Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 19
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtal-
inna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga
frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2003, virð-
isaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2003 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og
ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2003 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi
og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslu-
gjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum,
viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðis-
aukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðar-
gjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vöru-
gjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á um-
búðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipu-
lagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem
eru:
Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignar-
skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála-
gjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og
skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og of-
greiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á
kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald-
anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200
kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur
hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg-
inn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frek-
ari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skrán-
ingarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá
dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. júlí 2003.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
HIN árlega Fjölskylduhátíð full-
veldisins í Hrísey verður haldin
um helgina, eða dagana 18. til 20.
júlí, og er þetta í sjöunda skipti
sem hátíðin er haldin.
Gestir sem sækja hátíðina fá af-
hent vegabréf sem svo er stimplað
þegar farið er „í gegnum tollinn“.
Á föstudag verður boðið upp á
vatnaslagssvæði, diskótek og leik-
tæki verða á staðnum fyrir yngstu
kynslóðina. Þá gefst gestum kost-
ur á að fara út í vita á heyvagni
og kveikt verður upp í útigrillum
kl. 19. Um kvöldið verður óvissu-
ferð og skemmtanir á veit-
ingastöðunum Brekku þar sem
hljómsveitin Skál í botn spilar og
Fossinum þar sem verður djass.
Fjölbreytt dagskrá verður svo
alla helgina, m.a. verður skoð-
unarferð að kræklingarækt við
Hrísey, hópakstur dráttarvéla,
söngvarakeppni barna, myndlist-
arsýning, sjóstöng, vitaferðir, rat-
leikur og Hríseyjarhreysti fyrir 12
til 15 ára. Kvöldvaka verður þar
sem Jóhannes eftirherma og
Hvanndalsbræður ásamt Rögn-
valdi gáfaða troða upp. Dún-
tekjuferð verður á sunnudag,
akstursleikni á dráttarvélum og
gönguferðir með leiðsögn, svo eitt-
hvað sé nefnt, en hátíðinni lýkur
kl. 17 á sunnudag.
Um 3.000–4.000 manns sóttu
fullveldishátíðina í fyrra og er von
á svipuðum fjölda nú í ár.
Hríseyjarferjan Sævar fer á
klukkutíma fresti frá kl. 11.30 frá
Árskógsströnd en síðasta ferð frá
Hrísey í land er kl. 23.
Um 3–4.000 manns sóttu fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey í fyrra og er
von á svipuðum fjölda nú um helgina.
Von á allt að 4
þúsund manns
Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey
RÚNAR Sigurpálsson bar sigur úr
býtum á 10. Baugaselsmótinu sem
fram fór sl. sunnudag. Það er ferða-
félagið Hörgur sem heldur mótið í
samvinnu við Ara Friðfinnsson en
það fer fram á hverju sumri að
Baugaseli, eyðibýli efst í
Hörgárdal, til minningar um
Steinberg Friðfinnsson. Rúnar hlaut
12 ½ vinning úr 13 skákum en Hall-
dór Brynjar Halldórsson varð annar
með 11 1⁄2. Þriðji varð svo Ólafur
Kristjánsson með 10 1⁄2 en þessir þrír
voru í nokkrum
sérflokki keppendanna fjórtán.
Veðrið hefur oft verið betra en kepp-
endur létu það ekki á sig fá heldur
tefldu utan dyra og var ekki laust við
að stöku fingur væru orðnir loppnir í
síðustu umferðunum.
Rúnar vann
Baugasels-
mótið
Fimmtudagur 17. júlí
Djass í Deiglunni. Heitur
fimmtudagur kl. 21.30. Karnival
með Eyjólfi Þorleifssyni, saxó-
fón, Ómari Guðjónssyni, gítar,
Þorgrími Jónssyni, kontrabassa
og Helga Svavari Helgasyni,
trommur.
Föstudagur 18. júlí
Ljóðapartý Nýhils í Deiglunni
kl. 21.00. Nýhil er félagsskapur
ungra athafnamanna á sviði
lista, þ.á m. ljóðskáld, rithöfund-
ar, myndlistarmenn, tónlistar-
menn og kvikmyndagerðarmenn
og er megináhersla lögð á rit-
listina.
40 sýningar á 40 dögum. Að-
alheiður S. Eysteinsdóttir opnar
sýningu í ash gallerí, Varmahlíð,
Skagafirði.
Laugardagur 19. júlí
Myndlist – opnun – Ketilhúsið
kl. 14. Hlynur Hallsson opnar
sýningu sýna BÍÓ-KINO-MOV-
IES í aðalsal og finnska lista-
konan Senja Vellonen opnar
sýningu á bókverkum á svölum.
40 sýningar á 40 dögum. Að-
alheiður S. Eysteinsdóttir opnar
sýningu í Menningarmiðstöðinni
Skaftfelli, Seyðisfirði.
Sunnudagur 20. júlí
Starfsdagur í Laufási kl. 14.
Fólk að störfum í Laufási upp á
gamla mátann.
Sumartónleikar í Akureyrar-
kirkju kl. 17. Lars Frederiksen
frá Danmörku.
Þriðjudagur 22. júlí
Harmónikkutónleikar í Deigl-
unni kl. 21. Igor Zavadsky frá
Úkraínu, þekktasti harmónikku-
leikari Rússa.
ATVINNA
mbl.is