Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskylduhátíð á Blönduósi Matur og menn- ing í fyrirrúmi FjölskylduhátíðinMatur og menningverður haldin á Blönduósi helgina 18.-20. júlí. Hátíðin er síðbúið af- mæli Blönduósbæjar auk þess að vera ætlað að vekja athygli á bænum og matvælaframleiðslu þar. Jóna Fanney Friðriksdótt- ir er bæjarstjóri á Blöndu- ósi. Segðu mér frá hátíðinni? Hugmyndin á bak við fjölskylduhátíðina Mat og menningu er að hún verði fyrsta skrefið í að kynna öfluga atvinnustefnu Blönduósbæjar fyrir bæði almenningi og stjórnvöld- um enda verður slík at- vinnustefna ekki unnin nema í góðu samstarfi við þau. Síðustu mánuði hafa bæjar- yfirvöld og íbúar hér unnið að framtíðarsýn sveitarfélagsins til ársins 2013. Við einsetjum okkur að það verði í náinni framtíð þekkt fyrir að leiða rannsóknir, eftirlit og frumkvöðlastarf á sviði mat- vælaiðnaðar á Íslandi. Frá síðari hluta nítjándu aldar hefur Blönduós verið í forystu í verslun, þjónustu og stjórnsýslu í Húna- vatnssýslu og atvinnulífið byggst aðallega á landbúnaði og síðar fiskveiðum. Á síðustu áratugum hefur störfum hins vegar fækkað og landbúnaður dregist saman. Okkur fannst það lífsspursmál að bregðast við þróun þessara at- vinnugreina sem afkoma okkar byggist á. Í gegnum vinnuferlið komumst við að því að Blönduós- bær hefur allt til að bera til að vera leiðandi matvælabær. Hér eru t.d. skilyrði til rannsóknareft- irlits á sviði matvælaiðnaðar mjög góð. Við höfum þegar lokið um- fangsmiklum framkvæmdum í fráveitumálum og höfum með því skapað okkur sérstöðu meðal byggðarlaga af sömu stærðar- gráðu. Í vetur vígði umhverfisráð- herra hér nýja hreinsistöð sem stenst fyllilega allar nútímakröfur í umhverfismálum. Þetta tel ég að sé mjög mikilvægt þar sem um- hverfismál skapa sífellt meiri sess og ekki þá síst í tengslum við mat- vælaiðnað.Við erum því búin að undirbúa jarðveginn vel og höfum fylgt tilskipun Evrópubandalags- ins í umhverfismálum, þrátt fyrir að lokahnykkurinn sé eftir á smá- kafla sunnan Blöndu. Staðsetning Blönduósbæjar sem matvælabæj- ar er einnig kostur þar sem við er- um miðja vegu á milli höfuðborg- arsvæðisins og stærsta þéttbýliskjarna Norðurlands. Hér er mikið landbúnaðarhérað, gjöful fiskimið og stærstu og bestu lax- veiðiár landsins. Þjónusta á sviði sýnatöku og eftirlits sem matvælafyrirtæki sækja út fyrir héraðið í dag er dæmi um þá starfsemi sem við viljum koma á hér í framtíðinni. Með atvinnustefnunni einsetjum við okkur einnig að gera Blönduós að áningarstaður Norðurlands vestra enda enginn þéttbýliskjarni beint við þjóðveginn allt frá Borgarnesi að Akur- eyri, fyrir utan Varma- hlíð, svo að það er upp- lagt fyrir fólk að koma hér við. Ég tel það mikla auðlind að Blönduós sé við þjóðveginn en við þurfum að vera duglegri við að ná þeim ferðalöngum inn í bæinn okkar því hann hefur upp á margt að bjóða sem fólk veit einfaldlega ekki af. Það er t.d. hægt að fara í göngu- ferð út í náttúruperluna Hrútey og kíkja svo í kaffisopa á einu besta kaffihúsi landsins, Bláa hús- inu, eða kíkja á Heimilisiðnarsafn- ið sem er eitt sinnar tegundar á landinu. Við