Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIÐSTÖÐ Evrópu-upplýsinga (Eur-opean Documenta-tion Center) viðHáskólann í Reykjavík tekur formlega til starfa í dag. Evrópuréttarstofnun hefur ver- ið starfandi við Háskólann frá því í október í fyrra. Einar Páll Tamimi lögfræðingur hefur veitt stofnuninni forstöðu frá upphafi. Hann segir ráðningu sína hafa borið nokkuð brátt að. „Ég hafði ekki verið sér- staklega sýnilegur í íslensku lög- fræðingasamfélagi því að ég hafði aðallega starfað erlendis. Eftir að hafa starfað við lögfræðistörf hjá EFTA í Brüssel frá haustinu 1999 tók ég við starfi yfirlögfræðings snemma árs 2001.“ Einar Páll segir að eftir langa bú- setu í útlöndum hafi hann fundið fyr- ir löngun til að flytja aftur til Íslands. „Ég fór því að svipast um eftir spennandi vinnu á Íslandi, þ.e. þar sem menntun mín og reynsla gætu nýst mér í starfi auk þess sem kjörin væru viðunandi,“ segir hann og bros- ir þegar hann rifjar upp að blekið hafi varla verið þornað á þriggja ára framlengingarsamningi hans við EFTA þegar tækifærið hafi gefist. „Aðalsteinn Jónasson, vinur minn, hafði verið ráðinn til starfa við laga- deildina við Háskólann í Reykjavík og vakið athygli á mér í tengslum við starf forstöðumanns fyrirhugaðrar Evrópuréttarstofnunar við háskól- ann. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn – fór fljótlega í hlutastarf og var svo kominn í fullt starf forstöðu- manns stofnunarinnar og lektors við lagadeildina um áramótin.“ Að efla umræðuna Einar Páll segir að hlutverk Evr- ópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík sé að efla fræðilega um- ræðu um Evrópurétt og málefni Evrópusambandsins. Nú beri þar hæst aðkomu Íslands að hinum svo- kallaða innri markaði og samskipti Íslands við Evrópusambandið. „Evr- ópuréttarstofnunin beitir ýmsum að- ferðum til að ná fram markmiði sínu. Ein leiðin felst í því að stofnunin vinnur að rannsóknum – ýmist að eigin frumkvæði eða annarra. Önnur felst í því að efna til ráðstefna um málefnið og má í því sambandi nefna að stofnunin gekkst sl. haust fyrir ráðstefnu í samvinnu við Academy of European Law með aðsetur í Trier í Þýskalandi undir yfirskriftinni Full- veldi á 21. öldinni. Við erum reyndar að undirbúa aðra ráðstefnu með sömu stofnun um stöðu EFTA- ríkjanna eftir stækkun ESB og í ljósi þess sem komið hefur út úr stjórn- arskrárráðstefnu Evrópusambands- ins. Ráðstefnan verður haldin dag- ana 18. og 19. september nk. í HR. Hún ætti ekki að standa hinni fyrri að baki því að þar koma fram margir afar áhugaverðir fyrirlesarar – lang- flestir erlendir,“ segir hann. „Ekki má heldur gleyma því að Evrópu- réttarstofnunin efnir til ýmiss konar námskeiða um málefnið.“ Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík sér um kennslu í Evrópu- rétti við nýstofnaða lagadeild Há- skólans í Reykjavík. „Einn kennari getur auðvitað náð ákveðinni dýpt á vissu sviði. Hins vegar fer ekki hjá því að meiri vigt er í stofnun eins og Evrópuréttarstofnuninni og alveg sérstaklega í tengslum við valkvæð námskeið. Sá möguleiki opnast nefnilega í ríkari mæli að bjóða upp á tiltölulega sérhæfð valnámskeið í tengslum við afmörkuð rannsóknar- svið stofnunarinnar hverju sinni. Með sama hætti er svo gert ráð fyrir að fleiri rannsóknarstofnanir verði settar á stofn við lagadeildina og sjái um námskeið á sérhæfðum sviðum.