Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 35
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 35 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem við höfum til sölu:  Söluskáli og bensínstöð í stóru bæjarfélagi á Norðurlandi. Videó, ís og grill. Ársvelta 70 m. kr. fyrir utan bensín. Verð aðeins 4 m. kr.  Sérverslun með vörur til víngerðar. Eiginn innflutningur. Hentugt til sam- einingar við svipaðan rekstur.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Hálendismiðstöðin Hrauneyjum er fáanleg til rekstrarleigu með kaup- rétti. Gisti- og veitingastaður með mikla sérstöðu og góðan rekstur. Mjög gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu sem hefur gaman af há- lendinu og langar að eignast eigið fyrirtæki.  Hraðflutningafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þrír bílar. Ágæt afkoma.  Glæsileg snyrtivöruverslun á Laugavegi. Eigin innflutningur að hluta.  Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.  Mjög gott bakarí í stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni.  Lítil en góð heildverslun með gjafavöru, tilvalið fyrir 1—2 eða sem við- bót við annan rekstur. Auðveld kaup.  Þekkt og rótgróin gjafavöruverslun með mjög vandaðar vörur.  Gæludýraverslun í Keflavík. Skemmtilegt tækifæri fyrir dýravini.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti. Auðveld kaup.  Rótgróinn lítill matsölustaður í Hafnarfirði. Mjög gott fyrirtæki fyrir kokk eða fólk sem kann að elda góðan heimilismat.  Þekkt hjólbarða- og bifreiðaverkstæði, vel tækjum búið. Auðveld kaup.  Höfum ýmis góð sameiningatækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Stór og þekkt brúðarkjólaleiga með ágæta afkomu. Miklir möguleikar.  Ísbúð, videó og grill á góðum stað í austurbænum. Gott tækifæri.  Söluturn og videóleiga í Hafnarfirði, tilvalið sem fyrsta fyrirtækið, verð 4,5 m. kr.  Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hag- naður. Eigið húsnæði.  Glæsilegur söluturn með góðri myndbandaleigu í vesturbænum með langa og góða rekstrarsögu. Sami eigandi frá upphafi. 60 m. kr. ár- svelta. Möguleiki á grilli og ísbúð.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eigin innflutningur. Auðveld kaup.  Lítið en efnilegt framleiðslu og þjónustufyrirtæki í málmiðnaði. Velta síð- asta árs 40 m. kr. og stefnir í tvöföldun á þessu ári.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með videó, gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Stórt arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v. Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 RAÐGREIÐSLUR Mikið úrval 5 % aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Útsala - útsala Í dag, sunnudag 10. ágúst, kl. 13-19 Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Bænamottur 80x140 cm 12-16.000 8.900 Pakistönsk ca 90x150 cm 29.800 18.700 Rauður Afghan 200x260 cm 90.000 64.100 og margar fleiri gerðir. SÚ var tíðin er maður nokkur sagði: „Hræðist ekki, komið til mín og ég mun passa ykkur.“ Allir hættu að vera hræddir en urðu hræddir um að verða það aftur ef þeir ekki fylgdu honum. Þetta var áhrifamikil aðferð til að ná fólkinu til sín því að hræðslutilfinning er það djöfulleg- asta sem til er. Fólkið leyfði börn- unum sínum að koma til hans og bannaði þeim það ekki. Þessa fallegu dæmisögu hafa stjórnmálamenn og aðrir sölumenn tekið til sín og vinna í anda hennar. Þegar heimsókn sölumanns trygg- ingafélagsins lýkur er gestgjafinn orðinn svo hræddur að hann hefur keypt sér vernd gegn öllum þeim hörmungum sem komu fyrir í sögum sölumannsins. Ennfremur fer gest- gjafinn út í búð og kaupir sér örygg- iskerfi til að passa uppá allt það sem hann hefur sankað að sér, vegna þess að samborgarar hans eru svo illa upp aldir. Sölumaðurinn sagði ekkert um það að langflestir þeirra sem hafa keypt sér líftryggingu ná því að verða sjálfdauðir og fá því enga gleði af ævilöngu iðgjaldi sínu. Umferðarráð, sem nú er að hluta til komið í stofu, birtir myndir af og útstillir limlestum einstaklingum með það að markmiði að ná tökum á athygli og hræðslu vegfarandans og segja honum að þetta gæti allt eins verið hann með sitt eigið tungumál. Sú ágæta staðfesting ráðsins á að hraðinn drepi er ekki óþarfur boð- skapur í þjóðfélagi þar sem ekkert getur gengið nógu hratt. Nærtækt dæmi er hvernig vegagerðin flýtir sér að fræsa landið niður í beinar hraðbrautir svo að vegfarandinn komist hraðar yfir. Á hraðbrautun- um eru síðan framkvæmdar hraða- mælingar, sem þjónusta við hinn guðhrædda mann. Tóbak er orðið það hættulegt að umbúðirnar mega ekki sjást. Verði einhver fyrir því óláni að sjá slíkt í verslun ber viðkomandi að leggja fram ákæru á hendur versluninni vegna þeirra hræðsluáhrifa sem hann hefur orðið fyrir. Tóbak drepur líka og litið er á reykingamenn sem hættulega umhverfi sínu og verða þeir sjálfsagt ákærðir fyrir mann- dráp af gáleysi ef fram heldur sem horfir. Aumingja nemandinn sem fer til framhaldsnáms erlendis og þarf að horfa á tóbaksumbúðir í stórum breiðum þar sem hann kaupir nestið sitt. Hann verður hræddur, hugsar heim til föðurlandsins en fær síðan áfallahjálp samhliða náminu. Hræðslan við fólksfjölgun, í nafni hagræðingar, leiddi til þess að sam- býlisfólk í Kína mátti aðeins eiga eitt barn. Urðu þau svo óheppin að eign- ast stúlku gáfu þau hana en slíkar gjafir höfnuðu oft í höndum prúð- menna vestrænna viðskipta. Eftir að Falun Gong samtökin bentu á slíkt mannsal, ásamt pyndingum og dauðarefsingum, voru þau bönnuð á Íslandi. Með því komu stjórnvöld í veg fyrir að vegfarandinn hræddist það að Falun Gong hreyfingin hefði eitthvað til síns máls. Stjórnendur og aðrir þeir sem líta á mannveruna sem markað vita að hinn guðhræddi maður gegnir í blindni, því að hann gæti að öðrum kosti dottið úr tísku, orðið fórnar- lamb eineltis og jafnvel misst vinn- una. Hræðsluáróður ætti að varða við lög en það gerir hann ekki vegna þess að hann er hvarvetna áhrifa- mikið verkfæri sem með umhyggju er beitt af þeim sem leiðbeina og líta eftir hinum guðhrædda manni. PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARSSON, gull- og silfursmiður, Ísafirði. Um guðhræðslu Frá Pétri Tryggva Hjálmarssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.