Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Markaðsvæðing Grein Hendriks Wivels fylgdi þessi skrýtna mynd Patriciu Piccinis í Ástr- alska skálanum af listamanni – eða list- rýni framtíðarinnar.Þ AÐ er margt að gerast á myndlist- arvettvangi um þessar mundir, Matthew Barney á Nýlistasafninu, Tvíæringurinn í Feneyjum á fullu, nýafstaðin er stærsta lista- kaupstefnan heims í Basel. Heilt Reykjavík- urbréf tileinkað tvíæringnum þó aðallega sýn- ingarstjórum og markaðsvæðingu myndlistar í blaðinu sunnudaginn 6. júlí. Allt mjög gott og skal rétt vikið að öllu þessu, jafnaðarlega fleiri hliðar á teningnum en að naflanum snýr. Hér mætti nefna marga aðra mikilsháttar viðburði; sýningu í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá fæðingu ítalska manieristans Parmigianino í Vínarborg, lýkur 15. september. Manierismi var millistigið frá endurreisn til barrokks og Parm- igianino er sagður einn þeirra sem höfðu enda- skipti á málverkinu með táknsögulegri drama- tík, auknu ljósflæði og meiri litastyrk. Í Hamborg er að ljúka sýningu á málverkum Lúkasar Cranach eldri, tilefnið að 450 ár eru liðin frá andláti hans. Til Graz, menn- ingarborgar Evrópu 2003, streymir fólk frá öllum heimshornum, meðal annars til að berja augum framkvæmdina Venus í Pels. Með sýningum og ýmsum uppá- komum er brugðið ljósi á æviverk sagnfræð- ingsins og rithöfundarins Leopold von Sacher- Masoch (1836–1895), sem maskóisminn er heit- inn eftir, en Graz var fæðingarborg hans, – til 24. ágúst. Í Basel/Münchenstein hefur verið opnuð viðamikil sýning á verkum Dieter Rot og heldur áfram í Museum Ludwig í Köln, opnuð 18. október og lýkur 11. janúar 1904, þarnæsti áfagastaður MoMa í New York. Þá er þetta ár Paul Klee með sýningum í Lichtenstein, Len- bachhaus í München, Þjóðlistahöllinni í Bonn, Stofnun Beyler í Basel og Listhöllinni í Bremen. Ennfremur Kasimir Malewitsch með stórsýn- ingum í Berlín og París og Martin Kippenber- ger (í tilefni 50 ára afmælis hans!) í Karlsruhe, Braunsweig og Tübingen. Loks van Gogh, með sýningum í Kröller-Müller-safninu Otterloo, tveim sérsýningum í van Gogh-safninu í Amst- erdam og endurnýjaðri vinnustofu hans í Nuen- en í Hertogenbosch, lykilsýning sem stendur frá 9. september til 4. janúar 2004. Þetta aðeins örlítil upptalning á mögnuðu úrvali í álfunni um þessar mundir. – Mikill viðburður að fá sýnishorn af mynd- heimi Matthews Barneys hingað, en þó enginn heimsviðburður í þessu formi, húsnæði Ný- listasafnsins of einhæft, hrátt og takmarkað. En um leið og þakkað skal með virktum fyrir sig verður manni ósjálfrátt hugsað til þess að það er ekki nema rúmlega þriggja klukkustunda flug til Frankfurt og þaðan tveggja tíma skemmtileg lestarferð til Kölnar, hvar stór og mikil sýning á Cremaster verkum listamanns- ins var uppi í nokkra mánuði, og mikla athygli vakti. Ekki ýkja langt síðan það tók 10 klukku- tíma að komast með áætlunarbílnum til Ak- ureyrar! Hef lengi velt því fyrir mér hvað veld- ur að Ísland virðist eina landið þar sem ekki er efnt til skipulegra ferða á stórsýningar á meg- inlandinu. Fyrir framan söfn og sýningarhallir má jafnaðarlega sjá einn þó frekar fleiri stóra langferðabíla sem flytja fólk á mikilsháttar við- SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is burði, til að mynda nær allt- af eitthvað af slíkum fyrir framan Lousiana í Humle- bæk, og svo er sérstakt bílastæði fyrir þá undir Louvre í París, þar krökkt af þeim allan ársins hring enda munu 6 milljónir sækja safnið ár hvert. Ekki tókst mér aðkomast á