Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ TAKMARKAÐ UPPLAG – AÐEINS SELT TIL 14. ÁGÚST Tryggðu þér eintak FJÓRIR dagskrárgerðarmenn af Útvarpi Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson, Hallgrímur Thorsteinsson, Arnþrúð- ur Karlsdóttir og Sigurður G. Tóm- asson, keyptu stöðina af Norðurljós- um á föstudag. Að sögn Ingva Hrafns gerðu fjórmenningarnir samning við Norðurljós um að leigja af þeim aðstöðu til útsendinga, tæknimenn og fleira og greiða þeir Norðurljósum mánaðarlega fyrir þessi afnot, ásamt leyfisgjöldum og öðru sem þarf til útvarpsrekstrar. Um eiginlegt kaupverð var því ekki að ræða. Markaðsdeild verður starf- rækt á Útvarpi Sögu sem selur aug- lýsingar. „Norðurljós voru komnin í þrot með að reka Útvarp Sögu áfram. Þeir voru búnir að gera það mjög vel í hálft annað ár bráðum,“ segir Ingvi. Hann telur að talútvarp, eins og Útvarp Saga, falli mjög illa að sölu- sviði markaðsdeildar Norðurljósa, sem rekur PoppTívi og dægurlaga- útvarp, ásamt Sýn og Stöð 2. „Við höfum fundið mjög mikinn stuðning úti í þjóðfélaginu. Við erum með kannanir sem sýna að uppsöfnuð hlustun á okkur á viku er um fjórð- ungur Íslendinga, þótt við náumst eingöngu á suðvesturhorninu. Við ákváðum því að gera þetta,“ segir hann og leggur áherslu á að samn- ingurinn hafi verið gerður í mjög góðu samstarfi og með góðum stuðn- ingi stjórnenda Norðurljósa. Hann bendir á að þótt aldrei hafi nokkur maður á Norðurljósum skipt sér af efni eða framsetningu þeirra á þáttunum, telji þau það mun heilla- vænlegra að starfa sjálfstætt og standa á sínu ritstjórnarfrelsi eins og hver annar fjölmiðill. Hann segir að fyrirkomulagið á stöðinni verði mjög lýðræðislegt og gerir ráð fyrir að þau skiptist á að vera stjórnendur. Íslenskar 60 mínútur í janúar Þegar hann er spurður hvort hlustendur Útvarps Sögu eigi eftir að greina breytingar á dagskrá stöðvarinnar segir hann svo ekki vera. Fjórmenningarnir haldi áfram með sína þætti sem eru uppistaðan í dagskrá stöðvarinnar og Valtýr Björn Valtýsson verði áfram með íþróttir. „Síðan eru fjölmargir aðilar sem hafa haft samband við okkur og óskað eftir að komast inn með eigin dagskrárgerð. Við munum markaðs- setja ákveðna tíma, til dæmis í há- deginu, þar sem samtök og jafnvel fyrirtæki geta keypt sér pláss.“ Að sögn Ingva Hrafns hyggjast þau koma upp sendum víðar um landið svo Útvarp Saga heyrist um allt land. „Við viljum heyrast jafnt á Raufarhöfn, Bakkafirði, Hólmavík og í Reykjavík. Það verður stóra málið hjá okkur.Við höfum jafnvel fengið fyrirspurnir frá sveitarfélög- um um að taka þátt í að setja upp Sögusendi,“ bætir hann við. Fjórmenningarnir hafa fleiri járn í eldinum en Útvarp Sögu því þau ætla sér að koma upp framleiðslu- félagi frétta og fréttaskýringa, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þau hafa fengið leyfi bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar CBS til að nota hugmyndina að þáttunum um 60 mínútur og fljótlega hefst vinna með framleiðslu- og fjár- máladeild Norðurljósa við kostnað- aráætlun á íslenskum 60 mínútum. „Ef allt gengur upp verður fyrsti þátturinn í janúar. Það verða þá við fjögur og tveir til þrír aðrir sem ég vil ekki nefna ennþá.“ Fjórmenningarnir keyptu Útvarp Sögu Stofna fram- leiðslufélag frétta og frétta- skýringa í ljós- vakamiðlum HINN umtalaði ós Gljúfurár í Borgarfirði var loks mokaður út í fyrrakvöld og gera menn sér vonir um að þar með hefjist laxagöngur í ána fyrir alvöru, en vegna vatns- leysis og þurrka hefur áin verið tal- in ólaxgeng og veiði afspyrnuléleg, en ós hennar við Norðurá verður við slík skilyrði afar grunnur, varla nema í ökkla, auk þess sem mikill vatnagróður festir þar rætur. Það var árnefnd Stangaveiði- félags Reykjavíkur fyrir Gljúfurá sem stóð að verkinu og sagði Berg- ur Steingrímsson, framkvæmda- stjóri SVFR, að menn hefðu verið mjög hugmyndaríkir er í ljós kom að ekki myndi duga að hreinlega raða skófluvopnuðum mönnum yfir ósinn. „Þeir tóku skúffu úr gríð- arstórum hjólbörum, festu 60 metra togvír í hana og drógu flykkið þvers og kruss yfir ósinn með stórum jeppa,“ sagði Bergur. „Þeir fóru fjölmargar ferðir og núna er rásin hvergi grynnri en 30 sentimetrar og víðast 60 til 70 sentimetrar, auk þess sem gott rennsli er nú komið á ósinn. Þá slógu þeir mikinn gróðurskóg með tveimur vel brýndum stunguskófl- um. Að verkinu loknu gaf Stefán Hallur Jónsson, formaður nefnd- arinnar, út yfirlýsingu sem er svona: Hér með fullyrðir árnefnd SVFR að ósinn sé í lagi og að hann sé laxgengur öllum laxi. Gefið hef- ur verið út dánarvottorð á stífluna í ósnum.