Morgunblaðið - 10.08.2003, Side 20
20 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
A
Ð AFLOKINNI
skoðunarferðinni
um safnið í Ausch-
witz I höldum við
þetta spottakorn til
Birkenau. Það sem
eftir stendur af ill-
ræmdustu útrýmingarbúðum sög-
unnar er varðveitt í sömu mynd og
Rauði herinn kom að þeim í ársbyrj-
un 1945. Hér eru engin söfn, engin
starfsemi, aðeins hrollkaldur raun-
veruleikinn blasir við. Fyrirferðar-
mest er 4–5 hæða löng bygging um-
hverfis aðalhliðið. Efst gnæfir
varðturn. Skammt framan við það
sameinast mörg járnbrautarspor í
tvö sem liggja inn um hliðið. Hér er
endastöð brautarnetsins sem flutti
milljónir saklausra fórnarlamba
Þriðja ríkisins á lokastaðinn.
Aðeins fá hesthúsanna sem fengu
hlutverk fangabúða standa uppi,
hjallar sem hýstu lygilegan fjölda
dauðadæmds fólks. Innandyra er
raunalegt um að litast. Tvær raðir af
kojum eftir endilöngum veggjum
skálans. Rúmfletin eru ekki breið en
í hvert þeirra var holað 8 föngum.
Fletin eru á mörgum hæðum sem ná
frá gólfi til lofts. Hjallarnir voru jök-
ulkaldir á pólskum fimbulvetrum.
Bráðdrepandi smitsjúkdómar herj-
uðu á þau mótstöðulitlu lifandi lík
sem hér drógu fram lífið. Janek segir
okkur að alstaðar hafi blasað við að-
vörunarspjöld á þýsku þar sem stóð
„Ein lús drepur“; til varnaðar stríðs-
mönnum herraþjóðarinnar að hafa
náið samband við grálúsuga gyð-
ingana því sjúkdómar á borð við
taugaveiki voru landlægir og lúsin
varasamasti smitberinn.
Ein skemmtun fangavarðanna og
kapóanna var að láta fangana leika
sig brjálaða. Þeir hafa sjálfsagt ekki
þurft á miklum leikhæfileikum að
halda.
Í einum skálanum er langur stein-
steyptur bálkur eftir miðju gólfi með
þéttri tvöfaldri röð af götum. Þetta
er fangakamarinn. Janek tjáir okkur
að lengst af hafi þeir fengið að fara
einu sinni á sólarhring til að ganga
örna sinna. 30 sekúndna hámarks-
tíminn var síðar styttur niður í 20.
Úrgangurinn var borinn á akrana í
grennd.
Út að skógarjaðrinum liggja
brautarspor að rústum afkastamestu
dauðaverksmiðju sem um er vitað á
jarðríki. Þarna stóðu risavaxnir, loft-
þéttir gasklefarnir og líkbrennslurn-
ar sem breyttu heilli milljón lifandi
fólks í öskuhaug. Nasistar byrjuðu
að klóra yfir verksummerki þjóðar-
morðsins á ofanverðu árinu 1944,
þegar ljóst var í hvað stefndi. Þeir
voru búnir að sprengja gasklefana og
brennsluna í loft upp þegar Sovét-
menn hertóku svæðið í janúar 1945.
Endurfundir í iðrum jarðar
Komið var undir kvöld er við ókum
aftur inní Kraká. Það var óneitan-
lega vel þegið að vera á meðal hinna
lifandi á nýjan leik.
Rétt utan við borgina standa uppi
veggjabrot og hliðið inn í Plasów-
þrælabúðinar. Þar hefjum við dag-
inn. Sjálfsagt þekktu fáir til nafnsins
ef ekki væri fyrir metaðsóknarmynd
Spielbergs, Schindlers’s List. Hér
var myrtur stæstur hluti Krakárbúa
af gyðingaættum en búðirnar voru
undir stjórn einstaklega kaldrifjaðs
illmennis, SS-foringjans Amons
Goeths (sem Ralph Fiennes lék í
fyrrgreindri mynd). Skammt frá
hliðinu blasir við villan hans, sem er í
dag í einkaeign. Á hæð handan hliðs-
ins er minnismerki um fórnarlömbin.