lista-kaupstefnunaBasel þrátt fyrir góðan vilja og það hafi lengi verið á stefnu- skránni, er ákveðinn að fara vel undirbúinn næst, svo fremi sem al- mættið lofar. Tvíæring- inn í Feneyjum hyggst ég skoða í haust þegar meiri yfirsýn hefur fengist yfir fram- kvæmdina í heild, markaðssetningin og hávaðinn minni. Bágt að hugsa til þess að þessir stóru listviðburðir sem í heild draga að sér fleiri gesti en knattspyrnuleikir skuli margir fara framhjá Íslendingum, sem telja sig fremsta þjóða í al- þjóðavæðingu, eru þó mikið til út úr myndinni hvað hreyf- anleika, gagnsæi og skipulegt upplýsingaflæði snertir. Það er bjargföst trúa mín að við eigum öðru fremur að huga að meira upplýsingaflæði og öflugri innlendri listsköpun um leið og við nálgumst heimslistina í návígi. Ef við tökum stefnuna að virkri alþjóðavæðingu er inn- flutningur á brotabroti heimslistarinnar naum- ast rétta leiðin, frekar opna leiðir til útflutn- ings jarðbundinnar list- sköpunar. Svo við lítum í eigin barm og kryfjum að- stæðurnar felst mikill lærdómur í rann- sóknum á þróunarferl- inu meðal stærri þjóða. Þannig mun kostnaður af þriðja hluta Cremaster (af fimm) hafa numið 5 milljónum dollara. Gerir eitthvað um og yfir 280 miljónir íslenzkar krónur, sem er samanlagt framlag íslenzka ríkisins til listaverkakaupa næstu 30 árin (!), ef örlætið verður á sömu nót- unum. Ætti að vera klárt að enginn fer út í slík- ar risaframkvæmdir, sem ekki hefur bakland, og Matthew Barney er fjarri því einsdæmi vest- an hafs, minnumst Bruce Nauman. Til kemur hnitmiðuð markaðsvæðing þrautþjálfaðs fólks sem veit fram í fingurgóma hvað það er að gera, hefur enda reynsluna. Enn eitt dæmið, að þegar Jenny Holzer sló í gegn með braki á Fen- eyjatvíæringnum um árið, fékk jafnvel gull- pálmann ef ég man rétt, vakti það enn meiri athygli hvað mikla peninga Bandaríkin settu í markaðssetninguna. Slíkur fjáraustur hafði trauðla sést áður og nú fóru fleiri þjóðir að for- dæmi þeirra, ekki síst Þýskaland með alla stóru bankana og harða markið. Fjöldi aðstoðarmanna kemur með lista- mönnunum á staðinn, bæði til að aðstoða við uppsetningu verka og markaðssetningu þeirra, allt sett í gang. Trúlega setur svima að ein- hverjum við lesturinn, ekki síst fjárveitingarvaldinu, og öðrum ráðamönnum sem eru eins og álf- ar komnir úr klettum í þessum mikilvægu málum. Á síðustu áratugum hafa mjúku gildin fengið æ meira vægi í heiminum eftir að iðn- væðing, stóriðja og blind gróða- hyggja höfðu haft forgang lungann af liðinni öld. Menn hafa uppgötvað að verndun náttúrunnar ásamt vit- rænni nýtingu skilar til að mynda stórum meiri verðmætum til lengri tíma litið en eyðing hennar, og þar sem sköpuð eru skilyrði fyrir líf rúlla peningarnir. Þessar nýju áherslur hafa margfaldað streymi fjármagns til mjúkra gilda, lista og forvörslu eldri minja, líkt og allir sem eitthvað líta í kringum sig utan landsteinanna verða varir við. Húsagerðarlist síð- ustu ára til muna mýkri og fjölþættari, ská- og bogalínur komnar í skýjakljúfa, skókassafaraldurinn liðin tíð með allri virðingu fyrir því besta í nýtistílnum og Bauhaus. Líflausar, andvana fæddar húsa- samstæður, sprengdar í loft upp þótt sópað hafi til sín verðlaun- um á árum áður, jafnvel verið á forsíðum virtra tímarita um arkitektúr. Í myndlistinni hefur þessi þróun haft í för með sér að listsögufræðingum og sýningarstjórum hefur fjölgað ótæpilega, eink- um þeim sem hafa með núlistir að gera. Á seinni tímum hafa þeir lagt undir sig flesta af viða- mestu listviðburðum heims, hér dyggilega studdir af