Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagurinn 7. júlí 1973 átti eftir að verða stór dagur í lífi mínu. Besti bróðir í heimi opinberaði þann dag trúlofun sína og ég leit tilvonandi mágkonu mína fyrst augum, stúlkuna sem ætlaði að taka bróður minn frá mér. Sagt er að börn séu miklir mannþekkjarar og sjái auðveldlega gegnum hjúpinn sem við öll umvefjum okkur í hinu daglega lífi. Fljótlega þóttist ég skynja, að þar sem Jónína var væri ekkert að óttast, hún tæki ekkert frá mér, heldur eignaðist ég þar fimmtu syst- urina. Sú skynjun mín reyndist rétt og eftir þrjátíu ára samfylgd hefur þessi barnslega tilfinning mín sann- að sig svo engu skeikar. Frá upphafi kom hún fram við mig sem jafningja og átti alltaf tíma til að hlusta á hugð- arefni litlu mágkonu sinnar og sýna þeim áhuga og skilning. Þær voru margar góðu stundirnar sem við átt- um saman á æskuheimili mínu. Seinna eftir að ég komst á fullorð- insár átti ég oft eftir að leita í smiðju Jónínu, ég vissi að þar kæmi ég ekki að tómum kofunum. Ef eitthvað stóð til var oftar en ekki leitað til hennar og ábendingar hennar og ráð gerðu gæfumuninn í velheppnaðri veislu enda gestrisni hennar rómuð. Þrátt fyrir að Jónína og Ófeigur stofnuðu heimili ung var ekki að sjá neinn byrjendabrag á búskapnum. Frá fyrstu tíð var heimili þeirra með miklum myndarbrag og bar alla tíð vott um smekkvísi og snyrtimennsku enda fór ekki fram hjá neinum sem til þekkti að þar var húsmóðir sem hafði mikinn metnað fyrir heimili sitt og fjölskyldu. Í fyllingu tímans stækkaði fjöl- skyldan og frumburðurinn Sigurður fæddist. Það var stolt frænka sem eignaðist þá fyrsta systkinabarnið og fyrst í vinkvennahópnum til að verða föðursystir. Seinna bættust í hópinn Þórður og Elsa. Öll endurspegla þau þá alúð og umhyggju sem lögð hefur verið í uppeldi þeirra. Enn hefur fjöl- skyldan stækkað með tilkomu tengdadótturinnar Söndru og ömm- ustrákanna Arnars Geirs og Þórðar Atla sem voru augasteinarnir henn- ar. Það var ekki tilviljun að mikið var leitað til Jónínu um að taka að sér verkefni af mörgum aðilum á ýmsum vettvangi. Það var ekki aðeins tryggt að þau verkefni sem hún tók að sér væru leyst heldur mátti treysta því að þau væru leyst á þann máta að ekki var hægt að bæta um betur. Vandvirkni hennar og dugnaður ásamt því að hún bjó yfir ríkri rétt- lætiskennd aflaði henni vinsælda og virðingar allra sem hana þekktu. Fyrir átta árum veiktist Jónína al- varlega en með hjálp góðra lækna og baráttuvilja hennar sjálfrar tókst henni á ótrúlega skömmum tíma að JÓNÍNA MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Jónína MargrétÞórðardóttir fæddist í Reykjavík 23. janúar 1957. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 4. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 14. júlí. ná heilsu á ný. Við trúð- um því að hún hefði yf- irunnið þessi veikindi að fullu. Því var það mikið áfall þegar veik- indin tóku sig upp að- eins rúmu ári síðar og hún þurfti að gangast undir erfiða aðgerð öðru sinni. Enn var baráttuviljinn til staðar og aftur náði hún nokk- urri heilsu. Það dimmdi yfir nú á bjartasta tíma ársins þegar ég fékk þær fréttir að veikindi Jón- ínu hefðu tekið sig upp á ný og enn alvarlegri en fyrr. Í þetta sinn