblaðið/Margrét Þóra Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM-Vallár, og Hólmsteinn Hólm- steinsson, framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi, við einn af bílum félagsins. Akureyri. Morgunblaðið. HELMINGUR íslenskra kvenna sem leita á kvennadeild, eða 54,7%, hafa einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Af þeim hefur helmingurinn, eða fjórðungur allra kvenna sem leita á kvennadeild, orðið fyrir langvarandi áhrifum af þeirri reynslu. Þá kemur einnig fram í grein í læknatímaritinu Lancet að langfæstar kvennanna hafi rætt þessa reynslu sína við kvensjúkdóma- lækni í síðustu heimsókn eða innan við 4%. Kynferðislegt ofbeldi algengast á Íslandi Þóra Steingrímsdóttir, læknir á kvennadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, sá um framkvæmd rann- sóknarinnar, sem er samnorræn, á Ís- landi. Rannsóknin er mjög viðamikil og segir Þóra að einungis hafi verið unnið úr hluta af niðurstöðunum. Við komu á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss var spurningalisti lagður fyrir eitt þúsund íslenskar konur yfir 18 ára aldri en 67% svör- uðu listanum. Þá tók könnunin einnig til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Listarnir voru lagðar fyrir allar konur sem leituðu á kvenna- deild, aðrar en þær sem komu þangað vegna meðgöngu og fæðingar. Þóra segir tölurnar fyrir Ísland vera nokkuð svipaðar og á hinum Norðurlöndunum en þó skeri Ísland sig úr hvað kynferðislegt ofbeldi varð- ar en alls sögðu 33% íslensku þátttak- endanna að þau hefðu einhvern tím- ann á ævinni orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldinu var skipt í þrjá flokka, vægt, miðlungs og alvarlegt. Af þeim íslensku konum sem sögðust hafa verið beittar alvarlegu kynferð- islegu ofbeldi, þ.e. samræði, sögðu 10,4% að ofbeldið hefði verið fyrir átján ára aldur, 8,9% voru átján ára eða eldri og 3,1% voru beittar slíku of- beldi bæði fyrir og eftir átján ára ald- urinn. Þá sögðust 26,3% kvennanna ekki hafa jafnað sig á því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Þóra segir að í rannsókninni hafi meðal annars hafi verið spurt hvort viðkomandi kona hafi einhvern tím- ann fengið líflátshótun og að 8% kvenna sem leita á kvennadeild hafi svarað því játandi. Algengast var þó í Finnlandi að konu hefði verið hótað lífláti en 20% finnsku þátttakenda sögðust hafa orðið fyrir því. Í inngangi greinarinnar í Lancet er vitnað til yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þar sem kemur m.a. fram að ríki heims skuli tafarlaust leita allra viðeigandi leiða til að afnema ofbeldi gegn konum. Hætt við rangri greiningu Þóra segir rannsakendurna hafa lagt upp með þá tilgátu að þær konur sem hafi orðið fyrir kynferðislegu of- beldi verði til þess að þær fái frekar ýmiss konar einkenni frá kynfærum og þurfi því oftar að leita til kvensjúk- dómalæknis en aðrar konur vegna ýmiss konar kvilla. Sárafáir læknanna vita af því að sjúklingurinn hefur verið beittur kynferðislegu of- beldi. „Þó svo að við vitum að þetta er örugglega jafnmikill valdur að ýms- um sjúkdómum eða einkennum eins og t.d. reykingar og háþrýstingur, þá skirrumst við við að spyrja. Konurnar gera sér enga grein fyrir því að þetta skipti máli og segja okkur ekki frá þessu heldur,“ segir Þóra. Í grein Lancet segir að hætt sé við því að slíkir sjúklingar fái ekki rétta sjúkdómsgreiningu. Þeim er einnig hætt við því að endurlifa misnotk- unina í skoðun hjá lækninum og því að finnast þær vera niðurlægðar og hættan sé meiri viti læknirinn ekki af ofbeldisreynslunni. Því er það til bóta ef kvensjúkdómalæknir spyr sjúk- linginn um þessa hluti í upphafi heim- sóknar. Hann gæti svo rætt um það við viðkomandi hvernig best sé að framkvæma skoðunina, eða hugsan- lega sleppa einhverjum hluta hennar, til að komast hjá því að valda sjúk- lingnum frekari áföllum. Þá velta greinarhöfundar í Lancet því einnig fyrir sér hvers vegna ein- ungis helmingur þeirra sem beittar eru ofbeldi segist enn líða fyrir þessa reynslu sína. Ástæða þess að sumar konur finna ekki fyrir áhrifum kann að vera sú að þær hafi leitað sér hjálp- að og unnið úr reynslunni, hafi ekki verið beittar eins alvarlegu ofbeldi eða séu ekki eins viðkvæmar fyrir of- beldi. Þá segir að með því að skoða betur þennan hóp mætti fá vísbend- ingar um hvernig unnt sé að bæta meðferð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Þá er einnig velt upp þeirri spurningu hvort vera kunni að sumar þessara kvenna tengi ekki saman orsökina og afleiðinguna og séu í raun að kljást við afleiðingarnar á degi hverjum en tengi þær ekki of- beldinu. Rannsókn meðal kvenna sem leituðu til kvennadeildar Landspítalans Helmingur kvenna einhvern tímann orðið fyrir ofbeldi Fleiri brottflutt- ir Íslend- ingar en aðfluttir Á ÖÐRUM fjórðungi ársins fluttu 730 einstaklingar til landsins og 697 frá því. Brott- fluttir Íslendingar voru 82 fleiri en aðfluttir en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 115 fleiri en brottfluttir, sam- kvæmt tölum frá Hagstofu Ís- lands. Straumur fólks til höfuð- borgarsvæðisins heldur áfram og eru aðfluttir á höfuðborg- arsvæðið 136 fleiri en brott- fluttir á öðrum fjórðungi árs- ins. Af einstökum sveitarfélögum fluttust flestir til Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, en flestir frá Stykk- ishólmi, Garðabæ og Kópa- vogi. Aðeins tvö landsvæði utan höfuðborgarsvæðisins voru með fleiri aðflutta en brott- flutta. það voru Austurland, þar sem fjölgaði um 63 ein- staklinga, og Norðurland eystra þar sem við bættust 22. Flestir fluttu frá Vesturlandi og Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.