Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 32
og unnar í nánu samstarfi við þá. Þrátt fyrir að Siv teldi sig til þessa hafa fengið jákvæð viðbrögð heima- manna hefur verið þó nokkuð um að ráðuneytinu hafi borist bréf vegna málsins. Á þeim má m.a. merkja að menn óttast höft sem hafi hamlandi áhrif á búskap þeirra, svo og neikvæð áhrif á þá uppbygg- ingu sem þegar hefur átt sér stað í ferðaþjónustu. Að lokinni framsögu Sivjar var opnað fyrir fyrirspurnir. Í máli þeirra sem tjáðu sig á fundinum mátti greina gagnrýni á það sem menn vilja nefna forsjárhyggju og útþenslustefnu í þessum málaflokki. Þá kom fram ótti við að gefin loforð myndu ekki standast þegar fram liðu stundir, m.a. vegna ráðherra- skipta á næsta ári. Sú skoðun var einnig áberandi að aðgerðir af þessu tagi hefðu í raun lítinn til- gang, t.d. varðandi friðun plantna, þar sem sjaldgæfar plöntur væru afar vandfundnar og því steðjaði ekki að þeim ógn í dag, væru þær enda friðaðar fyrir. Landeigendur telja sig þegar sinna mikilli land- vernd, svo sem með banni við skot- veiðum á jörðum sínum og með því að hlúa að villtum trjáplöntum í stað þess að planta trjám. Þá gagn- rýndu landeigendur og bændur að ekki hefði verið haft samráð við þá þegar tillögurnar voru gerðar, held- ur „pukrast með þær eins lengi og mögulegt var,“ eins og einn þeirra komst að orði. Eitt af því sem var áberandi í TÖLUVERT bar á andstöðu land- eigenda á Snæfjallaströnd við til- lögur um stækkun friðlands á Hornströndum á fundi sem þeir áttu nýverið með umhverfisráð- herra. Ráðherra ferðaðist nýlega um Vestfirði en þar eru þrjú af þeim sjötíu og sjö svæðum á land- inu sem til stendur að friða sam- kvæmt drögum að náttúruverndar- áætlun. Fundurinn var haldinn að Dalbæ á Snæfjallaströnd við Ísafjarðar- djúp að tilstuðlan landeigenda. Þar var einkum rætt um stækkun frið- lands á Hornströndum, en á Vest- fjörðum stendur auk þess til að friða Ingólfsfjörð, Reykjafjörð og Trékyllisvík sem búsvæði, sem er vægasta tegund friðunar. Þá verði Látrabjarg og Rauðisandur þjóð- garður. Umrædd stækkun Horn- strandafriðlandsins nær til þriggja sveitarfélaga; Árneshrepps, Hólma- víkurhrepps og Ísafjarðarbæjar. Ekkert gert í andstöðu við heimamenn Í upphafi fundar flutti Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra stutta framsögu þar sem hún kynnti í grófum dráttum í hverju drög að náttúruverndaráætlun felast og hver lagalegur bakgrunnur þeirra er. Siv lagði ríka áherslu á að ekk- ert yrði gert í andstöðu við heima- menn og ef almenn andstaða væri meðal heimamanna yrðu önnur svæði sett í forgang. Hún ítrekaði að reglur yrðu mjög sveigjanlegar málflutningi landeigenda og bænda var andstaða við ýmsar reglur sem gilda yfir núverandi friðland á Hornströndum, s.s. bann við um- ferð vélknúinna ökutækja. Erfitt að komast að sumum jörðum Gerir bannið mörgum landeig- endum erfitt og jafnvel ómögulegt að komast á jarðir sínar stóran hluta ársins og sinna þar nauðsyn- legu viðhaldi. Þá bar mikið á and- stöðu við friðun refa og minka og vilja menn meina að á Hornströnd- um sé nú uppeldisstöð fyrir ref og mink sem hefur til að mynda í för með sér útstreymi allt á annað hundrað refa á ári þaðan. Að sögn bænda og landeigenda veldur þessi „vargavernd“ usla í öllu fuglalífi á svæðinu og umtalsverðum búsifjum í æðarvarpi og sauðfjárrækt. Heimamenn eru því þeirrar skoð- unar að eyðing refa og minka eigi að vera sú sama á friðlöndum og annars staðar. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, gerði grein fyrir hvernig friðlandsreglunum væri fylgt eftir í dag. Hann taldi þær að mörgu leyti viðunandi og hefðu fyrirbyggjandi tilgang, en samt sem áður lægi ljóst fyrir að aldrei gætu gilt sömu regl- ur í hinu stækkaða friðlandi. Nýjar reglur yrði að móta í nánu sam- starfi við heimamenn. Hann undir- strikaði að óvinsældir Hornstranda- friðlandsins stöfuðu mikið til af friðun refsins; „en það er í rauninni ekki friðlandsmál, þeta er eina frið- landið á landinu þar sem refaveiði er bönnuð og í rauninni hægt að af- létta því með ákvörðun Alþingis ef ég skil það rétt“. Andstaða kom á óvart Í svörum Sivjar við fyrirspurnum og umræðum mátti heyra að sú andstaða sem einkenndi fundinn kæmi henni á óvart, en hana mætti ef til vill skýra með vantrausti manna í kjölfar þjóðlendumálanna. Ítrekaði hún þær fyrirætlanir að reglur yrðu ekki gerðar í trássi við heimamenn og að eftirlit yrði í höndum sveitarfélaga. Kvaðst hún vilja gefa þessu svæði tækifæri til nánari skoðunar. Eftir fundinn kvaðst Siv bjartsýn á að sátt næðist um málið, enda væri um mikinn sveigjanleika að ræða þar sem regl- urnar yrðu lagaðar að þörfum hvers svæðis fyrir sig. Andstaða við drög að náttúruverndaráætlun Hólmavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Hluti fundargesta fyrir utan fundarstað í góða veðrinu að loknum fundi. FRÉTTIR 32 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, vináttu, hlýhug og heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns, föður okkar, tendaföður og afa, PÁLS SVERRIS GUÐMUNDSSONAR, Skúlagötu 40, (áður Freyjugötu 5), Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A7 á Landspítala við Foss- vog. Guð blessi og varðveiti ykkur öll. Björgheiður Eiríksdóttir, Sigríður Sverrisdóttir, Hlöðver Örn Rafnsson, Eiríkur Egill Sverrisson, Sigrún Arnarsdóttir, Erla Sverrisdóttir, Eggert Helgason, Svanhvít Sverrisdóttir, Albert Klemenzson, Ástrós Sverrisdóttir, Sigfús Bjarnason og barnabörn. Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát föðurbróður míns, GÍSLA SIGURÐSSONAR flugvélasmiðs frá Hraunsási. Sérstakar þakkir fá Svifflugfélag Íslands, Flug- sögufélagið og Flugmálastjórn fyrir veitta aðstoð, svo og stjórn og starfsfólk elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Fyrir hönd annarra ættingja, Sigurður Bjarnason. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför VALGERÐAR KRISTÍNAR GUNNARSDÓTTUR Hlíðarvegi 25, Kópavogi. Kristinn Kristjánsson, Magnús Sigurjónsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Kristján Kristinsson, Gunnlaugur Kristinsson, Björk Þorsteinsdóttir, barnabörn og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir og kveðjur til allra, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og heiðruðu minningu STURLAUGS JÓHANNSSONAR frá Ísafirði, Dalbraut 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E á Landspítala Hringbraut og heimahlynningar Krabbameins- félagsins. Anna M. Gísladóttir, Páll Sturlaugsson, Emma Rafnsdóttir, Sigríður Sturlaugsdóttir, Ómar Þorbjörnsson, Bragi Benediktsson, Guðrún Sturlaugsdóttir, Karl Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINDÓR JÓNSSON, Brekkugötu 31, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 3. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA fyrir góða umönnun. Ómar Steindórsson, Björgvin Steindórsson, Þórir Steindórsson, Heiðrún Steindórsdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRÓTHEA SIGRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR frá Miðkoti, Dalvík, lést á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 16. ágúst kl. 13.30. Gunnar B. Arason, Þórunn Alfreðsdóttir, Anna S. Aradóttir, Árni Konráðsson, Guðlaugur Arason, Lilja Tryggvadóttir, Svava Aradóttir, Sigfús Thorarensen, Hafdís E. Bjarnadóttir, Jón Rafnsson, Elías J. Bjarnason, Guðlaug Brynjólfsdóttir, Bjarni Th. Bjarnason, Iðunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.