Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 52
TVÖ skipa Eskju á Eskifirði, Hólmaborg og Jón Kjartansson, eru með tæpan fimmtung kolmunna- kvótans eða 105.000 tonn saman. Hólmaborg er með mestan kol- munnakvóta á yfirstandandi vertíð, alls 60.000 tonn. Jón er í fjórða sæt- inu með 45.000 tonn. Börkur frá Neskaupstað er í öðru sæti með 58.000 tonn og í þriðja sætinu er Ingunn AK með 53.000 tonn. Þessi skip eru með langmestar heimildir en leyfilegur heildarafli á vertíðinni er 547.000 tonn.  Hólmaborg/14 Tvö með fimmtung kvótans MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HÆSTIRÉTTUR Íslands braut gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð í máli manns sem dæmdur var fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Veg- as hinn 13. maí 1997. Sá sem fyrir árásinni varð lést nokkrum dögum síðar. Maðurinn var sakfelldur í Hæstarétti, en hafði áður verið sýkn- aður í Héraðsdómi. Kærandi var fundinn sekur af Hæstarétti um líkamsárás sem leiddi síðar til dauða. Í þeim dómi hnekkti Hæstiréttur dómi Héraðs- dóms, sem sýknaði manninn sökum ónógra sönnunargagna. Hæstiréttur byggði dóm sinn að miklu leyti á vitnisburði vitna fyrir Héraðsdómi í stað þess að kalla vitnin fyrir rétt að nýju. Í kærunni til Mannréttindadóm- stólsins kemur fram að kærandi tel- ur það brjóta gegn lögum um rétt- láta málsmeðferð fyrir dómi að hvorki vitni né sakborningur hafi verið kölluð fyrir réttinn. Á þetta fellst Mannréttindadómstóll Evrópu og átelur Hæstarétt Íslands fyrir að hafa ekki kallað vitnin og ákærða fyrir og fengið að heyra vitnisburð þeirra. Kærandi fór fram á samtals um 32 milljónir króna í skaðabætur, vegna lögfræðikostnaðar og kostnaðar við þýðingu gagna fyrir dómstólinn. Mannréttindadómstóllinn dæmdi honum samtals um 1,9 milljónir króna auk vaxta, og á málinu að ljúka með greiðslu þessarar upphæðar. Þarf ekki að breyta lögum Málsatvik voru þau að hinn 13. maí 1997 var kærandi ásamt fjórum mönnum á skemmtistaðnum Vegas. Þar lenti þeim saman við hinn látna. Þegar lögregla kom að var maðurinn meðvitundarlaus, og lést hann nokkrum dögum síðar vegna blæð- ingar í heila. Gefin var út kæra á hendur tveimur mönnum, og var annar þeirra sá er kærði til Mann- réttindadómstólsins. Þegar málið var tekið fyrir í Hér- aðsdómi voru fjölmörg vitni að árás- inni kölluð til, þar á meðal sakborn- ingarnir tveir. Framburði vitna bar ekki saman um hvort kærandi hefði sparkað í hinn látna eða ekki, og þar sem kærandinn neitaði því statt og stöðugt þótti ekki sannað að hann hefði átt hlut að dauða hans. Hinn maðurinn sem var ákærður var einn fundinn sekur um líkamsárás. Rík- issaksóknari áfrýjaði sýknudómi Héraðsdóms yfir kæranda og var málið tekið fyrir í Hæstarétti. Þar var hann fundinn sekur og dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að ekki þurfi að breyta neinum lögum vegna dóms Mann- réttindadómstólsins. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um hvort Hæsti- réttur þyrfti að breyta vinnubrögð- um sínum í framhaldi dómsins. Að jafnaði leiðir Hæstiréttur ekki fyrir vitni heldur notast við vitna- skýrslur úr undirrétti þar sem orð vitna eru skráð inn eftir upptöku. Í dómi Mannréttindadómstólsins er það átalið að vitni hafi ekki verið leidd fyrir Hæstarétt í þessu ein- staka máli, en dómurinn átelur ekki slík vinnubrögð almennt. Í dómnum kemur fram að þar sem Hæstiréttur túlkaði framburð vitnanna ekki á sama hátt og undirréttur hefði átt að kalla vitnin fyrir Hæstarétt. Dómur fellur íslenska ríkinu í óhag hjá Mannréttindadómstóli Evrópu Fékk ekki réttláta máls- meðferð í Hæstarétti ALEXÖNDRU Dóru, 9 ára, og Svanhildi Alexöndru, 8 ára, sem búa á Akranesi, langaði óskaplega mikið að fá að klappa hundinum Ses- ari er hann beið í bílnum í öllum hitanum og sólinni uppi á Skaga í gær. Sesar er gæfur hundur og tók allri athygli með stökustu ró. