Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 35
fall vinkonu okkar. Hugurinn reikar til liðinna ára því þegar ástvinur deyr hrannast upp minningar og maður reynir að fanga allt lífshlaupið á augnabliki. Fyrstu kynni okkar af Jónínu voru þegar Sigurður sonur hennar og Ófeigs og Bárður sonur okkar voru bekkjarfélagar á fyrstu árum Foldaskóla. Það var ánægju- legt og lærdómsríkt að fá að starfa með þeim hjónum þar, og svo seinna meir í foreldrafélagi Fjölnis þar sem Þórður og Jóhannes Örn spiluðu fót- bolta saman. Þegar Ófeigur gekk svo til liðs við knattspyrnudeildina þá sáum við enn betur hversu lánsöm við vorum af hafa Jónínu, því dug- legri og fórnfúsari konu fyrir félagið er vart hægt að hugsa sér. Svo kem- ur aftur nýr kafli í lífi okkar þegar Elsa og Jón Ómar verða bekkjar- félagar og æfa fótbolta saman, og síðast en ekki síst allar þær ánægju- stundir sem við fjölskyldurnar áttum saman við veiðar og leiki í Hallá. Karlpeningnum þóttu nú veiðar okk- ar ekki tilkomumiklar þar sem hvor- ug hafði ánægju af því að koma maðkinum á krókinn og leið því nokkuð langur tími áður en færið komst í ána. Eitt sinn þegar sá stóri beit á hjá okkur og við reyndum að landa honum, sem ekki tókst því fær- ið slitnaði, þá var óspart gert grín að okkur og bent á að við hefðum fengið gaddavír á færið. Við létum þetta ekki á okkur fá en héldum veiði áfram en það var bara okkar á milli hversu marga fiska við fengum. Það er sárt að þurfa að kveðja svo góða konu í blóma lífsins, en að leið- arlokum viljum við fá að þakka fyrir að hafa átt svo góða vinkonu, minn- ingin um hana mun lifa. Við biðjum Guð að styrkja eiginmann hennar hann Ófeig, börnin þeirra, barna- börn, tengdadóttur, móður, systur, bróður og aðra ástvini. Jóhannes Bárðarson, Agnethe og fjölskylda. Það voru sláandi fréttir sem við fengum hinn 4. júlí sl. Það tók okkur tíma að átta okkur á því að þú værir ekki lengur á meðal okkar, í lífinu sem okkur þykir svo sjálfsagt. Hug- urinn leitaði fljótt til fjölskyldu þinn- ar sem orðið hefur fyrir þessum mikla missi sem þau þurfa nú að tak- ast á við. Þú varst kletturinn á heim- ili þínu og með myndarlegri hús- mæðrum sem við þekktum. Við minnumst þess hve þú varst glaðvær og létt í lund, en að sama skapi ákveðin og sterk sem gerði þig að þeim mikla persónuleika sem þú varst. Við sendum fjölskyldu þinni hlýjar kveðjur á þessum erfiðu tímum en biðjum þau að gleyma því ekki að sál þín mun ávallt lifa með þeim, því að sú fyrirmynd sem þú varst fjölskyldu þinni, meðvitað sem ómeðvitað, býr í huga þeirra og gjörðum. Við kveðjum þig með söknuði, en falleg minningin um þig mun ávallt lifa með okkur. Aðalheiður (Heiða) og Jóna. Elsku Jónína. Það er erfitt að setj- ast niður og rita þessar fáu línur til minningar um þig. Okkar kynni urðu í kringum 1988 í gegnum börnin okk- ar, aðallega þá Dodda og Helga, sem voru saman í fótbolta hjá Ung- mennafélagi Fjölnis. Þessi tími sem við áttum saman í því foreldrastarfi og á línunni er okkur hjónunum ógleymanlegur. Allar þær skemmti- legu stundir sem við áttum saman með þér, Ófeigi o.fl. eru svo ríkar í minningunni. Þessi tími gleymist aldrei, þú varst svo drífandi og dug- leg. Við hjónin komum fáum árum seinna inn í þann hóp sem stofnaði Fjölni og var okkur tekið svo vel og hélst vinskapur okkar þó drengirnir væru hættir í boltanum, en við hitt- umst allt of sjaldan síðustu ár þó svo við töluðum oft saman í síma. Mér er minnisstæðast þegar þú veiktist fyrst. Þá hafðir þú setið hjá mér í kaffi þann eftirmiðdag, fórst heim og leið varla nema hálftími þá varst þú komin upp á spítala. Það var mikið áfall fyrir okkur öll, en þú náð- ir þér nokkuð vel eftir það. Þá kallaðir þú á okkur nokkrar mömmur úr boltanum heim til þín eina kvöldstund. Það var svo gaman hjá okkur þetta kvöld. Við ætluðum að endurtaka þetta aftur síðar, en það varð nú ekkert úr því því miður. Svo kom annað áfall þegar þú veikt- ist aftur. Það var mikið áfall fyrir þig, elsku Jónína, en þú náðir þér aftur að miklu leyti. Því varð þetta mikið áfall þegar Ófeigur hringdi í mig föstudaginn 4. júlí og sagði mér þær sorgarfréttir að þú hefðir látist þá um hádegið. Ég varð gjörsamlega lömuð og trúi þessu ekki enn. Við munum sakna þín, elsku Jónína. Megi góður guð varðveita