Enn minna stendur uppi af gettóinu í
Kraká.
Pólverjar bera Schindler illa sög-
una. Segja hann hafi að vísu bjargað
mannslífum með því að sækja ókeyp-
is vinnuafl í dauðabúðirnar til að
strita í verksmiðju sinni, Emalia.
Hann hafi hinsvegar aðeins leyst til
sín þá fanga sem áttu gull eða gim-
steina til að greiða honum útgöngu-
leyfið.
Nú fannst okkur nóg komið af
hörmungum stríðsins að sinni og
ákváðum að leggja krók á leiðina og
skoða Wielicza-saltnámurnar,
heimsfægt mannvirki sem komst á
minjaskrá UNESCO árið 1978. Þessi
hluti ferðarinnar fylgir með þar sem
hann fléttast óvænt inn í atburðarás
Helfararsögunnar.
Námurnar eru með fjölsóttustu
ferðamannastöðum Póllands og boð-
ið uppá hálfsdagsferðir undir stjórn
leiðsögumanna á ferðaskrifstofum
Krakár.
Eftir langa og stranga ævintýra-
ferð um listaverkum hlaðin iður jarð-
ar, er hópurinn okkar á endastöðinni.
Í130 metra fjarlægð frá sólarljósinu,
maður reynir að hugsa sem minnst
um það. Við erum stödd í hvelfingu
kenndri við Izabelu, hér er veitinga-
staður, minjagripaverslun og Námu-
vinnslusafnið, þar sem hluti hópsins
lýkur ferðinni.
Ég tek næringuna framyfir, rek-
inn áfram af hungri og þreytu, en
ekki síst forvitni því á meðal ferða-
félaganna eru kunnugleg andlit sem
mig langar að kynnast örlítið nánar.
Heimurinn er alltaf jafnblessunar-
lega lítill því hér eru komin gömlu
hjónin sem sátu deginum áður við
næsta borð á skyndibitastaðnum í
Auschwitz.
Aftur tylli ég mér næst þeim og
fyrr en varir farinn að ræða við hjón-
in, sem reynast elskulegt fólk. Eftir
að við kynnum okkur segist ég hafa
séð hann í Auschwitz deginum áður.
„Þú sast við næsta borð,“ segir
gamli maðurinn, „tókst eftir því að
mér leið ekki vel.“ Ég herði upp hug-
ann og spyr manninn, sem segist
heita Abel, hvort hann hafi lent í
höndum böðlanna í Auschwitz.
„Nei,“ segir hann, „það á ég móður
minni að þakka. Við erum gyðingar,
búin að búa í ein 150 ár í Póllandi
þegar gyðingahatrið fór að magnast í
Þýskalandi á fjórða áratugnum. Það
smitaði út frá sér, um 1935 þótti móð-
ur minni ekki ráðlegt að dvelja leng-
ur í landinu. Hún virtist sjá atburða-
rásina fyrir. Við bjuggum í
Austur-Póllandi, í borg rétt við
landamæri Sovétríkjanna þar sem
nú er Hvíta-Rússland. Við flúðum til
Brest en móðir mín rak pabba og
okkur systkinin þrjú, hvíldarlítið
áfram. „Austur, austur,“ sagði
mamma, líkt og skipað áfram af æðri
mætti. Þegar stríðið skall á vorum
við fyrir löngu búin að koma okkur
fyrir, langt austur í Síberíu. Þar tók
faðir minn hvaða vinnu sem bauðst.
Ég var 16–17 ára er við settumst að,
bróðir minn tveimur árum yngri.
Systir okkar þriggja eða fjögurra ára
er hún dó og hvílir einhvers staðar
þar eystra,“ Abel hvíslaði bænarorð
á hebresku og signdi sig.
„Við vorum nánast gleymd þar
eystra og fréttum ekkert frá Pól-
landi. Eftir stríðslok fór sannleikur-
inn að berast til okkar og mamma
ákvað að leggja í hann á nýjan leik.
Að þessu sinni var stefnan tekin
sunnar, við náðum til Ísrael eftir
talsverð harmkvæli í árslok 1950.
