Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 26
MENN hafa í sumar og í sumar er leið velt því fyrir sér hvers konar samfélagi við lifum í eða hvernig það samfélag sé sem við viljum lifa í. Er atvinnu- og við- skiptasiðferði í lagi á Íslandi? Ég er sann- færður um að öllum finnst mikið að eins og reyndar er komið á daginn. Meint ólöglegt samráð olíu- félaganna og misfarið með fé innan stofnana þjóðfélagsins. Hafi menn áhuga á því hvernig setja megi fram kenningar um sið- fræði atvinnulífsins þá gera þeir ráð fyrir að siðfræðilegar hugleiðingar skipti máli fyrir hagfræði og efna- hagslíf. En það er ljóst á deilum hér heima og erlendis að þessi skilningur er ekki óumdeildur eins og kemur fram í bók Göran Bexell og Carl- Henrich Grenholm, Siðfræði (Sið- fræðistofnun 2001), sem ég styðst við í umfjöllun minni. Skiptir siðfræðin raunverulega máli fyrir efnahagslífið? Verður efnahagslífinu stjórnað eftir sið- fræðilegum viðmiðunum og gildum? Fylgir ekki efnahagslífið, t.d. olíu- fyrirtækin og sjávarútvegurinn, eig- in lögmálum (Eigengesetzlichkeit) sem eru allt annars eðlis? Algengt svar við þessari spurningu er að efnahagslífið sé ekki og eigi ekki heldur að vera háð neinu sið- fræðilegu mati og eigi að mótast af því sem kallað hefur verið „siðfrels- ishugmynd“. En þá geta menn týnt samviskunni, eins og Pétur litli. Presturinn spurði hann: „Pétur minn hlustar þú aldrei á samviskuna?“ og sá stutti sagði, „ha, á hvaða rás er hún“. Samkvæmt siðfrelsishugmyndinni fylgir efnahagslífið eigin lögmálum og engar siðferðisreglur gilda um fjárhagsleg umsvif. Ég tel að við séum að súpa seyðið af þessum við- horfum. Fjármálamaðurinn reynir einungis að þjóna eigin hagsmunum og hagsmunum umbjóðenda sinna, eftir því sem hann telji best henta. Þetta er umdeilanleg skoðun. Sið- fræðin gildir ekki aðeins um einka- mál. Siðfræðilegt mat og sið- fræðilegar reglur verða að gilda um öll mannleg umsvif, einnig í stjórn- mála- og efnahagslífi. Hins vegar er það ekki óumdeilanlegt að halda því fram að sama siðfræðilega mat og reglur skuli gilda í efnahagslífinu og einkalífinu. Það hefur verið kallað „einhyggja“. Samkvæmt henni gildi sama siðfræði um einkalíf og efna- hagslíf. Annmarki á þessu sjónarmiði er sá að breyskleiki mannsins og sjálfs- elska virðist koma sérlega skýrt fram í stjórnmálum og fjármálum, ekki síst á fjármálasviðinu. Þetta birtist í valdabaráttu þjóðfélagshópa með ólíka hagsmuni sem takmarkar hvaða siðfræðihugsjónum unnt er að framfylgja. Kristin kærleikshugsjón, sem krefst þess að maðurinn hafni stund- um eigin hag fyrir aðra, fær ekki að ráða í fjármálum. Hún á eftir sem áð- ur að hafa áhrif á líf okkar eins og guðspjallið um miskunnsama Sam- verjann gefur til kynna. Það er til dæmis ekki raunhæft að krefjast þess af verkalýðs- og sjómannafélagi að bera fórnfúsa umhyggju fyrir at- vinnurekandanum. Flestir eru á því að í efnahagslífinu verði að aðhyllast „hófsama ein- hyggju“. Það er ekki unnt að fram- fylgja alfarið kristinni kærleiks- hugsjón svo róttæk sem hún er. Aftur á móti er æskilegt og gerlegt að fylgja henni að vissu marki. Dæmi