þig, Jónína mín, og gefa Ófeigi, Sigga, Dodda, Elsu, tengda- dóttur og barnabörnum styrk til að komast yfir sorgina og söknuðinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinakilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Helga, Guðmundur, Helgi Þór og Gunnar Már. Góður vinur er gulli betri. Það vit- um við, saumaklúbburinn hennar Jónínu, sem höfum hist reglulega í tæp þrjátíu ár. Við vorum svo lán- samar að ná vel saman og skapaðist vinátta milli okkar sem óx og dafn- aði. Margt hefur á dagana drifið frá því að við vorum unglingar og skipst hafa á skin og skúrir í lífi okkar flestra. Það hefur verið gott að geta deilt skoðunum sínum og fá sjónar- horn og lífsviðhorf annarra á því sem hverri og einni lá á hjarta. Bara það að geta talað um hlutina og átt trún- að vina sinna hjálpaði hverri okkar að takast á við sitt. Ekki þó svo að skilja að allt hafi verið á alvarlegu nótunum. Miklu oftar var slegið á létta strengi og hlegið mikið. Dillandi hláturinn hennar Jónínu ómar í huga okkar en hún kunni manna best að gleðjast á góðri stund. Okkur er til efs að aðrir sauma- klúbbar geti státað af annarri eins fundasókn. Samviskusamlega hitt- umst við hálfsmánaðarlega eftir staf- rófsröð heima hjá hver annarri þar sem hver og ein átti sitt fasta sæti. Ýmislegt var tekið sér fyrir hendur í saumaklúbbnum annað en handa- vinna. Eitt skipti var þó handmennt sinnt svo um munaði. Föndrað var laugardag einn í desember í tæpan hálfan sólarhring, liggur við án mat- ar og drykkjar. Jólaföndrið var tekið með trompi þetta árið. Auk sauma- klúbba höfum við átt margar aðrar skemmtilegar samverustundir. Við höfum glaðst á góðum stundum með fjölskyldum okkar. Einnig hefur saumaklúbburinn lagt land undir fót bæði innanlands og erlendis. Síðast var farið til Minneapolis þar sem meðal annars var farið á ógleyman- lega tónleika Tinu Turner. Jónínu var margt til lista lagt, myndarleg í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur og ber heimili hennar þess merki. Velferð fjölskyldunnar var Jónínu hjartans mál. Hún sinnti henni af alúð og voru þau Ófeigur mjög samstíga í því sem og öllu öðru. Þau lögðu mikið upp úr samheldni fjölskyldunnar bæði í hinu daglega lífi og við hátíðleg tækifæri. Eftir að faðir Jónínu lést hefur hún verið móður sinni stoð og stytta. Þegar barnabörnin komu til sögunnar naut hún þess að hafa þau hjá sér og sótti eldri sonarsonurinn mikið í að vera hjá ömmu sinni, báðum til mikillar gleði. Jónína hafði átt við veikindi að stríða undanfarin ár. Hún hefur þó alltaf gert lítið úr þeim og reynt að halda sínu striki. Ótímabært fráfall góðrar vinkonu kallar fram hugsanir um lífið og til- veruna. Við hugleiðum æðri tilgang sem engin svör fást við. Okkur sem eftir lifum eru minningarnar hugg- un. Þær eru margar og góðar og milda söknuðinn og sársaukann. Elsku Ófeigur, Doddi, Elsa, Siggi, Sandra og synir, móðir og systkini. Hugur okkar er hjá ykkur. Megi birta minninganna verða ljós í lífi ykkar. Ása, Guðrún, Hanna Karen, Ingigerður og Pálína. Mín ástkæra æskuvinkona Jónína Margrét Þórðardóttir er látin aðeins 46 ára að aldri. Hún Jónína mín sem ég var svo heppin að kynnast strax í átta ára bekk í Breiðagerðisskóla. Við urðum strax bestu vinkonur, al- gjörar samlokur. Þegar Ófeigur tilkynnti mér lát Jónínu vildi ég alls ekki trúa því að hún væri dáin. Hún þessi krafta- verkakona sem hafði náð sér eftir tvö stóráföll, en hún fékk heilablóðfall tvívegis með sextán mánaða millibili. Hún sem alltaf var til staðar, tilbú- in að hjálpa öllum, alltaf tilbúin að ræða hin innstu hjartans mál og láta sér annt um alla. Fyrir mér er, var og verður Jónína þessi klettur sem allt- af var hægt að leita til. Þegar ég loks trúði því að hún væri látin, fór hugurinn af stað. Þó að árin séu ekki mörg eru minningarnar óteljandi og ómetanlegar. Ég fór á ljóshraða í gegnum árin, rifjaði upp það sem við brölluðum saman sem smástelpur, skvísur og síðan sem mæður. Við vorum mjög bráðþroska báðar tvær, fórum snemma að stelast á böll í Glaumbæ og Sigtún, en þegar hún kynntist Ófeigi varð ekki aftur snúið. Gæinn á Plymouth-num sem keyrði út vörur hjá Silla og Valda, en þar vann Jónína í ávöxtunum, hann átti hjarta hennar. Þau giftust 1973 og frumburðurinn Sigurður, kom í heiminn