erum með ýmsar hugmyndir og erum að leggja drög að því að útbúa hér jafnvel veglegan húsdýragarð þar sem fólk getur notið þess að stoppa með börnin á þessari leið. Hvernig var undirbúningi há- tíðarinnar háttað? Undirbúningurinn hófst núna í janúar, sérstakur stýrihópur vann forvinnuna en síðan héldum við tvo fjölmenna vinnufundi með íbú- um svæðisins. Niðurstöður og hugmyndir koma því frá íbúunum sjálfum. Einnig var haldið fjöl- mennt íbúaþing núna í vor þar sem við kynntum stefnuna og þá komu einnig fram margar góðar hugmyndir. Ég tel það mikilvægt að vinna slíka vinnu með íbúum svæðisins og gaf það góða raun. Hvað verður á dagskránni? Hátíðin stendur í þrjá daga en megindagskrá hennar verður á laugardeginum frá kl. 13–17. Þá höldum við matarboð fyrir gesti og gangandi og eru allir velkomn- ir. Á boðstólum verða ýmiss konar nýir réttir frá matvælafyrirtækj- unum sem matreiðslumeistari hefur þróað í samvinnu við þau. Rækjuvinnslan Særún er t.d. að þróa rækjurétt sem verður svona sérstakur „blöndóskur“ réttur. Afurðirnar koma allar héðan, rækjur, kjöt, fiskur, mjólkuraf- urðir og svo tekur náttúrulega Vilko og fjöldi annarra fyrirtækja þátt. Hér verða líka trúðar og töframenn, harmon- ikkuleikur og dansleik- ur þar sem konungar sveitaballanna Land og synir mæta konungi norðursins Hall- birni Hjartarsyni. Verður hátíð aftur að ári? Við ætlum okkur að halda hátíð- ina árlega í tengslum við afmæli Blönduósbæjar, sem reyndar er fjórða júlí. Því er um að ræða alls- herjar afmælis-, menningar-, mat- ar- og fjölskylduhátíð…og nú er bara að láta sjá sig! Jóna Fanney Friðriksdóttir  Jóna Fanney Friðriksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1963 en fluttist 12 ára gömul til Ísafjarð- ar. Hún lauk M.A. prófi í fjöl- miðlafræðum og stjórn- málafræði frá Freie Universität í Berlín árið 1992. Hún hefur m.a. starfað sem blaðamaður og við framkvæmdastjórn landgræðslu- samtaka og veffyrirtækis. Jóna Fanney tók við starfi bæjarstjóra á Blönduósi í ágúst sl. en starfaði þar áður sem atvinnuráðgjafi á Húsavík. Sambýlismaður hennar er Hjörtur Karl Einarsson, íþróttakennari og tamn- ingamaður, og eiga þau samtals fjögur börn. Tækifæri til að kynnast Blönduósi 18.950 kr. 12.990kr. 19.990 kr. 14.990kr. Reiðhjól MT 24971) 24“, 21 gíra 3899922 Dual suspension. Demparar og V-bremsur að aftan og framan. Álfelgur. Falcon Index Derailleur gírar með gripskiptingu. Reiðhjól 2697A 1) 26“, 21 gíra 3899920 Dual suspension. Demparar og V-bremsur að aftan og framan. Álfelgur. Falcon Index Derailleur gírar með gripskiptingu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 21 73 8 0 7/ 20 03 frábært verð á flottum hjólum 1) Flaska á mynd er aukabúnaður. SÍMAR eru hið mesta þarfaþing nútímafólks og ekki er verra að koma sér í samband við umheiminn strax á unga aldri. Óliver Enok nýtti sér tæknina og sló á þráð- inn til föður síns sem þá var staddur úti á sjó. Brynjar Leó hélt honum félagsskap á meðan en þeir félagar una sér vel í Hreiðarsstaðakoti í Svarfaðardal. Morgunblaðið/Ragnhildur Fljót að tileinka sér tæknina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.