Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MANNABEIN fannst við forn- leifauppgröft á Hegranesþingstað, sem fram fór dagana 30. júní til 11. júlí í sumar. Hildur Gestsdóttir hjá Fornleifastofnun Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Oscar Aldred, segir beinið vera brot úr hægri lærlegg, líklega úr konu. Það hafi fundist í efstu ruslalögum við búðartóft í norðausturhluta minjasvæðisins. Hún segir ekki vit- að hvernig eða hvers vegna það var í búðatóftinni. Ef það sé kirkju- garður á svæðinu þá sé líklegast að það hafi borist þangað úr gröf sem skorin hafi verið af yngri gröf eða vegna annarrar röskunar á kirkju- garðinum. Tvö svæði grafin Tvö svæði voru grafin á Hegra- nesþingstað þessa daga. Kom í ljós að búðin í norðausturhlutanum er hlaðin úr torfi og grjóti, og að torf- ið hefur verið skorið stuttu eftir að gjóskan úr Heklugosinu 1104 féll. Yfir og umhverfis tóftina voru mik- il moldar- og móöskulög með dýra- beinum, sem höfðu myndað lágan garð umhverfis tóftina. Það bendir til þess að rusli hafi verið hent rétt utan við búðina, og líklegt er að reglulega hafi verið mokað út úr henni segir Hildur. Þær minjar sem sjást á yfirboðinu virðast því vera leifar þessara garða, en ekki eiginlegra búðatófta. Yfir öllum mannvistarlögum lá svo gjóska úr Heklugosinu 1766, sem þýðir að búðin hefur verið komin úr notkun þegar gjóskan féll. Hildur segir að seinna svæðið hafi verið á mörkum hringlanga garðs í suðurenda minjasvæðisins, sem er um 30 metrar í þvermál, og stærri garðs sem umlykur um átta þúsund fermetra stórt svæði. Þessir garðar virðast vera seinni tíma mannvirki, þ.e. yngri en þing- staðurinn. Ekki eru til ritaðar heimildir um hlutverk þeirra, en fræðimenn sem skoðuðu Hegranes- þingstað á 19. öld lögðu fram ýms- ar kenningar, t.d að hringlaga garðurinn væri leifar dómhrings, og að sá stærri væri túngarður sels, eða jafnvel býlis segir Hildur. Í notkun fyrir 1766 Við uppgröftinn reyndist hring- laga garðurinn vera að mestu byggður úr torfi, eftir 1104. Sá stærri var úr sjávargrjóti, ekki hlaðinn, heldur hafði grjótinu ein- ungis verið hrúgað til að mynda garðinn. Grjótið úr honum liggur að hluta yfir hringlaga garðinn, og því er stærri garðurinn yngri. Gjóskan úr Heklugosinu 1766 lá einnig yfir þessum minjum, og seg- ir Hildur greinilegt að svæðið sem þeir umlykja hafi lítið sem ekkert verið í notkun í þónokkurn tíma áð- ur en hún féll. Inni í hringlaga mannvirkinu komu í ljós hugs- anlegar grafir, sem bendir til þess að hér hafi verið kirkjugarður. Hún segir þörf á frekari rann- sóknum til að staðfesta það með vissu. Mannabeinsfundurinn veki spurningar um hvort kirkjugarð- urinn hafi verið í notkun samtíma þingstaðnum. Vill rannsaka uppbyggingu þingstaða Hildur segir að niðurstöður þess- arar forrannsóknar benda til þess að Hegranesþingstaður bjóði upp á mikla möguleika til framtíðarrann- sókna. Enginn heildstæður upp- gröftur hafi farið fram á þing- stöðum til þessa, og því megi mikið bæta við þekkingu á gerð búða og uppbyggingu þingstaða yfirleitt. Hún segir einnig áhugavert að rannsaka þróun landnýtingar á svæðinu, sem virðist hafa verið nokkuð fjölbreytileg. Uppgröfturinn var þáttur í verk- efninu Þinghald til forna. Verkefn- isstjórar eru Adolf Friðriksson og dr. Sigurður Líndal. Verkefnið er styrkt af Kristnihátíðarsjóði og unnið í samvinnu við Hólarann- sókn, Bókmenntafélagið og Þjóð- minjasafnið. Mannabein fannst á Hegra- nesþingstað Hér sést grjótið sem myndar hringlaga túngarð og umlykur um átta þúsund fermetra svæði. Grjótið liggur utan í minni garði þar sem hugsanlegar grafir komu í ljós, sem bendir til þess að þar hafi verið kirkjugarður. ENN hefur ekkert spurst til sprengiefnisins sem rænt var úr geymslu á Hólmsheiði í upphafi mánaðarins. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er málið enn í rannsókn, og ekkert gefið upp að svo stöddu um mögulegar vísbendingar eða aðra lausn málsins. Nauðsynlegt er, að mati samráðs- nefndar um stórslysavarnir í iðnaði, að finna sprengiefnageymslum nýj- an stað. Í nefndinni sitja fulltrúar Brunamálastofnunar, Vinnueftirlits, Almannavarna og Hollustuverndar. Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins og formaður samráðsnefndarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nefndin hefði fyrir nokkrum mánuðum kom- ið þeirri skoðun sinni á framfæri við borgaryfirvöld að finna ætti sprengiefnageymslum nýjan stað. Augljóst að finna þarf nýjan stað „Það er augljóst í ljósi útþenslu byggðar, og sérstaklega fyrirhug- aðrar byggðar á Norðlingaholti, að núverandi staðsetning er ekki full- nægjandi,“ sagði Eyjólfur. Í reglu- gerð um sprengiefni, sem gefin er út af dómsmálaráðuneyti, er skýrt kveðið á um öryggisfjarlægðir við sprengiefnageymslur. „Við munum fylgja málinu eftir á næstunni, og búumst við hugmyndum frá Reykja- víkurborg.“ Við hönnun nýrra geymslna segir Eyjólfur að sett verði upp nútíma öryggiskerfi, sem gæti þeirra allan sólarhringinn. „Nútíma tækni býður upp á lausnir í þessum efnum, til dæmis lág- spennukerfi. Með auknum afbrotum og hryðjuverkum er nauðsynlegt að hafa fullkomnustu vöktunarkerfi.“ Geymsla á Kjalarnesi er til skoðunar Að sögn Guðmundar Gunnarsson- ar, yfirverkfræðings hjá Bruna- málastofnun, er stofnuninni falið að meta og samþykkja staðsetningu varanlegra sprengiefnageymslna að fengnum tillögum frá skipulagsyfir- völdum sveitarfélags. Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar segir unnið að lausn málsins, en erfitt sé að finna stað innan borgarmarka Reykjavík- ur sem uppfylli skilyrði um öryggis- fjarlægð við íbúðarbyggð vegna stórrar sprengiefnageymslu. „Eina svæðið í borgarlandinu sem kæmi tæknilega til greina væri Kjalarnes, af því að þar er möguleiki á yfir 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúðarbyggð. Hins vegar er á svæðinu umferð og skógrækt svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Salvör í samtali við Morgun- blaðið. Hún telur eðlilegt að sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu byggi sameiginlega geymslu, sem til dæm- is gæti verið staðsett í hraunum Hafnarfjarðar. Sprengiefnageymslur í Reykjavík eru of nálægt byggð í Norðlingaholti Nauðsynlegt að finna nýj- an geymslustað fyrir efnið GÓÐ laxveiði hefur verið íSelá í Vopnafirði í sumar ogmargir vænir fiskar komið á land en í fyrradag veiddist meðal annars 25 punda og 108 cm langur lax. „Það er þónokkuð af fiski miðað við árstíma og fiskur kominn um alla á,“ segir Sig- urður Fjeldsted leiðsögumað- ur en síðasti hópur fékk 41 lax. „Við höfum veitt nokkra 15 og 16 pundara og ástandið virðist vera mjög gott.