Morgunblaðið - 16.07.2003, Page 26

Morgunblaðið - 16.07.2003, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VARNARLIÐSMAÐURINN sem úrskurðaður hefur verið í gæslu- varðhald til 3. september var af- hentur Bandaríkjamönnum til varðhaldsvistar að uppfylltum skil- málum sl. föstudagskvöld. Fram hefur komið að maðurinn hefur eitthvert ferðafrelsi innan varnar- svæðisins. Sigurður Líndal lagaprófessor bendir á að í dómi Hæstaréttar, þar sem gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var staðfestur, sé út af fyrir sig ekki tekin afstaða til þess hvernig skuli haga gæsluvarðhaldinu. Hins veg- ar sé kveðið á um gæsluvarðhald í ákvæðum laga um meðferð opin- berra mála nr. 19/1991, sérstak- lega í 108. grein. Auk þess er að finna ákvæði um gæsluvarðhald í lögum um fangelsi og fangavist nr. 48/1988. Þá eru settar ítarlegar reglur um framkvæmd gæsluvarð- halds í reglugerð sem sett var árið 1992. Gæslan komi að gagni og góð regla haldist í gæslunni Umrædd 108. grein laga um meðferð opinberra mála er svo- hljóðandi: „1. Gæsluvarðhaldsfangar skulu sæta þeirri meðferð sem nauðsyn- leg er til þess að gæslan komi að gagni og góð regla haldist í gæsl- unni, en varast skal að beita þá hörku eða harðýðgi. Um gæsluna gilda annars þessar reglur: a. gæsluföngum er heimilt að útvega sér sjálfir og taka við fæði og öðr- um persónulegum nauðsynjum, þar á meðal fatnaði, b. gæslufang- ar skulu því aðeins látnir vera í einrúmi að rannsóknarnauðsynjar krefji, en þó skulu þeir ekki gegn vilja sínum hafðir með öðrum föngum, c. gæslufangar eiga rétt á heimsóknum; þó getur sá sem rannsókn stýrir bannað heimsókn- ir ef nauðsyn ber til í þágu rann- sóknar; rétt er þó að verða við ósk- um gæslufanga um að hafa samband við lækni eða prest, ef þess er kostur; um rétt verjanda til viðtals við gæslufanga fer eftir 42. gr., d. gæslufangar mega senda og taka við bréfum og öðrum skjöl- um; þó getur sá sem rannsókn stýrir látið athuga efni bréfa eða opinberum aðilum eða ein um bréf án þess að efni þ athugað.]1)[3.]1) Dóms herra skal setja nánari re tilhögun gæsluvarðhalds reglugerð, 2) þar á meðal ari framkvæmd þeirra atr 1. mgr. getur.[[4.]1) Gæ haldsfanga er heimilt að riði sem varða gæsluvarð undir dómara eftir ákvæ gr.]3)“ Gæsluvarðhald í sam við íslensk lög „Aðalreglan er sú að m gæsluvarðhald í fangels Sigurður Líndal. „Það ve að hafa það vel í huga a varðhald er engin refsiv þessu tilfelli, heldur er þ tryggja sönnun og uppl annarra skjala og kyrrsett þau ef nauðsyn ber til í þágu rannsóknar; gera skal sendanda viðvart um kyrrsetningu, ef því er að skipta, e. gæslufangar mega lesa dagblöð og bækur, svo og fylgjast með út- varpi; þó getur sá sem rannsókn stýrir takmarkað aðgang gæslu- fanga að fjölmiðlum ef nauðsyn ber til í þágu rannsóknar, f. gæslu- föngum er, eftir því sem unnt er, heimilt að útvega sér vinnu meðan á gæsluvarðhaldi stendur.[2. Þrátt fyrir ákvæði d-liðar 1. mgr. mega gæsluvarðhaldsfangar taka við og senda bréf til dómstóla, dómsmála- ráðherra, umboðsmanns Alþings og verjanda síns án þess að efni þeirra sé athugað. Dómsmálaráð- herra er heimilt að setja í reglu- gerð ákvæði um að gæsluvarð- haldsfangar megi senda öðrum Lagaprófessorar segja að varnarliðinu beri að framk Ótrúlegt hefur f á varna Lagaprófessorarnir Sigurður Línda Jónatan Þórmundsson segjast eiga með að trúa því að Bandaríkjame framkvæmi gæsluvarðhaldið yfir v arliðsmanninum með þeim hætti veita honum ferðafrelsi innan var arsvæðisins. Ljóst sé að varnarliðið að haga varðhaldsvistun mannsins kvæmt reglum íslenskra laga. SENDIHERRA Bandaríkjanna var boðaður á fund í utan- ríkisráðuneytinu í gær- morgun þar sem hon- um var tjáð að ráðuneytið teldi gæslu á varnarliðsmanninum, sem játað hefur að hafa stungið mann í Hafn- arstræti, vera of los- aralega og vildi að hún yrði hert. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, segir að samsvarandi skila- boðum hafi einnig verið komið á framfæri við aðmírálinn á Keflavíkurflugvelli. Ekkert liggur enn fyrir um við- brögð af hálfu varnarliðsins og ekki voru sett nein tímamörk af hálfu ís- lenska utanríkisráðuneytisins. Hvorki sendiherra Bandaríkjanna né varnarliðið á Keflavíkurflugvelli vildi tjá sig um málið þegar Morgunblaðið leitaði til þeirra í gær. Ólík túlkun á hugtakinu vörslu Að sögn Gunnars Snorra var í sam- komulagi milli utanríkisráðuneytisins og varnarliðsins var kveðið á um vörslu eða enska orðið „custody“ eða vörslu án þess að hún væri skilgreind sérstaklega og segir Gunnar Snorri greinilegt að túlkun varnarliðsins á henni sé önnur en íslenska utanrík- isráðuneytisins. Gunnar Snorri segir ann telja Íslen að aðalatriði í m bæjardyrum B að íslensk stjór samningsskuldb fram hjá því mæ „Eftir nokkr til baka sættis taka okkar sjón segir Gunnar S sagðist þó ekki um á Keflavíku mæli þar um en þessu á framfæ raunar einnig áhyggjum okka mírálinn þannig verið til skila ha komið á framfæ Aðspurður s málið að svo stö ríkjamanna. Þe öruggri vörslu hans sé ekki j isráðuneytið ha leggja áherslu á ekki hluti af re til þess að tryg sé til staðar þ fram.“ Gunnar Snor tímamörk sett a neytisins um muni væntanleg meta hvaða kos „Við höfum ein sjónarmiðum á um að sjá til segir Gunnar Sn ráðuneytið hafa komið því á framfæri við sendiherrann að ráðu- neytinu hafi þótt fyrir- komulag vörslu sak- bornings á Keflavíkurflugvelli, eins og greint hafi verið frá því í fréttum, heldur losaralegt og að ráðu- neytið vildi að það væri tekið til athugunar og hert yrði á gæslunni. Fyrirkomulagið væri í ósamræmi við efni og anda þess samkomu- lags sem gert hefði ver- ið. Þótt utanríkisráðu- neytið hafi ekki sérstaklega skilgreint vörslu í sam- komulaginu hafi skilningur þess verið sá að hún væri í samræmi við íslensk- ar reglur þar um. Málið virðist vera nokkuð við- kvæmt fyrir Bandaríkjamönnum og hafði sendiherrann uppi varnir vegna fyrirkomulag gæsluvarðhaldsins. Gunnar Snorri segir hann hafa lagt áherslu á það að í bandarísku réttar- fari sé meginreglan sú að maður sé saklaus uns hann hefur verið dæmd- ur og gæsluvarðhald komi eingöngu til ef hætta sé talin á að sakborn- ingur leggi á flótta eða sé hættulegur umhverfi sínu. Hvorugt sé til staðar í þessu tilviki varnarliðsmannsins sem játað hefur að hafa stungið manninn í Hafnarstræti. Þá segir Gunnar Snorri sendiherr- Sendiherra Bandaríkjanna kallaður á fund í utanríkisr Farið fram á að gæsla y varnarliðsmanninum verð Gunnar Snorri Gunnarsson GEGN ALMANNAHAGSMUNUM ÓTRÚLEG FRAMKOMA BANDARÍKJAMANNA Engu er líkara en Bandaríkja-menn séu að storka Íslend-ingum með því fyrirkomulagi sem upplýst er að þeir hafi á vörzlu varnarliðsmannsns sem mikið hefur verið í fréttum síðustu daga. Atburðarásin í þessu máli er að skýrast. Hæstiréttur Íslands, æðsti dómstóll landsins, hefur kveðið upp úr um það að lögsaga þessa máls sé í höndum ríkissaksóknara. Hæstirétt- ur hefur jafnframt staðfest undir- réttardóm um gæzluvarðhald yfir varnarliðsmanninum til 3. septem- ber. Staða málsins í íslenzka stjórn- kerfinu er því alveg skýr. Það er ekki jafnaugljóst hvers vegna embætti ríkissaksóknara tók ákvörðun um að afhenda bandaríska varnarliðinu manninn til vörzlu. Rík- issaksóknari hefur ekki gert opin- berlega grein fyrir þeim rökum sem legið hafa til grundvallar þeirri ákvörðun hans. Hann þarf að gera það. Eins og þetta mál hefur þróazt á almenningur kröfu á því að vita hver þau rök eru. Hins vegar er alveg ljóst að varn- arliðsmaðurinn var afhentur Banda- ríkjamönnum eftir að yfirmenn varnarliðsins höfðu undirritað yfir- lýsingu sem í fólst loforð um að hon- um yrði haldið í gæzluvarðhaldi á varnarsvæðinu eins og um gæzlu- varðhald í íslenzkri lögsögu væri að ræða. Ljóst er að Bandaríkjamenn hafa brotið þetta samkomulag. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, skýrir frá því í Morgunblaðinu í dag að bandaríski sendiherrann á Íslandi hafi skýrt þetta samningsbrot Bandaríkjamanna á þann veg að þeir leggi annan skilning í enska orðið yf- ir gæzluvarðhald en við gerum. Slík- ar skýringar eru útúrsnúningur. Bandaríkjamenn hafa nægilega fjöl- mennt starfslið á Íslandi til þess að geta verið vel upplýstir um hvernig gæzluvarðhald er framkvæmt hér og úr því þeir undirrituðu þá yfirlýs- ingu sem fyrir liggur bar þeim að sjálfsögðu að fylgja íslenzkum reglum í þeim efnum. Ráðuneytisstjórinn í utanríkis- ráðuneytinu segir sendiherrann telja Íslendinga gera aukaatriði að aðalatriði málsins en aðalatriðið sé að íslenzk stjórnvöld hafi ekki staðið við samningsskuldbindingar sínar um meðferð mála sem þessara. Ætl- ast bandaríski sendiherrann til að ís- lenzk stjórnvöld gangi gegn niður- stöðu Hæstaréttar Íslands? Ætlast hann til að dómur Hæstaréttar sé að engu hafður? Hvað skyldi verða um þá stjórnmálamenn í Bandaríkjun- um sem leyfðu sér að hafa dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna að engu? Þessi röksemd er fráleit. Ríkissaksóknari á engra kosta völ í þessu máli. Verði gæzluvarðhald varnarliðsmannsins ekki framkvæmt í samræmi við íslenzk lög og reglur á varnarsvæðinu verður hann að krefj- ast þess að maðurinn verði afhentur íslenzkum yfirvöldum á nýjan leik. Ljóst er að samkeppnislögin erubyrjuð að virka gegn almanna- hagsmunum. Í gær var tilkynnt sú niðurstaða samkeppnisráðs að banna Flugleiðum að kynna og selja ákveðin lág fargjöld á flugleiðunum til Lond- on og Kaupmannahafnar svo og var ógilt lækkun á viðskiptafargjöldum á tilteknum brottfarartímum á þessum flugleiðum. Það er hinn almenni borgari, sem verður verst úti vegna þessarar ákvörðunar samkeppnisráðs. Há far- gjöld á flugleiðum milli Íslands og annarra landa hafa lengi verið lands- mönnum þyrnir í augum. Augljóst er að sú samkeppni, sem Iceland Express hefur veitt Flugleiðum, hef- ur leitt til verulegrar lækkunar far- gjalda og jafnframt stækkað þann hóp Íslendinga sem fara á hverju ári til annarra landa. Hér eru því miklir almannahagsmunir í húfi. Sú hugsun, sem virðist móta ákvæði samkeppnislaga um þetta efni, er orðin úrelt. Vel má vera að ákveðin rök hafi verið fyrir henni þegar lögin voru sett en allt við- skiptaumhverfi hefur gjörbreytzt á örfáum árum. Hvað mega Flugleiðamenn gera samkvæmt núgildandi samkeppnis- lögum ef það lággjaldaflugfélag, sem bezt gengur um þessar mundir, Ryanair, hefur flug á milli Íslands og Bretlands svo að dæmi sé nefnt? Mætti félagið ekki bregðast við slíkri samkeppni? Allir sjá að það væri fáránlegt ef samkeppnisráð bannaði mótaðgerðir af hálfu Flugleiða. Og að slíkt bann gengi gegn almannahags- munum. Samkeppnislögin voru sett til þess að tryggja samkeppni og þar með al- mannahagsmuni. Ekki til þess að koma í veg fyrir samkeppni sem al- menningur nýtur góðs af. Þau rök að félag á borð við Flug- leiðir geti komið keppinaut á kné með tímabundinni lækkun fargjalda og hækkað síðan aftur eru vissulega um- ræðuverð. En í því sambandi er ástæða til að nefna tvennt: í fyrsta lagi hefur tíðarandinn breytzt á þann veg að það væri ekki auðvelt fyrir fé- lagið að hækka fargjöld á ný vegna þeirrar andúðar sem það mundi mæta hjá almenningi af þeim sökum. Í öðru lagi er slík bylting að verða í flug- heiminum að telja má víst að lág- gjaldaflugfélög mundu sjá sér hag í því að koma inn á markaðinn hér í samkeppni við Flugleiðir. Þeir tímar eru liðnir að Flugleiðir geti haldið uppi þeim háu fargjöldum sem í eina tíð tíðkuðust hér og raunar er margt sem bendir til að félagið vinni markvisst að því að laga rekstur sinn að breyttum aðstæðum. Loftleiðir voru eitt fyrsta lág- gjaldaflugfélag í heimi. Tími slíkra félaga er kominn á ný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.