um slíkt er að menn ættu að leitast við að skipta velferðinni réttlátlega og virða rétt manna til áhrifa og starfa á hvaða sviði sem er. Siðfræðileg hugsun skiptir þannig máli fyrir efnahagslífið. Fyrir þann sem rekur fyrirtæki er nauðsynlegt að taka tillit til siðfræðilegra sjón- amiða og gilda hvort sem það bætir afkomu fyrirtækisins eður ei. Til lengri tíma litið bætir það afkomu fyrirtækisins. Á sama hátt skiptir það máli hvaða launastefnu eigi að fylgja eða hvern- ig skipuleggja skuli starf í fyrirtæki eða stofnun. Grundvallarspurning er þá til dæmis hvað felist í réttlátri skiptingu tekna og valda. Það er ekki óeðlileg krafa ungu þingmannanna að menn, konur og karlar, njóti sömu launa fyrir sömu vinnu. Siðfræðileg hugsun skiptir jafnframt máli fyrir hagfræðikenningu. Bandaríski hag- fræðingurinn og heimspekingurinn Amartya Sen fullyrðir í bók sinni, On Ethics and Economics (Blackwell 1999), Um siðfræði og hagfræði, sem mikla athygli hefur vakið og ég las nýverið, að um ólíkar hefðir sé að ræða í hagfræðikenningum. Aðra kallar hann siðfræðibundna hefð. Hún kemur fram hjá heimspek- ingum á borð við John Stuart Mill og Adam Smith, sem tengja frjáls- lyndar hagfræðikenningar sjón- armiðum nytjastefnunnar. Sam- kvæmt þessum sjónarmiðum er markmið efnahagslífsins það sem hagstætt er fólkinu og ekki einvörð- ungu eiginhagsmunir, sem hvetja menn til starfa, heldur einnig um- hyggja fyrir öðrum. Það er umhugs- unarefni að þeir hugmyndafræð- ingar sem lögðu upp með lýðræðislegan kapítalisma á sínum tíma treystu á siðferðilegar viðmið- anir og undirstöður samfélaga sinna, sem nú virðast vera á undanhaldi eða alla vega að riðlast. Hina hefðina kallar Sen verk- fræðihefðina. Hún birtist hjá hag- fræðingum á borð við Leon Walras og David Ricardo sem telja að hag- fræðin snúist framar öðru um tækni- leg vandamál, t.d. það hvernig mark- aðurinn starfar. Í þessari hefð eru engin tengsl á milli siðfræði og fé- sýslu. Markmið fésýslunnar er talið vera árangurinn. Menn starfi í fjár- málunum samkvæmt rökhyggju sem hafi það að leiðarljósi að hámarka ágóðann. Amartya Sen telur að verkfræði- hefðin hafi orðið æ meira ríkjandi í hagfræðikenningum og bilið milli siðfræði og fésýslu þar með breikk- að. Hann hvetur hins vegar til þess að siðfræðibundinni hefð verði meiri gaumur gefinn. Amartya Sen telur að fjárhagslegur rekstur gæfi meira í aðra hönd ef hann tæki tillit til sið- fræðinnar. Í hagfræðikenningum sé auk þess oft gengið út frá vissum for- sendum siðfræðinnar án þess að þeirra sé getið. Það myndi skýra málin að taka þær fram. Mikilvæg spurning er þá hvaða mannskilning og siðfræðiskilning skuli miðað við. Sen gagnrýnir allt of mikla einstaklingshyggju og nytja- stefnu í siðfræði en samkvæmt henni er það vellíðanin sem er eina mark- mið athafna mannsins. Í siðfræði fjármálanna telur hann að kenning um réttlæti og réttindi ætti að vera sérstakur þáttur og ég vil leyfa mér að taka undir það með honum. Sjónarmiðið að allir menn séu jafn mikils virði styður ekki aðeins mann- gæskusjónarmið kristninnar heldur einnig sjónarmið um jafna skiptingu. Þær