Settumst að á samyrkjubúi og for-
eldrar mínir áttu loksins náðugar
stundir. Það sama verður ekki sagt
um fólkið mitt sem var ekki svo lán-
samt að flýja Þjóðverjana. Það bar
allt beinin sín í Auschwitz og víðar.“
Áfram heldur Sæbjörn Valdimarsson á heljarslóð þjóðarmorðs gyðinga. Hefur gönguna í gegnum hlið
afkastamestu dauðaverksmiðju mannkynssögunnar, í Birkenau (Auschwitz II). Heldur síðan til eins ægilegasta staðar á jarðríki –
útrýmingarbúðanna Majdanek – áður en hann lýkur ferðinni í Varsjár-gettóinu.
Í návist illskunnar
Áslóðum Helfararinnar II
Ísraelsmaðurinn Abel, sem sagði okk-
ur sína ótrúlegu lífsreynslusögu frá
stríðsárunum. Hún fór blessunarlega
betur en flestar aðrar.
Ljósmynd/Eyjólfur Karlsson
Einn voðalegasti staður á jarðríki: Krufningarborðið í Majdanek.
Auschwitz — Birkenau: Hluti frumstæðra hesthúsanna þar sem gyðingum var staflað upp eins og síld í tunnu á meðan
þeir biðu dauða síns í gasklefunum í afkastamestu drápsverksmiðju sögunnar sem stóð úti við skógarjaðarinn.
Ljósmynd/Eyjólfur Karlsson
Fangakamarinn. Lengst af fengu þeir að fara einu sinni á sólarhring til að ganga
örna sinna. 30 sekúndna hámarkstíminn var síðar styttur í 20 sekúndur.
Belzec
Einar sex útrýmingarbúða
nasista í Póllandi. Upphaflega
stofnaðar 1940 sem þrælabúðir
fyrir vinnukraft af gyðingaætt-
um. Undir árslok 1941 breyttu
Þjóðverjar tilgangi þeirra í útrým-
ingarbúðir, samkvæmt áætlun
Aktion Reinhard. Um það leyti er
búðunum var lokað og eytt í jan-
úar 1943, er talið að fleiri en
600.000 manns hafi verið myrt
þar.
Chelmno (Kulmhof)
Útrýmingarbúðir, reistar
haustið 1941 í Warthegauhéraði í
vesturhluta Póllands, 60–70 km
vestan við Lodz. Þar voru fram-
kvæmdar fyrstu fjöldaaftökurnar
með eiturgasi. Um 320.000 voru
drepin í búðunum.
Mauthausen
Fangabúðir fyrir karlmenn,
opnaðar í ágúst 1938 í grennd við
borgina Lenz í Austurríki. SS skil-
greindi þær sem þrælabúðir. Að-
búnaður var hroðalegur, jafnvel á
mælikvarða útrýmingarbúða. Þar
enduðu líf sitt um 100.000 fang-
ar af ýmsum þjóðernum, ýmist
pískaðir af vinnu eða kvaldir til
bana áður en Bandaríkjamenn
frelsuðu fangana í maí 1945.
Sobibor
Útrýmingarbúðir í nágrenni
Lublinborgar í Austur-Póllandi.
Opnaðar í maí 1942 en var lokað
daginn eftir að uppreisn braust
út meðal fanga (af gyðingaætt-
um), 14 október 1943. A.m.k.
250.000 gyðingar voru sviptir
þar lífi.
Treblinka
Einar voðalegustu dauðabúðir
nasista í Póllandi, settar í gang í
maí 1942, rétt við járnbrautarlín-
una á milli Varsjár og Bialystok.
Þarna nýttist þýska hugvitið
hvað best í útrýmingarherferð-
inni. Jafnvel svo að þeim stóð
stuggur af því. Nasistar eyddu
sjálfir öllum verksummerkjum
um þessa verksmiðju dauðans í
september 1943.
Á aðeins 16 mánuðum tókst
þein að myrða 870 þúsund fanga
– eða hátt á annað þúsund
manns á dag.
Helstu útrýming-
arbúðir Þriðja
ríkisins (1933—45)
Þýskt hugvit hannaði afkastamestu
líkbrennsluofna stríðsins. Þeir standa
enn og segja sína sögu í þögninni í
búðunum í Majdanek.