gafst henni ekki tækifæri til að berjast. Skyndilegt og ótímabært fráfall Jónínu er okkur sem hana þekktum mikill harmur en ríkari erum við fyr- ir samfylgdina sem endaði of skjótt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minnig er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við Maggi þökkum Jónínu þá vel- vild og hlýju sem hún ætíð sýndi okk- ur og börnum okkar. Hennar verður sárt saknað. Auður Margrét Sigurðardóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast Jónínu mágkonu minnar, sem fallin er nú frá. Fráfall hennar bar snöggt að en það er erfitt að sætta sig við þegar eiginkona og móðir er tekin frá ástvinum sínum í blóma lífsins. Jónína kom ung inn í fjölskylduna og varð strax eins og ein af okkur systrunum. Hún var einstök móðir og lagði mikla rækt við fjölskylduna, enda leitun að öðrum eins myndar- skap eins og var á þeirra heimili. Þegar litið er til baka koma upp minningar um hversu sterk hún var og ósérhlífin, ávallt var hún fyrst til að bjóða aðstoð sína og krafta ef eitt- hvað stóð til. Hún gleymdi til að mynda aldrei afmælisdögum eða öðr- um merkisdögum í fjölskyldunni og eigum við henni margt að þakka. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ég þakka fyrir ánægjulegar stundir sem við höfum átt saman síð- ustu 30 árin. Þín verður sárt saknað. Þín mágkona, Sigríður. Í dag kveðjum við með miklum söknuði einn af máttarstólpum stór- fjölskyldunnar, Jónínu svilkonu okk- ar. Kynni okkar hófust fyrir hartnær 30 árum þegar við tengdumst fjöl- skylduböndum, sem hafa haldist óslitin síðan. Hópurinn hefur frá upphafi verið einstaklega samheld- inn, ekki síst fyrir hennar tilstuðlan og er nú stórt skarð höggvið í hópinn. Það kom strax í ljós að hún var mjög sterk og heilsteypt persóna, já- kvæð, glaðlynd og hreinskiptin. Hún lá aldrei á skoðunum sínum og var oft glatt á hjalla í rökræðum, og var hún gjarnan hrókur alls fagnaðar. Jónína og Ófeigur hafa alla tíð ver- ið höfðingjar heim að sækja og eru okkur minnisstæðar margar glæsi- veislur sem þau héldu, enda var hún húsmóðir af guðs náð. Um leið og við þökkum Jónínu samfylgdina viljum við gera þessar ljóðlínur að okkar. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Borgþór, Fritz, Grétar, Hafliði og Magnús. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Mig langar til að minnast Jónínu vinkonu minnar með nokkrum orð- um. Ekki datt mér í hug að við sæj- umst ekki aftur þegar við vorum saman í stúdentsveislu nú í lok maí. Að ekki gæfist tækifæri til að segja góðan daginn nokkurn tímann aftur. En það er ekkert sjálfgefið og þakka ber fyrir það sem var. Tíminn sem hún fékk var alltof stuttur og það er veruleikinn kaldur og tómlegur. Minningar renna um hugann eins og kvikmyndafilma og minningarnar eru margar og ná langt aftur í tím- ann. Hvernig byrjuðu kynnin? Jú, við höfum verið samferða í lífinu frá unglingsárum. Ég kynntist henni í versluninni hjá Silla og Valda í Aust- urstræti fyrir rúmum 30 árum, en þangað fór ég í sumarvinnu og Jón- ína var þar líka að vinna. Þetta var skemmtilegur tími, fullt af ungum krökkum að vinna þarna, líf og fjör og unglingsárin spennandi. Palla bættist í hópinn og við þrjár náðum vel saman. Fyrsta skipti sem ég fór á