Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 19
muna á næstu árum er ólíklegt að hún láti sjávarútvegsstefnu sam- bandsins hafa úrslitaáhrif á afstöðu sína til hugsanlegrar aðildar. Ef á hinn bóginn manneskja telur að gildi sjávarútvegs verði síst minni í fram- tíð en nútíð fyrir íslenskt samfélag er líklegt að afstaða hennar mótist í rík- ari mæli af hagsmunum honum tengdum. En þá á eftir að vega sjáv- arútvegshagsmunina á móti öðrum sjónarmiðum sem sum hver eru kannski ekki jafn áþreifanleg en skipta flesta þegna í lýðræðsiríkjum afar miklu máli. Sé einstaklingur þeirrar skoðunar að áhrif íslenskra þegna á þær reglur sem við verðum að innleiða hérlendis vegna EES-samningsins séu svo lítil að ekki verði við unað en þau yrðu meiri með aðild að Evrópusamband- inu, kann að vera að sá einstaklingur legði meiri vigt í þá niðurstöðu en hugsanlega skert réttindi á sjávarút- vegssviðinu. Annar einstaklingur sem væri sammála hinum fyrri um aukin áhrif með aðild legði kannski minna upp úr slíkum lýðræðissjón- armiðum en hugsanlegum áhrifum aðildar á íslenska fiskveiðistjórnun og efnahagslegum afleiðingum þeirra. Eins og svo oft áður er feg- urðin í augum sjáandans.“ Við tölum um samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði og Einar Páll svarar því ekki beint hvort samning- urinn sé orðinn úreldur. „Auðvitað er alveg ljóst að samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði hefur enn mikla efnahagslega þýðingu fyrir Ís- lendinga og er á flestan hátt sam- bærilegur aðild á þeim sviðum sem samningurinn nær yfir. Hinu er ekki að leyna að þegar sleppir þeim til- tölulega skýru mörkum sem í upp- hafi voru á milli þess sem féll undir samninginn og þess sem féll utan hans blasa við ákveðin vandamál. Hér áður fyrr var ágreiningur um þessi mörk fátíður. Við gildistöku Maastricht- og Amsterdam-samn- inganna varð þar talsverð breyting á. Nú falla efnisákvæði nýrrar Evrópu- sambandslöggjafar á stundum bæði innan og utan efnissviðs samnings- ins. Sú staðreynd veldur miklum vandkvæðum, bæði lagalegum og pólitískum, þegar kemur að ákvörð- unum um inntöku nýrrar Evrópulög- gjafar í EES-samninginn. Þessu til viðbótar hefur vægi stofnana ESB og áhrif þeirra á löggjöfina tekið miklum breytingum frá því EES- samingurinn var gerður.“ Einar Páll bætir því við að ekki megi gleymast að aðferðir ESB við löggjafarstarfið hafi breyst á síðustu árum og nefnir dæmi þar um. „EES gerði ráð fyrir áhrifum EFTA á stefnumótun í gegnum fram- kvæmdastjórn ESB. Aftur á móti geymir samningurinn engin ákvæði um aðgang að Evrópuþinginu sem orðið er afar mikilvægur þátttakandi í löggjafarferlinu. Loks hefur meg- inreglan um aukinn meirihluta í ákvarðanatöku ráðherraráðsins valdið því að EFTA-ríkin þurfa að vinna fleiri ESB-ríki á sitt band en áður ætli þau sér að hafa áhrif á nið- urstöðu mála í ráðherraráðinu. Áður dugði Íslendingum oft að reiða sig á afstöðu eins eða fleiri ríkja með svip- aða hagsmuni,“ segir hann. „Óbreyttur EES-samningur mun því að mínu áliti tæpast þola frekari breytingar af þessu tagi hjá ESB.