Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ö
LL börn eru vel-
komin til okkar,“
segir Margrét
Pála, þar sem hún
situr önnum kafin
við tölvuna að
koma frá sér frétt-
um til foreldra 60 barna, sem eru í
þriggja daga og þar með tveggja
nátta skólaferðalagi í Vatnaskógi.
Þetta eru börnin sem eru að kveðja
skólana og setjast í grunnskóla í
haust og er ferðin liður í að und-
irbúa þau undir að yfirgefa vinina
og þetta trausta umhverfi sem þau
hafa búið við undanfarin ár. „Við
teljum að við getum öllum betur
boðið börnunum upp á æfingu í að-
skilnaði frá foreldrum sínum og þar
með æfingu í sjálfstæði og sjálfs-
trausti þess sem ræður við til-
veruna með að fara í slíkar æfinga-
ferðir í traustu leikskólaumhverfi
með þeim börnum og kennurum
sem þau þekkja vel og treysta en
mörg þeirra eru í fyrsta sinn að fara
ein að heiman yfir nótt. Og við trú-
um því að þau komi til baka aðeins
þroskaðri og um leið sannfærðari
um að þau muni ráða við að standa á
eigin fótum þegar þau yfirgefa okk-
ur.“
„Hjallemodellen“
Margrét Pála stofnaði fyrirtækið
sem nefnist Hjallastefnan ehf. fyrir
um þremur árum um rekstur leik-
skólanna, þar sem uppeldisaðferð-
um Hjallastefnunnar er beitt. Í
skólunum eru 250 börn frá tveggja
til sex ára og er reiknað með að í
haust verði báðir skólarnir einsetn-
ir. Starfsmenn eru milli 50–60. Fyr-
irtækið leigir húsnæðið af bæjar-
félögunum og eru skólarnir reknir
með fjárframlögum frá sveitar-
félögunum, sem greiða ákveðna
fjárhæð með hverju barni, rétt eins
og til annarra leikskóla. „Þetta
rekstrarform hefur verið kallað
markaðsrekstur, sem er talsvert
langt frá einkarekstri en við búum
við meira sjálfstæði en aðrir skólar.
Greiðslur gagnvart foreldrum eru
bundnar og bæjarfélögunum er
tryggt að rýmin séu fyrir þeirra
börn en ekki einhver önnur,“ segir
Margrét Pála. „Þannig að hér er um
að ræða millistig í rekstri, sem ég
er sjálf áhugasöm um að reyna.“
Rétt er að taka fram að um 20 ár
eru síðan Margrét Pála kynnti
fyrstu hugmyndir sínar að Hjalla-
stefnunni, sem síðan hafa verið að
þróast.
Og nú er svo komið að áhrifa
Hjallastefnunnar gætir víða á leik-
skólum, bæði hér á landi og erlend-
is. Segist Margrét Pála hafa orðið
afskaplega undrandi, þar sem hún
var stödd á ráðstefnu um uppeldis-
mál í Danmörku fyrir mörgum ár-
um og farið var að tala um „Hjalle-
modellen“.
„Markmið mitt var aldrei að búa
til módel eða stefnu en aðferðirnar
Öll börn eru velk
Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólakennari og höf-
undur Hjallastefnunnar, rekur fyrirtækið Hjalla-
stefnuna ehf. og tvo leikskóla, Hjalla í Hafnarfirði
og Ása í Garðabæ, og nú er í undirbúningi að
stofna grunnskóla í haust í anda Hjallastefnunnar.
Kristín Gunnarsdóttir heimsótti leikskólana og
komst að raun um að þar er ekki eingöngu boðið
upp á aðskilnað kynjanna eins og uppeldisstefnan
er þekktust fyrir heldur er um margt beitt óvenju-
legum uppeldisaðferðum. Og þangað eru öll börn
velkomin, fötluð og heilbrigð, eins og fram kemur
hjá Margréti Pálu og foreldrum þeirra Alvars, Elvu
Rutar, Þorkels og Birnu Lindar.
Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólakennari og höfundur Hjallastefnunnar.
ÞAU Karl Georg Klein og Sigríður
Anna Sigurðardóttir eru foreldrar
tveggja barna á leikskólanum Hjalla í
Hafnarfirði. Elfa Rut Klein er fimm ára,
að verða sex, og Alvar Nói Salsóla er
fimm ára. Sigríður móðir hans segir
að sér finnist hún eiga mikið í skól-
anum eftir níu ára samfelld kynni.
Þegar eldri sonur hennar hætti tók sá
yngri við. „Ég var búin að fylgjast með
skólanum,“ segir hún. „Hann er í mínu
hverfi og ég hafði séð til barnanna að
leik á lóðinni og leist vel á.“
Karl segist lítið hafa vitað um skól-
ann en hafði frétt að hann væri góður.
