Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 29 SUÐUR FRAKKLAND HÚS TIL SÖLU Í friðsælu litlu fjallaþorpi er til sölu hús í góðu ástandi og á góðu verði. Í húsinu sem er á 3 hæðum, eru þrjú svefnher- bergi, stofa, stórt eldhús með borðkrók, baðherbergi, þvottahús og stór verönd. Þorpið er í fallegu umhverfi 20 km norður af miðaldarborg- inni Carcassonne og um 70 km frá Miðjarðarhafsströndinni. Frekari upplýsingar og myndir má sjá á vefnum: www.simnet.is/kmhsk Einnig veitir Kristín upplýsingar næstu 2 vikur í síma 551 1590 á kvöldin og 899 7733 á daginn. Þá má senda fyrirspurn á net- föngin: Kristinm@hafro.is og kmhsk@simnet.is Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Um er að ræða sérlega glæsilegt 225 fm einbýlishús á einni hæð með innb. tvöföldum bílskúr. Glæsilegar sérsmíðaðar innrétting- ar. Náttúrusteinn og gegnheilt parket á gólfum. Arinn í stofu. Fal- leg ræktuð lóð með stórri timbur- verönd. Fallegt útsýni. Stutt í golf og alla útivist. Áhv. húsbréf 8,5 millj. Verð 32 millj. Finnbogi og Edda bjóða ykkur velkominn.Sími 568 5556 Barðastaðir 89 - Opið hús Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17 og á morgun, mánudag, milli kl. 20 og 22 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár ARNARTANGI 55 - MOSFELLSBÆ LAUST STRAX Opið hús hjá Gimli sunnudaginn 10. ágúst Nýtt á skrá 4ra herbergja, 94 fm endaraðhús auk 28 fm bílskúrs. Húsið er velstaðsett með stórri lóð. Innan hússins eru þrjú svefnher- bergi, rúmgóð stofa, þvottahús og gufubað. Eign með mikla mögu- leika, þarfnast endurbóta að hluta. Húsið er laust strax. Verð 14,2 millj. áhv. 6,7 millj.+ önnur lán 3,4 millj. Verið velkomin á milli kl. 13.00 - 15.00 Sérlega falleg 94 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð ásamt stóru stæði í bílageymslu. Stór og björt stofa, fallegt eldhús, baðherbergi með sturtu og tvö rúmgóð svefn- herbergi. Eikarparket og flísar á gólfum. Stórar 17 fm flísalagðir svalir með fallegu útsýni. Góð staðsetning, stutt í alla þjónustu. Verð kr. 14,3 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - FLÉTTURIMI 12 – REYKJAVÍK Húsið er til sýnis í dag á milli kl. 15 og 17. Upplýsingar gefur Einar Páll í síma 899 5159. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í 896 5221. Falleg 4ra herb. íbúð nr. 201 á 2. hæð sem snýr í suður og vestur. Parket og þvottahús á hæð. Verð 11,8 millj. Verður til sýnis í dag milli kl. 14 og 17. ENGIHJALLI VEITINGAHÚS við sjávarsíðuna í Cornwall á Bretlandi sem nefnist The Seafood Restaurant hefur notið mikilla vinsælda þar í landi fyrir fisk- rétti og þá aðallega humar. Veitinga- húsið, sem er í litlu sjávarþorpi sem heitir Padstow, rekur einnig skóla fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í því að útbúa fiskrétti. Þá er veitinga- staðurinn með herbergi til útleigu og selur ýmsan varning tengdan veit- ingahúsinu. Hjónin Rick og Jill Stein hafa rekið veitingastaðinn í 28 ár og hafa nánast eingöngu verið með fisk á boðstólum, enda hæg heimatökin þar sem veit- ingahúsið stendur nánast á bryggju- sporðinum í þorpinu Padstow. Rekst- ur þeirra hefur vaxið fiskur um hrygg og hafa þau nú keypt hótel í bænum Newquay, sem er steinsnar frá Pad- stow. Veitingahúsið hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fiskrétti sína á undanförnum árum. Hjónin segja gæði fisksins tvímælalaust eina aðal- ástæðu velgengni sinnar. Rick Stein hefur gefið út 8 matreiðslubækur sem selst hafa í yfir milljón eintökum. Þá hefur hann verið með matreiðslu- þætti fyrir BBC þar sem hann sýnir hvernig á að matreiða fisk. Veitingahúsið lætur ekki mikið yfir sér, er í gömlu steinhúsi við aðalgötu þorpsins. Innandyra er notalegt and- rúmsloft þar sem þjónað er til borðs í nokkrum stórum herbergjum, sem heita eftir frægum skipstjórum sem gert hafa út frá Padstow. Herbergin sem leigð eru út heita eftir vinsælum baðströndum á Cornwall-skaga. Rick segir að mikill uppgangur sé í ferðamannaiðnaðinum í Cornwall. „Það er fullt af athyglisverðum og skemmtilegum hlutum að gerast hér á Cornwall-svæðinu og við eigum mikla möguleika. Við erum vel staðsett og viljum hvergi annar stað- ar vera,“ sagði Rick Stein. Hann rekur skóla fyrir þá sem vilja kynna sér fiskrétti sérstaklega. Hann segir að það séu ekki endilega kokkar sem komi á þessi námskeið, sem eru frá einum degi og upp fjóra. Mjög algengt sé að menn fái námskeið í afmælisgjöf, gjarnan fimmtugs afmælisgjöf. Hann segir aðsóknina hafa verið mjög góða og væri uppselt á öll námsekið fram á mitt næsta ár. Þeir sem sækja námskeiðin borða á veitingahúsinu og fá einnig herbergi þar. Skólinn er í aðeins 100 metra fjarlægð frá veitingastaðnum. Morgunblaðið/Valur JónatanssonÍ Padstow er lítil og notaleg höfn. Sérhæfir sig í fiskréttum og rekur kokkaskóla Veitingahúsið The Seafood Restaurant er í þorpinu Padstow á Cornwall- skaga. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Vefslóð: www.rickstein.com. Póstfang: The Seafood Restaurant, River- side Padstow, Cornwall PL 28 8BY. Sími: 01841 532 700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.