listhúsaeigendum í grimmri viðleitni þeirra við að koma skjólstæðingum sínum á framfæri. Skilaboðin eru þá svo er komið, að þeir einir teljist hæfir til að gefa línuna um ferskra strauma í samtímalist. Í skjóli þessa umdeilanlega boðskapar hafa þeir hrifsað til sín frumkvæðið sem hugmyndaríkir einstaklingar og nýskapendur höfðu áður, eru boðberar mið- stýrðs hópeflis með sjálfa sig sem leiðandi afl. Jafnframt skal litið framhjá og unnið gegn öll- um sem hafa einhverja tilburði til að sanna sig utan hins strangt afmarkaða sviðs, þeir ekki til. Líkja má þessu við að menn eins og Picasso, Matisse, Braque, Salvador Dali og fleiri slíkir jöfrar væru afhausaðir, ómerkir gerðir til hags fyrir heildina og dagskipan þeirra sjálfra. Óneit- anlega leiðir þetta hugann að menningarbylt- ingunni í Kína, þegar einstaklingshyggjan var fótum troðin jafnframt sjálfstæð hugsun and- legt atgervi, menntun og geymd fortíðar. Allt í nafni friðar, mannúðar og frelsis, herhróps ein- ræðisherra og böðla síðustu aldar. Einungis nafngiftin menningarbylting fullkomin þver- sögn til réttlætingar morðunum og niðurrifinu. Að sjálfsögðu eru til góðir listfræðingarog vondir, góðir sýningarstjórar ogslæmir, góðir myndlistarmenn og af-leitir, ásamt öllum stigum þar á milli, fer ekki á milli mála. En við megum ekki alhæfa og verðum að taka fullt tillit til skoðana ann- arra, lúta síður valdinu þegar það segir að svart sé hvítt og hvítt svart, listamaðurinn verður jafnaðarlega að vera trúr sannfæringu sinni og forðast allar málamiðlanir. Þetta sett fram vegna þess að margir furða sig á þema tvíæringsins í Feneyjum: „Draumar og árekstrar – alræðisvald áhorfandans, með sérstakri áherslu á seinna atkvæðið. Samkvæmt kenningu sýningarstjórans Francesco Bonami, er sá tími liðinn að listamenn og og kúratorar (safnverðir) höfðu síðasta orðið um hvað skyldi frambærilegt og gilt á vettvanginum. Ekki allir á sömu nótum og Bonami eða höf- undur Reykjavíkurbréfs 6. júlí, þannig birtist ít- arleg grein um tvíæringinn í Weekendavisen 20.–26. júlí, þar sem Henrik Wivel, einn menn- ingarritstjóra vikublaðsis, fer mikinn. Feitletr- uð fyrirsögnin; Kommisæragtig, sýning- arstjóraleg, þar yfir í smærra letri: Tvíæringurinn í Feneyjum – 50 ára hátíðarsýn- ing er stærisjúkt yfirskipulagt sjó, gagnsýrt kórréttum pólitískum skilaboðum. Segir allt tal um alræðisvald áhorfandans hræsni, meður því að í fyrsta skipti í sögu tvíæringsins hafi sýning- arstjórinn (Bonami) leyft sér að kalla 11 aðra sýningarstjóra til leiks svo samanlagt fylla þeir tölu postulanna. Færir sannfærandi rök að því að aldrei í sögunni hafi áhorfandinn verið jafn- lítilmegnugur um innri gerð og framkvæmd tvíæringsins! Grein Wivels er mjög skilvirk opin og hlut- læg, helst í þá veru að sá er les fær trúverðugt yfirlit af framkvæmdinni í heild, jafnframt afar fræðandi og upplýsandi veganesti þeim sem hafa hugsað sér að nálgast hana. Um hámennt- aðan mann á miðjum aldri að ræða með mikla yfirsýn og reynslu af stórsýningum í malnum og höfund nokkurra bóka um myndlist. Áður eða í eintakinu 13.