“ Einar Páll tekur fram að Evrópu- réttarstofnunin vilji stuðla að því að Evrópuumræðan nái til alls almenn- ings í landinu. „Gæta verður að því að umræðan um Evrópumálin verði ekki of fræðileg fyrir almenning án þess að slakað sé á kröfum til fag- mennsku og hlutlægni. Umræðan á að vera opin og ná til allra. Fólk þarf heldur ekki að vera annað hvort með eða á móti Evrópusambandinu til að vera fullgildir þátttakendur í um- ræðunni,“ segir hann. „Evrópurétt- arstofnunin rúmar öll sjónarmið. Hvorki Evrópuréttarstofnunin né forstöðumaður hennar taka afstöðu út á við til mála sem eru fremur póli- tísks en faglegs eðlis. Farið er fram á að starfsmenn og þeir sem taka að sér afmörkuð verkefni fyrir stofn- unina séu faglegir og rugli ekki sam- an afstöðu sinni til hluta eins og spurningarinnar um hugsanlega að- ild Íslands að Evrópusambandinu og vinnu sinni hjá stofnuninni. En auð- vitað er ekki hægt að ætlast til þess að sérfræðingar í málefninu sé skoð- analaust fólk. Reyndar hygg ég að flestir þeir sem sýsla við málaflokk eins og Evrópumálin nægilega lengi til að geta talist sérfræðingar eigi erfitt með að taka ekki afstöðu til hluta eins og íslenskrar Evrópusam- bandsaðildar. Sjálfur er ég reyndar þeirra ónáttúru gæddur að vera und- antekning frá þessari reglu. “ Skortur á sérfræðingum Evrópuréttarstofnunin var form- lega sett á laggirnar í október á síð- asta ári. „Eftir rólega byrjun höfum við verið að keyra starfsemina upp. Helstu tafirnar hafa falist í skorti á mannauði. Tiltölulega fáir Íslending- ar hafa sérhæft sig í Evrópumálum, að ekki sé talað um Evrópurétti og sú samsetning fræðilegrar undir- stöðu og hagnýtrar reynslu sem við leitum helst eftir er enn vandfundn- ari. Við gerum raunar ráð fyrir að í framtíðinni eigi nemendur á MA- stigi við lagadeildina eftir að gegna veigamiklu hlutverki í starfsemi stofnunarinnar. MA-námið við laga- deildina er að langmestu leyti rann- sóknartengt og við gerum ráð fyrir því að nokkur fjöldi nemenda í hverj- um árgangi leggi sig eftir Evrópu- rétti eða öðrum fögum sem undir starfssvið Evrópuréttarstofnunar- innar heyra. Vinna þessara nemenda eða ungu fræðimanna, eins og ég kýs að kalla fólk í rannsóknartengdu framhaldsnámi við háskóla, á vafa- laust eftir að verða mikil lyftistöng fyrir stofnunina. Ég þarf reyndar að bíða eftir því 2 ár til viðbótar því að kennsla til BA-prófs í lagadeildinni hófst ekki fyrr en síðasta haust. Vís- irinn að þessu er reyndar kominn því að ég fékk fjóra nemendur úr laga- deildinni til liðs við mig á vorönninni. Þeir hafa verið að vinna fyrir mig létt aðstoðarverkefni sem laganemar með grundvallarþekkingu í aðferða- fræði lögfræðinnar og áhuga á að til- einka sér nýja þekkingu geta auð- veldlega unnið. Segir ekki einhvers staðar að mjór sé mikils vísir?