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fallegur hundur HREIN raunávöxtun séreignardeilda lífeyris- sjóðanna var neikvæð um 6,3% í fyrra. Best ávöxtun var á leiðinni Framtíðarsýn 2 hjá Lífeyr- issjóðnum Framsýn, eða 9,3%. Ávöxtunin var lökust í Ævisafni I hjá Almenna lífeyris- sjóði VÍB, -11,3%. Þetta kemur fram í samantekt Fjármála- eftirlitsins úr árs- reikningum lífeyris- sjóða árið 2002. Þar kemur einnig fram að uppsafnaður séreignarsparnaður hefur vaxið um 25% á ári frá árslokum 1999 til ársloka 2002. Hann var um 8,2% af heildar- eignum lífeyriskerfisins í árslok 2002 og nam tæpum 59 milljörðum króna. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða var mjög mis- jöfn á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrsl- unni. Að meðaltali var hrein raunávöxtun -3,0%, en náði allt frá því að vera neikvæð um rúmlega 11% upp í að vera jákvæð um 8%. Af fullstarfandi sjóðum var Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. með hæstu hreinu raunávöxtunina, 5,3%. Lökustu ávöxtuninni skilaði Lífeyrissjóður Austurlands, en hrein raunávöxtun hans var neikvæð um 11,2%. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn þar til starfa, Garðar Jón Bjarnason, en Elfar Aðalsteinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ljóst að afkoma sjóðsins á síðasta ári sé óvið- unandi. Lífeyrissjóður verslunarmanna, næststærsti lífeyrissjóður landsins, var með 2,8% neikvæða raunávöxtun á síðasta ári. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri sjóðsins, segir að útlit sé fyrir umskipti á þessu ári. „Við erum nokkuð bjartsýn á útkomu ársins hjá LV þar sem ávöxtun á fyrri helmingi ársins samsvarar liðlega 8% raunávöxtun á ársgrundvelli,“ sagði Þorgeir Eyjólfsson.          !" #  $%%!     #    & '! (   )#      Hrein/14 Ávöxtun sér- eignardeilda neikvæð um 6,3% í fyrra Raunávöxtun lífeyris- sjóða neikvæð um 3% SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair, dótturfyrirtæki Flugleiða, hafi brotið gegn ákvæði 11. gr. samkeppnislaga með því að bjóða og kynna sértilboð, svokallaða Vorsmelli og ódýrustu Netsmellina á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og flugleið- inni milli Keflavíkur og Lundúna hins vegar, á tímabilinu frá 1. mars til 15. maí 2003. Tel- ur samkeppnisráð að þær aðgerðir hafi verið í því skyni að koma í veg fyrir að Iceland Ex- press næði fótfestu á markaði. Vorsmellirnir voru á 14.900 kr. og ódýrustu Netsmellirnir á 19.800 kr. Samkeppnisráð telur ennfremur að Icelandair hafi brotið gegn 11. gr. sam- keppnislaga með lækkun á viðskiptafargjöld- um, eftir að Iceland Express hóf áætlunar- flug, um allt að 41% á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar og um 43% milli Keflavíkur og Lundúna, á sömu brott- farartímum og í flugi Iceland Express. Að mati samkeppnisráðs fólst í þeirri lækkun sértæk aðgerð sem beint var að ákveðnum hópi viðskiptavina sem hugsanlega gætu nýtt sér áætlunarflug Iceland Express. Fram kemur í samtali við Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, að fyrirtækið hyggst áfrýja úrskurði sam- keppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála. „Við virðum að sjálfsögðu úrskurðinn en erum ósammála honum í grundvallarat- riðum.“ Talsmenn Iceland Express segja félagið ánægt með þessa afgerandi niðurstöðu sam- keppnisráðs. Ólafur Hauksson, upplýsinga- fulltrúi fyrirtækisins, segist þó undrandi á að Icelandair skuli ekki hafa verið beitt sektum. Verðtilboð gegn ákvæðum laganna  Fyrirtækið/4 Samkeppnisráð úrskurðar í máli Iceland Express gegn Flugleiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.