kenningar um réttlæti, sem mótaðar hafa verið í stjórn- málaheimspeki, skipta miklu máli fyrir siðfræði fjármálalífsins. Það ber að leita eftir réttlátri skiptingu valda og tekna í fjármálalífinu. Það er eitthvað verulega mikið að þegar ítrekað er talað um sjálftökumenn í íslensku efnahags- og atvinnulífi, menn sem nánast skammta sér laun sem oft eru langt umfram það sem aðrir hafa og mun hærri en það sem menn hafa almennt. Það er eitthvað mikið að þegar olíufyrirtækin hafa með sér víðtækt samráð. Mannhelgireglan rennir einnig stoðum undir kenningar um réttindi sem skipta máli, eins í fésýslu. Þar sem allir menn eru jafn mikils virði hafa þeir til dæmis sama rétt til áhrifa og starfa. – Samskip jafnt sem Eimskip svo nýlegt dæmi sé tekið. Mönnum finnst einnig óréttmætt að ryðjast inn í mannhelgi fólks og fara að bjóða í það sem ekki er falt, eða „taka og yfirtaka“ eins og það hefur verið orðað og virðist vera orð- ið einkenni á íslensku fjármálalífi nú um stundir. Siðferði í viðskiptum Eftir Ólaf Odd Jónsson Höfundur er prestur. SKOÐUN 26 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MARGSLUNGNU mannlífi vorra daga er hinn landlausi ein- staklingur mjög öðrum háður um afkomu. Þegar hann litast um í harðri fléttu nú- tímaþjóðfélags- gerðar er hann gripinn kvíða og tómleikatilfinningu ef hann ekki á vís- an starfa sem tryggir honum laun sem nægja til framfærslu. Vitaskuld er ekki fyr- ir hendi í þessu efni neinn nátt- úruréttur fram yfir þann er bann- ar samferðamönnum að spilla andrúmsloftinu eða jarðveginum sem manneskjan tínir af einhvern ávöxt sér til viðurværis. Öll „rétt- indi“ borgaranna sem menn eru sífellt að minna á eru tilkomin vegna samkomulags byggðu á mannúð, réttlætishugmyndum og skynsemisviðhorfum. Slík réttindi eru skilgreiningarafkvæmi og því ávallt í skoðun og endurskoðun. Öll viljum við forða meðbræðrum og systrum frá skorti og örvænt- ingu og voru um þetta reglur þeg- ar á þjóðveldisöld. Við erum því öll samfélagslega sinnuð að þessu leyti en flest okkar nægilega vitur til að standa vörð um þann raun- verulega náttúrurétt manna að mega beita hugviti sínu og líkams- þreki til að finna þær uppsprettur eignar og þekkingar sem gera þeim kleift að tryggja sér og öðr- um fæði, klæði og húsaskjól. Þeg- ar engin störf er að fá eiga menn kost á atvinnuleysisbótum eða öðr- um þeim tryggingum sem þeir hafa keypt sér eða samið um. Slík- ar bætur eru tímabundnar og að því kemur að öryggisleysið blasir við á ný auk niðurdrepsins er fylgir því að vera ekki í starfi sem styður við sjálfsvirðingu og tilfinn- ingu fyrir því að vera gildur og viðurkenndur þátttakandi í hinni miklu fjöldahreyfingu lifenda. Hvernig getum við tryggt hverj- um og einum bæði framfærslu og eðlilegt sjálfsmat án þess að slæva hjá hinum sama afkastalöngun og viðleitni til sjálfsbjargar? Í hinum flóknu þjóðfélögum iðnvæðingar og fjölbreyttrar þjónustu er sífellt örðugra að greina með vissu hverra verk eða hugmyndir eiga drýgstan þátt í myndun verðmæta og nýmyndun auðs. Leiðtogar í at- vinnulífinu, sem upphafinu valda og veita fyrirtækjum forystu, eiga drýgstan