“ Sigurður segir að 20 til 30 punda laxar veiðist í Selá á hverju ári en að stóri fisk- urinn í fyrradag hafi verið sérstakur. „Þetta var fallegur og stór fiskur,“ segir Sigurð- ur. Á síðasta ári veiddust meira en 1.600 fiskar í Selá. 25 punda lax veidd- ist í Selá EKKI eru önnur dæmi þess að svo margar þyrlur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafi verið sendar í einu frá landinu til tímabund- inna verkefna annars staðar og nú, skv. upp- lýsingum Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. Eins og fram hefur komið voru þrjár herþyrlur af gerðinni HH-60G Pave Hawk sendar til Afríkuríkisins Síerra Leóne sl. laugardag en alls voru fimm þyrlur þess- arar tegundar á Keflavíkurflugvelli. Skv. upplýsingum Friðþórs eru þó nokkur dæmi þess bæði fyrr og síðar að ein eða tvær herþyrlur hafi verið sendar frá landinu til ann- arra verkefna, nú síðast til Evrópu sl vor á meðan Íraksstríðið stóð yfir. Engar reglur gagnvart íslenskum stjórnvöldum um lágmarksfjölda Aðspurður segir Friðþór að engar reglur séu í gildi gagnvart íslenskum stjórnvöldum um lágmarksfjölda þyrlna sem staðsettar eru í varnarstöðinni. „Í bókun við varnarsamning- inn segir að varnarliðið muni halda uppi þyrlu- björgunarþjónustu en það er ekki skilgreint frekar hvað í því felst. Það gefur augaleið að flugherinn gerir hins vegar ákveðnar kröfur [að þyrlur séu til taks] vegna F-15 þotnanna, sem eru staðsettar hér. Það er tilgangurinn með veru björgunarsveitarinnar hér. Þó að þetta sé björgunarsveit sem ætlað er að bjarga flugmönnum á vígvelli og jafnvel að baki víg- línu óvinarins, þá fylgir hún orrustuþotunum, sem eru hér á hverjum tíma, bæði vegna þess hversu mikið er flogið yfir opnu hafi og eins vegna þess hversu skjótt þarf að bregðast við ef eitthvað bregður út af,“ segir Friðþór. Varnarliðið heyrir undir Evrópuherstjórn Bandaríkjanna og Evrópuherstjórn NATO og að sögn Friðþórs er ástæða flutnings varn- arliðsþyrlnanna til Afríku sú að Evrópuher- stjórnin ákvað að nýta þau tæki sem hún hefur yfir að ráða til að leysa verkefni sem henni voru falin í Afríku og er þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins, sem er faststaðsett á Íslandi, sú eina sem bandaríski flugherinn hefur yfir að ráða í Evrópu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þyrlurnar verða fluttar á ný til Íslands en að sögn Frið- þórs munu þær koma aftur. Landhelgisgæsl- unni var tilkynnt um flutning varnarliðsþyrln- anna frá Íslandi til Afríku fyrir sl. helgi. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar, segir að verið sé að skoða hvaða áhrif þetta hafi á skipulagið hjá Landhelg- isgæslunni. Hann segir fleiri dæmi um að varnarliðsþyrlur hafi verið sendar úr landi og það sé ævinlega tilkynnt og það sé gagn- kvæmt. Þegar svona stendur á hjá Gæslunni sé varnarliðinu ætíð gert viðvart. Hafsteinn segir að full björgunargeta sé til staðar þrátt fyrir að þrjár af fimm þyrlum varnarliðsins séu ekki til staðar á næstunni, en ekki megi mikið út af bregða. „Það er lögð mikil og góð áhersla á gott viðhald á þyrlunum okkar og við höfum mjög færa menn á því sviði. Þetta bless- ast allt.“ Ekki áður sendar svo margar þyrlur úr landi Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Þrjár af fimm þyrlum varnarliðsins í Keflavík hafa verið fluttar úr landi til verkefna í Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.