“ Verkinu lokið? Ós Gljúfurár hefur lengi þótt vera til vandræða og hafa staðið veiðiskap í ánni fyrir þrifum, en aldrei sem í sumar, enda snjólaus vetur að baki og óvenju langir þurrkakaflar í sumar. Í sum- arbyrjun fóru árnefndarmenn með litla beltagröfu og grófu þá rás þvert yfir Norðurá, sem rennur þarna þvert á Gljúfurá og myndar umrædda fyrirstöðu. Verkið gekk vel að öðru leyti en því að þegar um það bil 30 metrar voru eftir að opi Gljúfurár lenti grafan í vand- ræðum og varð frá að hverfa. Fyrir rúmri viku stóð til að moka út ós- inn, en var frestað vegna þess að þá gerði næturlanga dembu með þrumum og öðrum tilheyrandi gauragangi. Hækkaði þá nokkuð í Norðurá og vonuðust menn til þess að það dygði til að laxinn gengi í Gljúfurá, en ekkert varð úr því, enda sjatnaði vatnshæðin afar hratt. Á þessu laxleysissumri í Gljúfurá í Borgarfirði hefur verið nánast mokveiði í Straumunum í Hvítá, en það er lítill veiðistaður við ármót Hvítár annars vegar og Norðurár og Gljúfurár hins vegar. Þar hefur allur laxinn legið stóran hluta sum- ars og beðið þess að vatnsborð hækkaði og ósinn yrði greiðfær. Ósinn í Gljúfurá skafinn út með gömlum hjólbörum Einn árnefndarmanna Gljúfurár stýrir hjólbörunum og eins og sjá má er áin full af gróðri og drullu. Ármót Gljúfurár og Norðurár. Eins og sjá má er nú gott rennsli á mótum ánna en áður voru þarna straumlitlar grynningar. SVÍAR og fleiri þjóðir, þ.á m. Bretar, hyggjast leggja fram formleg mót- mæli við hvalveiðum Íslendinga, að því er fram kemur í viðtali við Lenu Sommerstad, umhverfisráðherra Svíþjóðar, á vefmiðli Tv4. Somm- erstad segir jafnframt að ákvörðun Íslendinga um að hefja hvalveiðar í vísindaskyni sé afar óheppileg og að með henni vanmeti Íslendingar al- þjóðlegar skoðanir á málinu. Hún segist draga í efa að eini til- gangurinn með veiðunum sé vísinda- legur. „Ísland hefur staðið fyrir svip- uðum veiðum [í vísindaskyni] áður. Frá þeim niðurstöðum hefur aldrei verið greint,“ segir hún og telur að Íslendingar vanmeti þau viðbrögð sem þeir eiga von á, sérstaklega frá engilsaxnesku löndunum. Á dögunum boðaði umhverfisráð- herra Noregs norræna starfsbræður sína á fund á Svalbarða og sótti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fundinn fyrir Íslands hönd. Siv segir að þótt ákvörðun Íslendinga um að hefja hvalveiðar í vísindaskyni hafi ekki verið til umræðu á fundinum sjálfum hafi hún rætt við bæði sænska og breska umhverfisráð- herrann, Elliot Morley, um málið. Bæði hafi þau lýst vonbrigðum sín- um með ákvörðun Íslendinga og sagt að hún gæti valdið þrýstingi frá um- hverfisverndarsamtökum um að verslanir hættu viðskiptum við Ís- lendinga. „Þetta er fólk sem ég hef hitt áður og átt gott samstarf við. Mér finnst mikilvægt að við hittum sem flesta og útskýrum okkur sjónarmið,“ segir Siv. Hún segist hafa fundið fyrir því að þótt margir þeirra ráðamanna sem hún hafi rætt við um hvalveiðar undanfarin ár hafi getað fallist á sjónarmið Íslendinga hafi þrýstingur frá umhverfisverndarsamtökum heiman frá oft vegið þyngra. Hvalveiðum Ís- lendinga form- lega mótmælt Umhverfisráðherra Svíþjóðar og blindhæðir beggja vegna. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar verður vegurinn hækkaður um þrjá metra og veg- arstæðið lagt í boga vestan gömlu brúarinnar. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í byrjun október, en kostnaður er 35 milljónir króna. EFTIR nokkra umþóttun um það hvernig framkvæmdir yrðu við nýtt ræsi yfir Hofsá á Siglufjarðarvegi, skammt frá Hofsósi, hófust fram- kvæmdir sl. föstudag við að brjóta niður einbreiða brú yfir ána. Brúin hefur verið nokkur farartálmi á vetrum enda stendur hún mjög lágt Hofsárbrú brotin niður Morgunblaðið/Björn Björnsson Hofsósi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.