skemmtistað, fyrir utan skólaböll, var einmitt með Jónínu. Nestaðar ráðleggingum okkur eldri og reynd- ari samstarfskonu fórum við á ball. Við höfum nú verið dálítið fyndnar, en okkur fannst við alveg svakalega smart. Ég minnist þess nú ekki að okkur hafi orðið nokkuð ágengt hvað „rómans“ varðar, þrátt fyrir að vera „langflottastar“. Á þessum tíma var rúnturinn „rúntur“. Það var gengið og keyrt fram og til baka um miðbæinn og Laugaveginn. Bílaeign var nú ekki eins algeng og í dag en það voru allt- af einhverjar stelpur eða strákar á bíl svo maður fékk að rúnta með og bílalestin oft samfelld efst ofan af Laugavegi og niður á Hallærisplan. Á þessum tíma var Klúbburinn orðinn aðalskemmtistaður ungs fólks, það voru nú reyndar einhver aldurstakmörk þar, en ég minnist þess ekki að það hafi verið nein hindrun í að komast þar inn. Ein minningin er um okkur vinkonurnar á leið í Klúbbinn í strætó (það þótti ekkert tiltökumál að fara milli borg- arhluta í strætó allra sinna ferða), allar í okkar fínasta pússi, ræðandi hve það hlyti að vera leiðinlegt að vera fullorðinn og vera alltaf heima hjá sér á laugardagskvöldum (eins og fjölskyldufólk gerði sér aldrei dagamun). Við nutum lífsins og fór- um að heiman frá okkur mörg laug- ardagskvöld. Og það var svo sem ekki eins og okkur væri í kot vísað að vera heima hver hjá annarri, allar komandi frá vönduðum heimilum og velkomnar. Alltaf tóku þau Þórður og Elsa for- eldrar Jónínu vel á móti okkur og ræddu við okkur eins og fullorðnar manneskjur og sýndu okkur áhuga þegar við komum á æskuheimili Jón- ínu í Akurgerðið. En Jónína var alltaf snögg að öllu. Og fyrst í vinahópnum varð hún til að stofna heimili. Von bráðar var hún orðin ein af þeim sem voru bara „allt- af heima á laugardagskvöldum“ og þótti bara ágætt. Þau Ófeigur gift- ust, hann var einn af strákunum úr vinahópnum og þau eignuðust eigið heimili sem bar brag myndaskapar, hlýju og gestrisni. Þau unnu sjálf hörðum höndum við að koma sér fyr- ir, samhent og dugleg. Á þessum tíma var öðruvísi en í dag að kaupa íbúð, lánamöguleikar minni og mikil greiðslubyrði í tiltölulega stuttan tíma. Og það þótti gott að geta keypt kók og prins eftir langan dag, fyrst farið í vinnuna og svo farið í íbúð- arlagfæringar og unnið þar langt fram á kvöld. Þarna á Langholtsveginum komu þau sér fyrir og þar var eins og alltaf hjá Jónínu afburða snyrtilegt. Fljót- lega eignuðust þau svo elsta barn sitt Sigurð og þá var nú amma í Akur- gerðinu og afi líka, betri en enginn við að passa litla drenginn þegar mamma og pabbi voru að vinna. Samverustundirnar eru orðnar margar. Við byrjuðum svo í sauma- klúbb 1976 nokkrar saman og höfum hist síðan á tveggja vikna fresti nema yfir hásumarið. Það eru margar góðar minningar, aðrar ekki eins skemmtilegar, gleði og sorg frá liðnum árum. Börnunum fjölgaði, þau Ófeigur og Jónína eignuðust Dodda, stúlku sem lést í fæðingu og seinast Elsu. Það var gaman að hittast í barna- stússinu, við heimsóttum hver aðra, bárum saman bækur okkar og spjöll- uðum. Jónína og Ófeigur fluttu til Dan- merkur meðan hann var þar í námi og þegar þau komu aftur heim var haldið áfram að hittast eins og áður. Saumaklúbburinn ferðaðist, hitt- ist í heimahúsum og við „gamlingj- arnir“ brugðum okkur af bæ stöku laugardagskvöld. Það voru afmæli, fermingar, brúðkaup og fjölmargar samverustundir. Sömuleiðis hafa mennirnir okkar verið í spilaklúbbi mjög lengi svo okkar lífsganga hefur fléttast mikið saman. Jónína var vel greind, sjálfstæð og skipulögð. Hún var ófeimin við að tjá sig og hafði ákveðnar skoðanir og sagði þær umbúðalaust, við vorum alls ekki alltaf sammála, en maður vissi alltaf hvar maður hafði Jónínu. Samviskusemi og dugnaður voru áberandi þættir í fari hennar, snögg að öllu, ósérhlífin, kraftmikil og ákveðin. Vann mikla sjálfboðavinnu fyrir íþróttafélagið Fjölni í Grafar- vogi. Hún var handlagin, saumaði, mál- aði á postulín og var alltaf mjög gjaf- mild. Jónína var heimakær og fékk eiginlega heimþrá ef hún fór yfir El- liðaárnar. Hún var þó dugleg að ferðast seinni árin og þau hjónin fóru um víða veröld. Jónína var mikil fjöl- skyldumanneskja, fjölskylda og tengdafjölskylda skiptu hana miklu máli og var hún dugleg að halda alls- kyns boð fyrir fjölskylduna, hafði glæsileg veisluborð, það má segja að hún hafi ræktað garðinn sinn (í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu), frændgarðinn og margan manninn. Hún naut þess út í ystu æsar að vera orðin amma og barnabörnin nutu þess. Jónína tók verslunarpróf og starf- að við verslunarstörf, lengi í verslun föður síns og síðar við skrifstofustörf og vann lengi á sama stað. Jónína var kát og glöð, naut þess að umgangast fólk, hafði gaman af því að syngja og dansa. Trygg og trú heimsótti hún mig í veikindum mínum. En hún fór ekki varhluta sjálf af veikindum. Tvisvar skorin upp vegna heilablóðfalls og náði sér aldrei almennilega eftir það seinna. Orðin veikari en nokkurn ór- aði fyrir undir það síðasta en bar veikindi sín ekki á torg og gerði lítið úr þeim. Margt hefur verið rætt í gegnum árin, hvað sé dýrmætt í lífinu, um líf- ið og tilveruna. Sammála vorum við um að það eru hversdagslegu hlut- irnir sem gefa manni mest og eru drýgstir og dýrmætastir þó tilbreyt- ing og veisluhöld hin ýmsu séu nauð- synleg. Saumaklúbburinn breytti út af venjunni eftir síðustu áramót og í stað þess að hittast heima hver hjá annarri fórum við á námskeið í Nes- kirkju þar sem vikulega í nokkrar vikur var fjallað um Biblíuna og spjallað um trúna út frá ýmsum sjón- arhornum, eitthvað sem okkur þótti öllum ánægjulegt og í gegnum kynni mín af Jónínu gegnum árin fann ég alltaf hve trúin var henni mikilvæg. Ég kveð kæra vinkonu og sakna hennar. Það er sár tilhugsun að eiga ekki fleiri samverustundir með Jón- ínu í vændum. Ég er þakklát fyrir að hafa notið vináttu hennar frá því á unglingsárum. Elsku Ófeigur, Siggi, Doddi, Elsa, Arnar, Þórður, Sandra, Elsa amma, systkini og fjölskylda, þið hafið misst mikið, en eigið eftir ljúfar minningar, dýrmætt veganesti sem Jónína eft- irlét ykkur, til styrktar og leiðsagnar í lífinu. Missir Jónínu verður aldrei bættur en minningin mun styrkja ykkur. Við Þórir, Gunni og Kristján send- um ástvinum Jónínu innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Hanna Karen Kristjánsdóttir. Það er ákaflega sárt og erfitt að trúa því að vinkona mín Jónína Þórð- ardóttir skuli vera horfin á braut að- eins 46 ára. Jónína var glæsileg kona og mér er það