„Það var einhver sem sagði að ég ætti
að reyna að komast að með dóttur
mína,“ segir hann. „Eftir að hún var
komin inn og við fórum að kynnast
skólanum sáum við hvað hann er frá-
bær.“
Ákveðnar reglur
„Margrét Pála er hér allt í öllu en
hún er auk þess með frábært starfs-
fólk og það sem gerir skólann svona
góðan er að alltaf er farið eftir
ákveðnum reglum,“ segir Sigríður
Anna. „Hér gilda enn sömu reglur og
þegar eldri sonur minn kom hingað
fyrir sjö árum. Ég er með verslun og
þar er stundum töluvert álag eins og
til dæmis í desember en á leikskól-
anum gengur allt sinn vanagang allt
árið, ekkert jóla- eða páskastress. Það
hentar börnum vel.“
Foreldrar fá stundaskrá og skipurit
frá skólanum og geta þannig fylgst
með verkefnum dagsins og hvað
börnin hafa fyrir stafni. Kröftugt for-
eldraráð starfar við skólann og segir
Sigríður að tengsl foreldra við skólann
séu mjög mikil. Þeir eru spurðir álits
um þær ákvarðanir sem teknar eru í
starfi skólans og fara samskiptin mikið
fram á Netinu. „Þannig gefst tækifæri
til að fylgjast með barninu en það er
líka alltaf hægt að ná í Margréti Pálu,
hún er alltaf til staðar,“ segir Sigríður.
Þriggja daga ferðalag
Þegar börnin hafa náð grunn-
skólaaldri og tími kominn til að kveðja
skólann er farið í þriggja daga skóla-
ferðalag. Sigríður segir að eldri sonur
hennar hafi verið harðákveðinn í að
taka ekki þátt í þeirri ferð. „Hann hafði
aldrei farið einn að heiman yfir nótt og
ekki sofið annars staðar en í sínu rúmi
nema á ferðalögum með okkur for-
eldrunum,“ segir hún. „En svo þegar
stóra stundin rann upp þá ákvað hann
að fara og það var stór drengur sem
kom til baka. Þau hafa svo gott af
þessu.“
„Dóttir mín fór í ferðina sem farin
var um daginn og kom fullorðin til
baka,“ segir Karl. „Hún var fegin að
koma heim og það var gott en henni
fannst gaman, ekkert vesen, hún
þekkti alla. Þau voru í sumarbúðum í
þrjá daga með vinunum í kjarnanum
og fóstrunni.“
Allir eru jákvæðir
Þau Sigríður og Karl eru sammála
um að leikskólinn leggi sig fram um að
koma til móts við þarfir foreldranna.
Sum börn koma fyrr en önnur og eru
mislengi fram eftir degi. Gjaldskráin er
miðuð við 15 mínútur og seinki for-
eldrunum þá kemur til aukagjald og
hærra gjald ef þau hringja ekki og til-
kynna um seinkunina. „Við höfum
aldrei upplifað starfsmenn neikvæða
þótt foreldrar komi of seint eftir
barninu,“ segir Sigríður.
Á haustin er boðað til fræðslu-
fundar með foreldrum barna sem eru
ný til að kynna uppeldisstefnuna en
auk þess eru haldnir foreldrafundir yf-
ir veturinn.
„Þetta eru svo skemmtilegir fundir
að maður mætir alltaf þó að maður
hafi heyrt allt áður,“ segir Karl. „Það
er gott að rifja upp.“
„Það er ekki síður hvatning fyrir
foreldrana að vera með börn á þess-
um leikskóla,“ segir Sigríður. „Margrét
Pála kemur alltaf fram við börnin á
svo jákvæðan hátt. Sum vilja ekki fara
í heimsóknir til dæmis að hitta jóla-
sveinana og þá er ekkert gert með
það. Þeim er sagt að þau þurfi ekki að
fara og geti verið eftir í skólanum en
þegar stundin rennur upp þá fara þau
auðvitað með öllum félögunum. Það
er aldrei neitt vesen, allt svo jákvætt
og reynt að koma til móts við allar
þarfir bæði barna og foreldra. Þetta
jákvæða viðhorf hefur áhrif á okkur
foreldrana og maður verður jákvæður
gagnvart skólanum og umhverfinu um
leið. Á hverjum degi er barninu sagt
hversu frábær einstaklingur það er
sem styrkir að sjálfsögðu sjálfs-
traustið bæði hjá foreldrunum og
börnunum. Við erum jú öll að gera
okkar besta.“
Hittast eftir skóla
„Ég hef aldrei orðið var við að stelp-
an vilji ekki fara í skólann,“ segir Karl.
„Sama með Alvar og ég man eftir
að félagi hans sagði einu sinni: „O, er
komin helgi?!“ en þá er enginn skóli,“
segir Sigríður. „Ég sé það á eldri
drengnum mínum, sem er kominn í
grunnskóla, að tengslin við vinina héð-
an halda áfram utan skólans rétt eins
og hjá þeim sem eru hér enn. Þau fara
heim hvert til annars eftir skóla og
hringjast á.“
Þau Karl og Sigríður eru sammála
um að kynjaskiptin hafi í fyrstu komið
þeim á óvart. „Aðallega var það for-
vitni um hvernig hún virkar,“ segir Sig-
ríður.Sigríður Anna Sigurðardóttir og Alvar Nói Salsóla bregða á leik.
O, er komin helgi?!