febrúar 1974. Jónína var mikil húsmóðir strax í upphafi þó að ung væri og alltaf var heimilið hreint og glansandi. Þau byggðu sér fallegt hús við Fannafold í Grafarvogi og fluttu inn sumarið 1987. Úti sem inni var allt fyrsta flokks og til fyrirmyndar. Jónínu og Ófeigi auðnaðist að eiga 30 yndisleg ár saman. Þegar litið er til baka má sjá að það sem þau hafa afrekað er meira en mörg hjón ná að upplifa á langri ævi. Jónína náði aðeins 46 ára aldri, en á þessum fáu árum lánaðist henni að eignast yndislega fjöl- skyldu, góðan eiginmann, þrjú börn á lífi og tvo ömmustráka eins árs og þriggja ára. Þau Ófeigur nutu þess að ferðast um heiminn, þau gengu um Kína- múrinn, sigldu á Níl og skoðuðu pýramídana, einnig fóru þau til Las Vegas og flugu yfir Miklagljúfur. Hún Jónína mín hafði einn stóran galla, hún hugsaði alltaf um alla aðra en aldrei um sjálfa sig. Í síðasta sam- tali okkar hafði hún bara áhyggjur af mér en minntist ekki einu orði á hve fárveik hún sjálf var. Sagðist bara alltaf vera svo löt, hún bara nennti engu þegar hún kæmi heim úr vinnunni. Löt, það var hennar lýsing á ástandinu. Það er eiginlega ómögulegt að hugsa sér framtíðina án þess að geta gripið símann og hringt eða skroppið í heimsókn til Jónínu. Hún var líka ólöt að kíkja til mín og hita sér sjálf kaffið því mér tókst alltaf einhvern veginn að gera kaffið ódrekkandi. Hún Jónína æskuvinkona mín var örlagavaldur í lífi mínu. Ef hennar hefði ekki notið við væri lífshlaup mitt öðruvísi. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrr en nú á þessari kveðjustundu. Öll þessi EF, ef hún hefði ekki fengið mig með til læknis, á ball og margt fleira, þá væri líf mitt öðruvísi, tómlegra. Ég á henni svo óskaplega mikið að þakka. Elsku Ófeigur, Elsa, Doddi, Siggi og fjölskylda, elsku Elsa amma, Helga og Björgvin, missir ykkar er mikill, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Dáðrík gæðakona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óskadætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Minningin um mína ástkæru vin- konu mun lifa. Ágústa Rósmundsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 35 Ástkær móðir mín og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis á Aðalgötu 7, Blönduósi, sem lést laugardaginn 12. júlí, verður jarðsung- in frá Blönduósskirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Húnfjörð og Kristine Jóhannsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÚLFHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Dysjum, Garðabæ, sem andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafn- arfirði, miðvikudaginn 9. júlí sl., verður jarð- sungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Gunnar M. Guðmannsson, Ásta Ástvaldsdóttir, Ásdís R. Guðmannsdóttir, Þórarinn Jónsson, Inga G. Guðmannsdóttir, Elís R. Helgason, Magnús R. Guðmannsson, Þórunn Brynjólfsdóttir, Sigurjón M. Guðmannsson, Lilja Baldursdóttir, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Magnús Björn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, JENS INGVI ARASON, Mávabraut 3d, Keflavík, sem lést þriðjudaginn 8. júlí verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 14.00. Hjördís Ólafsdóttir, Halldóra Jensdóttir, Ari Sigurðsson, Halldóra Ingibjörg Jensdóttir, Rúnar Jóhannes Garðarsson, Bjarney Rut Jensdóttir, Jóhann Geir Hjartason, Fanney Jensdóttir, Jóhann Liljan Arason, Ágúst Guðjón Arason, Halldór Ari Arason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA KRISTÍN ALEXANDERSDÓTTIR frá Suðureyri við Súgandafjörð, Dalbraut 27, sem lést laugardaginn 5. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 15.00. Berta G. Björgvinsdóttir, Tómas Högnason, Sigurður St. Björnsson, Rakel Sigurðardóttir, Guðrún Ása Björnsdóttir, Angantýr Vilhjálmsson, Daníel G. Björnsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Alexander G. Björnsson, Gyða Gorgonia Björnsson, Björn K. Björnsson, Marteinn S. Björnsson, Kristín Helgadóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR (Lóló), Austurbergi 2. Hilmar Karlsson, Dagbjört Hilmarsdóttir, Hjálmar Diego, Jón Hilmarsson, Guðrún Helga Theodórsdóttir, Guðrún Hilmarsdóttir, Reynir Hilmarsson, Berglind Hilmarsdóttir, Unnsteinn Ólafsson, Svanur Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.