“ Einar Páll er spurður út í áhrif Evrópuréttar á íslenska löggjöf. „Stærstu breytingarnar urðu við gildistöku EES-samningsins og fljótlega eftir gildistökuna. Þá þurfti að gera átak í að aðlaga íslenska lög- gjöf að reglum ESB sem höfðu verið að þróast í nokkra áratugi. Eftir að því var lokið hefur vinnan aðallega snúist um að taka inn nýjar reglur á efnissviði samningsins og innleiða breytingar á þeim reglum sem tekn- ar voru upp hérlendis við gildistöku EES-samningsins á sínum tíma.“ Hann segir að tiltölulega fá mál hafi kallað á breytingar á íslenskum lögum ár hvert. „Megnið af breyting- unum koma inn í íslenskan rétt í formi stjórnvaldsreglna eins og reglugerða. Stjórnsýslan hefur því fremur en löggjafinn borið hitann og þungann af þessum breytingum. Hinu er ekki að leyna að verkefni löggjafans eru snúnari og hafa mörg hver talsverða pólitíska þýðingu. Nægir þar að nefna ágreining um löggjöf um orkumál á liðnu þingi.“ Íslendingar staðið sig vel Hann segir misskilning að halda því fram að Íslendingar eða EFTA- ríkin almennt hafi neitunarvald hvað varðar upptöku Evrópureglna á efn- issviði EES-samningsins. „Hluti af skuldbindingum EFTA-ríkjanna felst einmitt í því að taka þátt í breyt- ingum á EES-samningnum til sam- ræmis við nýja og breytta Evrópu- löggjöf á efnissviði hans. Frávik frá því samræmast ekki samningnum og hafa á endanum þær afleiðingar að samningurinn getur ekki þjónað til- gangi sínum. Þá er stutt í endalokin – þannig að það þarf nokkuð fjörlegt ímyndunarafl til að ræða um neitun- arvald sem raunhæfan valkost. Auð- vitað getur fullvalda ríki ákveðið að brjóta gegn þjóðréttarlegum skuld- bindingum sínum, hvort sem þær eiga rætur sínar í EES-samningnum eða öðrum réttarheimildum, en þau verða þá að vera tilbúin að taka af- leiðingunum. Skyldan til að veita at- beina sinn til áðurnefndra breytinga er kjarni þess sem nefnt hefur verið einsleitnismarkmið samningsins. Þetta markmið felur í sér að sams konar reglur og samkeppnisum- hverfi gildi á öllu Evrópska efna- hagssvæðinu. Næsta skref er síðan þegar reglur sem hafa verið teknar upp í EES-samninginn eru innleidd- ar í íslenskan landsrétt en það verk- efni stendur upp á íslensk stjórnvöld og löggjafann eftir atvikum. Þar verður að segjast eins og er að Ís- lendingar hafa staðið sig afar vel þó árangurinn hafi reyndar verið dálítið mismunandi á milli ára. Er góður ár- angur Íslendinga í þessum efnum þeim mun athyglisverðari vegna fá- mennrar stjórnsýslu. Vart fer heldur framhjá neinum að stjórnsýslan hef- ur styrkst til muna frá þeim tíma sem liðinn er frá því EES-samning- urinn tók gildi.“ EES komið á óvart „Rétt eins og ESB þróaðist kannski ekki endilega eins og frum- kvöðlar þess sáu fyrir sér hefur EES komið sumum aðilum þess á óvart,“ segir Einar Páll. „Það kom sumum íslenskum stjórnmálamönnum í opna skjöldu þegar EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að EFTA-ríkin gætu orðið skaðabóta- skyld gagnvart sínum eigin þegnum vegna engrar eða rangrar innleiðing- ar EES-reglna í íslenskan rétt. Rök- stuðningur EFTA-dómstólsins fyrir þeirri niðurstöðu var afar áþekkur rökstuðningi Evrópudómstólsins fyrir sömu niðurstöðu hvað varðaði ESB-ríkin og borgara þeirra áratug- um fyrr. Ætli sá dómur hafi ekki vakið undrun sumra á þeim tíma einnig,“ hugsar Einar Páll upphátt. Einar Páll játti því að sumar af innleiddu ESB-reglunum kæmu Ís- lendingum spánskt fyrir sjónir. „Þarna komum við aftur