Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 213 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is OPI‹ 13-18 Þegnar í ríki ísherrans Austurströnd Grænlands er óvið- jafnanleg útivistarperla B1 Treginn sló hana Nanna Hovmand féll fyrir íslenskum sönglögum Listir 23 Verður að styðja landann Damon Albarn á nú hús í reykvísku úthverfi Fólk 41 NAUMUR meirihluti á færeyska lög- þinginu hefur samþykkt að fækka sóknardögum um 2% á næsta fisk- veiðiári en það hefst 1. september. Færeyskir fiskifræðingar og Alþjóða- hafrannsóknaráðið höfðu hins vegar lagt til, að þeim yrði fækkað um fjórð- ung á næstu árum. Jacob Vestergaard, sem fer með sjávarútvegsmál í landsstjórninni, hafði lagt til, að sóknardagafjöldinn yrði óbreyttur, en þverpólitískur meirihluti á lögþinginu taldi rétt að taka tillit til þess, að sóknargeta fisk- veiðiflotans eykst með ári hverju. Samþykkti hann því að fækka sókn- ardögunum um 2%. Færeyska haf- rannsóknastofnunin lagði til í júní, að sóknin í þorsk, ýsu og ufsa yrði minnkuð um 25% á þremur árum, en færeyska landsstjórnin hefur að mestu farið að ráðum sérstakrar sóknardaganefndar, sem skipuð er fulltrúum fiskiskipaflokkanna, strandveiði-, línu- og togskipa. Fær hver flokkur ákveðinn sóknardaga- fjölda, sem síðan er skipt á milli skipa. Sóknardögum í færeysku lögsögunni fækkað um 2% Þórshöfn. Morgunblaðið. KOMIÐ hefur í ljós kirkjugarður frá árdögum kristni á Íslandi við fornleifauppgröft í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Fund kirkjugarðsins bar þannig að, að Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal, gróf grunn fyrir nýju íbúðarhúsi og fékk mannabein í skófluna. Starfs- menn Hólarannsóknar hafa verið að störfum í sumar og í fyrrasumar við að hreinsa ofan af kirkjugarðinum, sem er óvenju heillegur og mikill fengur fyrir íslenska fornleifafræði. Í kirkjugarðinum hafa alls fund- ist 52 grafir, bæði grafir fullorðinna og barna. Bein eru ótrúlega vel varðveitt miðað við að jarðsett var í garðinum fyrir árið 1104, en þá gaus Hekla og lá gjóskulag yfir öll- um garðinum. Að sögn Guðnýjar Zoëga forn- leifafræðings hafa nú fundist leifar húss undir kirkjugarðinum. Það hús gæti verið úr heiðni. Í Keldudal fannst fyrr í sumar heiðið kuml, með beinum fjögurra manna. Í kumlinu fannst meðal annars for- láta útskorinn klæðaprjónn úr beini. Engar heimildir voru til um að kuml eða kirkjugarður væru í landi bæjarins. Sýnir þetta að menn hafa verið jarðsettir þar jafnt í heiðni sem kristni. Virðist sem kirkjugarðurinn hafi verið fallinn í gleymsku þegar á 13. öld þegar rit- un heimilda hófst. Rannsókn sem varpar ljósi á miðaldasamfélagið Í viðtali við Ragnheiði Trausta- dóttur, fornleifafræðing og stjórn- anda Hólarannsóknar, í blaðinu í dag kemur fram, að í sumar hafi verið rannsakað á Hólum, í Keldu- dal og einnig í fornri höfn Hólabisk- upa við Kolkuós. Rannsóknirnar séu unnar á þverfaglegum grunni, og nýtist niðurstöður þeirra til að varpa ljósi á miðaldasamfélagið á Íslandi. Mikil áhersla er lögð á að tengja sem flest fræðasvið við rannsókn- irnar, þannig að saman geti nið- urstöður þeirra orðið sem víðtæk- astar. Þegar hafa komið í ljós mikil bæjarhús á Hólum, og meðal annars hefur fundist prentsmiðja frá 18. öld. Morgunblaðið/Kristinn Beinagrind í gröf sinni í kirkjugarðinum í Keldudal, Hegranesi í Skagafirði. Hringlaga veggur umlykur garðinn, en hann er talinn vera frá frumkristni. Menn hafa verið jarðsettir þar jafnt í heiðni sem kristni  Jörðin geymir/10 Kuml og kirkjugarður úr frumkristni fundin í Hegranesi í Skagafirði BANDARÍSKIR hermenn í norður- írösku borginni Kirkuk og höfuð- borginni Bagdad og brezkir her- menn í Basra í Suður-Írak urðu fyrir árásum í gær. Fjórir bandarískir hermenn særðust. Bandaríska hernámsliðið hefur á liðnum mánuðum sætt síendurtekn- um árásum, en ekkert hefur hingað til fregnast um slíkar árásir á her- námssvæði Breta í Suður-Írak, þar sem flestir íbúanna eru sjía-músl- imar, sem sættu mikilli undirokun á valdatíma Saddams Husseins. Að sögn vitna var varpað handsprengju að brezkum herbíl á benzínstöð í Basra í gærmorgun. Mannfjölda dreif að sem hermenn dreifðu aftur með því að skjóta upp í loftið og loks gúmmíkúlum. Sprengjutilræðið við jórdanska sendiráðið í Bagdad á fimmtudag, sem kostaði nítján manns lífið og yfir 50 manns særðust í, hefur vakið grunsemdir um að hryðjuverka- menn tengdir al-Qaeda-samtökun- um séu farnir að láta til sín taka í Írak. Rannsókn málsins beinist m.a. að því hvort Ansar al-Islam, samtök sem bandarísk yfirvöld telja í tengslum við al-Qaeda, séu viðriðin það. Hermenn sæta árás- um í Írak Bagdad, Basra. AP, AFP. FLESTIR Rússar hafa gefið frá sér vonina um að verða nokkurn tíma auðugir. Aðeins 18 af hundraði þeirra segjast aðspurðir telja að nokkrar horf- ur séu á því að þeir komist í áln- ir. Kemur þetta fram í niður- stöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í Moskvu í gær. Um tveir af hverjum þremur Rússum (68%) gera sér engar grillur um að verða nokkurn tíma ríkir, samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar. Mikill munur var þó á því hvað fólk skilgreindi sem ríki- dæmi. 12% svarenda töldu 5.000 rúblna tekjur á mánuði mikið fé, en það samsvarar 12.700 ís- lenzkum krónum. 20% settu há- tekjumarkið við 10.000 rúblur. Gefa frá sér von um ríkidæmi Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.