–19. júlí birtist ítarlegt viðtal hans við Ólaf Elíason, þar sem listamaðurinn útlistar á mjög greinargóðan hátt framlag sitt, eitt af fleiri mjög upplýsandi samræðum við Ólaf í blaðinu á síðustu árum. Wivel leyfir sér að gagnrýna uppsetninguna á verki Ólafs, hvernig listamaðurinn notar rýmið í danska skálanum, telur hann þó hafa verið einn þeirra sem næst stóðu gullpálmanum að þessu sinni. Ber mikið lof á framlag Rúríar, vafalítið um að ræða mesta hrós sem Íslendingur hefur fengið frá hendi Dana frá upphafi reglulegrar þátttöku á Fen- eyjatvíæringnum. NÚ UM stundir er Holland djass- paradís þeirra sem hyggja á fram- haldsnám í djassfræðum líkt og það var land myndlistarnemanna forð- um. Gunnlaugur Guðmundsson, Kristjana Stefánsdóttir og Agnar Már riðu á vaðið og meðal þeirra sem nú nema þar er Birkir Freyr Matthíasson. Á Jómfrúnni sl. laug- ardag var boðið upp á sömbur, söng- dansa og djassblúsa og léku þar tveir meistaraprófsmenn frá Hollandi, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari ásamt fyrrverandi kennara Ásgeirs, gítarleikaranum Henk Sprenger, al- nafna teiknarans þekkta sem skóp fótboltahetjuna Kick Wilstra. Það hellirigndi þennan dag og voru tón- leikarnir því innandyra. Þegar ég gekk í salinn var tríóið að leika Med- itation Jobims. Fleiri sömbur hans fylgdu í kjölfarið: Chega de Saudade og Waves. Þetta eru dásamlegar lag- línur en öðlast sjaldan það líf er þeim ber utan Getzs og Gilbertos. Þannig var það líka á Jómfrúnni og það kviknaði ekki á tríóinu fyrren í Monk-ópusnum makalausa Pannon- ica. Í sólói Ásgeirs skiptust á ein- leikslínur og hljómar lausir við allan Monk og Hank lék einstaklega skemmtilega uppbyggt sóló. How Deep Is The Ocean fylgdi í kjölfarið og var staddur í áheyrendahópi sá Íslendingur er best hefur túlkað þann söngdans, Jón Páll Bjarnason. Þeir félagar fóru þó ekki í fótspor hans. Léku dansinn í þriðja gír og þegar Ásgeir skipti yfir í Weshljóm- ana í sólói sínum lifnaði heldur betur yfir spilamennskunni. Hank var nær fyrstu boppgítaristunum í hljóma- spuna sínum. Hank er fínn gítaristi af skóla Raney og félaga og ábyggi- lega fautakennari; í það minnsta hef- ur Ásgeir haft gott af Hollandsdvöl- inni og er kominn í hóp alfremstu djassgítarleikara okkar. Hann er ekki átakamaður í túlkun en manni líður alltaf vel þegar hlustað er á hann. Róbert Þórhallsson var í því erfiða hlutverki að halda tríóinu saman og knýja það áfram og tókst vel upp. Afturá móti er ekkert grín að koma kontrabassahljómi til skila á stað einsog Jómfrúnni. Róbert lék laglínuna í My One and Only Love af miklum næmleika og sóló hans voru áheyrileg. Svo voru blúsar eftir Clif- ford Brown og Wes Montgomery á dagskrá og mikil skemmtun var af spilamennskunni í Blúsettu Toots Thielemans. Jómfrúardjassinn er einstaklega vinsæll og alltaf troðfullt, hvort sem leikið er á torginu eða í salnum. Jak- ob smurbrauðsjómfrú og hans lið á heiður skilinn fyrir þetta framtak og sumar án Jómfrúardjass er heldur lítið sumar í huga margra – sólin mætti bara skína oftar. Ísland-Holland DJASS Jómfrúin Ásgeir Ásgeirsson og Hank Sprenger gít- ara, Róbert Þórhallsson bassa. Laug- ardaginn 12. júlí 2003. ÁSGEIRSSON-SPRENGER-ÞÓRHALLSSON Vernharður Linnet söngvar úr Pétri Gaut eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þá leikur Sigrún sálmforleikinn Allein Gott in der Höh sei Ehr BWV 662. eftir J.S. Bach. Þá syngur Guð- rún tvær ítalskar kirkjuaríur frá barokktímabilinu eftir Francesco Durante og Pietá, Signore eftir Alessandro Stradella. GUÐRÚN Lóa Jónsdóttir altsöng- kona og orgelleikarinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir flytja innlend og erlend sönglög og tónverk á há- degistónleikum í Hallgrímskirkju á morgun kl. 12–12.30 Guðrún Lóa syngur fjögur lög eft- ir íslensk tónskáld. Þetta eru Ave María eftir Sigurð Bragason og Þrír Morgunblaðið/RAX Guðrún Lóa Jónsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Altrödd og orgel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.