inn á eins- leitnimarkmiðið því að sömu reglur verða í grundvallaratriðum að gilda á öllu svæðinu jafnvel þótt aðstæður geti verið ólíkar og sumar reglurnar alveg óvirkar, a.m.k. um skeið. Ágætt dæmi eru ýmsar reglur um fljótabáta sem virtust lengi vel tómt rugl við íslenskar aðstæður. Var mér reyndar tíðrætt um hagnýtt gildi þeirra reglna þegar mér var eitthvað uppsigað við EES-samninginn eða Evrópusambandið. Það lækkaði hins vegar heldur í mér rostinn þegar ég komst að því að slíkt far hefði hafið siglingar um Lagarfljót á sínum tíma. Þannig er oft erfitt að sjá fyrir hvaða reglur kann að reyna á á hverjum stað og því eðlileg aðferð að taka allar reglurnar upp alls staðar. Skrítnar reglur þurfa heldur ekki alltaf að vera tilkomnar vegna utan- aðkomandi áhrifa. Ég get nefnt að á Íslandi voru til skamms tíma í gildi lög um friðun héra þó hérar finnist ekki í landinu og hafi aldrei gert. Ástæðan fyrir því er einfaldlega að einhvern tíma stóð til að flytja héra til landsins,“ segir hann, „svo varð ekkert úr því.“ Áhrif á mótunarstigi „Völd og áhrif hafa óneitanlega að einhverju leyti flust til Brüssel,“ heldur Einar Páll áfram, „og á því eru örugglega skiptar skoðanir. Eins víst er að ekki yrðu allir jafnkátir ef dregin væru til baka lagaákvæði um frelsi á fjarskiptamarkaði, frelsi í flugsamgöngum á EES-svæðinu, ýmsar reglur á fjármálamarkaði og áfram mætti telja. Þó einstakar breytingar eins og nýju orkulögin hafi mætt meiri gagnrýni.“ Hvaða möguleika hafa EFTA-rík- in á að hafa áhrif á Evrópuréttinn? „Eftir að ESB-reglur hafa tekið gildi geta EFTA-ríkin aðeins farið fram á aðlögun eða frestun á innleiðingu reglnanna. Ekki er raunhæft að gera ráð fyrir því að Evrópusambandið fallist á að slíkir frestir eða aðlögun séu veruleg. Helsti möguleiki EFTA-ríkjanna til að hafa áhrif á Evrópusambandslöggjöf sem á end- anum verður EES-löggjöf er á und- irbúningsstiginu. Samkvæmt 99. grein samningsins á framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins að leita til sérfræðinga frá EFTA-ríkjunum með sama hætti og sérfræðinga frá ríkjum sambandsins. Gallinn er bara sá að ekki eru allir starfsmenn fram- kvæmdastjórnarinnar meðvitaðir um þessa skyldu fyrir utan að EFTA-ríkin hafa ekki alltaf tök á því að fylgjast með því að hún sé virt. Þá hafa EFTA-ríkin ekki alltaf yfir að ráða nægilega hæfum sérfræðingum á þeim sviðum sem um er að ræða til að geta nýtt sér réttinn með virkum hætti þó slíkt fari auðvitað alfarið eftir málaflokkum og aðstöðu ein- stakra EFTA-ríkja. Áhrif EFTA- ríkjanna verða því oft engin eða óveruleg.“ ná til almennings Morgunblaðið/Þorkell Einar Páll með tveimur aðstoðarmönnum sínum úr lagadeild HR (f.v.), Sigurvini Ólafssyni og Ómari Þór Eyjólfssyni. ’ Að vera annarsvegar utan og hins vegar innan ESB fel- ur í sér ólík réttindi og skyldur. Afstaða fólks ræðst einfald- lega af því hvernig hver og einn metur þessi réttindi og skyldur. ‘ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 19 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is OD DI H F J 94 38 Allt að 50% afsláttur af innfelldum halógenljósum. Fjöldi annarra sér- tilboða, m.a. útiljós á mjög góðu verði. Rýmum til fyrir nýjum vörum í ljósadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.