þáttinn og ekki má af- neita þýðingu þeirra né eignarrétti þeirra á hugmyndum sem gefa framförum líf og ábata. En ekki verður horft fram hjá því, að mik- ill hluti hinna uppsöfnuðu verð- mæta er til orðinn vegna framlags allra sem inna af hendi störf sem með einhverjum hætti bera uppi þjóðfélagshúsið. Með þetta í huga getum við hugsað okkur þá leið út úr því ástandi óvissu og niðurlæg- ingar sem margir telja sig búa við að greiða hverjum og einum fram- færslutryggingu þegar og ef hann af einhverjum ástæðum ekki megnar að afla sér þess lífeyris sem hefur verið skilgreindur sem lágmarksþörf. Hugmyndir um tekjutryggingar komu fram á fyrri hluta nýliðinnar aldar og til sög- unnar kom hugtakið „social divid- end“, að öllum væri tryggður af- rakstur úr hinum mikla sjóði sem hægt væri að skilgreina sem eign allra, ef þeir hefðu minni en lág- markstekjur. Einnig hafa komið fram hugmyndir um borgaratekjur sem öllum væru sendar án tillits til annarrra tekna. Hagfræðing- urinn Milton Friedman benti á þá leið að styðja fjölskyldur með framlagi sem tryggði þeim ákveðið lágmark. Breytt heimilishald og almenn gliðnun í fjölskylduformi gerir þetta erfitt. Eðlilegast sýnist vera að taka skrefið til fulls og gefa gaum að valfrelsi og afkomu einstaklinga. Manneskjur veldu sér hlutverk en væru ekki stimplaðar af öðrum eða reknar í hópa. Gæfist nú hverjum og einum færi á því að styðja það fjölskylduform og þá lifnaðrhætti sem honum eða henni hugnaðist. Við rennum augum yfir mannsafnið og vitum ekki hver er námsmaður, hver er öryrki, hver er letingi eða hver er búinn að missa vinnu og er í leit að nýju starfi. Ef samfélagið getur borið slíka tilhögun og hún hlyti fylgi hjá stjórnmálahreyfingum mætti færa afgreiðslur og eftirlit inn á skattstofur landsmanna. Trygg- ingastofnun hjaðnaði í minni deild og sinnti óhjákvæmilegum jað- armálum svosem hinum erfiðari dæmum fötlunar. Með tryggðum tekjum, þótt lágar séu, má fækka þeim tilvikum er opinberar stofn- anir seilast inn í líf manna og beita þá ljúfmannlegu yfirlæti. Menn geta frekar um frjálst höfuð strokið og verða frjálsari að því að ráðstafa fé sínu og taka ábyrgð á þeim færslum. Sumum verður lítið drjúgt. Miklar peningaupphæðir fara á skrið ef almenn tekjutrygging verður tekin upp og mun sumum þykja það mikið gímald; en þetta fé verður á hreyfingu og verulegur hluti þess er fljótlega kominn í ríkissjóð á ný sem neysluskattur. Nú þegar færast stórar fjárhæðir til eftirlaunafólks og öryrkja; fé sem nú er greitt til atvinnulausra og til námsmanna fer nýja leið; brott falla fæðingarorlofsgreiðslur og sjúkradagpeningar. Líklegt er að bankar geti veitt námsmönnum fyrirgreiðslu ef tekjutrygging mettar ekki þörf þeirra. Almenn tekjutrygging leysir margan vanda en ekki þannig að öllu sé landað. Á jöðrum eru ávalt mál sem þurfa sérstaka aðkomu og sértækar aðgerðir svo sem við mikla fötlun og þegar umfram- hjálp ræður úrslitum um það hvort einhver er vistaður á stofn- un eða megnar að búa áfram heima. Enn verður því margt sem félagsmálastofur og öryrkjabanda- lag þurfa að sinna og verða að hafa bolmagn til að