Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HVAÐ er það sem veldur að menn sem ég vil kalla ævintýramenn geta vaðið uppi í bankakerfinu og fengið lánaða peninga í vonlaus fyrirtæki sem fyrirfram er vitað að ganga ekki upp, eins og t.d. kvótalaus útgerð? Eru það bankastjórarnir eða eru þessir ævintýramenn svona klókir að bera á borð fyrir þá útreiknuð dæmi sem þeir trúa sjálfir að séu pottþétt þó að aðrir sjái að þau séu vonlaus frá fyrsta degi? Ég er með dæmi þar sem aðili keypti sér kvótalausan bát og taldi fjórum öðrum aðilum trú um að þetta væri það eina rétta, og þeir mundu geta orðið efnamenn á nokkr- um árum. Nú varð hann að finna bankastjóra sem tryði á dæmið, og eftir nokkra leit fannst hann og dæmið var sett uppá fallegt blað sem leit út fyrir að vera trúverðugt. Síðan var skrifað undir kaupin og banka- stjórinn beið í startholunum með peningana sem hann ætlaði að lána í ævintýrið. Fyrsta fyrirtækið var stofnað og byrjað með ákefð, því ekki vantaði dugnaðinn í þessa menn. Bankinn þurfti strax að reiða út 5 milljónir í startið, því ekki áttu þeir neitt sparifé. Þá var annað fyrirtæki stofnað og stórt veiðarfærahús keypt og lét bankastjórinn nokkrar milljónir þar. Þetta ævintýri spannaði rúmlega 2 ár, en þegar skuldirnar voru orðnar um 50 milljónir var eitt fyrirtækið enn stofnað og skipt um kennitölu. Var þá búið að stofna fjögur fyrir- tæki í allt. Bankastjórinn sat ekki auðum höndum, því hann var búinn að lána í ævintýrið um 30 milljónir á 24 mán- uðum og var alls ekki hættur, því alltaf var hægt að treysta á bankann því þessi ágæti aðili gat alltaf sett dæmið þannig upp að það gengi bankastjóranum beint í hjartastað. Öll ævintýri taka enda, en þetta virðist ætla að lifa því sama dag og annað fyrirtækið af fjórum var gert gjaldþrota með skuldir uppá liðlega 40 milljónir reiddi bankastjórinn út 9 milljónir bakdyramegin til sama að- ila úr sama bankanum. Ég veit ekki hvaða aðferð var notuð í þetta skiptið en ég veit hún virkaði vel. Þetta væri kannski í lagi ef banka- stjórinn væri að spila með sitt sparifé og ævintýramaðurinn einn í útgerð, en svo er ekki. Það er nefni- lega fullt af saklausu fólki sem dróst inn í leikinn sem átti eftir að taka út sínar þjáningar. Þetta er ekki búið þótt skútan sé löngu sigld í strand. Menn höfðu sett nöfn sín á lán uppá margar milljónir sem aldrei hefur verið borgað af. En ævintýra- maðurinn og bankastjórinn fara ekki endilega verst út úr þessu, því þeirra samspil var pottþétt, það eru hinir sem liggja í valnum gjaldþrota og jafnvel húsnæðislausir og eiga sér ekki viðreisnar von í mörg ár. Við berum öll ábyrð á okkar gjörð- um, eða eigum að gera það allavega. En ég spyr, hvar er rótin að þessum harmleik? Er hún hjá þeim sem bað um lánið? Eða hjá þeim sem opnaði flóðgáttir bankans og nærði gjörn- inginn? Rótin er hjá bankanum og hver ber ábyrgðina þar? Er það ekki bankastjórinn? Ég veit að ábyrgir bankastjórar vinna ekki svona. GUÐRÚN S. VALDEMARSDÓTTIR, Selvogsbraut 37, Þorlákshöfn. Ævintýramenn Frá Guðrúnu S. Valdemarsdóttur: MIKIL reisn er yfir framsóknar- mönnum. Nú er að koma í ljós hvers vegna þeir þurftu að losa sig við Byrgismenn út úr Rockville. Þeir ætla að opna þar her- og flugminja- safn. Þetta hefur örugglega legið á teikniborðinu hjá þeim strax frá upphafi. Þetta er flokkurinn sem hafði slagorðið „fólk í fyrirrúmi“. Reyndar slógu þeir líka fram millj- arð í fíkniefnavarnir. Og gáfu þar með í skyn að þeir bæru svo mikla umhyggju fyrir þeim málaflokk. Það kom samt ekki í veg fyrir að ryðja líknarsamtökum burt úr Rockville og hnoða þeim í húsnæði sem rúm- aði aðeins helming þeirra vistmanna sem voru vistaðir í Rockville. Ég átti hér fyrir kosningar í ritdeilum við Kristin H. Gunnarsson um milljarð- inn og Rockville. Ég vona að hann sé stoltur yfir þessari gjörð. Fyrir mér hefur bæði hann og Framsókn misst allt traust ef það hefur þá nokkurn tíma verið til staðar. Á honum skild- ist manni að Framsóknarflokkurinn væri svo mikill velferðarflokkur og bæri heill þessarar stofnunar fyrir brjósti. Í Víkurfréttum er rætt við Hjálm- ar Árnason um þessa „góðu“ hug- mynd. Ég verð að segja að ég á ekki orð yfir þetta. Er ekki til glóra í haus á þessum bæ? Ég auglýsi hér með eftir mann- úðarstefnu Framsóknarflokksins. Hún er einhvers staðar vandlega fal- in og kemur bara fram í dagsljósið rétt fyrir kosningar og þá helst í formi milljón króna auglýsinga. Fer ekki að verða kominn tími til að leggja niður þetta fornaldarskrímsli, sem hefur enga stefnu í neinum mál- um, engin prinsipp, og enga reisn, ekkert nema viljann til að halda völdum og sitja við kjötkatlana. Von- andi fá þeir bráðlega það sem þeir eiga skilið. Ég legg til að Framsókn- arflokkurinn verði lagður niður og hann eins og hann leggur sig verði settur í geymslu í Rockville. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, Ísafirði. Fólk í fyrirrúmi – forgangsröðun framsóknarmanna Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.