í fersku minni þegar ég sá hana fyrst þegar hún byrjaði með Elsu dóttur sína á leikskólanum hjá mér árið 1987. Mér fannst hún stór- glæsileg og hafði það á orði við hana hversu vel hún liti út en Jónína brosti bara sínu góðlátlegu brosi og vildi sem minnst úr því gera og var þannig alla tíð lítillát og ekki fyrir að láta mikið á sér bera. Upp frá þessu þró- aðist vinátta okkar og tengdust fjöl- skyldur okkar sterkum böndum og eyddum við mörgum áramótum og góðum stundum saman. Ég starfaði með Jónínu ásamt fleiru góðu fólki að uppbyggingu yngri flokka Fjölnis í knattspyrnu og vann Jónína þar öt- ult starf og var ósérhlífin á krafta sína. Það eru ófáar knattspyrnuferð- irnar sem við fórum saman og alltaf var stutt í gamanið þó erfitt væri stundum að vera með fjölmennan hóp frískra drengja. Jónínu var mjög annt um heimili sitt og lagði mikið upp úr sterkum fjölskyldutengslum enda var hún móður sinni mikil hjálparhella og börnin voru henni mjög hjartfólgin og hún bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Hún var mjög fær í allri mat- argerð og allar veislur báru þess merki að þar væri flink manneskja á ferð. Jónína var ekki mikið fyrir það að bera tilfinningar sínar á torg og var ekki allra en þeim sem hún kynntist reyndist hún góður vinur og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera ein af þeim. Hún hafði ákveðnar skoðanir og stóð og féll með þeim og oft sátum við heilu kvöldin og rædd- um um lífið og tilveruna, vináttuna og hversu mikilsvert væri að eiga góða vini og það kæmi í ljós á rauna- stundum hverjir væru vinir manns í raun. Vinátta Jónínu var mér mikils virði og jákvæði hennar og glaðværð gaf mér mikinn styrk og þrátt fyrir erfið veikindi hennar síðustu ár var aldrei neina uppgjöf að finna og kát- ínan og grínið til staðar á góðum stundum. Við sem þekktum hana getum ekki gert okkur grein fyrir hversu alvarleg veikindi hennar voru enda heyrðist hún aldrei kvarta yfir lasleika sínum og það sýnir sterkan persónuleika hennar. Jónína hafði mjög gaman af postu- línsmálningu og fórum við saman á námskeið og við gerðum stundum grín að því að hún væri eins og verk- smiðja því allt sem hún afrekaði að gera var með ólíkindum enda eru til margir fallegir gripir eftir hana. Þegar ég skrifa þessa grein er mér efst í huga þakklæti fyrir allar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum saman, ferðalögin bæði hér heima og erlendis. Ég vil þakka fyrir allan þann styrk sem þú veittir mér á erfiðum stundum. Það er mér ómet- anlegt. Elsku Ófeigur, missir þinn er mik- ill, þú varst henni mikils virði og stóðst við hlið hennar á erfiðum stundum og ég vissi að hún kunni að meta það. Ég votta þér mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja þig. Fjöl- skyldu Jónínu votta ég samúð mína. Siggi, Sandra, Doddi, Elsa og son- arsynirnir, megi guð gefa ykkur stuðning í sorg ykkar. Minningin um Jónínu mun lifa með okkur. Ég kveð þig, mín kæra vinkona, með virðingu og þakklæti. Guðbjörg Guðjónsdóttir. Þegar fréttin um andlát Jónínu bar að var eins og tíminn stæði í stað. Það er svo sárt að missa þá sem manni þykir svo vænt um. Og nú hef- ur stórt skarð verið höggvið við frá- Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.