leysa. Ein- hverjir munu vara við þessarri leið og kalla tryggar tekjur deyfilyf, þeir munu óttast að fjöldi manna láti sjálfsagðan metnað lönd og leið en temji sér venjur sem geri þeim kleift að komast af á litlu eða leiti leiða til að pretta gæslumenn að þessu tryggingarfélagi sam- borgaranna. Þetta er sjálfsagt rétt, einhverjir munu svíkja, við vitum ekki hversu margir fyrr en á reynir. Gott eftirlit getur fælt svartálfa en ekki verður við öllu séð um þetta fremur en önnur fyr- irtæki manna. Tillögur á borð við þær sem hér eru settar fram verða að komast gegnum hreinsunareld hagfræð- inganna og óvíst að þær verði þekkjanlegar að loknu því ferða- lagi ; nái þær inn á alþingi kemur í hlut fræðinganna að gera þing- heimi dæmið skiljanlegt. Upphæð- irnar sem til þarf eru að miklu leyti komnar í umferð eftir ýmsum leiðum í ríkiskerfinu. Ef afla þarf nýrra tekna til að rísa undir aukn- um greiðsluþunga væri leið að leggja lítið gjald á hvert landað kíló af fiski og vægan skatt á hina gífurlegu vatnsorku- og jarð- varmanotkun landsmanna; gull- straumurinn er þarna látlaus. Líf- eyrissjóðir munu með tímanum bera meginþungan af eftirlauna- greiðslum. Innheimtustofnun sveitarfélaga og önnur fyrirtæki almennings eiga fjárhæðir hjá vanskilamönnum og mætti klípa af greiðslum til þeirra og minnka þannig kúfinn (minni trygginga- greiðslur framan af). Dæmi vegna hugmyndar um tekjutryggingu: Gerum ráð fyrir að upphæð lágmarksframfærslu sé ákveðin 75 þús. kr á mánuði og sé það neðan skattleysismarka. Fjög- urra manna fjölskylda gæti þá horft við sem hér segir: Heim- ilisfaðirinn er óvinnufær og honum eru sendar kr 75 þús., húsmóðirin hefur vinnu og færir í búið kr 125 þús., nítján ára sonur er í námi en aflar vegna hlutavinnu kr 40 þús. og fær í lok mánaðar sendar kr 35 þús., 17 ára dóttir hefur engar tekjur en henni munu tryggðar kr 75 þús. á mánuði þegar hún er orðin 18 ára. Með reglubundnum greiðslum má einfalda margt og fella niður eitt og annað sem nú er skammtað frá ýmsum hólfum ríkisbúskap- arins; þar á meðal nokkrar upp- hæðir byggðar á lögum um al- mannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Borgaralaun sem öllum væru send eftir 17 ára aldur myndu hjá mörgum valda hækkun á tekjuskatti og hefðu ekki jöfnunaráhrif á borð við þau sem yrðu við greiðslu tekju- uppbótar; peningar fara einungis til þeirra sem ekki afla lágmarks- tekna eins og þær eru skilgreindar hverju sinni. Tryggðar tekjur þótt lágar séu bæta stöðu manna á stund óvissu og þegar kring- umstæður freista með nýrri útsýn. Það mun vekja hjá fólki vel þegna öryggistilfinningu að sjá fram á að verða aldrei með öllu án tekna. Við munum sjá af því sefandi áhrif í samfélaginu ef víðtæk sátt næst um að koma á fót afkomutrygg- ingu eins og þeirri sem hér er stungið upp á. Þegar kemur að þeim sem hafa óskert þrek getur orðið snúið að greina á hvaða upp- hæð togstreitan milli sjálfsvirð- ingar og uppgjafar vegur salt. Almenn tekjutrygging Eftir Emil Als Höfundur er læknir.                       !  ! "    !      # #$ $ % &$ $ '#$    #  Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.