“ Fjórar miðstöðvar í Noregi Einar Páll segir að öll aðstaða til rannsókna í Evrópurétti hafi verið í skötulíki hérlendis þegar hann kom til starfa. „Ég þekki ágætlega til há- skólaumhverfisins í Evrópu og vissi að fjölmargar miðstöðvar Evrópu- upplýsinga voru reknar við háskóla og rannsóknastofnanir þar, m.a. 4 í Noregi. Þess vegna ákvað ég að kanna það hjá fastanefnd Evrópu- sambandsins gagnvart Noregi og Ís- landi hvort ekki væri áhugi fyrir því að koma upp slíkri miðstöð við Há- skólann í Reykjavík. Fékk ég þau svör að fastanefndin hefði ítrekað reynt að fá Háskóla Íslands og Há- skólabókasafnið til að taka að sér framkvæmdina á Íslandi. Ætíð hefðu svörin verið á þá leið að háskólinn treysti sér ekki til að taka að sér verkefnið án frekari fjárveitingar frá hinu opinbera. Ekkert hefði því orðið úr samstarfinu við Háskóla Íslands um þetta verkefni.“ Eftir að ljóst var að vilji var fyrir því hjá fastanefndinni og stjórnend- um Háskólans í Reykjavík að koma upp miðstöð Evrópuupplýsinga við skólann hófst undirbúningsferli að stofnun miðstöðvarinnar. „Undir- búningsferlið dróst reyndar talsvert á langinn því við hittum á óhentugan tíma, þ.e. verið var að vinna að end- urskipulagningu allra upplýsinga- miðstöðvanna með tilliti til nýjunga á sviði upplýsingatækni og skjala- vörslu. Ef ekki hefði hitt svona illa á hefði verið hægt að opna miðstöðina í byrjun janúar. Hins vegar er ekki hægt að kvarta yfir áhugaleysi af hálfu Evrópusambandsins. Fasta- nefndin var frá upphafi ákaflega já- kvæð og sendiherra Evrópusam- bandsins lýsti yfir sérstökum áhuga á að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, sem hann og gerði,“ segir Einar Páll og leggur áherslu á að miðstöðin eigi ekki aðeins að þjóna nemendum Há- skólans í Reykjavík. „Miðstöðin á að þjóna nemendum allra skóla, fræði- mönnum, stjórnmálamönnum, starfsmönnum stjórnsýslunnar, fólki úr atvinnulífinu og öllum almenn- ingi.“ Einar Páll segir að ekki fari sömu upplýsingar og gögn til allra mið- stöðva um Evrópuupplýsingar. „Miðstöðvarnar eru ýmist almennar, eins og við Háskólann í Reykjavík, eða sérhæfðar. Sömu upplýsingar renna til allra almennra upplýsinga- miðstöðva, t.a.m. skýrslur um sam- keppnisrétt, Stjórnartíðindi ESB og allir dómar Evrópudómstólsins. Al- menningi er veittur aðgangur að upplýsingunum á sömu forsendum og á bókasöfnum nema hvað útlán eru ekki leyfð. Aftur á móti verður hægt að fá afrit af prentuðum upp- lýsingum og útprent af tölvugögnum og verður einn starfsmaður notend- um upplýsingamiðstöðvarinnar til aðstoðar. Upplýsingamiðstöðin í Há- skólanum í Reykjavík hefur hins vegar eina sérstöðu gagnvart öðrum almennum upplýsingamiðstöðum sem Evrópusambandið styður. Með samkomulagi við upplýsingaþjón- ustu framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins hefur tekist að tryggja að almenningur getur fengið til eign- ar upplýsingabæklinga um hin ólíku svið Evrópumálanna í miðstöðinni. Þessari upplýsingagjöf er öðruvísi háttað í hinum löndunum.“ Sjávarútvegurinn í brennidepli Franz Fischler, æðsti maður framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í fiskveiði- og landbúnaðar- málum, opnar miðstöðina eftir að hafa haldið erindi um sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins í húsa- kynnum Háskólans í Reykjavík í dag kl. 16. „Heimsókn Fischlers er mikill hvalreki fyrir Íslendinga. Ekki hvað síst vegna þess að miklar breytingar hafa verið gerðar og reyndar frekari breytingar boðaðar á sjávarútvegs- stefnu sambandsins. Ég veit ekki í smáatriðum hvað Fischler mun segja þó að ég geri ráð fyrir