Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 25 einnig sagt að þeir hyggist koma sér upp kjarn- orkuvopnabúri. Einnig eru miklar vangaveltur um það um þessar mundir hvort Íranar séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum og er spurt hvort það muni hleypa af stað kjarnorkuvopna- kapphlaupi í Mið-Austurlöndum. Vilja nýja kyn- slóð kjarn- orkuvopna Í dagblaðinu The New York Times fyrir viku sagði í fyrirsögn að nú blasti við önnur kjarn- orkuöld. Þar var vísað til þess að í vikunni hélt Bandaríkjastjórn 150 manna ráðstefnu á af- vikinni herstöð í Nebraska þar sem fjallað var um áætlun um að smíða nýja kynslóð kjarnorku- vopna. Þar er meðal annars um að ræða vopn, sem kölluð hafa verið lítil kjarnorkuvopn, og ætl- að er að grafa sig djúpt ofan í jörðina til að sprengja neðanjarðarhýsi óvinarins. Sagði í blaðinu að bandaríska varnarmálaráðuneytið teldi að um þessar mundir hefðu meira en 70 þjóðir, stórar og smáar, komið sér upp 1400 neðanjarðarbyrgjum, bæði stjórnstöðvum og til geymslu langdrægra flauga og gereyðingar- vopna. Í varnarmálaráðuneytinu eru hugmyndir um að þróa fremur lítil kjarnorkuvopn af mis- munandi styrkleika. Talað er um styrkleiki þeirra geti verið allt frá því að vera brot af styrkleika sprengjunnar, sem varpað var á Hiroshima, til margfalds þess styrkleika. Þessar sprengjur myndu geta farið í gegnum grjót og steinsteypu og breytt byrgjunum í geislavirkt ryk. Öll geislun yrði hins vegar neðanjarðar og því yrðu umhverfishætta takmörkuð. Um það efast þó gagnrýnendur og benda á að geislavirkni geti til dæmis farið í grunnvatn. Fundurinn í Nebraska fór fram fyrir luktum dyrum og hópur mótmæl- enda komst hvergi nærri. Fundurinn í Nebraska átti ekki að fara hátt, en óháð samtök, Los Alamos Study Group (þau kenna sig við Los Alamos þar sem sprengjurnar, sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki voru smíðaðar), sem fylgjast með kjarnorkumálum, komust yfir minnisblað frá varnarmálaráðuneyt- inu um fund, sem haldinn var 10. janúar þar sem fjallað var um undirbúning ráðstefnu nú í ágúst um að gera tilraunir með núverandi kjarnorku- vopn og hanna nýja kynslóð vopna. Áætlanir um nýju kjarnorkuvopnin eiga rætur að rekja til endurskoðunar Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á herfræði kjarnorkuvopna árið 2001. Þar var talað um að þrjá þætti, það er þann kjarnorkuvopnastyrk, sem fyrir er, gagneldflaugakerfi og endurskipu- lag varna, sem byði upp á nýja möguleika til að mæta nýjum ógnum, það er litlar kjarnorku- sprengjur, sem framleiða mætti á fimm árum. Þessi mál hafa þegar verið tekin fyrir í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings og samþykkti hernefnd deildarinnar að veita fé til rannsókna og þróunar slíkra kjarnorkuvopna þegar samþykkt var að veita 400 milljarða dollara til hernaðarmála. Þá þegar vöruðu demókratar við því að þetta myndi gera það erfiðara að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Þetta gerir málflutning okkar um að önnur lönd á borð við Indland og Pakistan eigi ekki að gera tilraunir og Norður-Kórea og Ír- an eigi ekki að smíða kjarnorkuvopn hlægilegan,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin. Ýmis samtök, sem starfa gegn kjarnorkuvopn- um, telja að Bandaríkjamenn séu að koma af stað nýju vopnakapphlaupi og því hefur verið haldið fram að þessar áætlanir um að smíða lítil kjarn- orkuvopn brjóti í bága við sáttmálann gegn út- breiðslu kjarnorkuvopna. 6. grein hans kveður á um að aðilar að sáttmálanum skuldbindi sig til að semja í góðri trú um aðgerðir til að stöðva kjarn- orkuvopnakapphlaupið sem fyrst og til kjarn- orkuafvopnunar. Aðilar að sáttmálanum, sem ekki eru með kjarnorkuvopn, undirgangast það að vera áfram án þeirra að því tilskildu að ríki, sem búa yfir kjarnorkuvopnum, vinni að afvopn- un. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði á fimmtudag að ekki væri hægt að úti- loka um alla framtíð að Bandaríkjamenn myndu hefja kjarnorkutilraunir að nýju, en Bush forseti hefði engar áætlanir um að slíkar tilraunir nú, enda væri engin þörf á þeim. Hann bætti við að ólíklegt væri að kjarnorkuvopnatilraunir yrðu til umræðu á fundi Bush og Vladimírs Pútíns, for- seta Rússlands, í september. Bandaríkin hafa undirritað sáttmálann um bann við kjarnorku- tilraunum, en öldungadeild Bandaríkjaþings hef- ur neitað að staðfesta hann. Bill Clinton, forveri Bush í stóli forseta Bandaríkjanna, ákvað engu að síður að framfylgja banni við kjarnorkutilraunum og Bush hefur haldið því áfram. Norður-Kóreumenn hafa undanfarið haft hátt um kjarnorkuvopnaáætlanir sínar og meðal ann- ars haft í hótunum við Japana. Í byrjun sept- ember er hins vegar stefnt að því að ganga til við- ræðna við Norður-Kóreu um kjarnorku- vopnaáætlun landsins þar sem sex ríki munu taka þátt. Stjórn Norður-Kóreu er hins vegar óút- reiknanleg og því ekki nokkur leið að átta sig á hvaða ávöxt þær viðræður gætu borið. Haldi Norður-Kórea sínu striki óttast menn að Japanar endurskoði kjarnorkumál sín eins og áður sagði og þá megi búast við að Kínverjar sjái ástæðu til að efla kjarnorkuvopnaforða sinn. Áhyggjur af kjarnorku- áætlun Írana Engar sannanir liggja fyrir um að Íranar hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir eru hins vegar með umfangsmikla kjarnorkuáætlun og segjast ætla að nota orkuna til að framleiða rafmagn. Íranar hafa vísað til þess að þeir séu skuldbundnir af aðild sinni að sáttmálanum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna og benda um leið á að í honum sé talað um skýlausan rétt til að þróa notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þeir, sem ekki treysta Írönum, horfa aft- ur á móti til þess að sömu tæki og hráefni, sem Ír- anar segjast ætla að nota til að framleiða raf- magn, megi einnig nota til að smíða vopn. Eins og sakir standa hyggjast Íranar grafa eftir úrani, breyta því í gas og síðan í kjarnorkueldsneyti með skilvindum. Ekkert mælir á móti því á meðan leyft er eftirlit með framvindunni. Í dagblaðinu The New York Times kom fram í vikunni að í lok árs myndu Íranar verða komnir með getuna til að framleiða eina sprengju á ári. Gagnrýnendur Ír- ana færa rök að því að ráðamönnum í Teheran gangi annað til en þeir segja og benda á að þar í landi sé nóg af olíulindum og gasi og það verði margfalt dýrara fyrir Írana að framleiða rafmagn með kjarnorku en olíu. Þeir geti virt skuldbind- ingar sínar þar til þeir séu komnir með getuna til að framleiða kjarnorkuvopn og þá geti þeir annað hvort reynt að framleiða þau á laun, eða einfald- lega sagt sig frá sáttmálanum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna og gert það sem þeim sýnist. Bush lýsti yfir því í september á síðasta ári að hann hygðist hverfa frá fælingarstefnunni svo- kölluðu og í stað hennar yrði stuðst við fyrir- byggjandi aðgerðir á borð við þær, sem gripið var til þegar ráðist var gegn Írökum. Vilja sumir leiða getum að því að ríki á borð við Norður-Kóreu og Íran líti svo á að með því að koma sér upp kjarn- orkuvopnum búi þau yfir nægum fælingarmætti til að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn ráðist á þau að fyrra bragði. Bandarísk stjórnvöld telja hins vegar að stjórnir þessara ríkja séu hættu- legar og óútreiknanlegar og því þurfi að vera hægt að grípa til aðgerða gegn þeim, meðal ann- ars til að koma í veg fyrir að þau verði kjarn- orkuveldi. Og í þessu mati eins aðilans á fyrirætl- unum hins leynist ávísun á eldfimt ástand. Morgunblaðið/Brynjar GautiÍ Stykkishólmi, gamli vitinn í Súgandisey. Ýmis samtök, sem starfa gegn kjarn- orkuvopnum, telja að Bandaríkjamenn séu að koma af stað nýju vopnakapp- hlaupi og því hefur verið haldið fram að þessar áætlanir um að smíða lítil kjarn- orkuvopn brjóti í bága við sáttmálann gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Laugardagur 9. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.