íslensk- um vinkli í erindinu. Að því loknu gefst áheyrendum kostur á að spyrja hann út úr og í ljósi þess að hann fer einnig með landbúnaðarmál innan sambandsins vænti ég þess að hann svari spurningum um þann mála- flokk eins og sjávarútvegsmálin,“ segir Einar Páll og gerir ráð fyrir að Íslendingum liggi margar spurning- ar á hjarta í tengslum við sjávarút- vegsstefnu sambandsins. „Miðað við að í nýlegri Gallup-könnun taldi um helmingur þjóðarinnar sjávarút- veginn helsta ljónið í veginum fyrir Evrópusambandsaðild á spurning- unum væntanlega eftir að rigna yfir Fischler.“ Einar Páll segir of langt mál að rekja að hvaða leyti gerðar hafi verið breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB. „Með mikilli einföldum er hægt að segja að í breytingunum fel- ist ákveðnar vísbendingar um við- leitni til að laga handónýta stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum,“ segir hann og varar sérstaklega við því að ruglað sé saman tveimur spurningum í tengslum við afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu. „Ég er að tala um lagalega og póli- tíska spurningu,“ segir hann „Laga- lega spurningin snýst um hver væri staða Íslendinga innan ESB við nú- verandi aðstæður. Pólitíska spurn- ingin snýst um hvort hægt væri að ná fram almennum breytingum eða einhverjum sérkjörum fyrir Íslend- inga í aðildarviðræðum – rétt eins og Norðmenn, Svíar og Finnar náðu í tengslum við landbúnað á norðlæg- um slóðum, þ.e. norðan 60. breidd- argráðu, í sínum aðildarviðræðum. Ég hef tekið eftir því að menn spyrja stundum annarrar spurningarinnar og svara svo hinni og slíkt gerir nátt- úrulega ekkert annað en að valda ruglingi.“ Snýst um gildismat Einar Páll segir afstöðuna til Evr- ópusambandsaðildar snúast um gild- ismat hvers og eins. „Að vera annars vegar utan og hins vegar innan ESB felur í sér ólík réttindi og skyldur. Afstaða fólks ræðst einfaldlega af því hvernig hver og einn metur þessi réttindi og skyldur. Við getum gefið okkur dæmi um sjávarútveginn og gefið okkur það einnig, án þess að það sé endilega rétt, að eitthvað þrengi að réttindum okkar á því sviði við Evrópusambandsaðild. Ef mann- eskja telur að gildi sjávarútvegsins fyrir íslenskt nútímasamfélag hafi rýrnað og haldi áfram að rýrna til Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík Evrópuumræðan á að n Áhrifamesti fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðarmála heldur erindi um sjávarútvegsstefnu ESB og opnar miðstöð Evrópuupplýsinga við Háskólann í Reykjavík í dag. Anna G. Ólafsdóttir spjallaði við Einar Pál Tamimi, forstöðumann nýstofnaðrar Evrópuréttarstofnunar við HR, um stofnunina, heimsóknina frá Brüssel, upplýsingamiðstöðina og önnur Evrópumál. Morgunblaðið/Þorkell Einar Páll Tamimi segir heimsókn Franz Fischlers mikinn hvalreka. ’ Lagalega spurn-ingin snýst um hver væri staða Íslend- inga innan ESB við núverandi aðstæður. Pólitíska spurningin snýst um hvort hægt væri að ná fram al- mennum breyt- ingum eða einhverj- um sérkjörum fyrir Íslendinga í aðild- arviðræðum – rétt eins og Norðmenn, Svíar og Finnar náðu í tengslum við land- búnað á norðlægum slóðum, þ.e. norðan 60. breiddargráðu, í sínum aðildarvið- ræðum. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.